Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 64
UMRÆÐAN
64 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐ val á framboðslista í próf-
kjöri er mikilvægt að hafa í huga að í
upphafi skyldi endinn skoða. Það er
mikil ábyrgð sem hvílir á okkur
sjálfstæðismönnum
og við þurfum að
hafa hugfast mik-
ilvægi þess að
tryggja að fram-
boðslistinn okkar sé
í senn fjölbreyttur
hópur og hafi breiða
skírskotun til kjósenda. Guðlaugur
Þór hefur einstaka útgeislun og hef-
ur mikið lag á að hrífa fólk með sér.
Slíkir eiginleikar verða seint of-
metnir í fari stjórnmálamanns.
Ég vona að við sjálfstæðismenn
berum gæfu til þess að tryggja þess-
um öfluga manni tryggt sæti á fram-
boðslista okkar.
Kjósum
Guðlaug Þór
Þórunn Pálsdóttir fjármálastjóri skrifar:
VIÐ Birgir Ármannsson vorum
samferða í gegnum grunnskóla og
menntaskóla og urðum á þeim ár-
um góðir félagar og vinir og þar
kynntist ég vel
hversu vandaður og
traustur maður
Birgir er. Að
menntaskóla lokn-
um var Birgir kjör-
inn formaður Heim-
dallar og var eftir
því tekið hve starf félagsins varð
kraftmikið og blómlegt undir hans
forystu.
Birgir hefur alla tíð starfað af
kappi fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
bæði í SUS og öðrum stofnunum
flokksins, meðal annars í miðstjórn.
Þá hefur hann starfað að utanrík-
ismálum fyrir sjálfstæðismenn og
má í því sambandi nefna for-
mennsku hans í Varðbergi, félagi
ungra áhugamanna um vestræna
samvinnu.
Útgangspunktur í pólitísku starfi
Birgis hefur ávallt verið ein-
staklingsfrelsi, einkaframtak og
lægri skattar. Málflutningur hans
er ákveðinn en jafnframt hófsamur
og studdur sterkum rökum. Ég er
eindregið þeirrar skoðunar að með
því að kjósa Birgi í 6. sæti á lista
sjálfstæðismanna í prófkjörinu í
Reykjavík styrkjum við þingflokk-
inn svo um munar.
Birgi í 6. sætið
Þórður Þórarinsson stjórnmálafræðingur
skrifar:
FRAMUNDAN er spennandi
prófkjör hjá flokksfélögum mínum í
Reykjavík þar sem frambjóðendur
flokksins í komandi alþingiskosn-
ingum verða valdir.
Ég efast ekki um að
niðurstaðan verður
farsæl fyrir flokkinn,
enda í framboði ein-
valalið sjálfstæð-
ismanna. Í mínum
huga er þó Björn
Bjarnason í sérflokki.
Í rúman áratug hefur Björn verið
þingmaður Reykvíkinga og var
menntamálaráðherra í tæp sjö ár. Á
þeim tíma hefur sannast svo ekki
verður um villst að Björn er kraft-
mikill forystumaður. Er nóg að líta á
heimasíðu hans til að sjá styrk
Björns sem stjórnmálamanns. Þar
fer maður sem hefur mikinn áhuga á
málefnum samtímans, tjáir sig op-
inskátt og er trúr sannfæringu sinni.
Þannig þurfa stjórnmálamenn að
vera.
Af kynnum mínum af Birni síð-
ustu árin hef ég kynnst því af eigin
raun að þar fer heiðarlegur, vinnu-
samur og traustur maður, sem legg-
ur sig allan fram um að vinna að hag
almennings. Ég skora á flokksfélaga
mína í borginni að tryggja að Björn
verði í forystusveit flokksins í borg-
inni við komandi kosningar. Björn er
traustsins verður.
Björn Bjarnason
í þriðja sætið
Stefán Friðrik Stefánsson skrifar:
FRAMUNDAN er prófkjör sjálf-
stæðismanna í Reykjavík. Engin vafi
er á að forystumennirnir Davíð Odds-
son og Geir H. Haarde munu hreppa
tvö efstu sætin. En
að þeim frátöldum er
málið ekki jafn auð-
velt því að um marga
góða einstaklinga er
að ræða. Sjálfstæð-
ismenn eiga mjög
hæfar konur í sínum
röðum og væri það flokknum styrkur
að veita þeim brautargengi í þessu
prófkjöri. Sólveig Pétursdóttir,
dómsmálaráðherra, er þar fremst og
eigum við að tryggja henni 3. sætið.
Önnur er Ásta Möller, alþingismaður,
sem er reyndur stjórnmálamaður og
stjórnandi og hvet ég alla sem þátt
taka í prófkjörinu að kjósa Ástu í 4.
sæti Þessar tvær forystukonur Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík hafa ver-
ið sterkir málsvarar sjálfstæð-
ismanna á Alþingi í mörgum
þýðingarmiklum málum, þannig að
sérstaklega hefur verið eftir því tekið.
Það er þýðingarmikið fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn að hann svari kalli tímans
og skipi konur í efstu sæti. Þetta er
auðvelt í dag þegar til þess er litið að
flokkurinn hefur jafn hæfar konur og
þær Sólveigu og Ástu í röðum sínum.
Konur í efstu sæti
Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi,
skrifar:
ÉG hvet alla sjálfstæðismenn til
þess að kjósa Soffíu Kristínu Þórð-
ardóttur í prófkjöri okkar næstu
helgi. Ég hef starfað með Soffíu í
mörg ár og veit að
þar fer mikill for-
ingi og dugn-
aðarmanneskja.
