Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Ólafssonfæddist á Hamri í Hamarsfirði í Suður- Múlasýslu 28. febr- úar 1923. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað aðfaranótt 5. nóvem- ber síðastliðins. For- eldrar hans voru Ólafur Þórlindsson, bóndi á Hamri, f. 15. mars 1891 í Víðinesi í Fossárdal í S-Múl., d. 16. ágúst 1971, og kona hans Þóra Stef- ánsdóttir, f. 4. júlí 1895 á Hamri, d. 6. ágúst 1973. Systkini Jóns eru Stefán Steinar, f. 24. október 1920, d. 2. desember 1960, Ingibjörg, f. 10. desember 1925, býr á Djúpavogi, Hrefna, f. 12. febrúar 1928, d. 9. apríl 2001, og Örn, f. 13. nóvember 1932, býr í Reykjavík. Árið 1947 kynntist Jón eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Val- dísi Ármann, f. 11. júní 1926 á Skorrastað í Norðfirði í S-Múl., og gengu þau í hjónaband 25. apríl 1957. Foreldrar hennar voru Guð- jón Ármann, bóndi á Skorrastað, f. 21. maí 1886 á Seyðisfirði, d. 13. nóvember 1977, og kona hans Sól- veig Lovísa Benediktsdóttir, f. 25. desember 1891 á Akureyri, d. 25. nóvember 1983. Börn Jóns og Val- dísar eru: 1) Guðjón Ármann, lög- fræðingur í Reykjavík, f. 6. desem- ber 1948, kvæntur Herborgu Jónasdóttur. Synir þeirra eru Jón- as Eysteinn, f. 31. janúar 1967, og Jón Ármann, f. 6. apríl 1968. Jónas er kvæntur Lianne Clements. Hann á soninn Arnór Ármann, f. 25. apríl 1987, frá fyrra hjónabandi með Berglindi Gestsdóttur. Jón Ármann er kvæntur Eddu Björk Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn, Guðjón Andra, f. 5. febrúar 1996, og Hildi Sigrúnu, f. 31. ágúst 1999. 2) Ólafur, kennari í Reykja- vík, f. 7. febrúar 1952, kvæntur Jónínu Ragnarsdóttur. Þeirra börn um 1947–1949, og við sumarstörf í löggæslu á Siglufirði 1947 og 1949. Sumrin 1950 og 1951 var hann far- kennari í íþróttum á Austurlandi og kenndi við Barnaskóla Eski- fjarðar veturinn 1950–1951. Árið 1952 lagði Jón stund á framhalds- nám við Íþróttaskóla ríkisins í Nor- egi og kenndi við Barna- og ung- lingaskóla Fáskrúðsfjarðar vetur- inn 1952–1953. Á árunum 1953–1957 stjórnaði Jón húsa- og raflínubyggingum víða um Austur- land hjá Byggingarfélaginu Snæ- felli, sem hann átti aðild að. Árin 1958–1961 bjuggu Jón og Valdís í sambýli við foreldra hans á Hamri. Samhliða bústörfum vann Jón við bryggjusmíði á Djúpavogi og vega- og brúagerð á Suð-Austurlandi en árið 1961 fluttist fjölskyldan til Eskifjarðar. Þar starfaði Jón sem lögreglumaður í rúma þrjá ára- tugi, þar af sem varðstjóri og aðal- varðstjóri 1983–1993, er hann lét af störfum sökum aldurs. Jón lauk námi í Lögregluskólanum 1964 og sótti einnig fjölda löggæslunám- skeiða allt fram að starfslokum. Einnig lauk hann sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum á Eski- firði veturinn 1964–1965 og gegndi þar starfi byggingarfulltrúa í nokkur ár. Þá kenndi Jón íþróttir og handavinnu við Barna- og ung- lingaskóla Eskifjarðar 1962–1972, samhliða löggæslustörfum. Jón starfaði að ýmsum félags- og trúnaðarmálum. Hann sat m.a. í stjórn og varastjórn Lögreglu- félags Austurlands, frá stofnun fé- lagsins 1972 og fram til starfsloka 1993, er