Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 26
SUÐURNES 26 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SANDGERÐISBÆR var með dómi Héraðs- dóms Reykjaness frá því í gær sýknaður, „að svo stöddu“, af kröfu Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar um endurgreiðslu á tæplega 40 milljóna króna ofgreiddum fasteignaskatti. Hins vegar hefur yfirfasteignamatsnefnd úrskurðað nýjan álagningarstofn fyrir flugstöðvarmannvirkin og lóð og hefur hann í för með sér liðlega 15% lækkun álagningarstofns ársins 2002. Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) er innan bæjarmarka Sandgerðisbæjar og hefur bæjar- félagið innheimt af henni fasteignagjöld. Við at- hugun stjórnenda fyrirtækisins fyrir fáeinum árum kom í ljós að Fasteignamat ríkisins hafði gert mistök við útreikning matsins frá 1989. Krafðist FLE endurgreiðslu oftekins fast- eignaskatts frá Sandgerðisbæ og þegar því var hafnað höfðaði fyrirtækið málið. Krafan hljóð- aði upp á liðlega 39 milljónir vegna áranna 1998 til 2000, auk vaxta. Sýknaður „að svo stöddu“ Í niðurstöðum Þorgeirs Inga Njálssonar hér- aðsdómara er bent á að álagning fasteigna- skattsins hafi stuðst við álagningarstofn sem Fasteignamat ríkisins lét í té, lögum sam- kvæmt. Þótt mistök hafi orðið þegar álagning- arstofninn var reiknaður verði ekki framhjá því litið að álagning Sandgerðisbæjar hafi jafnan stuðst við álagningarstofn sem ekki hafi verið hnekkt, eftir atvikum með dómi. Að svo stöddu verði ekki sjálfkrafa ályktað á þann veg að bær- inn hafi oftekið fasteignaskatt þannig að endur- greiðsluskylda samkvæmt lögum hafi orðið virk og því síður að réttmæt endurkrafa nemi þeim fjárhæðum sem FLE gangi út frá í kröfugerð sinni. Leiði þetta til þess að ekki þyki verða hjá því komist að sýkna Sandgerðisbæ, „að svo stöddu“, af kröfum Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar í málinu. Málskostnaður var þó látinn nið- ur falla. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, segir að stjórn- endur fyrirtækisins séu að vega og meta nið- urstöður dómsins. Hann segir ljóst að látið verði reyna á málið til þrautar, hvort sem það verði gert með því að höfða nýtt mál fyrir hér- aðsdómi eða áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Hann vísar til þess að yfirfasteignamatsnefnd hafi úrskurðað í ágreiningi FLE og Sandgerðis- bæjar um fasteignamat flugstöðvarinnar og sá úrskurður kunni að taka á þeim málum sem héraðsdómur telji á vanta til að geta fallist á endurkröfu oftekins fasteignaskatts. Álagningarstofn lækkar um 15% Báðir aðilar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Sandgerðisbær, kærðu til yfirfasteigna- matsnefndar úrskurð Fasteignamats ríkisins um endurmat á álagningarstofni flugstöðvar- innar sem kveðinn var upp fyrir tæpu hálfu öðru ári. Niðurstaða nefndarinnar var sú að ákvarða nýjan álagningarstofn fyrir mannvirkin. Húsið var metið á 2.900 milljónir kr., miðað við 1. des- ember 1999, og lóðin á 750 milljónir kr. Á þetta mat einungis við eldri hluta flugstöðvarbygg- ingarinnar þar sem nýja suðurbyggingin er ekki komin í endanlegt mat. Úrskurðurinn hefur mismunandi áhrif eftir árum vegna breytinga sem orðið hafa á matinu hjá Fasteignamati ríkisins á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum Höskuldar Ásgeirs- sonar framkvæmdastjóra er álagningarstofn vegna yfirstandandi árs 4.455 milljónir kr. en á að vera samkvæmt framreiknuðum úrskurði yfirfasteignamatsnefndar 3.761 milljón kr. Lækkar matið því um tæpar 700 milljónir, eða um liðlega 15,5%. Segir Höskuldur að Flugstöð- in hefði frá árinu 2000 greitt 12,6 milljónum kr. lægri fasteignaskatt til Sandgerðisbæjar ef sá álagningarstofn sem nú hefur verið úrskurðað um hefði verið notaður við álagninguna. Segist Höskuldur vera þokkalega ánægður með nið- urstöðuna. Fagnar því að niðurstaða er fengin Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, segist ekki vera búinn að meta til fulls áhrif úrskurðar yfirfasteignamatsnefndar. Þó sé ljóst að hann hafi sáralítil áhrif á fjárhag Sandgerðisbæjar, þetta sé svo lítið brot af heildartekjum bæjarins. Hann kveðst fagna úrskurðinum og niður- stöðunni í Héraðsdómi Reykjaness sem hafi staðfest það sem forráðamenn bæjarins voru sannfærðir um. „Mér finnst mest um vert að komin er niðurstaða í málið og grunnur sem við getum staðið á. Það er lykilatriði að vinna sam- an að þeim málum sem við þurfum hér á þessu svæði og ég vona við berum gæfu til þess að taka þá stefnu,“ segir Sigurður Valur. Dómur um ágreining vegna skekkju í útreikningi á fasteignamati Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Sandgerðisbær sýkn- aður af kröfu um endurgreiðslu skatts Keflavíkurflugvöllur bjóða það út á Evrópska efnahags- svæðinu