Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 69 Hönnunar-, hárgreiðslu- og förðunarkeppni á vegum íþrótta- og tómstundráðs Kópavogs og Samfés í íþróttahús- inu í Digranesi, verður laugardag- inn 23. nóvember kl. 15. Keppnin ber nafnið Stíll 2002 og er þetta í annað skiptið sem hún er haldin. Áhersla er lögð á listsköpun frek- ar en tísku. Þemað þetta árið er Hafið og vinna unglingarnir út frá því. Boðið verður upp á skemmti- atriði, þar á meðal koma fram hljómsveitirnar Í svörtum fötum, Írafár og Á móti sól. Einnig verða tískusýningar og skemmtiatriði frá félagsmiðstöðvum ÍTK. Keppninni lýkur með sýningu á afrekstri dagsins. Veitt verða verðlaun fyrir bestu hönnunina, bestu hárgreiðsluna og bestu förð- unina og fyrsta, annað og þriðja sæti fyrir heildarhönnun. „Hvuttadagar“ verða í Reiðhöll Gusts við Álalind, Kópavogi laug- ardaginn 23. og sunnudaginn 24. nóvember kl. 11–18 báða dagana. Á „Hvuttadögum“ verða helstu hundategundir landsins kynntar ásamt vörum og starfsemi tengdri hundum. Einnig verða ýmsar uppákomur báða dagana. 500 kr. kostar inn fyrir fullorðna, 200 fyr- ir börn 6–12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri. Á svæðinu verða t.d. gæludýraverslanir, hundasnyrtar, hundaþjálfarar, blendingahorn og Hvuttaklúbburinn ásamt fleiru sem tengist hundahaldi, segir í fréttatilkynningu. Jólabasar Waldorfskólans Sól- stafa verður haldinn laugardaginn 23. nóvember í húsnæði leikskól- ans á Marargötu 6 Reykjavík, kl. 13–16. Á boðstólum verða ýmsar handunnar vörur og leikföng úr ull, tré og öðrum náttúrulegum efnum. Einnig er kaffi og köku- sala. Allur hagnaður fer í upp- byggingu Waldorfleikskóla og skóla í Reykjavík. Allir velkomnir. Félagið Zíon, vinir Ísraels, halda almennan fund í neðri sal Fíla- delfíukirkjunnar, Hátúni 2 á morgun, laugardaginn 23. nóv- ember, kl. 15 - 17. Nýr bæklingur verður kynntur. Vitnisburðir frá Laufskálahátíðinni. Tónlist og lof- gjörð. Kaffiveitingar og fleira. All- ir Ísraelsvinir velkomnir. Ókeypis aðgangur. Jólaljósin tendruð við Laugaveg á morgun, laugardaginn 23. nóv- ember. Safnast verður saman við Hlemm kl. 15.30 og kl. 16 mun forseti borgarstjórnar, Árni Þór Sigurðsson, tendra jólaljósin með aðstoð viðstaddra. Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins mætir með gamlan brunabíl, hestvagn ekur með forseta borgarstjórnar niður Laugaveg í fararborddi jólaskrúð- göngu. Kórar, brasssveitir og aðr- ir listamenn fylgja göngunni með söng og hljóðfæraslætti. Jólasvein- ar sem taka forskot á sælunna og hafa fengið leyfi Grýlu og Leppa- lúða til að skreppa í bæinn. Margs konar uppákomur verða á Lauga- vegi um helgar fram til jóla, s.s.: lúðrablásarar með jólatónlist, kór- ar, harmonikuleikarar, jólasveinar, söngflokkar, Grýla og Leppalúði, ýmsar furðuverur, og herra Laugavegur, sem m.a. fræðir veg- farendur um sögu Laugavegarins og býður upp á piparkökur. Verslanir verða opnar um helgar fram að jólum. Frá og með föstu- deginum 13. desember verða verslanir opnar til kl. 22 öll kvöld og til klukkan 23 á Þorláksmessu. Á aðfangadag verður opið frá kl. 9–12, segir í fréttatilkynningu. Í tilefni af 70 ára afmæli Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík mun sveitin standa fyrir opnu húsi í höfuðstöðvum sínum á Malarhöfða 6 laugardaginn 23. nóvember. Fé- lagar HSSR munu kynna starf- semi sveitarinnar, þ.