hann var gerður að fyrsta heiðursfélaga Lögreglufélags Austurlands. Hann sat í stjórn ÚÍA frá 1961–1972 og þar af fjögur ár sem formaður. Hann átti einnig sæti í skólanefnd Eskifjarðar um árabil, gegndi formennsku í um- ferðarnefnd Eskifjarðar í mörg ár og var prófdómari við Eskifjarð- arskóla í nokkur ár. Kveðjuathöfn verður í Eskifjarð- arkirkju í dag, föstudaginn 15. nóvember, klukkan 14, en útförin fer fram frá Djúpavogskirkju á morgun, laugardaginn 16. nóvem- ber, og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Hermannastekkum í Hamarsfirði. eru Jónína Herdís, f. 20. maí 1986, og Stef- án Steinar, f. 21. októ- ber 1987. Sonur Ólafs með Önnu B. Jóhann- esdóttur er Kristján Már, f. 15. júní 1973. 3) Árni Þórður, frétta- maður í Reykjavík, f. 19. apríl 1956. Kona hans er Hallfríður María Pálsdóttir og eiga þau dæturnar Urði Dísi, f. 12. febr- úar 1991 og Ylfu Dögg, f. 17. maí 1994. Stjúpdóttir Árna er Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, f. 3. september 1982. 4) Þóra Sólveig, rekstrarfræðingur á Egilsstöðum, f. 22. ágúst 1961. Maður hennar er Sigurður Aðalsteinsson. Sonur Þóru Sólveigar og Bergs Jónsson- ar er Jón Matthías, f. 18. júní 1980, og ólst hann upp á heimili afa síns og ömmu. Jón ólst upp á Hamri og að lok- inni skólagöngu í Geithellnahreppi starfaði hann við venjubundin störf til sveita áður en hann hóf nám við Alþýðuskólann á Eiðum, 1940– 1942. Þar kynntist hann íþróttaiðk- un og helgaði hann sig frjálsum íþóttum næstu árin, samhliða vinnu og frekari skólagöngu. Jón keppti lengst af fyrir Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands en gekk einnig tímabundið til liðs við KR. Á Landsmóti UMFÍ á Laugum 1946 varð Jón stigahæsti einstak- lingurinn í frjálsum íþróttum og var í framhaldi af því valinn í keppnislið Íslands á Evrópumeist- aramótinu í Ósló það sama ár. Árin 1943–1945, að loknu námi á Eiðum, vann Jón við smíðar, mest í Reykja- vík. Veturinn 1945–1946 stundaði hann nám við Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og 1946– 1947 við kennaradeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík. Að kennaraprófi loknu starfaði Jón sem íþrótta-, handavinnu- og sund- kennari við Alþýðuskólann á Eið- „Það lítur ekki vel út með áttræð- isafmælið,“ sagði pabbi, þegar hann sagði okkur mömmu hvernig staðan væri. Hann hafði ekki mörg orð um þetta, æðruleysið uppmálað. Þá óraði mig ekki fyrir hve skammt hann átti ólifað. Minningarnar hafa leitað á mig síð- ustu daga og er af nógu að taka. Pabbi var mjög hávaxinn, grannur og alltaf teinréttur, harður af sér og hraustur. Hann var vanur að pota í hrygginn á mér ef honum fannst ég vera hokin og benti mér á að rétta úr bakinu. Þar talaði íþróttamaðurinn og leikfimi- kennarinn. Pabbi var ekki einungis hár vexti, heldur hafði hann stóra sál og það var gott að leita til hans og hægt að bera allta hluti undir hann. Hann átti auðvelt með að líta á hlut- ina frá mörgum sjónarhornum og vega og meta hvernig best væri að takast á við viðfangsefnið í það og það skiptið. Pabbi var mikill hagleikssmiður og sést handbragð hans víða. Ekki var kastað til höndunum, hann var búinn að íhuga vel hvernig best væri að vinna hvert verk. Bróðursonur minn lýsti pabba vel þegar hann sagði: „Hann afi, hann er svo mikill lagari.