Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 40
LISTIR 40 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MJÖG góð aðsókn var að tónleik- unum í Hafnarborg á sunnudags- kvöld, þrátt fyrir hráslagaveður er lét rækilega í sér heyra með hvim- leiðum hvini neðan úr aðaldyrum. Vonandi má þó laga það til fram- búðar. Dagskráin var að mestu eftir Mozart og hófst á Sónötu í F-dúr fyrir píanó, fiðlu og „fylgirödd“ K46, samin þegar Wolfgang var að- eins 12 ára eða 1768. (Grove gefur upp áhöfnina fiðlu og selló [K46e] en nefnir ekkert hljómborð). Tími tölusetta fylgibassans („continuo“) var þá annars liðinn, en í þessu til- viki gat sellisti tríósins s.s. leikið með. Eftir þetta litla látlausa bernskuverk kom verk eftir full- þroska Mozart, Fiðlusónatan í B- dúr K454 frá 1784, sú fjórða síðasta sem Mozart samdi af um 20 són- ötum fyrir fiðlu og píanó á fullorð- insárum. Hér kvað eins og gefur að skilja við annan og bitastæðari tón, sérstaklega í bráðfallega Andante- miðþættinum, enda slagaði smíðin hátt í 15 árum yngri fiðlusónötur Beethovens og greinilegt hvaðan aðalfyrirmynd þeirra var fengin. Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté léku afar samstillt og af tölu- verðum bravúr í lokin. Næst voru sjö Tilbrigði Beethov- ens fyrir selló og píanó um dúettinn „Bei Männern, welche Liebe fü- hlen“ úr Töfraflautu Mozarts, sam- in 1801 (WoO 46). Tilbrigðin þykja meðal beztu verka Beethovens fyrir selló frá yngri árum og sýna frjáls- legri og rómantískari frávik frá hefðbundnari tilbrigðatækni Salz- burg-meistarans, enda átti Beetho- ven eftir að fagna stórsigrum í því vandmeðfarna formi. Gunnar Kvar- an og Peter léku af mikilli innlifun og auðheyranlegri nautn. Aldrei þessu vant sté Peter Máté á stokk og kynnti fyrsta verk eftir hlé, Fantasíu Mozarts fyrir píanó í d-moll K397 frá 1787, ári Don Giov- annis og andláts papa Leopolds. Hann las upp úr þýðingu Árna Kristjánssonar á bréfi Wolfgangs til föður síns frá sama ári um „dauð- ann, bezta vin mannsins“ og hóf síð- an leikinn. Útfærslan var sérlega yfirveguð og ígrunduð og sýndi þetta ófullgerða og framan af nokk- uð sundurlausa verk í nýju ljósi, þar sem snögg andrúmsskiptin leiddu ósjálfrátt hugann að „dauðans óvissum tíma“ í óvenjueftirminni- legri túlkun Peters. Hinn litli Allegretto-þáttur Beethovens fyrir píanótríó í Es-dúr var frá 1784 þegar piltur var á fermingaraldri í Bonn. Að sögn Gunnars þurfti að „skálda í eyður“ um dýnamík, enda ótilfærð í hand- riti, en það tókst mjög sannfærandi í útfærslu. Miðað við hinar ári eldri „Kjörfurstasónötur“ voru tjábrigði unga tónskáldsins furðu sjálfsörugg og persónuleg þrátt fyrir litla gegn- færslu. Að lokum flutti TR síðasta píanótríó Mozarts af sjö, þ.e. í G- dúr K564 frá 1788; ljúfmannlegt og íbyggið þríþætt verk með tignarleg- um hægum Haydnskum inngangi í I. þótt varla nái sambærilegum snilldartindi og síðustu sinfóníurnar þrjár frá sama ári. Túlkunin var engu að síður ljómandi samtaka og mótuð af natinni innlifun. Mestmegnis Mozart TÓNLIST Hafnarborg W. A. Mozart: Fiðlusónötur í F & B K46 & 454; Fantasía í d K397; Píanótríó í G K564. Beethoven: Tilbrigði um „Bei Männern...