Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ gerir það að verkum að unglingar telja allt í lagi að sofa hjá og stunda kynlíf, finnst það vera sitt mál og fullorðnum komi það ekkert við? Hvers vegna ýta unglingar hver á annan til að stunda kynlíf og þá sér- staklega stelpur, sem hvetja vinkon- ur sínar til að prófa, þótt þær viti að það er mjög sársaukafullt í fyrsta sinn? Aftur á móti finnst strákum það strax gott og vilja meira og meira. Hvers vegna finnst unglingum að of mikið sé talað um kynsjúkdóma? Unglingar greinast með kynsjúk- dóm aftur og aftur, þrátt fyrir með- ferð. Hvað er þá það sem þau hafa lært og heyrt en fara ekki eftir? Er ekki mikilvægt að unglingar geri sér grein fyrir því hvað ábyrgt kynlíf þýðir? Jú ábyrgt kynlíf er ekki bara það að verjast getnaði – að verða ófrísk, heldur líka það að verjast kynsjúkdómum. Gera unglingar sér grein fyrir að afleiðingar kynsjúk- dóma geta fylgt þeim alla ævi? Til að geta borið virðingu fyrir öðrum þarf unglingurinn fyrst og fremst að bera virðingu fyrir sjálf- um sér. Unglingar hugsið áður en þið sofið hjá í fyrsta sinn; því þrosk- aðri sem þið eruð, því meiri ánægja. Þótt ótrúlegt sé þarf ekki að sofa hjá nema einu sinni til að verða ófrísk og/eða fá kynsjúkdóm. Unglingar lítið í eigin barm og hugsið hvenær er ég sjálf/ur tilbúin að stunda kynlíf og þá með hverjum. Hvar er ykkar styrkur, „ég sjálf/ ur“? Mundu að þetta er þinn líkami og þú ákveður hvað þú vilt, hvað er rétt fyrir þig og hvað ekki. Ungling- ar þurfa að geta leitað ráða hjá ein- hverjum sem þeir treysta, er tilbú- inn að hlusta á þá og skilur. Smokkinn á „oddinn“ Smokkurinn er a.m.k. 98% örugg getnaðarvörn og 100% vörn gegn kynsjúkdómum sé hann rétt notað- ur. (Bæklingur um smokkinn fæst í apótekum.) Enginn veit hver er næstur, en allir hafa jafna möguleika á að verja sig, hvort heldur þú ert stelpa eða strákur, með því að draga smokkinn yfir „prikið“ – typpið. Hver veit í hve mörg göt einn strákur hefur dýft sínum „besta vini“ fyrir 18 ára aldur, án þess að nota smokk, og getur jafnvel verið með þögul einkenni kynsjúkdóma, sem hann dreifir víða áður en upp kemst. Það að nota smokk telja margir unglingar að sé eins og „að borða karamellu í bréfi“. Ef ung- lingar venja sig strax á að nota smokk komast þeir að því að ánægj- an hefur ekkert með smokkinn að gera. Hverjar eru hætturnar? Það ferlega við kynsjúkdóma er að þeir geta legið lengi í dvala áður en einkenni og afleiðingar koma í ljós. Klamydía er algengasti kyn- sjúkdómurinn hér á landi og grein- ast 2.190 ný tilfelli á ári (samkvæmt skráningu Landlæknisembættisins), flest hjá einstaklingum 16–25 ára. Þetta gæti samsvarað því að sex nemendur í framhaldsskóla smituð- ust daglega. Unglingar, gerið þið ykkur grein fyrir því að stelpur geta fengið end- urteknar bólgur í eggjastokka, orðið ófrjóar, fengið leghálskrabbamein og að strákar geta fengið bólgur í pung og sáðleiðara og orðið ófrjóir? Kynfæravörtur koma oft ekki í ljós fyrr en allt að 12 mánuðum eftir að smit átti sér stað og þá getur oft verið erfitt að hafa uppi á bólfélaga/ bólfélögum síðasta árs. Þetta getur leitt til þess að smit heldur áfram og berst um víðan völl og enginn verð- ur var við neitt. En hvað með munnmök, eru þau þá í