“ Það voru fleiri en við heimafólkið sem leituðu til pabba með ýmis viðvik. Mörg þeirra tengdust vinnu hans en hann var fyrsti starfandi lögreglu- maðurinn á Eskifirði og í Suður- Múlasýslu. Ég man eftir ferðum sem ég fór með honum upp á Oddsskarð til að athuga með ferðalanga sem far- ið var að lengja eftir. Þetta voru oft miklar svaðilfarir og ekki leiðinlegt að minnast þeirra. Pabbi sá lengi um sjúkraflutninga í Suður-Múlasýslu og ég man eftir sjúklingi sem lá heima hjá okkur þar sem Oddsskarðið var ófært og ekki með nokkru móti hægt að brjótast yf- ir. Pabbi kom stundum heim með ferðalanga sem urðu á vegi hans vegna starfs hans og lent höfðu í hrakningum. Minnist ég helst Mart- ials, fransks manns sem hefur verið mikill heimilisvinur okkar í 25 ár og Axels, þýsks skútusjómanns sem dvaldi hjá okkur yfir ármót. Í gegnum tíðina hefur pabbi kennt mér margt sem ef til vill telst ekki hefðbundin samskipti feðgina og má þar m.a. nefna prjónaskap, enda hafði hann ótakmarkaða þolinmæði sem kom sér vafalítið vel við gemling eins og mig. Ég lærði á bíl hjá pabba eins og bræð- ur mínir og flest barnabörn hans og einnig kenndi hann mér að skjóta af byssu. Við fórum saman á rjúpu og voru það góðar ferðir. Ekki fara mikl- ar sögur af veiðinni og við getum huggað okkur við það að við berum varla ábyrgð á því hvernig komið er fyrir rjúpnastofninum. Besti árang- urinn var þegar við brugðum okkur til Fagradalsbræðra og veiddum rjúpur í frystikistunni hjá Stefáni frænda okkar. Minningarnar eru óteljandi. Öll viðvikin í kringum hestana mína, við umhirðu, heyskap og margs konar snúninga við þá. Pabbi hafði gaman af dýrum og það kom sér ekki illa fyrir mig. Kettirnir mínir og hundurinn Lappi nutu góðs af. Við systkinin vorum heppin að fá gott veganesti frá foreldrum okkar og að því munum við lengi búa. Sökn- uðurinn er sár nú þegar við kveðjum pabba, en það sýnir okkur hvað við höfum misst mikið og viðbúið að skarðið sem hann skilur eftir í lífi okkar verði vandfyllt. Að endingu vil ég þakka alla hjálp- ina með hann Jón Matthías sem hefur verið okkur ómetanleg í gegnum tíð- ina. Nokkru eftir að pabbi dó dreymdi mig draum. Pabbi gekk eftir ljósboga umlukinn gylltri birtu og mér fannst ég sjá Hamarsdalnum bregða fyrir við enda ljósbogans. Hann gekk tein- réttur og léttur í spori, sneri sér við og brosti sínu glettnislega brosi og veifaði hendinni í kveðjuskyni. Gekk áfram ljósbogann og margt fólk beið hans við enda bogans. Pabbi minn, þakka þér fyrir allt, mér er huggun að hugsa til þessarar sýnar og vona að þú berir kveðju mína. Þóra Sólveig. Við látum hugann líða til sólríkra júlídaga sumarið 1946 og stöldrum við á Laugum í Reykjadal, skóla- og íþróttasetri Þingeyinga. Þar hefur íþróttafólk reynt með sér í drengi- legri keppni á 6. Landsmóti Ung- mennafélags Íslands. Meðal kepp- enda í frjálsum íþróttum er 23 ára gamall Austfirðingur, hógvær