“; Píanótríóþáttur í Es Hess48. Tríó Reykjavíkur: Guðný Guð- mundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, Peter Máté, píanó. Sunnudaginn 17. nóv- ember kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson SÝNING um Hall- dór Laxness og störf hans var ný- lega sett upp í hér- aðssafninu í Örebro. Það var Bókmenntasjóður ásamt fleirum sem lét setja upp sýn- inguna í tilefni þess að í apríl síðast- liðnum hefði Hall- dór orðið 100 ára. Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Svavar Gestsson, opnaði sýninguna að við- stöddum mörgum gestum, þar á með- al mörgum Íslendingum búsettum í Örebro og nágrenni. Svanfríður Birgisdóttir og Jakob S. Jónsson lásu úr verkum Halldórs og í tengslum við sýninguna hélt Christina Engblom bókmenntafræð- ingur fyrirlestur um rithöfund- arferil Halldórs. Örebro er sjötti staðurinn þar sem sýningin er sett upp. Frá Örebro verður sýningin flutt til Karlskoga og síðar fleiri staða í Svíþjóð. Guðrún Ágústsdóttir spjallar við Jakob S. Jónsson og Selmu Haraldsdóttur, prest í Frövi. Laxness-sýning opnuð í Örebro Ljósmynd/ Sveinn Eiríksson VETRARSTARF Kammersveitar Reykjavíkur hefst að þessu sinni á tónleikum helguðum tónlist Jóns Ásgeirssonar. Tónleikarnir verða á Kjarvalsstöðum á þriðjudags- kvöld kl. 20. Þekktustu verk Jóns eru perlur í formi sönglaga, t.d. Maístjarnan, stórir einleikskonsertar og óper- urnar Þrymskviða og Galdra- Loftur. Á tónleikunum gefst áheyrendum kostur á að hlýða á fjölbreytt kammerverk Jóns. Verkin verða tekin upp að tón- leikum loknum til útgáfu á geisla- disk. Á vetrardagskránni eru m.a. jólatónleikar sveitarinnar í Ás- kirkju 15. desember. Þá býður Kammersveitin oft ungum og efnilegum hljóðfæraleikurum að koma fram sem einleikarar. Að þessu sinni koma fram fjórir ung- ir menn, sem allir hafa nýlega lok- ið framhaldsnámi erlendis: Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleik- ari, Hrafnkell Orri Egilsson selló- leikari, Stefán Jón Bernharðsson hornaleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson hornaleikari. Þá sameina aftur krafta sína Kammersveit Reykjavíkur og Tónskáldafélag Íslands á Myrkum músíkdögum sem hefjast 2. febr- úar í Listasafni Íslands. Að þessu sinni verða flutt verk tveggja meistara 20. aldarinnar: The Un- answered Question eftir Charles Ives og Concardanze eftir rúss- neska tónskáldið Sofia Gubaidul- ina, en fá verka hennar hafa enn verið flutt á Íslandi. Eftir ungt ís- lenskt tónskáld, Úlfar Inga Har- aldsson, flytur Kammersveitin Luce de Transizione og tónleik- unum lýkur á ballettverkinu Næt- urgalinn eftir John Speight sem Kammersveitin frumflutti á Listahátíð 1996 við ballett Láru Stefánsdóttur. Tónleikaferð með Ashkenazy Þá leggur sveitin land undir fót með Vladimir Ashkenazy í lok maí og heldur tónleika í Belgíu og Rússlandi. Í Belgíu verða haldnir tvennir tónleikar í nýjum tón- leikasal í Brügge en í Rússlandi verða haldnir tónleikar í Moskvu og í Nizhny Novgorod, sem er heimaborg Ashkenazy. En tón- leikarir koma í kjölfar samstarfs hans og Kammersveitarinnar í janúar sl. Flutt verða verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Wolfgang Amadeuz Mozart og Ludwig van Beethoven. Þá heldur Kammersveitin áfram því ætlunarverki sínu að taka upp á nokkrum árum u.