lagi? Nei ekki alltaf, kynsjúk- dómar geta smitast við munnmök, t.d. ef þú ert með sár í munni og mótaðili þinn er smitaður. „Frelsi“ – hvað er það? Það eru grundvallarmannréttindi að tryggja unglingum það frelsi að fá að njóta og bera ábyrgð á eigin kynlífi á jafnréttisgrundvelli. Auð- vitað vitum við að ekki er hægt að læra allt á einni nóttu og það er gott að prófa sig áfram þegar báðir að- ilar eru tilbúnir. Bækur, blöð og myndbönd geta verið ágæt, en ef ekki er hægt að ræða um efnið og átta sig á því hvað er eðlilegt og hvað óeðlilegt getur það skapað vandræði og jafnvel eyðilagt fyrir unglingnum þessa stund, sem ætti að vera frábær. Unglingar eru mjög mismunandi, sumir telja sig tilbúna að sofa hjá 15 ára, en aðrir ekki fyrr en um tvítugt, og getur hvort tveggja verið jafneðlilegt. „Krakk- ar“, njótið heilbrigðs kynlífs þegar þið eruð tilbúin sjálf og sýnið hvert öðru gagnkvæma virðingu og elsk- urnar mínar munið að það kemur dagur eftir þennan dag. Hvað er til ráða ef grunur er um smit? Einkenni hjá stelpum geta verið illa lyktandi (eins og af úldnum fiski) gul, græn eða brúnleit útferð eða ef þú ert með vörtur og/eða hrufótt út- brot við kynfærin sem klæjar í. Ein- kenni hjá strákum geta verið útferð frá þvagrás og vörtur/útbrot á „kónginum“. Ef þú ert með eitthvert þessara einkenna skaltu leita læknis sem fyrst, því það eyðir ótta og flýtir fyr- ir réttri greiningu. Meðferð minnk- ar líkur á að þú smitir aðra og dreg- ur úr líkum á að fram komi hinar alvarlegu afleiðingar kynsjúkdóma. Kynlíf – kynsjúkdómar – af hverju endilega ég? Eftir Ágústu Dúu Jónsdóttur, Álfheiði Árnadóttur, Nönnu Ólafsdóttur og Þórdísi Magnúsdóttur „Það ferlega við kyn- sjúkdóma er að þeir geta legið lengi í dvala áður en einkenni og af- leiðingar koma í ljós.“ Ágústa, Nanna og Þórdís eru hjúkr- unarfræðingar, Álfheiður er hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir. Þórdís Magnúsdóttir Ágústa Dúa Jónsdóttir Nanna Ólafsdóttir Álfheiður Árnadóttir ÞEIR eru margir dómarnir, hugs- aði ég, þegar mér bárust þær fregn- ir, að Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra hefði verið dæmdur til að greiða blaðamanni dálaglega fjár- hæð í sekt fyrir að ræða vafninga- laust og ærlega um sjónvarpsmynd af brottkasti frá dragnótabát. Villa ráðherrans var sú, að hann hafði haft það eftir skipstjóranum, að frétta- myndin væri sviðsett. Sviðsett eða ekki sviðsett – eins og á stóð hlýtur þessi spurning að vera brennandi: Hvernig getur blaða- manni dottið í hug að höfða meið- yrðamál, þótt fjallað sé um frétt eins og við mátti búast? Miklar sögur fara af brottkasti og það er pólitískt álitamál, hvernig við skuli brugðist. Mörgum ofbauð aðfarirnar eins og þær birtust á sjónvarpsskerminum og fleiri en mér fannst myndin ekki trúverðug. Eðlilega voru fréttamenn á eftir sjávarútvegsráðherra og spurning- um rigndi yfir hann eins og þeim, hvort þetta væri raunsönn mynd af fiskimönnunum okkar eins og þeir höguðu sér á miðunum allajafna. Auðvitað gat sjávarútvegsráðherra ekki fallist á það og látið eins og hann vissi ekki, að skipstjórinn hafði sagt að fréttamyndin væri sviðsett. Hann hlaut að láta skipstjórann njóta sannmælis. Skipstjórinn er nú einu sinni sá sem ræður um borð og veit hvað þar er að