og glæsilegur íþróttamaður, Jón Ólafs- son frá Hamri í Hamarsfirði. Hann kom vel undirbúinn til mótsins, lauk námi við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni um vorið og hafði áður lagt stund á íþróttir hjá KR frá sumr- inu 1944 undir handleiðslu Benedikts Jakobssonar. Jón varð sigurvegari í öllum sínum greinum á Laugamótinu, kringlukasti, kúluvarpi og hástökki, og varð stigahæstur keppenda í frjálsum íþróttum. Jón stóð á hátindi íþróttaferils síns þetta sumar. Árangur hans í kast- greinunum á Laugum var sá besti á ferlinum og hann hefði aðeins þurft að kasta kringlunni 15 cm lengra til þess að jafna Íslandsmetið. Eftir þennan árangur var Jón valinn í landsliðið og til keppni í kringlukasti á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem haldið var í Ósló síðar um sumarið. Þar keppti hann með níu öðrum Íslendingum og margir þeirra voru þá orðnir þekktir meðal þjóðar- innar. Hann keppti síðan með lands- liðinu á mótum í Svíþjóð að Óslóar- mótinu loknu. Jón Ólafsson fæddist á Hamri í Hamarsfirði og ólst þar upp í hópi fimm systkina. Á uppvaxtarárum hans og lengi eftir það má segja að Geithellnahreppur hafi verið af- skekkt sveit en fagurt er þar þegar náttúran býst sínu besta skarti. Á það ekki síst við um Hamar og nágrenni bæjarins með sínu fjölbreytta og klettótta landslagi, víðlendan dalinn inn af bænum, ána sem setur svip sinn á dalinn allan og flæmist um eyr- ar – og fjöllin standa sinn hljóðláta vörð. Þótt Jón væri ekki alltaf marg- orður gat hann ekki leynt því fyrir þeim sem kynntust honum að rætur hans stóðu djúpt í þessari mold – moldinni á Hamri. Systkinin á Hamri fóru fljótt að létta undir við bústörfin eftir því sem þeim óx fiskur um hrygg og þar fór vaskur og föngulegur hópur sem þau voru. Ekkert skólahús var þá risið í sveitinni, þau hlutu fræðslu í farskóla eins og títt var í sveitum landsins á þeim tíma. Kennt var um nokkurra vikna skeið á hverjum bæ fyrir sig og síðan fluttu sig um set bæði kennar- inn og börnin. Jón kynntist ekki íþróttum að ráði fyrr en hann hóf nám í Alþýðuskól- anum á Eiðum haustið 1940. Þórar- inn Sveinsson kenndi leikfimi við skólann og þegar voraði fór hann með nemendurna út og leiðbeindi þeim við frjálsar íþróttir þótt aðstaða væri enn mjög frumstæð á Eiðum. Þarna fékk Jón, eins og svo margir aðrir Austfirðingar, sína fyrstu hvatningu til að stunda frjálsar íþróttir. Auk áður greindra íþrótta kynntist Jón einnig knattspyrnu og skíðaiðkun á Eiðum. Jón gerði sér fljótt grein fyrir því að hástökk, kringlukast og kúluvarp voru þær greinar sem best lágu fyrir honum. Naut hann þar hæðar sinnar – en Jón var með hærri mönnum – og eins hins mikla líkamlega styrks sem hann bjó yfir. Hann sagði svo frá síð- ar af sinni alkunnu hógværð að fljót- lega hafi hann ákveðið að leggja nokkra rækt við þessar greinar. Fyrsta íþróttamótið, sem Jón tók þátt í, var mót Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands á Eiðum sumarið 1942 en það sumar starfaði hann við byggingu sundlaugarinnar þar. Sumarið 1943 fóru austfirskir íþróttamenn mikla frægðarför