þ.b. 50 íslensk tónverk sem verða síð- an gefin út á geisladiskum. Þetta átak er unnið í samvinnu við Rík- isútvarpið, Íslenska tónverkamið- stöð og Smekkleysu. Konsertmeistari Kammersveit- ar Reykjavíkur er Rut Ingólfs- dóttir. Fjölbreytt vetrarstarf hjá Kammersveitinni Jón Ásgeirsson Rut Ingólfsdóttir LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýnir leikritið Hljómsveitina í kvöld kl. 20.30 í Hjáleigunni, litla sviði Félags- heimilis Kópavogs. Hugmyndin er innblásin af sönnum atburðum úr Keflavík fyrir réttum hundrað árum. Verkið er samið í samvinnu leikhóps- ins og Ágústu Skúladóttur leikstjóra. Hljómsveitin er grátbroslegur óður til töfra tónlistarinnar og þess máttar sem hún hefur til að laða fram það besta í fólki. Við upphaf síðustu aldar er heimsmaðurinn Vilhjámur Há- konarson nýkominn frá Bandaríkjun- um þeirra erinda að opna verslun í litlu plássi á Íslandi. Honum þykir menningarlífið á staðnum í daufara lagi og ákveður því að setja á stofn hljómsveit. Honum tekst að ná saman hópi sem í eru meðal annars póstur og predikari auk ýmissa annarra furðu- fugla og utangarðsmanna í plássinu. Fæstir hafa svo mikið sem séð hljóð- færi hvað þá að þeir kunni að nota þau. En draumur Vilhjálms breytist fljótlega í martröð. Á síðasta leikári sýndi leikfélagið Grimmsævintýri og var sú sýning val- in „athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins“. Leikstjóri var þá eins og nú Ágústa Skúladóttir. Aðeins sjö sýningar eru áætlaðar á Hljómsveitinni og verður sú síðasta laugardaginn 7. desember. Meira má sjá um sýninguna á vef félagsins, www.kopleik.is. Leikritið „Hljómsveitin“ verður frumsýnt hjá Leikfélagi Kópavogs í kvöld. Leikið um töfra tónlistarinnar SAMBAND íslenskra myndlistar- manna fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir og verður móttaka í SÍM-húsinu í Hafnarstræti 16 í dag, föstudag, kl. 16. Ávörp flytja Áslaug Thorlacius, formaður SÍM, Stefán Jón Hafstein, formaður menningar- málanefndar Reykjavíkur, Þorgeir Ólafsson, deildarstjóri lista- og safn- adeildar menntamálaráðuneytisins, og Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), fyrsti formaður SÍM. Þá verða opnaðar tvær sýningar í SÍM-húsinu kl. 17. Leirlistarfélagið verður með litla innsetningu á boll- um, „Bollar í nýju ljósi“, í tölvu- verinu og þýska listakonan Annette Wehrmann, sem dvelur nú í gesta- vinnustofunni, opnar sýninguna „Gegn“ í salnum. Annette er fædd 1961 og býr í Hamborg. Verk hennar snúast um list í félagslegu samhengi og um útópísk rými. Gagn-staður er verk sem tengist heimsborginni Borg sem hin íslenska listakona Inga Svala Þórsdóttir skipuleggur nú á Borgarfjarðarsvæðinu, en hún opnar sýninguna Borg í Listasafni Reykja- víkur–Hafnarhúsi á sama tíma. Á sýningunni Gagn-staður eru sýndar teikningar og skúlptúrar sem lýsa sambandinu milli staðleysu, út- ópíu, og bakhliðar hennar, þriðju víddarinnar. Sýningarnar verða