Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BORG nefnist sýning Ingu Svölu Þórsdóttur sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur – Hafn- arhúsi kl. 18 í dag. Þar leggur Inga Svala fram tillögu að milljón manna borgarskipulagi fyrir Íslendinga í Borgarfirði og á norðanverðu Snæ- fellsnesi. Að mati Ingu Svölu er þar um að ræða borgarstaðsetningu á heimsmælikvarða: Þar er ferskt loft, nægt heitt vatn og kalt, lítil jarð- skjálftahætta, góð höfn frá náttúrunnar hendi, gott land til ræktunar, stutt á miðin og gott að- gengi að fjölbreyttri og umfram allt, óspilltri náttúru. Inntak sýningarinnar vísar m.a. í mögulegt byggingarefni, formlausnir einstakra húsa, stofnana og hverfa og þar eru settar fram hug- myndir um áhrif borgarinnar á íslenskan veru- leika. Inga Svala segist lítt hrifin af því að skilgreina sýninguna sem útópíska, þó svo að hún skilji vel að það hugtak komi upp í tengslum við hana. „Þó svo að ég setji þarna fram hugmyndir um ákveð- ið samfélag er hún alls ekki fullmótuð, líkt og sjá má á sýningunni. Ég held að sagan hafi sýnt að það fer ekki vel að ein manneskja reyni að smíða fullbúin hugmyndakerfi. Þannig er ég mjög opin fyrir samvinnu varðandi þetta verkefni. Sýning þýsku listakonunnar Annette Wehrmann á verk- inu Gagn-staður sem opnar í SÍM-húsinu í dag, kallast t.d. á við mína borgarsýningu en Annette hefur verið að velta fyrir sér áþekkum hlutum.“ Inga Svala segist hafa unnið að þessu verkefni í nokkurn tíma, og hafi hún haldið fyrstu sýn- inguna í tengslum við hana, „Aðalbrautarstöð Reykjavíkur“, í Berlín árið 2000. „Í þessu verk- efni sameinast margt af því sem ég hef áhuga á, og í Borgarsýningunni vík ég að þeirri hugmynd að við Íslendingar stækkuðum okkar innan- landsmarkað með því að opna landið fyrir fólki annars staðar að. Það er staðreynd að á hverjum degi flytja um 300.000 manns inn í borgir ein- hvers staðar í heiminum. Þetta tengist auðvitað hnattvæðingunni og er mikil þörf fyrir hag- kvæmar, umhverfisvænar og manneskjuvænar borgarlausnir í heiminum. Ég hef ákveðnar hug- myndir um hvernig hægt er að skapa hér hag- kvæmt og sjálfbært samfélag, m.a. í orkumálum. Á Íslandi hefur verið mikil umræða um sölu á ís- lenskri orku, en vegna smæðar markaðarins er leitað að erlendum kaupendum, m.a. í álfram- leiðslu. Í Borg yrði aðeins notuð raforka, jarð- hiti, vindorka og orka fengin úr vetni og met- angasi og skapaður innlendur markaður fyrir hana.“ Inga Svala bendir á að þótt sýningin fjalli um ákveðna borgarhugmynd, sé hún ekki framsett sem hefðbundin arkitektúr- eða borgarskipu- lagssýning. Sýningin er unnin í ólíka miðla og felur m.a. í sér teikningar, skúlptúra, neonverk, myndbandsverk og ljósmyndir. „Ég nota þær að- ferðir sem ég þekki og kann, þ.e. aðferðir mynd- listarinnar til að fjalla um þessar hugmyndir. Það eru reyndar módel á sýningunni en þau eru ekki hefðbundin arkitektúrmódel. Þeir sem sjá sýninguna fá heldur ekki svör við öllu því sem á að framkvæmast í borginni, það bíður betri tíma að fullvinna hugmyndina, og þá vonandi í sam- vinnu við aðra,“ segir Inga Svala. Borgarstæðið í Borgarfirði varð að sögn lista- konunnar fyrir valinu vegna þeirra kjör- aðstæðna sem þar ríkja, og segir hún að taka megi mið af mynstri skýja, fjalla og gróður- og dýralífi á svæðinu við uppbyggingu borgarinnar. Saga svæðisins kallast einnig skemmtilega á við verkefnið. „Þegar Skallagrímur nam land í Borgarfirði og nefndi fyrsta bæinn Borg hóf hann ákveðið verkefni sem spennandi er að halda hér áfram með.