á m. björg- unarbúnað. Dagskráin er fyrir alla fjölskylduna, m.a. verður klif- urveggur, hoppukastali, bíltúr í björgunarbíl og flugeldasýning sem hefst kl. 18. Atvinnulífsnefnd Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, stendur fyrir opnum fundi um atvinnumál fatlaðra á laugardag, 23. nóv- ember, kl. 14, í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12 og eru allir vel- komnir. Markmið atvinnulífs- nefndar Sjálfsbjargar er m.a. að kynna sér þá þjónustu við fatlaða sem tengjast atvinnu- og mennta- málum. Erindi halda: Árni Már Björnsson og Árni Már Björnsson. Á MORGUN Námskeið í vinnusálfræði eru að hefjast á vegum Sálfræðistöðv- arinnar, Þórsgötu 24. Kenndar verða aðferðir sem byggja upp samskiptahæfni og fyrirbyggja óæskilegt andrúmsloft á vinnu- stað. Námskeiðin eru ætluð þeim sem vilja auka sjálfstyrk í starfi sínu og þurfa að takast á við flók- in samskipti sem oft koma upp á vinnustöðum. Höfundar og leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfinna Eydal. Næsta námskeið er fyrirhugað 26. og 29. nóvember og 2. desember nk. kl. 9–12. Aðalfundur Félags CP á Íslandi verður haldinn á Háaleitisbraut 11 – 13, í húsi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, miðvikudaginn 27. nóvember kl. 20. Að loknum aðal- fundastörfum munu Guðbjörg Eggertsdóttir og Þorbjörg Guð- laugsdóttir, sjúkraþjálfarar segja frá tilraunaverkefni sem fram fór í Reykjadal í júní 2002 um aukna sjúkraþjálfun CP barna. Á NÆSTUNNI Birna Lárusdóttir flytur fyr- irlestur laugardaginn 23. nóvember kl. 13.30 á fræðslufundi félagsins í Odda, Háskóla Íslands, stofu 202. Fyrirlesturinn nefnir hún deilur og kenningar um íslensk bæjarnöfn á fyrri hluta 20. aldar. Birna lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Ís- lands árið 2000. Fyrirlesturinn fjallar um þrjú yf- irgripsmikil verk um bæjarnöfn sem út komu á fyrri hluta 20. ald- ar. Höfundar þeirra voru Finnur Jónsson prófessor, Hannes Þor- steinsson þjóðskjalavörður og Margeir Jónsson, bóndi og fræði- maður. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum heimill. Dagsnámskeiðið verður haldið í Karuna miðstöðinni, Bankastræti 6, 4. hæð, laugardaginn 23. nóv- ember. Gen Nyingpo kennir djúp- stæðar aðferðir Mahayana búd- dimsa til að umbreyta erfiðum aðstæðum í andlegar leiðir. Dag- skrá: kl. 11–12.30 kennlsa, kl. 13– 13.30 hugleiðsla, kl. 15.30–16.30 kennsla og kl. 17–17.30 hugleiðsla. Nemendur úr Réttarholtsskóla frá árinu ’61–62 verða með 40 ára fagnað í kvöld kl. 19.30 í Naust- kjallaranum. Margrét Guðnadóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir bjóða upp á kaffi og meðlæti í versluninni Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, föstudag hinn 22. nóvember kl. 16– 19. Boðið verður upp á kaffi frá Kaffitári og bakkelsi frá Café Konditori Copenhagen. Um kl. 17 syngur kórinn Gestur og gangandi. Andri Snær Magnason og Steinar Bragi lesi kafla úr nýútkomnum bókum sínum. Allir eru velkomnir. Opið hús á vegum sósíalíska verkalýðsblaðsins Militant í kvöld, föstudaginn 22. nóvember kl. 17.30, Skólavörðustíg 6b, í Pathfinder bóksölunni. Í tilefni nýútkominnar bókar Pathfinder-forlagsins, Mal- colm X Talks to Young People. Sagt verður frá Malcolm, bókinni og einkum ræðu sem hann hélt 3. desember 1964 í háskólanum í Ox- ford í Bretlandi. Einnig verða kaffiveitingar og spjall. Dagar myrkurs á Seyðisfirði verður hefst í dag, föstudaginn 22. nóvember, og hefst við Kaffi Láru kl. 18. Slökkt verður á öllum ljósa- staurum bæjarins á milli kl. 18.15 og 18.30. Dagskrá í öllum bekkjum Seyðisfjarðarskóla sem tileinkuð er dögum myrkurs. Kl. 19 flytja nemendur í 5. og 6. bekk ljóð sem tengjast myrkrinu. Kl. 22 stendur Ceilidh band Seyðisfjarðar fyrir dagskrá í Skaftfelli. Dansað verður undir stjórn Muff Worden. Að- gangseyrir er 500 kr. Laugardagur 23. nóvember kl. 19 verður jóga við kertaljós fyrir konur og karla í íþróttamiðstöðinni, o.fl. Kl. 22 verður dagskrá á Hótel Seyðisfirði og boðið upp á súpu og smárétta- hlaðborð á kr. 1.500. Undirbúningsfundur að stofnun landssamtaka áhugafólks um mál- efni fjölskyldunnar á Íslandi í dag verður haldinn í dag, föstudaginn 22. nóvember, kl. 17.30 í Ráðhús- inu, Reykjavík. Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra mun ávarpa fundinn og fulltrú frá fé- lagsmálaráðuneyti mun einnig verða á fundinum ásamt fleiri gest- um. Aðrir á mælendaskrá verða kynnt- ir á fundinum. KLÚBBUR matreiðslumeistara og Alpan hf. hafa gert með sér sam- starfssamning til næstu fjögurra ára. Með þessu verður Alpan hf. einn af aðalstyrktaraðilum lands- liðs íslenskra matreiðslumeistara. Landsliðið mun einnig aðstoða fyrirtækið og umboðsaðila þess í að kynna vörur Alpan þar sem landsliðið er á ferð. Landslið Íslands, sem er á hverjum tíma valið af Klúbbi matreiðslumeistara, hefur á und- anförnum misserum náð eft- irtektarverðum árangri í mörg- um alþjóðlegum keppnum. „ Alpan hf. hefur um árabil framleitt hágæðapotta og pönnur undir vörumerkinu Look Cook- ware. Eldunarvörurnar hafa ver- ið framleiddar svo til eingöngu til útflutnings en vörurnar eru fáan- legar í yfir 4.500 verslunum í 30 löndun. Með stuðningi við lands- liðið er Alpan ekki aðeins að styrkja íslenska matreiðslumeist- arar til áframhaldandi alþjóð- legrar velgengni, heldur einnig að gera erlendum dreifingarað- ilum Look Cookware tækifæri til að koma vörunum á framfæri á viðburðum sem landsliðið tekur þátt í,“ segir í fréttatilkynningu. Það eru þó ekki aðeins íslensk- ir matreiðslumeistarar sem not- ast við vörur Alpan, heldur eru þær einnig notaðar af kanadíska landsliðinu sem er styrkt af full- trúa Alpan þar í landi. Forsvarsmenn Alpan hf. og KM handsala samkomulagið. Talið frá vinstri Jón Elíasson, sölustjóri, Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóri, Gissur Guðmundsson, forseti KM, og Bjarki Hilmarsson, stjórnarmaður. Kynna íslenskar pönnur erlendis MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi tilkynning frá Sigurrós Þorgrímsdóttur, for- manni skólanefndar Menntaskól- ans í Kópavogi: „Undanfarna daga hefur skýrsla Ríkisendurskoðunar um ríkisreikninga árins 2001 verið í fréttum. Sérstaklega hefur verið fjallað um erfiða fjárhagsstöðu framhaldsskólanna og að MK hafi farið langt umfram fjárheim- ildir. Menntaskólinn í Kópavogi starfar á þremur meginsviðum; bóknámssviði, hótel- og matvæla- sviði og ferðamálasviði. Haustið 1996 var tekinn í notkun nýr 5.000 fermetra verkmenntaskóli í hótel- og matvælagreinum sem hluti af Menntaskólanum í Kópa- vogi. Frá þeim tíma hefur skól- inn ekki fengið þær fjárveitingar til rekstrar sem gengið var út frá við uppbyggingu aðstöðunnar en nám í hótel- og matvælagreinum er mjög sérhæft og dýrt. Fjárveitingar til framhalds- skólanna fara eftir niðurstöðu reiknilíkans sem á að tryggja að framlög til skólanna séu byggð á sömu forsendum. Reiknilíkanið hentar vel fyrir skóla sem kenna hefðbundið bóknám enda hafa þeir skólar ekki átt í sama vanda. Í reiknilíkaninu hefur ekki ver- ið tekið tillit til hins sérhæfða verknáms Hótel- og matvæla- skólans heldur fær skólinn fjár- framlög til reksturs eins og um hefðbundið bóknám væri að ræða. Námið byggist að stórum hluta á úrvinnslu hráefna við