Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær faðir okkar, FILIPPUS SIGURÐSSON, Brekkuvegi 3, Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigurður Filippusson, Geirlaug Filippusdóttir, Andrés Filippusson, Magnús Filippusson, Stefán Filippusson, Sunneva Filippusdóttir, Ragnhildur Filippusdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS E. NORDQUIST, Espigerði 4, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 22. nóvember, kl. 13.30. Halla Sigríður Jónsdóttir, Jón Nordquist, Pálína Friðgeirsdóttir, Brynja Nordquist, Þórhallur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. „Veistu að í dag eru tveir sunnudagar? Það er sunnudagur, en líka hvítasunnudagur!“ Ég var í helgarpössun hjá ömmu og afa á Hjarð- arhaganum, búið um mig í stof- ustólunum tveimur sem urðu að mátulega rúmi handa lítilli mann- veru þegar þeir voru settir hvor gegnt öðrum. Minningarbrotin hrannast upp, við barnabörnin á nýársdag í skolla- leik í hjónaherberginu, eða renn- andi okkur á rassinum niður allan stigaganginn. Afi að setja sælgæti í kramarhúsin á jólatrénu á meðan amma ber fram „desert“ í bláu skál- unum. Og þessi líka ákaflega heillandi jólatréssería sem „bubbl- ar“! Ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa átt svona ekta ömmu, ömmu með mjúkan faðm sem var svo und- urljúft að sökkva í, ömmu sem alltaf var til staðar til að hlusta á hvað sem manni lá á hjarta, ömmu sem var síprjónandi vettlinga og leista handa manni. Síðustu leistana afhenti hún mér í vor og spurði hvort mig vantaði ekki á eitthvert barnanna minna. Ég þáði leistana, en þeir verða aldr- ei notaðir. Þeir verða geymdir til minningar um handverk konu sem aldrei lét verk úr hendi falla, sem alla tíð lifði fyrir heimilið og fjöl- skylduna, og signdi í huganum yfir hvern einasta fjölskyldumeðlim sér- hvert kvöld. Á níræðisafmæli ömmu færði ég henni ljóðið Íslenska konan. Út- dráttur úr því verður mín loka- kveðja. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskar og fyrirgaf þér. Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og hlíf. ✝ Laufey GuðrúnValdemarsdóttir Snævarr fæddist á Húsavík 31. október 1911. Hún lést á dval- arheimilinu við Dal- braut 9. nóvember síð- astliðinn og var útför hennar frá Áskirkju 18. nóvember. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf. Með landnemum sigldi’ hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma, hún vakti’ er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerr- aði blóð. Hún er íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð. Og loks þegar móðirin lögð er í mold. Þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og þér helgaði sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Unnur Pétursdóttir. Bandaríkst máltæki segir að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Til að heilsteyptur einstaklingur vaxi úr grasi þurfa sjónarmið fleira fólks en foreldranna að vera fyrir augum og eyrum barnsins. Amma mín var einmitt sú sem átti hvað mestan þátt í uppeldi mínu fyrir ut- an foreldra mína. Og hvílík amma hún var, Laufey Guðrún Valde- marsdóttir Snævarr. Hún var svona amma eins og þeim er lýst í bók- menntaperlum. Hún átti til að bera allt um vefjandi ástríki sem hún veitti barnabörnum sínum af algerri óeigingirni; sífellt að hugsa um aðra áður en að þörfum hennar sjálfrar kom. Þolinmóð kenndi hún okkur systra- og bræðradætrum að prjóna, hún lét óátalinn ærslagang- inn þegar leikar stóðu hátt, vafði okkur inn í sængina, signdi okkur og fór með bænir þegar við vorum næturgestir á Hjarðarhaganum, huggaði okkur og reri í heitu og mjúku fangi sínu þegar við vildum komast heim vegna heimþrár eða eitthvað annað amaði að okkur. Hún útbjó dýrindis veislur og safn- aði saman fjölskyldu sinni á jólum, páskum, þjóðhátíðardögum og af- mælum. Oftar en ekki laumaði hún hundrað köllum í baukinn þegar