Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 31 Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. janúar 2003. 1. flokki 1991 – 44. útdráttur 3. flokki 1991 – 41. útdráttur 1. flokki 1992 – 40. útdráttur 2. flokki 1992 – 39. útdráttur 1. flokki 1993 – 35. útdráttur 3. flokki 1993 – 33. útdráttur 1. flokki 1994 – 32. útdráttur 1. flokki 1995 – 29. útdráttur 1. flokki 1996 – 26. útdráttur 3. flokki 1996 – 26. útdráttur Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Sendum lista út á land Sími 567 3718 TILBOÐSDAGAR 20% afsláttur af öllum kvenfatnaði úr haust- og vetrarlistanum Nýtt kortatímabil Frábært úrval - Stærðir 36-52 (S-3XL) TÍMARIT Hugvísindastofnunar, Ritið, stendur fyrir málþingi um menningarfræði í Odda, stofu 101 á morgun, laugardag, kl. 14. Erindi flytja: Ástráður Eysteins- son og fjallar hann um menningar- stefnu Háskóla Íslands; tengsl menntunar og menningar; þátttöku háskólamanna og menntamanna í samfélagsumræðunni og menning- arlífinu. Birna Bjarnadóttir nefnir erindi sitt: Skapandi dauðastríð? Af- drif fagurfræði á tímum menningar- fræða. Mun hún skoða meintan dauða fagurfræðinnar og möguleg áhrif. Þröstur Helgason nefnir er- indi sitt Línurnar lagðar: Um lífs- stílstímaritin Surface og i-D. Hann fjallar um þessi tvö tímarit, efni þeirra og efnistök og reynir að álykta um fagurfræði og hugmynda- fræði samtímans út frá lestri þeirra. Ármann Jakobsson veltir fyrir sér hvort hámenning og lágmenning séu ennþá til og kallar erindi sitt Kröpp lægð yfir Vesturheimi? Umræður verða að loknum erind- um en þinginu lýkur kl. 16. Málþing um menn- ingarfræði SÁLMABANDIÐ Lux terrae (Ljós jarðar) hyggur á tónleikahald í kirkjum landsins á komandi vetrar- mánuðum og heldur tónleika í Skál- holtskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Hópinn skipa Jóhann Stefánsson, trompet og slagverk, Sigurgeir Sig- mundsson, gítar, og Hilmar Örn Agnarsson, orgel. Söngkona hópsins er Maríanna Másdóttir óperusöng- kona. Hilmar Örn er forsvarsmaður hópsins: „Lux terrae flytur sálma og tónlist sem almennt er í dag þekkt sem sálmalög, en eiga það flest sam- merkt að eiga alls konar rætur jafnt utan sem innan kirkjutónlistar. Einnig flytur Lux terrae lög sem má segja að tilheyri ýmsum sérstökum söfnuðum eins og Hvítasunnusöfn- uðinum og Hjálpræðishernum. Þegar Lúther fór að yrkja ýmis lög sem alþýðan söng á sextándu öld- inni og flytja þau í kirkjum var hann látinn svara til saka fyrir athæfi sitt. Hann sagði eitthvað í þessa veru: við látum ekki djöfulinn hafa öll bestu lögin og hélt áfram að yrkja guði til dýrðar. Á sama tíma urðu til mörg lög sem lifað hafa í kirkjum heimsins allt fram á þennan dag og sem dæmi má nefna sálminn Hærra minn Guð til þín sem á fyrri öldum var eins konar steppdans. Enskur biskup fann laginu leið inn í kirkjuna og þar hefur það verið síðan og notað mikið. Þannig má segja að söngvar þeir og sálmar sem í dag eru sungnir í kirkj- unum eigi margar og ólíkar rætur,“ segir Hilmar Örn. Lux terrae í Skálholts- kirkju HVÍTUR stormsveipur er yfirskrift tvennra djasstónleika sem haldnir verða á Græna hatt- inum á Akureyri á morgun. Tónleikarnir eru tileinkaði minningu Finns Eydal tónlistar- manns, sem lést þennan dag fyrir sex árum, langt um aldur fram. Heiti tónleikanna er kom- ið af þekktasta lagi Finns, Hvítum stormsveipi, sem hann lék á klarinettu með hljómsveit bróð- ur síns, Ingimars Eydal og eiginkonu sinni, söngkonunni Helenu Eyjólfsdóttur. Efnisskrá