matreiðslu, framreiðslu, bakstur og kjötiðn og því eru aðföng til skólans mjög umfangsmikil og kostnaðarsöm. Í reiknilíkaninu er ekki tekið tillit til þessa, heldur fær skólinn svipaða fjárveitingu til kaupa á aðföngum og Mennta- skólinn í Reykjavík, sem er hefð- bundinn bóknámsskóli. Fjár- magn til orkunotkunar, s.s. eldunar, kælingar, frystingar og bökunar er samkvæmt reiknilík- aninu aðeins örlítill hluti af þeirri orkunotkun sem skólinn þarf til að nemendur getir stundað það nám sem þar fer fram. Hið sama á við um ræstingu á matvælaað- stöðunni sem fer eftir Evrópu- reglugerð um hreinlæti en marg- falt meiri ræstingu þarf þar en á hefðbundinni bóknámsstofu. Af framangreindum ástæðum og til að geta haldið úti lágmarks- kennslu í hótel- og matvæla- greinum á Íslandi hefur skólinn farið fram úr fjárheimildum allt frá því Hótel- og matvælaskólinn tók til starfa innan MK. Í bréfum, greinargerðum og á ýmsum fundum hafa skólanefnd og skólameistari margítrekað bent menntamálaráðuneytinu á að ekki sé hægt að nota reiknilík- anið fyrir þennan eina sérhæfða skóla í matvælagreinum á land- inu. Það sé nauðsynlegt að taka hinn sérhæfða verknámsþátt skólans út og fá sérstaka fjár- veitingu til reksturs á ákveðnum þáttum eins og orkunotkun, kaupum á aðföngum og ræstingu. Reiknilíkanið hefur verið í end- urskoðun nú á þriðja ár og hefur stjórnendum skólans verið bent á að bíða eftir þeirri niðurstöðu á sama tíma og fyllstu hagræðing- ar hefur verið gætt innan skól- ans. Öllum var það ljóst að þenn- an tíma var rekstrarkostnaður skólans verulega umfram fjár- heimildir eða um 10% á ári. Nú hefur hið nýja reiknilíkan verið kynnt og samkvæmt því fær skólinn hvergi nærri þá leiðrétt- ingu sem þarf til reka skólann innan fjárheimilda hvers árs. Eins og mál horfa við í dag má ætla að draga þurfi verulega saman í rekstri skólans og kennsluframboði í hótel- og mat- vælagreinum.“ Er sérhæft verknám of dýrt fyrir Ísland? Kjördæmafélag Samfylking- arinnar í Reykjavík heldur borg- armálafund á morgun, laugardaginn 23. nóvember, kl. 11 í Austurstræti 14, 4. hæð. Fundurinn er öllum op- inn. Erindi halda: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- nefndar og Helgi Hjörvar, fulltrúi í hafnarstjórn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Reykjavík heldur fund um sjáv- arútvegsmál á morgun, laugardag- inn 23. nóvember, kl. 11, á Torginu, Hafnarstræti 20, 3. hæð. Þar verða m.a. til umræðu brottkast á fiski og löndun fram hjá vigt og áhrif þess á þjóðarbúið. Frummælandi er Stein- grímur Ólafsson, formaður VG í Reykjavík. Í DAG STJÓRNMÁL DANIEL Edelstein sjóntækjafræð- ingur hefur opnað Linsumátun á annarri hæð í Ármúla 20. Hjá Lins- umátun er notuð nýjasta tækni við mátun á linsum og skoðun á augum. Þar eru fáanlegar allar helstu teg- undir af snertilinsum s.s. einnota linsur, mánaðarlinsur, sjónskekkjul- insur, litaðar linsur og margskiptar linsur. Hjá Linsumátun er sérstaklega lögð áhersla á litaðar linsur, og eru þar fáanlegir flestallir litir sem framleiddir eru í linsum í dag. Allar litlinsur eru einnig fáanlegar með sjónleiðréttingu. Linsumátun sér- hæfir sig einnig í framleiðslu á sér- slípuðum gleraugum fyrir stanga- veiði, skotveiði, golf, sól, akstursíþróttir og skjávinnu. Hægt verður að skoða með aðstoð tölvu ástand augnanna, og meta staðsetningu og stöðugleika á linsum í augum með skjámynd. Á skjánum er einnig hægt að bera saman liti á linsum í augum. Linsumát- un opnuð í Ármúla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.