við vorum lítil og síðar þúsund köllum í vasann til að við kæmumst í bíó eða gætum keypt eitthvað gott til til- breytingar þegar við vorum stúd- entar. Fyrir hvert einasta próf, stórt sem smátt, bað hún fyrir mér og beið spennt að heyra hvernig gengið hefði, helst um leið og því var lokið. Þannig var hún amma mín mér andlegur og veraldlegur styrkur allt til síðasta andvarps. Hún bar óendanlega umhyggju fyr- ir velferð okkar barnanna. Það er á fárra færi að vera slíkur vernd- arengill í lifanda lífi. Í haustfegurðinni hér í Michigan, þar sem sólin, rósrauð, leikur um sinnepsgul, rauð og fölgræn lauf- blöðin kveð ég ömmu mína í hug- anum og trúi að hún vaki ennþá yfir mér – og muni gera það alltaf. Blessuð sé minning yndislegu ömmu minnar, Laufeyjar V. Snævarr. Guðrún Skúladóttir Johnsen. Löng var orðin vakan ljúf er því hvíldin þeim sem alla ævi elska ljós og frið. Silfurregn á sumri sindur stjörnu um vetur allt að einu vísar upp á hærra svið. (A. Pétursd.) Komið er að leiðarlokum, löng og farsæl ævi á enda. Hún gaf ríkulega af sér, og þökk- um við af alhug svilkonu og eig- inkonu frænda, eins og við systkinin kölluðum Stefán föðurbróður okkar, fyrir alla hennar tryggð, umhyggju og ástúð. Góður Guð verndi, lýsi og leiði LAUFEY VALDEMARS- DÓTTIR SNÆVARR ✝ Guðrún Krist-björg Sigríður Kristmundsdóttir fæddist 27. jan. 1923. Hún lést á Landspít- alanum 14. nóv. síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Krist- mundur Jónsson sjó- maður frá Bíldudal og Ágústína Guðríð- ur Ólafsdóttir, f. í Stapadal í Arnarfirði 1. ágúst 1888, d. á Vífilsstöðum 27. júlí 1925. Sigríður átti tvö hálfsystkini, Guðbjörgu, f. 6. júní 1914, d. 1915, og Guðnýju Lovísu Níelsdóttur, f. 25 okt. 1919. Hún ólst upp á Ósi í Mosdal en fluttist til Bandaríkjanna. Sigríður giftist 5. desember 1942 Hermanni Kristmundssyni Meldal, f. 25. júlí 1911, d. 11. apríl 1993. Börn þeirra eru: 1) Hólm- fríður, f. 5.2. 1942, gift Arnþóri Árnasyni. Þau eiga fimm börn og eru búsett í Kópavogi. 2) Kristinn, f. 2.4. 1948, kvæntur Ingu Jónu Stefánsdóttur. Þau eiga fjögur börn og eru búsett í Kópavogi. 3) Valgerður, f. 29.8. 1950. Hún á tvö börn og býr í Kópavogi. 4) Ágústa Guðríður, f. 4.2. 1955, gift Atla I. Ragnarssyni. Þau eru búsett í Grinda- vík. Hún á þrjú börn. 5) Hulda Her- mannsdóttir Thom- as, f. 8.3. 1961, gift Dean Thomas. Þau eru búsett í Banda- ríkjunum. Hún á þrjú börn. Barnabarna- börn Sigríðar og Hermanns eru tólf. Sigríður var á öðru aldursári þegar móðir hennar dó og fór hún þá til móðursystur sinnar Kristínar Ólafsdóttur á Möðru- völlum í Kjós og manns hennar Sigurðar Guðmundssonar. Þar ólst hún upp sem þeirra barn og reyndust þau henni mjög vel og kallaði hún þau mömmu og pabba. Fyrir áttu þau hjón þrjú börn, auk tveggja fósturbarna. Sigríður var á Möðruvöllum til 17 ára aldurs er hún fór að heiman með tilvonandi eiginmanni sínum. Sigríður og Hermann bjuggu lengst af á Kárs- nesbraut í Kópavogi. Útför Sigríðar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma mín. Þegar ég hugsa til baka um allar okkar stundir veit ég að ég hef ekki bara misst móð- ur, heldur besta vin minn og leiðbein- anda í lífinu. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson.) Ég kveð þig, elsku hjartans mamma mín. Guð geymi þig. Þín dóttir Ágústa G. Hermannsdóttir. Með sorg og eftirsjá kveðjum við þig, mamma, við vissum að hvíldin var þér kærkomin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það var alltaf yndislegt að koma heim til þín og fá sér kaffisopa. Þú hafðir alltaf ráð undir rifi hverju og leiðbeindir okkur eftir bestu getu. Mamma var líka mjög nægjusöm og ánægð með sitt þótt ýmislegt hafi bjátað á í hennar lífi og alltaf var hún glöð og ánægð. Hún hafði unun af söng og naut þess að syngja og var á meðan heilsan leyfði virk í kórstarfi. Einnig hafði hún mjög gaman af því að ferðast og naut