opnar á morg- un, á sunnudag kl. 14–18, mánudag og þriðjudag kl. 9–16. SÍM fagn- ar 20 ára afmæli EKKI er mér kunnugt um neitt leikfélag sem leggur jafnmikla rækt við revíugerð og Leikfélag Keflavík- ur. Það er merkilegt, því fá viðfangs- efni eru þakklátari en mannlífið í næsta nágrenni. Þetta mátti glöggt merkja af hlátrasköllunum sem glumdu um þétt setið Frumleikhúsið þegar ég sá Í bænum okkar er best að vera, nýjustu revíu félagsins og þá fjórðu sem Ómar Jóhannsson skrif- ar. Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja leikfélög landsins til að leggja rækt við þetta skemmtilega form. Það stælir pennafæra félagsmenn til frekari átaka, leysir úr læðingi dulda hæfileika til leiks, söngs og dans og reynslan sýnir að ef vel tekst til láta áhorfendur sig ekki vanta – fólk er ekki eins forvitið um neitt og sjálft sig. Fyrirfram bjóst ég eiginlega við að skilja hvorki upp né niður í stað- bundnum bröndurum og duldum vís- unum í Reykjanesbæjarrevíunni. Raunin varð samt sú að ég skemmti mér prýðilega. Kom þar tvennt til. Í fyrsta lagi reyndust ýmis atriði ekk- ert ýkja staðbundin. Þar má nefna skemmtilegt atriði þar sem máls- metandi Keflvíkingar – eða Reykja- nessbæingar – koma að máli við góð- kunnan borgarstjóraframbjóðanda og Vestmannaeying og biðja hann að sækjast eftir bæjarstjórastólnum í Keflavík – afsakið Reykjanesbæ. Annað slíkt atriði var frábær lýsing á lífinu hjá tollvörðunum á vellinum. Í öðru lagi eru vel útfærð grínatriði fyndin óháð nákvæmum skírskotun- um. Þannig varð atriði í bakaríi óborganlega fyndið þótt ég skildi hvorki upp né niður í því sem fram fór. Annað slíkt hét Blámann og var snarpt og skemmtilegt, en ekki gæti ég unnið mér það til lífs að útskýra af hverju ég hló, en ég hló nú samt. Vissulega eru atriðin misfyndin og fyrir minn smekk eru þau næstum öll eilítið of löng. Einnig má finna að því að fæst hafa þau það sem ég veit ekki hvort nýja íslenska orðabókin kallar „pöns“. Þau lýsa ástandi, sem oft er fyndið, teikna persónur iðul- lega mjög vel, en taka sjaldnast af- gerandi stefnu. Samt ná mörg þeirra að vera mjög skemmtileg og hnyttn- ir söngtextarnir eru gott krydd. Uppfærslan er virkilega vel gerð hjá Helgu Brögu Jónsdóttur. Hún nær að virkja hæfileika hvers og eins, viðhalda krafti og leikgleði frá upphafi til enda og gefa sýningunni fágun sem beinir athygli áhorfand- ans að aðalatriðunum í hvert sinn. Einföld leikmyndin þvælist ekki fyr- ir og búningar þjóna sínum tilgangi vel. Vonandi á Helga Braga eftir að ráðast til starfa hjá fleiri áhugaleik- félögum eftir þessa vel heppnuðu frumraun. Leikarahópurinn er stór og trú- lega misvanur en allir valda sínum verkefnum vel. Sýning Leikfélags Keflavíkur á Í bænum okkar er best að vera er skýr, kröftug og skemmti- leg – jafnvel fyrir utanbæjarmenn. Reykjanes- bæjarrevían LEIKLIST Leikfélag Keflavíkur Höfundur: Ómar Jóhannsson, leikstjóri: Helga Braga Jónsdóttir,tónlistarstjóri: Baldur Þórir Guðmundsson, danshöf- undur: Josie Zareen. Frumleikhúsinu 10. nóvember 2002. Í BÆNUM OKKAR ER BEST AÐ VERA Þorgeir Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.