undir stjórn Þórarins Sveinssonar á Lands- mót UMFÍ sem haldið var á Hvann- eyri. Keppendur UÍA urðu efstir í stigakeppni mótsins eins og frægt varð. Þetta var fyrsta stóra mótið sem Jón keppti á. Eftir þetta keppti hann á þremur Landsmótum, á Laug- um 1946 eins og áður hefur komið fram, í Hveragerði 1949 og á Akur- eyri 1955. Hann keppti ekki á mótinu á Eiðum 1952, þá var hann við fram- haldsnám í íþróttafræðum úti í Nor- egi. Jón hafði nú aflað sér kennslu- réttinda í handavinnu og íþróttum og fékkst við kennslu á þremur stöðum á árunum um og eftir 1950, á Eiðum, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Árið 1953 má segja að þáttaskil verði í lífi Jóns. Þá hverfur hann frá kennslustörfum og stofnar bygginga- félagið Snæfell með Bóasi Emilssyni frá Stuðlum í Reyðarfirði og fleirum. Þeir Jón og Bóas kynntust á keppn- isárum Jóns en Bóas var um tíma starfsmaður UÍA. Hjá Snæfelli starf- aði Jón til ársins 1957. Eitt af verk- efnum Snæfells var að leggja há- spennulínur frá Grímsárvirkjun og byggja spennistöðvar. Línur voru meðal annars lagðar yfir Eskifjarð- arheiði og um Brosaskarð frá Reyð- arfirði til Fáskrúðsfjarðar. Voru þessi verk erfið úrlausnar með þeirri tækni sem menn réðu þá yfir. Bygging frystihússins á Seyðisfirði hefur lík- lega verið stærsta verkið sem Jón stjórnaði. Þegar Jón hóf störf hjá Snæfelli var hann orðinn fjölskyldu- maður, hafði eignast konu og tvo syni. Bjó fjölskyldan á Seyðisfirði meðan bygging frystihússins stóð yfir. Kona hans, Valdís Ármann frá Skorrastað í Norðfirði, var oft ráðskona í vinnu- flokkum Jóns. Eftir Snæfellsárin hófu þau hjón búskap á fæðingarstað Jóns, Hamri í Hamarsfirði. Þetta var gamall draumur sem Jón hefur viljað að rættist. Þau hófust handa, byggðu myndarlegt íbúðarhús á jörðinni og það blasir við vegfarendum sem minnismerki um bjartsýni ungu hjónanna á Hamri. Þau ræktuðu tún sem í fyllingu tímans varð að ágætum golfvelli. Draumurinn um búskapinn varð styttri en þau Jón og Valdís höfðu ætlað í fyrstu en árin í faðmi dalsins fagra hafa samt orðið fjöl- skyldunni dýrmætt veganesti, ekki síst drengjunum ungu sem nú voru orðnir þrír. Árið 1961 fæðist yngsta barn þeirra Jóns og Valdísar, eina stúlkan í hópnum. Þau ákveða þetta ár að breyta enn til og flytja til Eskifjarðar og þar gerist Jón lögreglumaður, fyrsti fastráðni lögreglumaðurinn í Suður-Múlasýslu. Honum líkaði þetta starf að mörgu leyti vel og vissi að hverju hann gekk því að á yngri árum hafði hann unnið í þrjú sumur við lög- gæslu á Siglufirði. Meira frjálsræði fylgdi starfinu í fyrstu heldur en síðar varð og eitt af hlutverkum lögreglu- mannsins var að fylgja sýslumanni og öðrum starfsmönnum sýsluskrifstof- unnar þegar þeir fóru í embættiser- indum um sýsluna. Var hann þá í senn ökumaður og ómetanlegur aðstoðar- maður, oft í erfiðum ferðum. Aðrir þættir starfsins féllu honum miður og það átti illa við hann að þurfa að hafa afskipti af fólki, meðal annars drukknum mönnum á samkomum. Þó hafði hann gott lag á mönnum undir slíkum kringumstæðum ef hann vildi það við hafa en gat verið harður í