“ Sýningin Borg verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag, föstudag, kl. 18. Skýjaborg eða milljónaborg? Mun byggjast upp milljónaborg á Mýrum? Inga Svala Þórsdóttir veltir þeirri hugmynd fyrir sér á sýningunni Borg sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag. ir munir frá norrænum söfnum, m.a. gripir frá Þjóðminjasafni Ís- lands og handrit frá Stofnun Árna Magnússonar. Margvíslegir menn- ingarviðburðir hafa verið skipu- lagðir í tilefni af sýningunni en henni lýkur 18. maí nk. Forsetinn mun jafnframt heim- sækja Háskólann í Minneapolis meðan á dvöl hans stendur og efnt verður til móttöku fyrir Vestur-Ís- lendinga og Íslandsvini í tilefni af heimsókn hans. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er nú staddur í Minnea- polis í Bandaríkjunum þar sem hann mun í kvöld flytja setningar- ávarp sýningarinanr Vikings: The North Atlantic Saga. Forsetinn mun einnig opna sýninguna fyrir almennum gestum ásamt forseta Vísindasafnsins á laugardag. Sýningin var skipulögð af Smith- soninan-stofnuninni í Washington og fyrst opnuð þar í borg árið 2000. Á Víkingasýningunni eru fjölmarg- Forsetinn opnar Víkingasýninguna LSTMUNAUPPBOÐ Gallerís Fold- ar verður í Súlnasal Hótels Sögu á sunnudag kl. 19. Að venju verður boðinn upp fjöldi verka af ýmsum toga, þar á meðal mörg verk gömlu meistaranna. Uppboðsverkin eru til sýnis í Gall- eríi Fold, Rauðarárstíg 14–16, í dag kl. 10–18, laugardag til kl. 17 og sunnudag kl. 12–17. Listmunaupp- boð í Súlnasal SÓMALSKA fyrirsætan og baráttu- konan Waris Dirie kemur til Íslands um helgina en ný bók hennar, Eyði- merkurdögun, er nýkomin út hjá JPV útgáfu. Þetta er í annað sinn sem Waris Dirie kemur hingað til lands en hing- að kom hún fyrst fyrir ári þegar met- sölubók hennar, Eyðimerkurblómið, kom út. Hún hélt fyrirlestur á vegum Unifem á Íslandi. Eyðimerkurdögun er önnur bók hennar og þar segir hún frá þrá sinni eftir heimahögunum í Sómalíu sem hún flúði barnung. Bókin hlaut á dögunum alþjóðleg bókmenntaverð- laun, Corine-verðlaunin, en þau eru þýsk að uppruna. Hún hefur sett á laggirnar sérstök samtök til að berj- ast gegn ofbeldi á konum. Þau bera heitið Desert Dawn eða Eyðimerk- urdögun. Hún hefur verið á ferð um Evrópu að halda fyrirlestra um of- beldi gegn konum. Heimasíða sam- takanna er www.desertdawn.com. Waris Dirie áritar bók sína á sunnudag í Pennanum, Kringlunni, kl. 14 og í Eymundsson, Smáranum, kl. 15, Bókabúð Máls og menningar, Laugvegi 18, kl. 17 á mánudag og á þriðjudag kl. 17 í Eymundsson, Austurstræti. Waris Dirie áritar bók sína Waris Dirie á Íslandi í fyrra. SKAMMDEGIÐ er skollið á og