Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMBREYTING NATO Leiðtogar aðildarríkja NATO samþykktu á fundi í Prag í gær að veita sjö nýjum ríkjum aðild. Um leið var samþykkt að stofna hraðlið, sem á meðal annars að beita gegn hryðjuverkum og einræðisherrum. Bandalag lýðfrjálsra ríkja Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á fundi leiðtoga NATO í Prag að stækkun bandalagsins væri sigur þess og sýndi að það væri bandalag allra lýðfrjálsra ríkja í Evrópu. Þáttur Íslands í aðgerðum Ísland hefur skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir króna til leigu á vélum til herflutninga komi til aðgerða á vegum NATO. Einnig á að flýta uppbyggingu Íslensku frið- argæslunnar. Vítahringur ofbeldis 11 manns létu lífið og rúmlega 40 særðust í sjálfsmorðsárás í Vestur- Jerúsalem í gær. Búist er við að Ís- ralear grípi til hefndaraðgerða og samtökin Hamas hóta að halda áfram morðum. Hryðjuverkamaður í haldi Abd al-Rahim al-Rashiri, einn af meintum forsprökkum hryðjuverka- samtakanna al-Queda, er í haldi hjá Bandaríkjamönnum. Hann náðist í Kúveit fyrr í mánuðinum. Sýnir á Tate Modern Ólafi Elíassyni myndlistarmanni hefur verið boðið að sýna í túrb- ínusalnum í Tate Modern í London. Hann er fjórði listamaðurinn, sem fær þetta tækifæri. 2002  FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ATLI EÐVALDSSON ER EKKI Á ÞEIM BUXUNUM AÐ GEFAST UPP / C2 BJÖRGVIN Þorsteinsson, kylfingur úr GV, lék ekki vel á fyrsta degi úrtökumótsins fyrir Evr- ópumótaröð eldri kylfinga á Penina-vellinum í Portúgal í gær, lauk leik á níu höggum yfir pari. „Ég byrjaði hræðilega, var kominn sex högg yfir par eftir sjö holur en síðan náði ég að vinna þetta aðeins niður og var fjórum yfir eftir fjórtán holur og í ágætis málum. Ég fór hins vegar hæði- lega að ráði mínu á fjórum holum, en spilaði ann- ars ágætlega,“ sagði Björgvin í gær. Hann sagði völlinn mjög blautan eftir langvar- andi rigningar. „Það voru vippin hjá mér sem fóru með þetta, stundum náði ég ekki einu sinni inn á flatirnar þegar maður átti að vippa alveg að pinna. Eftir á að hyggja hefði ég gert þetta betur með annarri,“ sagði Björgvin. Hann sagðist ekki vita í hvaða sæti hann væri eftir daginn. „Það er altént ljóst að þetta setur mig ekki í góða stöðu,“ sagði Björgvin. Björgvin náði sér ekki á strik HOLLENDINGURINN Arno Pijpers, þjálfari Eistlands í knattspyrnu, segist vera mjög ánægður með sína menn og árangur þeirra á árinu, en Eistlendingar hafa leikið tíu leiki á árinu, unnið sex, gert tvö jafntefli og tapað tveimur. Tveir síðustu leikir Eista fyrir viðureignina gegn Ís- lendingum voru leikir í und- ankeppni EM landsliða. Þeir náðu óvæntu jafntefli við Kró- ata í Króatíu, 0:0, og síðan urðu þeir að sætta sig við tap fyrir Belgíumönnum í Tallinn, 1:0. Aðeins Pólverjar höfðu náð að leggja Eista að velli áð- ur – í Póllandi, 1:0. Þjálfari Eista er ánægður ÍSÍ gerði í gær styrktarsamninga við fimm ungmenni til þess að auðvelda þeim æfingar og keppni með þátt- töku á Ólympíuleikunum í framtíð- inni í huga. Styrkurinn nemur um 1,7 millj. króna sem skiptist jafnt milli þeirra. Styrkurinn er frá Alþjóða Ól- ympíusamhjálpinni. Á myndinni að ofan eru fjögur ungmennanna ásamt Benedikt Geirssyni, formanni af- rekssviðs ÍSÍ, þau eru f.v. Sigubjörg Ólafsdóttir, Andri Jónsson, Íris Edda Heimisdóttir og Anna Soffia Víkingsdóttir. Sá fimmti, Kristjáni Uni Óskarsson, er við nám í Noregi. Morgunblaðið/Þorkell Íþróttamenn styrktir Þórsarar spila heimaleik sinn ámóti Stjörnunni í 1. deild karla í handknattleik á Ólafsfirði