Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ MINNSTA kosti ellefu manns biðu bana og meira en fjörutíu særðust þegar palestínskur öfga- maður sprengdi sjálfan sig í loft upp í strætisvagni í Vestur-Jerú- salem í gærmorgun. Atburðurinn átti sér stað á háannatíma en þetta er mannskæðasta sjálfsmorðsárás- in í Mið-Austurlöndum í næstum fjóra mánuði. Talið er öruggt að ísraelsk stjórnvöld svari árásinni og fyrirskipi hernaðaraðgerðir á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna. Afar ljótt var um að litast á vettvangi ódæðisins og um miðjan dag í gær hafði aðeins tekist að bera kennsl á tvö líkanna. Þó hafði fengist staðfest að fjögur börn voru meðal látinna en útvarpið í Ísrael sagði að fórnarlömbin hefðu öll verið konur og börn að einu frátöldu. Þetta er fyrsta sprengju- árásin í Jerúsalem síðan 31. júlí sl. en þá myrti Palestínumaður níu manns, þ.á m. fjóra bandaríska ríkisborgara, við háskóla í borg- inni. Atburðurinn í gær átti sér stað um kl. 7.15 að staðartíma (5.15 að ísl. tíma) um borð í strætisvagni sem var á leið inn í miðborg Jerú- salem. Sagði Shlomo Ahronishki, lögreglustjóri í Ísrael, að sprengj- an hefði sprungið framarlega í vagninum, sem þykir benda til að ódæðismaðurinn hafi verið nýkom- inn í vagninn. Allar rúður voru ónýtar en vagninn var þó í heillegu ásigkomulagi. Sagði Maor Kimche, sem er 15 ára og var á leið í skólann, að hann hefði verið nýkominn í vagninn þegar sprengjan sprakk. „Skyndi- lega var allt í reyk. Ég sá fólk á gólfinu. Það var blóð alls staðar. Það voru glerbrot hvarvetna og líkamshlutar úr fólki,“ sagði hann. Stoltur af syni sínum Ísraelar staðfestu að árásarmað- urinn hefði verið Nael Abu Hilail, 26 ára Palestínumaður frá Betle- hem. Þykir sú staðreynd, að árás- armaðurinn var frá Betlehem, auka líkur á því að Ísraelsher láti til skarar skríða í borginni en Ísr- aelar drógu allt sitt lið þaðan í ágúst sl. Azmi, faðir Hilails, kvaðst ánægður með son sinn. „Þetta er áskorun til óvina okkar, síonist- anna,“ sagði hann. Hilail var sagð- ur stuðningsmaður samtakanna íslamska Jíhad en fram kom hins vegar í fjölmiðlum að Izzedine al- Qassam-liðsveitirnar, hernaðar- vængur Hamas-samtakanna, hefðu lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Talsmenn palestínsku heima- stjórnarinnar fordæmdu sjálfs- morðsárásina en talsmaður Ha- mas, Abdul Aziz Rantissi, sagði hins vegar að slíkum árásum yrði fram haldið. „Það er engin ástæða til að hætta þeim […] halda verður áfram árásum sem þessum,“ sagði hann í samtali við arabísku sjón- varpsstöðina Al-Jazeera. „Mikill meirihluti palestínsku þjóðarinnar styður þessar árásir,“ bætti hann seinna við. „Andspyrna er eina leiðin til að öðlast frelsi.“ Kom fram að Hamas liti svo á að um hefnd hefði verið að ræða fyrir dráp Ísraela á Salah Shehade, ein- um af leiðtogum Hamas, 22. júlí sl. Talsmaður Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, sagði í gær að ríkisstjórn landsins myndi „bregðast hratt við til að stemma stigu við hrinu hryðjuverkaárása“. Sagði Raanan Gissin, talsmaður Sharons, að forsætisráðherrann hefði átt fund með varnarmálaráð- herra sínum og að herinn hefði fengið „tilhlýðilegar skipanir“. Óljóst um pólitísk áhrif Sjálfsmorðsárásin í gær kemur í aðdraganda þingkosninga í Ísrael en harðlínumenn í Likud-banda- laginu hafa mjög sótt að leiðtoga flokksins, Ariel Sharon forsætis- ráðherra, undanfarið og saka hann um að sýna Palestínumönnum lin- kind. Hefur Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, til- kynnt framboð sitt gegn Sharon. Ísraelski Verkamannaflokkurinn kaus sér hins vegar nýjan leiðtoga fyrr í vikunni, Amram Mitzna, sem hefur lýst því yfir að hann vilji þegar hefja friðarviðræður við pal- estínsku heimastjórnina. Verka- mannaflokkurinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum en ekki er vitað hver áhrif ódæðið í gær hefur á stöðu mála í ísr- aelskum stjórnmálum. Hamas-samtökin segja árásum verða haldið áfram Palestínskur öfgamaður drap ellefu Ísraela og sjálfan sig í Jerú- salem í gær AP Ísraelskir björgunarmenn breiða yfir lík eins hinna látnu í flakinu af strætisvagninum í Vestur-Jerúsalem í gær.     >  #"!,  %#"4 222",#"6  "? " )  " , "" "',"#)) #"+'%" "*   "@  " "*'#   @       ;  :- , 1 )  :4 $  4 @.&28 C    :    7- , 1 =  5/  :+,, =:  5/  :+,, ,+" ,  4@.&28 ; D 1 /3"" C 1 :  E   EF . < & % 4& Jerúsalem, Gaza-borg. AFP, AP. EINN af stuðningsmönnum Pervez Musharrafs, forseta Pakistans, var kjörinn forsætisráðherra í at- kvæðagreiðslu á þingi landsins í gær og fær því það hlutverk að mynda fyrstu borgaralegu stjórn Pakistans í þrjú ár. Zafarullah Khan Jamali, sem er í flokki stuðningsmanna Musharr- afs, Múslímabandalaginu–Quaid (PML-Q), fékk 172 atkvæði af 329. Róttækur íslamskur klerkur naut stuðnings 86 þingmanna og stuðn- ingsmaður Benazir Bhutto, fyrr- verandi forsætisráðherra, fékk 70 atkvæði. Tíu þingmenn flokks Bhutto, Pakistanska þjóðarflokksins (PPP), greiddu atkvæði með Jamali og þeir réðu úrslitum í kjörinu því hann þurfti að fá að minnsta kosti 165 atkvæði. Talsmaður PPP sagði að þingmennirnir yrðu ef til vill reknir úr flokknum. Með eins sætis meirihluta Styðji þessir tíu þingmenn PPP stjórn Jamalis verður hún með að- eins eins sætis meirihluta á þinginu. Með sigri Jamalis geta stuðn- ingsmenn forsetans myndað fyrstu borgaralegu ríkisstjórnina í Pak- istan eftir valdarán hersins undir forystu Musharrafs árið 1999. Hann hyggst gegna forsetaemb- ættinu til ársins 2007. Forseti þingsins og varaforseti verða einnig úr röðum stuðnings- manna Musharrafs. AP Nýkjörinn forsætisráðherra Pakist- ans, Zafarullah Khan Jamali, veifar til stuðningsmanna sinna við þing- húsið í Íslamabad. Bandamað- ur Musharr- afs myndar stjórn Íslamabad. AFP. alltaf á föstudögumDAGLEGT LÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.