gerast. Og hann valdi þessa sérstöku veiðiferð fyrir blaðamanninn í því skyni, að brott- kastið yrði fest á mynd. Það liggur fyrir. Þó svo blaðamaðurinn hafi í blaðaviðtali gert lítið úr vitnisburði skipstjórans fyrir rétti og gefið í skyn að hann sé ekki trúverðugur. Eftir sem áður komu þeir sér saman um að fara í veiðiferðina skipstjórinn og blaðamaðurinn og báðir vissu hvað hékk á þeirri spýtu. Eðlilega er blaðamaðurinn upprif- inn yfir því að hafa fengið nokkrar krónur frá sjávarútvegsráðherra. En hvað hefur blaðamannastéttin um allan þennan málatilbúnað að segja og þessa skerðingu á málfrelsi stjórnmálamanna, sem dómurinn óneitanlega felur í sér? Blaðamanna- stéttin hefur hrósað sér af því að vilja standa vörð um prentfrelsið og tjáningarfrelsið af því að öðru vísi sé ekki hægt að leiða sannleikann fram í dagsljósið. En við skulum þá líka vona, að blaðamannastéttin líti ekki svo á, að þetta frelsi sé bara fyrir hana heldur alla jafnt. Því miður hef ég ekki heyrt neitt frá Blaðamanna- félaginu um þetta mál eins og ég þó átti von á. En nú er komið í ljós, að blaða- maðurinn íhugar framboð fyrir Frjálslynda flokkinn og segist ekki sætta sig við neitt minna en forystu- sæti á framboðslista. Og þá hættir hann að vera blaðamaður og verður stjórnmálamaður og þá má segja um hann hvað sem er samkvæmt nýleg- um dómi Hæstaréttar. Nú blöskrar gömlum blaðamanni Eftir Halldór Blöndal „En hvað hefur blaða- mannastétt- in um allan þennan málatilbúnað að segja og þessa skerðingu á málfrelsi stjórnmála- manna, sem dómurinn óneitanlega felur í sér?“ Höfundur er 1. þingmaður Norður- landskjördæmis eystra. UNDANFARIÐ hefur verið mik- il umræða um fíkniefnamál og fíkniefnaneyslu ungmenna í grunn- skólum Reykjavíkur. Því hafa sum- ir spurt hvað lögreglan í Reykjavík sé að gera í forvörnum á þessu sviði. Forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur sl. fjögur ár verið með fræðsluna „Hættu áður en þú byrjar“, ásamt félaginu Maríta, for- varna- og hjálparstarfi; og Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík. Þetta er fræðsla um afleiðingar fíkniefna- neyslu fyrir nemendur efstu bekkja grunnskóla og átti lögreglan frum- kvæði að þessu. Nemendum í 9. eða 10. bekk grunnskóla er sýnt mynd- band um líf þeirra sem háðir eru fíkniefnum og er nú notað nýtt myndband um íslenska neytendur sem er mjög áhrifaríkt. Síðan segir fyrrverandi fíkill frá lífi sínu þegar hann var bundinn á klafa fíkni- efnanna og hvaða afleiðingar neysl- an hafði fyrir hann. Hann leggur áherslu á að unglingarnir geri upp hug sinn, að hafna fíkniefnum þótt þeim sé boðið, að þau hætti áður en þau byrja. Næst ræðir lögreglu- maður við unglingana og segir þeim frá afleiðingum fíkniefnaneyslu frá sjónarhorni lögreglunnar, síðan segir unglingafulltrúi Félagsþjón- ustunnar frá þeirri aðstoð sem hún getur veitt. Þá eru foreldrar unglinganna boðaðir á fund til að sjá og heyra það sama og unglingarnir og þeim kynnt þau úrræði sem bjóðast. Flestir skólar á Reykjavíkursvæð- inu eru heimsóttir árlega og margir skólar úti á landi. Nú hafa verið haldnir um 500 fundir fyrir 15.000 ungmenni um land allt auk funda fyrir foreldrana sem eru mörg þús- und. Forvarnasjóður styrkir fræðsluna sem hefur verið mjög vinsæl og eftirsótt. Nú