í kvöld þar sem íþróttahöllin á Akureyri er upp- tekin vegna sýningarhalds. Forráða- menn Þórs eru ekki sáttir við HSÍ þar sem þeim var synjað um að færa leikinn fram um einn dag en með því hefði Þór getað leikið á sínum heima- velli. „Okkur var hafnað á þeim for- semdum að ekki mætti hrófla við „Esso-bombunni“ svokölluðu en þá fara tvær umferðir fram á einni helgi. Það kom til tals að við spil- uðum í KA-heimilinu við misjafnar undirtektir en þegar á reyndi var það upptekið. Við vorum þá reyndar búnir að ákveða að fara með leikinn úr bæjarfélaginu og fyrir vinsemd Ólafsfirðinga fengum við inni hjá þeim,“ segir Sigurpáll Árni Aðal- steinsson, þjálfari Þórs. Sigurpáll segir að HSÍ hafi boðið Þórsurum að víxla við Stjörnuna og spila í Garðabæ í kvöld og heimaleik- inn á Akureyri í febrúar en því boði hafi ekki verið tekið. „Okkur bauðst gisting á gólfi íþróttahússins í Garðabæ þar sem við eigum að spila í Reykjavík á sunnudaginn en við tókum það auð- vitað ekki í mál. Ég reikna með að stemningin á Ólafsfirði verði góð en að sjálfsögðu hefðum við kosið að spila í okkar húsi því við höfum ekki tapað nema einum leik þar í þessi tvö tímabil sem ég hef verið með liðið. Við ætlum samt ekkert að láta þetta slá okkur út af laginu og við vonumst eftir öflugum stuðningi frá Ólafsfirð- ingum sem og frá okkur stuðnings- mönnum í leiknum við Stjörnuna.“ Að sögn Sigurpáls er þetta ekki í fyrsta sinn sem íþróttahöllin á Ak- ureyri er lokuð vegna sýningarhalds. Rétt fyrir tímabilið var hún lokuð fyrir æfingar í eina viku og á næsta fimmtudag og föstudag verður sama uppi á teningnum, húsið lokað vegna árshátíðar en Þór á að spila á laug- ardeginum. „Þetta er erfitt og ég verð að út- vega æfingar á öðrum stöðum þessa daga, kannski í KA-heimilinu eða þá bara á Ólafsfirði,“ sagði Sigurpáll. Þórsarar óhressir með HSÍ Ólafur er 34 ára og á 174 leiki aðbaki í efstu deild á Íslandi með Keflavík, KA, ÍA og KR. Hann fór frá Keflavík til Hibern- ian í Skotlandi sum- arið 1997. Þar lék hann í þrjú ár, og var nú á sínu þriðja tíma- bili hjá Brentford í Englandi en hefur ekkert leikið með liðinu í vetur vegna meiðsla í öxl. Ólafur sagði í gær að eftir vandlega íhugun hefði fjölskyldan ákveðið að láta gott heita í Englandi og flytja heim. „Ég fór í aðgerð á öxlinni fyrir þremur mánuðum, er allur að koma til en á samt 1–2 mánuði enn í að verða alheill. Mínir kostir voru að berjast fyrir sæti mínu hjá Brentford, færa mig um set hér í Englandi eða fara heim. Síðastnefndi kosturinn varð niðurstaðan, við erum búin að eiga mjög góð fimm ár hér og í Skot- landi, og ég gerði á dögunum sam- komulag við Brentford um að hætta hjá félaginu vegna meiðslanna. Öxlin þoldi ekki álagið sem er gríðarlegt hérna úti og til marks um það spilaði ég 57 leiki fyrsta tímabilið mitt hjá Brentford. Heima eru leikirnir færri, og auk þess fæ ég betri tíma í vetur til að verða alheill og mæta til leiks í mínu besta standi næsta sumar.“ Ólafur kveðst mjög sáttur við feril sinn erlendis. „Ég fór seint í atvinnu- mennskuna, 29 ára gamall, og það er því frábært að hafa náð fimm góðum árum. Ég tel að ég hafi bætt mig mjög á þessum tíma, enda ekki gert annað en að æfa og leika knattspyrnu, og er viss um að ég á mörg ár eftir í mark- inu á Íslandi.