hugur margra leitar suður á bóginn, burt frá norrænu frosti og fýlusvipum í bros- mildari hlýju og létt- úð sólarlanda. Þetta virtist liggja í loftinu á fjölsóttum tónleik- unum í Íslenzku óp- erunni á miðviku- dagskvöld, og kannski ekki síður forvitni eftir að heyra í Höllu Mar- gréti Árnadóttur, sem söng svo eftir- minnilega hina seiðandi poppbal- löðu Valgeirs Guðjónssonar, Hægt og hljótt, í Evrópusöngvakeppni sjónvarpsstöðva fyrir fimmtán ár- um en hefur dvalið síðan að mestu á Ítalíu við nám og störf. Lögin þrettán á prentaðri dag- skrá tónleikanna, sem haldnir voru í tilefni af útgáfu á nýjum geisla- diski, létu sum kunnuglega í eyr- um, þó að fæstir áheyrenda kynnu sjálfsagt að nefna þau öll réttu nafni, hvað þá höfunda þeirra. Gilti það um valsinn Reginella (G. Lama) og hið cha-cha kennda Dici- tencello vuie (R. Falvo), en flestir eldri en um fimmtugt hlutu hins vegar að kannast við Volare (D. Modugno) frá gullaldarárum ítalskra dægurlaga á sjötta áratug. I te vurria vasa! (E. di Capua) og tangóinn Ti voglio tanto bene (E. de Curtis; lipurlega stiginn af 14– 15 ára Íslandsmeisturum í sam- kvæmisdansi) voru minna þekkt, en O sole mio (di Capua) öllu bet- ur. Hvað þá Mamma (C. A. Bixio) þar sem 13 hvítklæddar berfættar stúlkur „alla lazzarine“ úr Barna- kór Skálholtskirkju sungu með við prýðisgóðar undirtektir áheyr- enda. Sérleikin innskotsatriði Nap- ólí-kvintettsins fyrir og eftir hlé komu ekki fram af tónleikaskránni, né raunar aðrir flytjendur en ein- söngvarinn, og er hér því byggt á vitneskju frá forkynn- ingu í Morgunblaðinu. Eftir hlé var fyrst Napólívalsinn Te voglio bene assaje (R. Sacco) með aðstoð karlakórs úr Kirkjukór Selfoss, hið alþekkta Santa Lucia (T. Cottrau) þar sem 17 konur kórsins bættust við, ’O surdato ’nnamurato (E. Cann- ino; m. karlakór) og ótilgreind tarantella með hljómsveitinni einni. Síðan kom Non ti scordar di me (de Curt- is) og hið alþekkta Torna a Surriento eftir sama höfund sem var undirleikari Giglis. Loks var kláfsöngurinn frægi, Funiculì funiculà, sunginn með karlakór og síðan stúlkunum og kórkonunum er leiddust upp á svið í lokin. Þó að undirtektir reyndust afar hlýjar (það heyrðist m.a.s. „brav- að“ eftir Surriento og víða kvað við taktfast klapp, auk þess sem hlust- endur klöppuðu standandi eftir síðasta atriðið) voru þessir tón- leikar að viti undirritaðs, burtséð frá nettri spilamennsku Napólís- veitarinnar, meira fyrir augu en eyru. Það lék enginn vafi á glæsi- legri útgeislun Höllu Margrétar á sviðinu. En hvað sjálfan sönginn áhrærir var fókusinn það laus og víbratóið það stjórnlaust að það hlaut að spilla verulega fyrir heild- inni, þrátt fyrir auðsýnda innlifun. Napólískar alþýðudillur Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Íslenzka óperan Útgáfutónleikar. Halla Margrét Árnadótt- ir og Napólísveitin (Tatu Kantoma harm- ónika, Kristinn H. Árnason gítar, Erik Qvick slagverk, Jón Skuggi kontrabassi og Magnús R. Einarsson mandólín). Barnakór Skálholtskirkju u. stj. Hilmars Arnar Agnarssonar og kirkjukór Selfoss- kirkju u. stj. Glúms Gylfasonar. Miðviku- daginn 20. nóvember kl. 20. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Halla Margrét Listaháskóli Íslands Opið hús verður í hönnunardeildinni í dag. Í deildinni er boðið er uppá 90 eininga nám til BA-gráðu. Kennt er á eft- irfarandi brautum: Grafísk hönnun (prentmiðlar og margmiðlun), vöru- hönnun (textíl og fatahönnun eða þrívið hönnun) og arkitektúr. Kenn- arar og nemendur verða til viðtals og farið verður í skoðunarferðir um húsið. Árni Sighvatsson opnar myndlist- arsýningu í Félagsstarfi Gerðu- bergs kl. 16. Við opnunina syngur Gerðubergskórinn og Árni tekur sjálfur lagið og flytur lög eftir Sig- valda Kaldalóns o.fl. Undirleikari er Jón Sigurðsson en þeir félagar gáfu út geislaplötu árið 2000 með lögum Sigvalda. Árni er baritonsöngvari og starfar sem söngkennari. Hann hefur sótt námskeið undanfarin ár í olíumálun, vatnslitamálun, tréskurði o.fl. Sýningin stendur fram í febrúar og er opin virka daga kl. 10–17, um helgar kl. 13–17. Gallerí Nema hvað, Skólavörðu- stíg Íris Eggertsdóttir opnar sýn- inguna „Skyn“ kl. 18. Íris er á loka- ári í myndlist við LHÍ og sýnir mjúka skúlptúra úr textíl sem hafa eða framkalla líkamlega tengingu við tilfinningu eða minningu. Sýningin verður opin frá föstudegi til fimmtudags kl. 12–14. Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Lesið verður úr nýjum bókum kl. 17. Alla Valdimarsdóttir les úr bók sinni Leggðu rækt við ástina, Þórir Steingrímsson kynnir bókina Sakamál 2002 og Anna Kristine Magnúsdóttir les úr við- talsbók sinni, Litróf lífsins II. Þá mun Geir Ólafsson söngvari syngja við undirleik hljómsveitarinnar Furstanna. Vesturfarasetrið, Hofsósi Viðar Hreinsson heldur fyrirlestur um Stephan G. Stephansson kl. 20. Til- efnið er nýútkomin ævisaga Steph- ans, Landneminn mikli, sem Viðar er höfundur að. Hann mun fjalla sérstaklega um tengsl Stephans við Skagafjörð og lesa kafla úr ævisög- unni. Skriðuklaustur Kvöldvaka hinna myrku afla nefnist dagskrá sem hefst kl. 20.30 og er um að ræða fræðslu um galdur á miðöldum. Vaktir eru upp draugar og kveðnir niður, kveðist á að gömlum sið og rýnt í Píslarsögu Jóns þumlungs. Minjasafn Austurlands Fyr- irlestrar um klausturlíf hefjast kl. 14. Jón Ingi Sigurbjörnsson, sagn- fræðingur og kennari í ME, flytur erindi sem heitir Að setjast í helgan stein. Skúli Björn Gunnarsson, for- stöðumaður Gunnarsstofnunar, fjallar um klaustrið að Skriðu. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifa- fræðingur fjallar um Skriðuklaustur – híbýli helgra manna. Þá hafa nemendur við ME opnað sýninguna Klausturlíf á Íslandi og stendur hún til desemberloka. Félagsheimili Þingeyri Efnt verð- ur til skemmtikvölds í tilefni af út- gáfu Ljóðasafns Elíasar M.V. Þór- arinssonar frá Hrauni í Keldudal í Dýrafirði kl. 20.30. Meðal flytjenda eru Ólína Þorvarðardóttir, Sigurður Pétursson, Valdimar Gíslason, Páll Elíasson. Ljóðasafnið er fjögur bindi, samtals rúmar 1.300 bls. Að útgáfunni standa Kristjana Vagns- dóttir, Hrafngerður Elíasdóttir og Siggeir Stefánsson. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.