og það taki töluverðan tíma. Til þess að vinna tíma óskaði Hafnasamlagið eftir því að auglýsa forval til að velja verktaka sem fá síð- an boð um að gera tilboð í verkið. Pét- ur segir að ef forvalið verði auglýst um helgina verði unnt að velja verk- takana í byrjun næsta árs og bjóða verkið út. Verkið felst í því að sprengja klettana og flytja grjótið í landfylling- ar og sjóvarnagarða í Reykjanesbæ. Pétur segir að byrjað verði á fram- kvæmdum sem þegar sé heimild fyrir en aðrar séu háðar fjárveitingum í fjárlögum sem vonast sé til að liggi fyrir þegar koma þurfi grjótinu fyrir. BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur heimilað Hafnasamlagi Suðurnesja að auglýsa forval vegna væntanlegs útboðs á framkvæmdum í Helguvík á lóð fyrirhugaðrar stálröraverksmiðju. Hafnasamlagið hefur tekið að sér að sprengja lóð fyrirhugaðrar stál- pípuverksmiðju niður í hæð hafnar- garðsins í Helguvík. Hefja á verkið þegar eigandi verksmiðjunnar hefur lagt fram bankatryggingar vegna kostnaðar við verkið. Pétur Jóhanns- son hafnarstjóri segir að eigendur verksmiðjunnar telji sig geta gert það á fyrsta fjórðungi næsta árs. Verkið sé svo stórt að nauðsynlegt sé að Unnið í haginn vegna stálpípuverksmiðju Forval vegna lóðar- framkvæmda auglýst Helguvík GYLFI Guðmundsson, skólastjóri og rithöfundur, hefur sent frá sér viðtalsbókina Suðurnesjamenn. Bókin var kynnt í sérstöku útgáfu- teiti á Bókasafni Reykjanesbæjar sl. miðvikudagskvöld en að dag- skránni stóðu, auk Bókasafnsins, Bókaútgáfan Hólar, sem gefur bókina út, og Penninn – Bókabúð Keflavíkur. Gylfi sagði í samtali við Morg- unblaðið í tilefni kynningarinnar að það hefði lengi verið draumur hans að gefa út slíka bók og því hefði hann haldið að einhver væri að gera at í honum þegar hann var beðinn fyrir þetta verk. „Í vor hringdi í mig maður sem kynnti sig sem Guðjón Inga Eiríksson frá Bókaútgáfunni Hólum. Hann spurði hvort ég væri tilbúinn að taka þetta verk að mér og ég sagði já umhugsunarlaust, hvort ég gæti haft hana tilbúna í september og hún ætti að vera í kringum 320 blaðsíður. Ég sagði já við þessu öllu og var þar með búinn að af- greiða þennan spaugara. Ég settist svo niður við matarborðið og hélt áfram að borða kvöldmatinn með konunni minni. Mánuði síðar fékk ég tölvupóst frá Guðjóni og þá átt- aði ég mig á alvöru málsins,“ sagði Gylfi. Síðan tók við þrotlaus vinna hjá Gylfa við viðtöl og skriftir en verk- ið hefur Gylfi alfarið unnið sam- hliða störfum sínum sem skóla- stjóri Njarðvíkurskóla. Viðmælendur Gylfa í Suð- urnesjamönnum eru Rúnar Júl- íusson tónlistarmaður, Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður, alþing- ismennirnir Sigríður Jóhann- esdóttir og Hjálmar Árnason, Ell- ert Eiríksson, fyrrum bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Reynir Sveins- son, forstöðumaður Fræðaseturs- ins í Sandgerði. Einnig er í bókinni viðtal við Jay D. Lane, sigmann hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, sem vann björgunarafrek við Svörtuloft á Snæfellsnesi fyrir ári. „Þetta eru allt einstaklega skemmmtilegir viðmælendur og í raun hver öðrum skemmtilegri. Það eru þó ekki eintómar skemmti- sögur í þessari bók, hér er fjallað um líf og dauða, gleði og sorgir,“ sagði Gylfi. Spurður um fleiri rit- verk á komandi árum sagði Gylfi það ekki ólíklegt, hann væri kom- inn á bragðið. „Við skulum nú sjá hvernig viðtökur Suðurnesjamenn fær. Annars er ég með ritverk í smíðum, ólíkt Suðurnesjamönnum, og það mun taka mig mun lengri tíma að skrifa það,“ sagði Gylfi. Einn af viðmælendum Gylfa, Rúnar Júlíusson tónlistarmaður, kom fram í útgáfuteitinu og flutti nokkur lög af nýútkomnum sóló- diski: „Það þarf fólk eins og þig.“ Rúnar hefur um árabil sent frá sér eina sólóplötu á ári og sagðist ekki bregða út af vananum þetta árið. „Einstaklega skemmtileg- ir viðmæl- endur“ Gylfi Guðmundsson þakkar Rúnari Júlíussyni fyrir áritað eintak af plötu Rúnars sem tónlistarmaðurinn afhenti rithöfundinum. Suðurnes LAGT er til að stærri bifreiðum verði beint á fjögur bílastæði í Reykja- nesbæ. Bæjarráð hefur samþykkt til- lögu þess efnis. Brögð hafa verið að því að eigendur stærri bíla hafa lagt bílum sínum í íbúðarhverfum í Reykjanesbæ. Það er óheimilt samkvæmt lögreglusam- þykkt og getur valdið ónæði og hefur lögreglan oft sektað eigendur bílanna. Þegar málið var til umræðu hjá bæj- aryfirvöldum í sumar var ákveðið að finna stæði í bænum fyrir þessa bíla. Bílastæðin eru á skipulögðu bíla- stæði við Heiðarberg, á afmörkuðu svæði í porti þjónustumiðstöðvar við Vesturbraut, á afmörkuðu svæði í porti þjónustumiðstöðvar við Fitjar og á bifreiðastæði við Flugvallarveg neðan Reykjanesbrautar. Stæði fyrir stóra bíla Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.