“ Ólafur sagði að það hefði legið beint við að ganga til liðs við Grindvíkinga. „Konan mín er frá Grindavík og móð- urfjölskyldan mín er þaðan, svo ég á þar marga ættingja og vini. Það er ekki síst gott fyrir sjö ára dóttur okk- ar að koma aftur til Íslands og inn í svona samfélag. Ég hef verið í góðu sambandi við Grindvíkinga um langt skeið en það er skammt síðan það kom upp í fullri alvöru að ég gengi til liðs við þá og málið gekk mjög hratt fyrir sig nú síðustu dagana. Grindavík heillaði mig sem góður valkostur í knattspyrnunni, fyrst og fremst vegna þess hve vel þar er stað- ið að öllum málum. Félagið hefur náð ótrúlega langt miðað við stærð bæj- arfélagsins, það er á leið í Evrópu- keppni, þar er mikill metnaður fyrir því að ná langt á Íslandsmótinu og það eru því mjög spennandi tímar framundan.“ Ólafur fær auk þess að spila með liði Grindvíkinga möguleika á að nýta sér menntun sína hjá félaginu. „Ég er kominn með próf í einkaþjálfun og meðferð íþróttameiðsla og mun að- stoða félagið á þeim sviðum. Enn- fremur mun ég þjálfa markverði allra flokka og get því miðlað þeim af minni reynslu. Ég hlakka mikið til að koma heim og hefja æfingar með Grindvík- ingum eftir áramótin.“ Ólafur var boðaður í landsleik Ís- lands og Eistlands sem fram fór í Tallinn í fyrrakvöld en varð að af- þakka boðið vegna meiðslanna. „Ég er stoltur af því að hafa fengið þetta kall og vona að ég verði áfram inni í myndinni hjá Atla. Ég mun leggja mig allan fram um að vinna mér landsliðssæti með því að standa mig vel með Grindvík,“ sagði Ólafur. Ólafur Gottskálksson semur við Grindvíkinga til þriggja ára „Grindavík heillaði mig“ ÓLAFUR Gottskálksson knattspyrnumarkvörður hefur ákveðið að taka tilboði Grindvíkinga um þriggja ára samning og flytja heim á ný eftir að hafa búið og leikið á Bretlandseyjum í hálft sjötta ár. Ólafur hefur gengið frá starfslokasamningi við enska félagið Brentford, þar sem hann var samningsbundinn út þetta tímabil, og er vænt- anlegur til landsins ásamt fjölskyldu sinni strax eftir áramótin. Eftir Víði Sigurðsson F Ö S T U D A G U R 2 2 . N Ó V E M B E R 2 0 0 2 B L A Ð B  FEÐGAR – EYVINDUR OG SYNIRNIR EYJÓLFUR OG ERPUR/2  HAND- VERK STÓRT OG SMÁTT/4  ÞUNGLYNDI – HUGLEIÐING UM HAND- BÓK/6  FINGURNIR OG PERSÓNULEIKINN/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  KARLMENN hafa tilskamms tíma veriðsjaldséðir við-skiptavinir á snyrtistof- um og eru raunar ákaflega kæru- lausir varðandi húðvernd og hvers konar líkamssnyrtingu. Þetta er umhugsunarefni á okkar upplýstu tímum, þegar almennt er við- urkennt að húðvernd er nauðsyn- leg hverjum manni, en ekki bara lúxus eða pjatt, sem aðeins konum leyfist að veita sér. Ýmis teikn eru þó á lofti um að viðhorf karla hvað þetta snertir séu að breytast. Þær Kristín Sif Jón- ínudóttir snyrti- fræð- ingur og Sigrún Jónsdóttir förð- unarfræðingur telja sig hafa orðið varar við viðhorfsbreytingu hjá karlmönnum á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan þær opnuðu húðmeðferðarstofuna Dermalog- ica Húð og Spa. Þróunin er að vísu hægfara, en þó hægt og sígandi í áttina, að þeirra sögn. Áður en þær opnuðu stofuna héldu þær til Englands, á sérstakt námskeið, þar sem fjallað var um hvernig meðhöndla skuli karlmenn í húð- snyrtingu og hvernig best sé að bera sig að til að laða þá að stofum sem bjóða upp á húðsnyrtingu og húðvernd. „Þess vegna köllum við stofuna okkar húðmeðferðarstofu, en ekki snyrtistofu, því karlar virðast haldnir ákveðinni fælni gagnvart snyrtistofum og telja þær vera eingöngu fyrir konur. Hér er líka allt málað í hlutlausum litum, hvorki fjólubláir veggir né bleikar dúllugardínur og engin pottablóm í gluggum,“ sögðu þær stöllur og eru sannfærðar um að þetta hafi virkað enda hafi karl- mönnum fjölgað hægt og sígandi á stofunni. „Þeir eru að vísu ekki nema um það bil fimmtán