horn að taka ef hann þurfti að beita sér og menn veldu frekar þann kostinn. Á móti frjálsræðinu kom óöryggið sem fólst í því að vera einn í starfi og geta búist við erfiðu útkalli næstum því hvenær sem var sólarhringsins og hafa til fárra að leita ef slys eða önnur óhöpp bar að höndum. Jón var góðum kostum búinn sem lögreglumaður, ró- legur og yfirvegaður en þó ákveðinn og skjótráður ef á þurfti að halda. Jón tók aftur til við kennslu fljót- lega eftir að hann flutti til Eskifjarð- ar. Kenndi hann íþróttir og handa- vinnu um ellefu ára skeið og bættist sú vinna við starf lögreglumannsins. Vinnudagurinn varð því oft langur – ekki síst þar sem félagsstörf sóttu að og eins reistu þau Valdís hið vandaða hús sitt að Hátúni 17 á þessum árum. Jón hafði bundist Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands tryggðaböndum á þeim tíma sem íþróttirnar tóku hug hans allan. Hann brást því drengilega við þegar leitað var til hans að taka sæti í stjórn UÍA árið sem fjölskyldan flutti til Eski- fjarðar. Þar gegndi hann stjórnar- störfum í rúman áratug, lengst af sem varaformaður og formaður síðustu þrjú árin. Í tímaritsviðtali árið 1991 sagðist Jón hafa tekið að sér störf fyr- ir sambandið án sérstaks áhuga, al- mennt áhugaleysi hefði ríkt um íþrótta- og félagsmál á Austurlandi, ekki síst vegna mikillar vinnu á síld- arárunum og eins hefði hann haft í ýmsu öðru að snúast. Þrátt fyrir eigin efasemdir reyndist Jón dugandi liðs- maður í forystusveit UÍA. Þetta var einkennandi fyrir Jón, hann var stundum tregur á fyrstu metrunum en þegar af stað var farið reyndist hann traustur og úthaldsgóður. Á hugann leita góðar minningar frá þessum árum. Ber þar hæst vinnuna fyrir 13. Landsmót UMFÍ á Eiðum 1968. Mikið starf var þá lagt á tiltölu- lega fáar herðar mestallan undirbún- ingstímann þótt margir legðu lið á lokasprettinum. Hlutverk landsmóts- nefndar var að skapa nútímalegt mót við afar erfiðar aðstæður og af litlum efnum. Þá kom reynsla Jóns Ólafs- sonar og fyrirhyggja í góðar þarfir. Jón er sá þriðji úr landsmótsnefnd- inni frá 1968 sem fellur í valinn. Við fjögur, sem eftir lifum, minnumst þremenninganna með virðingu. Jón gat þess oft hve íþróttirnar hefðu gefið honum mikið í lífinu og hann hafi miðað íþróttaiðkun sína að miklu leyti við Landsmótin. Hann minntist mótanna og samverunnar með félögunum frá gullaldarárum UÍA ætíð með mikilli ánægju. Og nú kveðjum við Jón Ólafsson hinsta sinni. Eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm hefur hann lotið í lægra haldi fyrir þeim sem sigrar okkur öll að lokum. Jón Ólafsson var vel gerður maður og vandaður til orðs og æðis. Fjölhæf- ur var hann og vann að margbreyti- legum verkefnum um ævina. Hann var ekki alltaf margmáll og flíkaði til- finningum sínum lítt en gat verið manna skemmtilegastur þegar hann naut sín sem best og eðli sagnamanns- ins var honum áskapað. Þeim sem best þekktu Jón Ólafsson heppnaðist oft að skyggnast inn fyrir þá skel sem hann hafði sér stundum til varnar. Þessum fátæklegu orðum fylgja JÓN ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.