þess út í ystu æsar að vera úti í náttúrunni og vildi hún helst vera í tjaldi til að geta notið ferðarinnar til fullnustu. Mamma var mikil handavinnukona og naut þess að föndra hvort sem hún var að gera dúkkur sem margir eiga frá henni eða eitthvað annað. Það lék allt í höndum hennar. Þá saumaði hún allt á okkur börnin sín þegar við vorum lítil og þá oft upp úr gömlu því það þurfti að nýta allt. Þar fékk hún útrás fyrir sköpunargleði sína og var mjög útsjónarsöm. Hún saumaði líka alltaf allt á sjálfa sig enda hafði hún mjög gaman af því að klæða sig upp á og vera fín. Mamma hlífði sér heldur aldrei í vinnu og hún stóð fast á sínu en var afskaplega hlý og hjartagóð og við söknum hennar mikið. Við biðjum guð að gæta þín fyrir okkur, elsku mamma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hólmfríður Hermannsdóttir, Kristinn Hermannsson og fjölskyldur. Ég kynntist Sigríði 1994. Einlæg- ari og ákveðnari konu hafði ég ekki kynnst fyrr. Nú er hún Sigga dáin, þessi yndislega góða kona sem allt vildi fyrir alla gera. Alltaf var gott að koma til Siggu, fá kaffi og meðlæti eða að hún snaraðist til að elda kjötsúpu eða eitthvert ann- að góðgæti. Maður fór sko ekki svangur frá henni Siggu, o, nei, o nei. Hún átti það nefnilega til að útbúa mann með nesti í poka, svo mér leið stundum eins og skólastrák með nesti, það vantaði bara nýju skóna. Sigga mín, ég þakka þér fyrir þessi ár sem við áttum saman. Ég votta þeim samúð mína sem mest hafa misst. Hún er úr heiminum liðin, héðan í eilífa friðinn, við kveðjum með þökk fyrir allt sem hún var okkur. Þinn tengdasonur, Atli Ragnarsson. Elsku amma okkar. Núna ert þú farin frá okkur og komin til afa sem hefur örugglega tekið vel í nefið áður en hann tók á móti þér. Við vitum að þér líður vel núna, elsku amma, og þá líður okkur líka vel. Endurminningar er gott að eiga og gleðja sig við er hún gengin er inn á hærra svið, þetta líf er aðeins líðandi stund við lifum í trú á endurfund. (Höf. ók.) Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Ella Dís, Kristinn Már, Óskar og langömmu- strákurinn þinn, Mikael Atli. SIGRÍÐUR KRIST- MUNDSDÓTTIR Kveðja frá stjórn og starfsfólki Íþróttasambands fatlaðra Kær samstarfsmaður og vinur er fallinn frá og er sárt saknað. Jón Sigurðsson, var hvers manns hugljúfi og einstakur per- sónuleiki. Sem formaður íþrótta- félags fatlaðra í Reykjavík, ÍFR, var hann allt í senn, góður foringi, félagi og vinur. Við sem störfum fyrir Íþróttasamband fatlaðra átt- um sérlega gott samstarf við Jón Sigurðsson, þegar hann gegndi hlutverki formanns ÍFR. Það var alltaf sérstök ánægja og heiður að fá Jón Sigurðsson í heimsókn á skrifstofu ÍF en hann var dugleg- ur að kíkja við í formennskutíð sinni og ræða málin. Jón var einstakur maður sem gaf mikið af sér og gerði umhverf- JÓN SIGURÐSSON ✝ Jón Sigurðssonfæddist á Akur- eyri 26. ágúst 1922. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 6. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholts- kirkju 13. nóvem- ber. ið bjartara. Sýn hans á lífið gerði honum kleift að leysa öll mál af æðruleysi og með bros á vör. Kynni okkar af Jóni Sigurðs- syni, voru mannbæt- andi og lærdómsrík. Við kveðjum vin og samstarfsmann og sendum fjölskyldu hans innilegar samúð- arkveðjur. Okkur feðga langar til að minnast vinar og spilafélaga til margra ára. Jón Sigurðsson kaupmaður var aldrei kallaður neitt annað en Jón í Straumnesi á okkar heimili af jafnt háum sem lágum. Hann var okkur góður vinur og við munum minnast hans vegna þess hve hjartahlýr og barngóður hann var. Einnig áttum við það allir sameig- inlegt að fylgja Knattspyrnufélag- inu Fram að málum en þar var Jón í Straumnesi mikils metinn stuðn- ingsmaður. Við sendum Kiddý og fjölskyldu okkar bestu samúðarkveðjur. Sæmundur Gíslason, Gísli Sæmundsson, Magnús Sæmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.