af hundraði viðskiptavina enn sem komið er, en þetta er allt að koma,“ sagði Kristín Sif og Sigrún bætti því við að erlendis væri hlut- fall karla á snyrtistofum mun hærra. „Íslenskir karlmenn eru stundum dálítið seinir að taka við sér, sérstaklega þegar um er að ræða eitthvað sem þeir telja vera kvenlegt dekur, sem húðsnyrting er þó alls ekki. Hún er hverjum manni nauðsynleg og karlmenn þurfa virkilega á henni að halda, ekki síður en konur,“ sagði Sigrún. „Karlmenn þurfa jafnvel að hugsa enn betur um húðina en konur, ekki síst út af stöðugu áreiti sem raksturinn hefur í för með sér,“ sagði Kristín Sif. „Og svo bæta þeir gráu ofan á svart með því að skella rakspíra fram- an í sig sem er ákaflega slæmt fyrir húðina. Og að nota vatn og sápu er það versta sem hægt er að gera húðinni. Í stað rakspíra og sápu eiga menn að nota sápu- laus gel eða léttar olíur við raksturinn og rakabindandi krem á eftir.“ Þær Kristín Sif og Sigrún voru þó sammála um að karl- menn væru að vakna til vitundar um nauðsyn þess að fara vel með húðina og vinsælustu meðferð- irnar hjá karlviðskiptavinum sín- um væru húðhreinsun og fótsnyrt- ing. Einnig væri aðeins farið að örla á því að menn létu fjarlægja líkamshár með sérstakri vaxmeð- ferð, einkum á öxlum og baki, og dæmi væru um að líkamsrækt- armenn létu fjarlægja bringuhár. Öðruvísi mér áður brá, þegar það þótti augljósasta tákn karlmennsk- unnar að vera sem loðnastur á bringunni. Burt með sápuna og rakspírann Karlmenn þurfa að hugsa vel um húðina, ekki síst út af stöðugu áreiti sem raksturinn hefur í för með sér. Andlitsnudd er innifalið í meðferðinni. Morgunblaðið/Jim Smart Kristín Sif Jónínudóttir snyrtifræðingur og Sigrún Jónsdóttir förð- unarfræðingur við vinnu sína á húðmeðferðarstofunni Dermalogica. Húðsnyrting karla færist í vöxt Morgunblaðið/Jim Smart Y f i r l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir blaðið Slökkviliðsmaðurinn frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Blaðinu er dreift um allt land. Blaðinu í dag fylgir einnig auglýsingablað frá 1001 nótt. Blaðinu er dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Minningar 46/52 Viðskipti 16/18 Staksteinar 68 Erlent 20/24 Myndasögur 70 Höfuðborgin 26 Bréf 70/71 Akureyri 28 Dagbók 72/73 Suðurnes 30 Brids 73 Landið 33 Leikhús 74 Listir 34/40 Fólk 75/81 Forystugrein 42 Bíó 78/81 Peningamarkaður 44/45 Ljósvakamiðlar 82 Viðhorf 46 Veður 83 * * * FRJÁLSI fjárfestingarbankinn hf. er orðinn einn stærsti lóðarhafi og íbúðaeigandi í Reykjavík, en bankinn á 284 íbúðir í Grafarholti. Þetta upplýstu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks á fundi borgar- stjórnar í gær þar sem úthlutun lóða í Grafarholti í lok þessa árs og byrjun næsta árs var samþykkt. Sögðu þeir að það væri einsdæmi í allri bygginga- sögu borgarinnar að lánardrottinn hafi eignast lóðir og íbúðir verktaka til að forða þeim frá gjald- þroti og greiddu því atkvæði gegn útboðinu. Lóða- og útboðsstefnu borgarinnar væri um að kenna að verktakar væru í vandræðum. Borgarstjóri vísaði þessari gagnrýni á bug og sagði að bankinn tæki veð fyrir fjármögnun sinni með þessum hætti. Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að neikvæðar afleiðingar útboðsstefnunnar sæjust alls staðar. Íbúum borgarinnar hafi fækk- að, um leið og fjölgaði í öðrum bæjarfélögum, mik- ill húsnæðisskortur væri í borginni og leiguverð hefði rokið upp úr öllu valdi. Óskynsamleg skilyrði um íbúðastærð í Grafarholti og uppboðsleiðin hafi valdið þeim sem hafi keypt byggingarrétt stór- vandræðum. „Þessi vandi birtist hvað skýrast í þeirri stað- reynd, að Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. er nú orðinn einn stærsti lóðarhafi og íbúðareigandi í Reykjavík með eignarhald á 284 íbúðum í Graf- arholti. Í skjóli bankans vinna fjárvana verktakar að því að reisa og smíða íbúðir, sem þeir ætluðu sjálfir að selja. Til að forða þeim frá greiðsluþroti hefur bankinn fengið lóðir þeirra framseldar með samþykki meirihluta borgarráðs,“ sagði Björn. Sjálfstæðismenn vilji að horfið verði af þessari braut og tekin upp skynsamlegri vinnubrögð. Bankinn tekur veð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að það væri rangt að lóðaverð væri hærra í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögunum og að útboð hafi gert lóðahafa gjaldþrota. „Enginn þeirra sem nú eru lóðahafar hefur orðið gjald- þrota. Einn lítill verktaki sem fékk raðhúsalóð árið 2001 og stóð ekki í skilum var sviptur lóðunum og er orðinn gjaldþrota.“ Frjálsi fjárfestingarbankinn sé lánveitandi í þessum byggingarframkvæmdum til tíu verktaka- fyrirtækja á svæðinu. „Það er ekki svo að bankinn hafi með þessum aðgerðum verið að forða fyrir- tækjunum frá greiðsluþroti, hann er einfaldlega að fjármagna framkvæmdir þessara fyrirtækja þar til lán fást sem fyrirtækin hafa aðgang að í Íbúðalánasjóði og tekur veð með þessum hætti,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún hefði beðið skrif- stofustjóra borgarverkfræðings að skoða þetta sérstaklega. Borgarstjóri sagði að það verði ekki séð að lóðir í Reykjavík séu dýrari en í nágrannasveitarfélög- unum. Í útboði í apríl í vor hafi lóðaverð á íbúð í fjölbýli verið rúm milljón króna, sem sé svipað því verði sem Kópavogur taki fyrir sambærilegar lóð- ir í Vatnsendalandi, en þar sé lóðum úthlutað. Þá hafi borgarbúum fjölgað á umliðnum árum en ekki fækkað. 70% byggingarréttarins endurúthlutað Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði útboðsmálin öll komin í mesta óefni. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bank- ar veita lán til byggingafyrirtækja, en þetta er í fyrsta sinn sem bankinn sér sig knúinn til að þing- lýsa öllum þessum eignum á sig til að verja sína hagsmuni, vegna þess að þessi fyrirtæki eru greinilega það illa stödd að hætta er á að einhverj- ir aðrir komi og hrifsi til sín þau verðmæti sem þessi fyrirtæki eru að byggja,“ sagði Vilhjálmur. Eftir áramót yrði 300 íbúðum ráðstafað og þar sé um að ræða endurúthlutun á rúmlega 70% byggingarréttarins. „Í raun er verið að bjóða upp aftur íbúðir sem hafa verið seldar eða ráðstafað, en skilað vegna þess að dæmið hefur ekki gengið upp.“ 83 íbúðir í raðhúsi eða parhúsi og 123 íbúðir í fjölbýli yrðu boðnar út aftur eftir áramótin, eða rúmlega 200 íbúðir af 300. Ingibjörg benti á að lausar lóðir í Grafarholti væru fyrir 270–302 íbúðir. „Ef menn eru að skila inn lóðum bendir það nú ekki til þess að það sé lóðaskortur á svæðinu,“ sagði Ingibjörg. Frjálsi fjárfestingarbankinn stærsti lóðarhafinn í Grafarholti og á 284 íbúðir Segir fjárvana verktaka smíða íbúðir í skjóli bankans EDMUND Joensen, forseti fær- eyska lögþingsins, og Daniel Skifte, forseti grænlenska landsþingsins, funda með Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, hér á landi um helgina. Þingforsetarnir verða hér á landi ásamt embættismönnum dagana 22. til 25. nóvember í boði forseta Al- þingis og hyggjast þeir ræða sam- starf þinganna og landanna al- mennt. Auk fundarhalda munu þingfor- setarnir ferðast um Fjarðabyggð og Mjóafjörð í þeim tilgangi að kynna sér atvinnuhætti og mannlíf á Aust- fjörðum. Fundur hjá þingforsetum FIMM fjölskyldur í Kópavogi standa allt í einu frammi fyrir því að verða íbúar Reykjavíkur án þess að hafa nokkuð um það að segja. Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær fyrir sitt leyti samkomulag um breytingu á lögsögumörkum Kópa- vogs og Reykjavíkur, en nái sam- komulagið fram að ganga munu fimm hús í Kópavogi tilheyra Reykjavík í framtíðinni. Íbúum á svæðinu var sagt á fundi í vikubyrjun að breytingin stæði til. „Ég hef búið lengi í Kópavogi og vildi helst vera þar áfram, ekki síst vegna þess að ég þekki orðið karl- ana í kerfinu,“ segir Jón Eiríksson, sem hefur búið á svæðinu síðan 1975. „Við breytum engu og þetta verður sjálfsagt ágætt nema hvað ég missi Bláhornið, verslunina okkar, vegna vegaframkvæmdanna og ég er ekki sáttur við það.“ Íbúarnir benda á að þeir séu ekki endilega ósáttir við að verða Reyk- víkingar, enda notið þjónustu frá Reykjavík að sumu leyti, heldur fari fyrirhugaðar vegaframkvæmdir, sem tengjast mislægum gatnamót- um við Smiðjuveg og Stekkjar- bakka, mest fyrir brjóstið á þeim, því þær komi til með að þrengja að lóðunum og umferð aukist til muna. „Þetta er stórt mál, ekki síst flutn- ingurinn á okkur milli kjördæma,“ segir María Dungal, sem flutti með foreldrum sínum í hverfið 1978 og í eigið húsnæði með fjölskyldu sinni á svæðinu 1996. Hún segir að verði staðið rétt að málum sé þetta já- kvætt skref, en mikilvægt sé að um- ferð verði ekki hleypt í gegnum hverfið heldur verði Bleikargróf botnlangi með aðkomu frá Reykja- vík og hljóðmön Kópavogsmegin. „Þetta eru hreppaflutningar, en við samþykkjum aldrei að hleypt verði umferð á götuna hérna, enda yrði það fyrir okkur eins og að búa á hringtorgi, þar sem 20.000 til 30.000 bílar fara um daglega,“ segir Páll Dungal, faðir hennar. „Það er ekki stórmál hvort við búum í Kópavogi eða Reykjavík en ég hef reyndar heyrt að veðurfarið sé betra í Reykjavík,“ segir Hákon Árnason. „Hreppaflutningum“ tekið með brosi á vör Morgunblaðið/Jim Smart Íbúar í þremur af fimm húsum við Bleikargróf standa Reykjavíkurmegin við vegahindrunina á Stjörnugróf, en þeir vilja að vegahindrunin verði færð að nýjum lögsögumörkum Kópavogs og Reykjavíkur. KJÖRSTJÓRN í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur ekki viljað gefa upp skiptingu utankjörfundaratkvæða eftir land- svæðum. Hún hefur þó gefið upp að atkvæðin hafi alls verið um 2.100 tals- ins. Morgunblaðið aflaði gagna um skiptingu utankjörfundarat- kvæðanna í prófkjörinu eftir því sem tök voru á og telur þau áreiðanleg svo langt sem þau ná. Áréttað skal að um 180 atkvæði (8%) vantar upp á þau 2.100 atkvæði sem greidd voru utan kjörfundar. Þá skal tekið fram að á örfáum stöðum fengust ekki uppgefn- ar nákvæmar tölur og eins kann að vera að á einhverjum stöðum vanti ut- ankjörfundaratkvæði innansveitar- manna sem áttu langt að sækja á kjörstað og greiddu atkvæði deginum áður. Hlutfallsskipting atkvæðanna er miðuð við fjölda atkvæða sem upplýs- ingar fengust um. Tæp 8% utankjör- fundaratkvæðanna koma úr Húna- þingi, um 11% úr Skagafirði og einnig um 11% frá Ísafirði og nágrenni, rúm 12% af Snæfellsnesi og nágrenni og 30% af Akranesi og nágrenni.                                         !    "  #     $ %&&     #   '       ($%"    (   #   #            !            !    )*+,- ./+0- .*+1- 2+.- /+2- /+3- /+)- 3+,- )+0- ,+/- ,+3- ,+*- .+0- .+,- .+,- *+)- .**-   %  Akranes sker sig úr Skipting utankjörfundaratkvæða í Norðvesturkjördæmi  Fimm hús /26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.