tónleikanna er mjög í anda Finns, því þar verð- ur sveifludjassinn allsráðandi. Fjölmargir tón- listarmenn koma fram; frá Akureyri: Inga Ey- dal söngkona, Snorri Guðvarðsson gítarleikari, Árni Ketill trommari, og Helena Eyjólfsdóttir. Frá Reykjavík koma Akureyringarnir Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Ingvi Rafn Ingva- son trommuleikari auk Sunnlendinganna Jóns Rafnssonar kontrabassaleikara og Björns Thoroddsen gítarleikara. Frá Danmörku kem- ur svo klarinettuleikarinn, Jørgen Svare, en hann hefur til margra ára verið talinn einn allrabesti djassklarinettuleikari Evrópu. Jón Rafnsson bassaleikari er einn skipu- leggjenda tónleikanna. „Finnur var frábær tónlistarmaður og bar mikla virðingu fyrir starfi sínu. Ég spilaði töluvert með honum eftir að ég flutti norður 1990. Við Gunnar Gunnars- son og Árni Ketill stofnuðum djasstríó, en það leið ekki á löngu þar til Finnur fór að spila með okkur við betri tækifæri. Ég spilaði líka með honum í Danshljómsveit Ingu Eydal, en Finnur og Helena voru gjarnan gestir þar. Þá var far- ið í gegnum gamla dansprógrammið úr Hljóm- sveit Ingimars, sem var ansi skemmtilegt.“ Jón segir tónleikana á morgun verða fyrst og fremst djasstónleika og að tónlistarmenn- irnir tileinki Finni lögin. „Við verðum líka með lög sem hann lék sjálfur, bæði útlend og ís- lensk. Við ætlum ekkert að herma eftir Finni, en fengum Jørgen Svare sem er mjög flottur swing klarinettuleikari til að vera með okkur á klarinettu. Þeir Finnur hittust að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar og eru af sömu kynslóð.“ Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 20.30, en þeir seinni kl. 23.30. Tvennir minningartónleikar um Finn Eydal haldnir á Akureyri Finnur var frábær tónlistarmaður Finnur Eydal með baritonsaxinn sem var hans annað aðalhljóðfæri, ásamt klarinettunni. PJETUR Stefánsson var kosinn gjaldkeri Alþjóðasamtaka myndlist- armanna, IAA, nýverið en þá var heimsráðstefna Alþjóðasamtakanna haldin í Aþenu. Pjetur er stjórnar- formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Á ráðstefnunni var kosin ný fram- kvæmdastjórn og hlaut Pjetur 25 at- kvæði af 45 mögulegum, en alls voru 20 manns í kjöri um 12 sæti í fram- kvæmdastjórn. Auk Pjeturs, sem kosinn er til þriggja ára, voru kosin í stjórn Lily Bakoyannis frá Grikk- landi forseti og varaforseti Werner Schaub frá Þýskalandi. Alþjóðalista- samtökin (IAA) voru stofnuð árið 1954 undir verndarvæng Menning- armálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) og hafa skrifstofu í París. Að sögn Pjeturs gerðist það á ráð- stefnunni að tveggja og hálfs árs samrunaferli Evrópu vestur og Evr- ópu austur deilda IAA lauk með sameiningu í eina Evrópudeild og lauk þar gömlu járntjaldsmunstri. Á þessum fundi voru nokkur ný ríki tekin inn og Kínverjar fengu inn- göngu í samtökin í fyrsta sinn. Pjetur Stefánsson kosinn gjaldkeri IAA Plebbabókin er eft- ir Jón Gnarr. Þar tekur hann saman nokkur lykilatriði í skilgreiningu plebbans. T.d.: Hvað er plebbi? Ert þú plebbi? Ef þú ert ekki viss eða skilur ekki merk- ingu orðsins, þá er þetta bók fyrir þig. Fylgistu með kosningavökum til að sjá skemmtiatriðin? Ferðu út á bens- ínstöð til þess eingöngu að skoða grill? Viti menn, þú ert strax orðinn gott efni í plebba. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 74 bls., prentuð hjá Odda hf. Kápu hannaði Sveinbjörn Gunn- arsson. Verð: 2.490 kr. Vangaveltur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.