Hún hefur verið
einn af burðar-
ásunum í starfi
Vöku í Háskóla Ís-
lands og á mikinn þátt í þeirri
miklu uppbyggingu sem þar hefur
orðið.
Soffía hefur ákaflega ríka rétt-
lætiskennd og það er fyrst og
fremst sú réttlætiskennd sem hefur
drifið hana áfram í stjórnmálastarfi
sínu. Áhersla hennar á breytingar á
réttarkerfinu er mjög brýnt og
tímabært mál sem ég vona að hún
fái tækifæri til að berjast fyrir á Al-
þingi.
Ég tel að ef Soffía fær góða kosn-
ingu hjá okkur sjálfstæðismönnum
í prófkjörinu um helgina sé það
ákaflega sterkt fyrir framboðslista
flokksins í vor og hvet kjósendur
því eindregið til þess að hafa nafn
hennar á meðal þeirra tíu sem
merkja þarf við á kjörseðlinum.
Styðjum Soffíu
Kristínu
Þórlindur Kjartansson skrifar:
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Harmonikuunnendur
Vesturlands
Vegna óviðráðanlegra orsaka fellur niður áður
auglýstur dansleikur í Miðgarði 23. nóvember.
Stjórnin.
Kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins
í Norðausturkjördæmi
Kjördæmisþing
Kjördæmisþing verður haldið á Foss Hóteli
KEA á Akureyri laugardaginn 30. nóvember
nk. og hefst það kl. 13.00.
Fundarefni: Tillaga kjörnefndar að uppstill-
ingu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjör-
dæminu vegna komandi Alþingiskosninga.
Umræður — Afgreiðsla.
Stjórn Kjördæmisráðsins.
TILKYNNINGAR
Auglýsing um deiliskipulag
í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum,
eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að
deiliskipulagsáætlunum og breytingum á
deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í
Reykjavík:
Reitur 1.172.0
Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Lauga-
vegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Klapparstíg.
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi sem
samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 12.
nóvember 2002.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að áfram verði
blönduð byggð íbúðarhúsnæðis og verslunar-
og þjónustu, fyllt verði í skörð sem eru bæði
við Laugaveg og Hverfisgötu. Á Laugavegi er
lagt til að heimilt verði að rífa hús nr. 23, 27 og
29.
Þá gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að
byggja á lóð nr. 40 við Hverfisgötu sem aðlagi
sig að aðliggjandi húsum. Sérstaklega er bent
á glæsileg hornhús við Vatnsstíg, bæði við
Laugaveg og Hverfisgötu og er vert að vernda
þau.
Í tillögunni er m.a. áréttað að á götuhæð jarð-
hæða húsa á Laugaveginum gildi skilmálar um
landnotkun sem samþykktir voru með
breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-
2016, sem staðfest var í júlí 2000. Jafnfram að
óheimilt verði að reka næturklúbba á reitnum.
Hádegismóar, við Rauðavatn,
breyting á deiliskipulagi.
Tillagan tekur til reits sem afmarkast af
borgarfriðlandi á Hólmsheiði við Rauðavatn til
austurs, fyrirhugaðri götu til suðurs, Suður-
landsvegi til vesturs og golfvelli GR til norðurs.
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi sem
samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 12.
nóvember 2002.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir tveimur lóðum
undir atvinnustarfsemi með aðkomu frá hring-
torgi og fyrirhugaðri götu. Á hvorri lóð er einn
byggingarreitur.
Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og
byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka
daga kl. 10.00 – 16.00 frá 22.11. 2002 - til
05.01. 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hags-
muna að gæta hvattir til að kynna sér tillög-
urnar. Ábendingum og athugasemdum við
þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi
síðar en 05.01 2003.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 22.11. 2002.
Skipulagsfulltrúi
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Dynskálar 32, eignarhluti 0101, Hellu, þingl. eig. Hilmir ehf., gerðar-
beiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., Hellu, föstudaginn 29. nóvember
2992 kl. 11.00.
Hátún, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Sigurður Einarsson, gerðar-
beiðandi Lífeyrissjóður bænda, fimmtudaginn 28. nóvember 2002
kl. 12.00.
Lóð úr landi Stóra-Klofa, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Árni Kristjáns-
son, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., útibú, föstudaginn
29. nóvember 2002 kl. 13.00.
Réttarfit, Rangárþingi eystra, lóð 14b, þingl. eig. Sigurgeir Sigmunds-
son, gerðarbeiðendur Set ehf. og Tryggingamiðstöðin hf. fimmtudag-
inn 28. nóvember 2002 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
20. nóvember 2002.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12 18311228½ Bi.
I.O.O.F. 1 18311228 Sk.
Í kvöld kl. 20.00
Bæn og lofgjörð. Umsjón majór
Elsabet Daníelsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Í kvöld kl. 21 heldur Salvör Nordal
erindi „Friðhelgi einkalífsins og
persónuvernd“ í húsi félagsins,
Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum
kl. 15.30 í umsjón Jóhönnu
Briem sem verður með „Kynn-
ingu á höfuðbeina- og spjald-
hryggjarjöfnun“.
Á sunnudögum kl. 17-18 er
hugleiðingarstund með leið-
beiningum fyrir almenning.
Á fimmtudögum kl. 16.30-
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Starfsemi félagsins er öllum
opin.
www.gudspekifelagid.is
mbl.is
FRÉTTIR