Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 81 Frábær grínhasar með hinum eina sanna Jackie Chan. Frá framleiðendum Men in Black og Gladiator Sjáið Jackie Chan í banastuði Þegar tveir ólíkir menn deila getur allt gerst. ÁLFABAKKI AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 479 Sýnd kl. 10. Vit 479 ÁLFABAKKI AKUREYRI Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429Kl. 6, 8 og 10. Vit 474 Kl. 6. Vit 474 SV Mbl 1/2 HK DV  RadíóX  SV Mbl Sýnd kl. 4. Vit 448 Sýnd kl. 8. Vit 448 AKUREYRIÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 468 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P kl. 4 og 8. B. i. 16. Vit 479. ÁLFABAKKIÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. Vit 468 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 468 KEFLAVÍK AKUREYRI SKÖMMU eftir að Fálkar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, var frumsýnd kom út diskur með tónlist- inni úr myndinni, sam- nefndur henni. Á diskinum eiga lög Hilmar Örn Hilm- arsson, Múm, Keith Car- radine, sem lék annað aðal- hlutverk myndarinnar, Mínus, Megas, Leaves, Bang Gang, Atingere og Daníel Ágúst Haraldsson. Friðrik Þór valdi tón- listina í myndina en segist hafa notið aðstoðar Ás- mundar Jónssonar hjá Smekkleysu við það verk. „Ég reyndi að velja nýja tónlist sem ég kunni vel að meta, en leit líka til þess að hún félli að efninu; oft er maður að leita að andrúmslofti.“ Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlistina í verkinu, en þeir Frið- rik hafa unnið mikið saman í gegnum árin, og þrjú lög eftir Hilmar eru á diskinum. „Við Hilmar erum orðnir svo samrýndir að það var eiginlega sjálfgefið að hann sæi um músíkina,“ segir Friðrik, en bætir við að Hilmar hafi ekki komið mikið að tónlist- inni á diskinum að öðru leyti nema að hann kom með hugmyndina að lagi Megasar í myndinni. Það lag, „Edge and Over,“ er eftirminni- legt Íslendingum, ekki síst fyrir það að lagið heyrist í þýskri hafn- arkrá og er sungið á ensku. Frið- rik segir að það hafi bara verið viðeigandi, ekki síst í ljósi þess að þetta sé kannski fyrst og fremst Megas heyrist syngja á ensku í einu atriði í Fálkum sem gerist á þýskri hafnarkrá. Megas syngur á ensku Geislaplata með tónlistinni úr kvik- myndinni Fálkum er komin út. Morgunblaðið/Einar Falur mynd sem útlendingar eigi eftir að sjá frekar en Íslendingar. Hvað Keith Carradine varðar þá segir Friðrik að lag hans hafi fengið að fljóta með vegna þess að Carradine samdi það á meðan á tökum á myndinni stóð. Hann seg- ist og kunna ágætlega við það þó það stingi eilítið í stúf við annað á plötunni, „það er alltaf kántrítaug í mér“. Friðrik segir að sé finnist plat- an standa sjálfstæð sem lagasafn, frekar en eingöngu safn tónlistar úr kvikmynd. „Þó hún sé ekki yf- irlit yfir allt það sem er ferskast að gerast í íslenskri tónlist, átti ekki að vera það, þá er hún ansi skemmtileg fyrir það hve mikið er af nýrri tónlist á henni,“ segir hann. Tónlistin úr Fálkum Morgunblaðið/Kristinn Finnur Beck, fréttamaður á Sjónvarpinu, Hlynur Sigurðsson, kynþokka- fyllsti maður landsins, Logi Bergmann og Sigurður Kári Kristjánsson, prófkjörsframbjóðandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eru komnir í heilsuátak. Sá kynþokkafyllsti í heilsuátaki ÞÓTT keppnistímabilinu í knatt- spyrnu sé svo að segja nýlokið eru hin metnaðarfyllri lið þegar farin að huga að næsta tímabili. Hið stjörnum prýdda Ungmenna- félag Ragnan Reykjavík, sem m.a. er skipað landskunnum íþrótta- görpum á borð við Gísla Martein Baldursson og Loga Bergmann Eiðsson fjölmiðlamenn, Rúnar Frey Gíslason leikara, Dag Sigurðsson handboltakappa og Pétur Mar- teinsson knattspyrnumann reið ekki beint feitum hesti frá keppn- inni í utandeildinni í sumar og er því hugur í mönnum að koma sterkari til leiks á nýju keppn- istímabili. Einn liður í því er að vinna að því að koma sterkir undan vetri. Form- legu heilsuátaki var því hrundið af stað í vikunni með því að liðsmenn brugðu sér á heilsudrykkjabarinn spánnýja, Boozt, sem er á Stjörnu- torginu í Kringlunni. Þar fengu þeir sér í boði hússins orkuríkan heilsudrykk en hann er nýstárlegur fyrir þær sakir að notað er í hann gamla góða og alíslenska skyrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.