hafa sömu aðilar byrjað á „Eftirfylgd“ sem fer fram árið eftir fræðsluna „Hættu áður en þú byrj- ar“. Þá koma unglingar og for- eldrar saman á fund þar sem vandamálið er rætt. Í undirbúningi var fræðsla á þessu sviði fyrir 12 ára börn en til hennar vantar fjármagn. Hverfislögreglumenn fara oft í grunnskólana og ræða við nemend- ur, t.d. þegar fréttist af fíkniefna- neyslu einhverra þeirra. Þessar heimsóknir skipta tugum yfir vet- urinn. Auk þess koma starfsmenn forvarnadeildar oft á fundi hjá for- eldrafélögum til ýmissar fræðslu. Þá flytja þeir marga fyrirlestra um fíkniefnamál ár hvert fyrir ein- staka hópa, s.s. fyrir nemendur og leiðbeinendur vinnuskóla, háskóla, iðnskóla og ökuskóla og fyrir starfsfólk sjúkraliðs, slysadeildar, vinalínunnar, öryggisfyrirtækja og skipafélaga. Mörg undanfarin ár hafa starfsmenn forvarnadeildar haldið uppi fræðslu fyrir 12 ára nemendur og þar rætt m.a. um vímuefnaneyslu og skaðsemi henn- ar en um 1.100 ungmenni njóta þessa ár hvert. Hverfislögreglumenn eru iðnir við að heimsækja ýmis félagasam- tök svo sem skáta, ungmenni í kirkjulegu starfi og ungliðahreyf- ingar björgunarsveita og fræða þá um skaðsemi fíkniefna. Þannig ná starfsmenn forvarna- deildar lögreglunnar í Reykjavík á hverju ári til mörg þúsund ein- staklinga með fræðslu um vímu- efnamál. Á þessu hausti hefur lögreglan í Reykjavík lagt sérstaka áherslu á að vinna úr upplýsingum um neyslu ungmenna á hvers konar ólöglegum vímuefnum. Lögreglumenn úr for- varna- og fíkniefnadeildum emb- ættisins unnu sameiginlega að þessu sem fólst í því að börn og for- ráðamenn voru boðuð til viðtals þar sem forráðamönnum voru kynntar upplýsingar lögreglu. Barnavernd Reykjavíkur tók þátt í þessu og einnig var gott samstarf við stjórn- endur grunnskólanna. Alls var rætt við 88 ungmenni 13 til 17 ára og rúmlega 100 forráðamenn. Í ljós kom að fjölmörg ungmenni voru í fyrsta sinn að viðurkenna fyrir forráðamönnum neyslu á ólög- legum efnum en þau sem virðast aðgengilegust fyrir ungmennin eru landi, annað áfengi, kannabisefni, e-töflur og amfetamín. Forráðamönnunum voru gefnar leiðbeiningar um hvernig mætti leita sér aðstoðar og vitað er til þess að ungmenni úr þessum hópi eru komin í meðferð. Áberandi var hversu vel forráðamenn tóku þess- ari viðleitni og þeirri aðstoð sem lögreglan var að veita þeim. Það kom fram að mörg ungmennin hafa ekki mikla neyslu að baki og því er tækifæri að koma þeim til aðstoðar. Lögreglan mun halda þessu áfram enda sýna fjölmargar hring- ingar frá foreldrum að mikill áhugi er á þessu starfi. Lögreglan telur að þetta sé árangursríkt og mikil forvörn. Svo virðist því miður að auðvelt sé að nálgast ólögleg fíkniefni. Úr því þarf að bæta en það krefst mik- illar samvinnu foreldra, lögreglu, skóla, Barnaverndar og annarra einstaklinga og stofnana sem bera hag ungmenna fyrir brjósti. Allir þurfa þeir að vera á varðbergi gagnvart sölumönnum fíkniefna og bregðast hart við þeim, m.a. með því að koma ábendingum á fram- færi við lögreglu. Forvarnir lögregl- unnar í Reykjavík í fíkniefnamálum Eftir Guðmund Gígju „Komið ábendingum á framfæri við lög- reglu.“ Höfundur er lögreglufulltrúi í for- varnadeild lögreglunnar í Reykja- vík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.