Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 72
DAGBÓK 72 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fer Mánafoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær kom Örvar. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofan, kl. 13.30 bingó. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: Kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laugard.: Kl. 10–12 bók- band, línudans kl. 11. Innkaupaferð í Kringl- una 28. nóv. kl. 13 frá DAMOS. Miðaðsala haf- in á jólahlaðborðið 12. des. Uppl. og miðasala hjá Svanhildi í DAMOS í síma 586 8014. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göng- unni, allir velkomnir, kl. 14 brids og spila- mennska, hárgreiðslu- stofan opin 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 13, brids kl. 13.30, pútt í Hraunseli kl. 13.30. Námskeið í leirmótun fyrir byrjend- ur verður kl. 13, ennþá laus pláss. Skráning í Hraunseli í síma 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan er lokuð vegna breyt- inga í Glæsibæ. Föstu- dagur: Félagsvist kl. 13.30. Laugardagur: Heilsa og hamingja, fyr- irlestur um fjármál aldr- aðra í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13. Almennur félags- fundur með þingmönn- um Reykjavíkur laugar- daginn 30. nóv. nk. í Ás- garði, Glæsibæ, kl. 13.30. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudög- um kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félags- starfið er í Ásgarði, Glæsibæ. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 15 kóræfing. Ath. breyttur tími. Kl. 16 opnuð mynd- listarsýning Árna Sig- hvatssonar. M.a. syngur Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Friðriks- sonar, einnig syngur Árni einsöng, nokkur lög. Kl. 17 tónleikar í A- sal. Nemendur úr Suz- uki-tónlistarskólanum, söngbræður Ara fróða IOOF, stjórnandi Guð- rún Ásbjörnsdóttir. Allir velkomnir. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfur- smíði, kl. 9. 15 ramma- vefnaður, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistahópur, kl. 14 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 mæðra- morgunn. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10 aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14–15 félagsráðgjafi á staðnum, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Í dag kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda, góðar kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl. 13–15 á Loftið í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Félög eldri borgara á Álftanesi og í Garðabæ ásamt kirkjunni verða með föstudagssamveru, harmonikkuball, í dag, föstudaginn 22. nóv., kl. 14 til 17 í Kirkjuhvoli, Garðabæ. Dansað og sungið undir harmon- ikkuleik. Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, kemur og syngur, farið verður með gamanmál. Vöfflukaffi. Verð 500 kr. Verið vel- komin. Hallgrímskirkja, eldri borgarastarf. Leik- fimiæfingar við allra hæfi undir stjórn sjúkra- þjálfara, Jóhönnu Sig- ríðar, þriðjudag og föstudag kl. 13. Súpa, kaffi og spjall. Allir vel- komnir. Minningarkort Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi), 2. hæð, s. 552 2154. Skrifstofan er opin miðvikudaga og föstudaga kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861 6880 og 586 1088. Gíró- og kreditkorta- þjónusta. Minningarkort MS- félags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl. 10–15. Sími 568 8620. Bréfs. 568 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. Heilavernd. Minningar- kort fást á eftirtöldum stöðum: Í síma 588 9220 (gíró), Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552 4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.parkinson.is/ sam_minningarkort.asp Minningarkort Samtaka sykursjúkra fást á skrif- stofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfsími 562 5715. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Í dag er föstudagur 22. nóvember, 326. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús sagði: Til dóms er ég kominn í þennan heim, svo að blindir sjái og hinir sjáandi verði blindir. (Jóh. 9, 39.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur verið að veltaþví fyrir sér hvernig þeim hafi orðið við, farþegum sem fóru í gær á vegum íslenzkrar ferðaskrifstofu til Prag, þegar þeir komust að því að þar stæði yfir leiðtogafundur Atl- antshafsbandalagsins. Öryggisráð- stafanirnar í Reykjavík vegna utan- ríkisráðherrafundarins í vor eru smámunir hjá því, sem nú getur að líta í Prag. Gamla borgin er víggirt, ýmsir verzlunareigendur hafa lokað og neglt fyrir gluggana af ótta við óeirðir, her- og lögreglumenn þramma þungbrýndir um göturnar þúsundum saman, bandarískar orr- ustuþotur sveima yfir hinum frægu turnum Prag. Ekki beinlínis draum- ur ferðamannsins. Víkverji frétti af hópi samstarfs- manna, sem ætlaði að halda árshá- tíðina sína í Prag og hafa grímuball. Það er eins gott að hafa grímurnar ekki uppi á almannafæri, því að í Prag hafa verið settar reglur sem banna fólki að ganga um grímuklætt. Þær eru reyndar settar til höfuðs óeirðaseggjum, fremur en Íslending- um í árshátíðarskapi, en borgar sig þó sennilega að fylgja þeim. Víkverja finnst hálfklaufalegt að auglýsa skemmtiferð til Prag á tíma þegar borgin er í jafnannar- legu ástandi og raun ber vitni. Það eru ekki nema sérvitrustu túristar, sem hafa gaman af alþjóðlegum leiðtogafundum um öryggis- og varnarmál. x x x VÍKVERJI hafði á dögunum áorði að honum hefði þótt mat- urinn undarlegur í Flugleiðavél á leið til Íslands; einhvers konar fisk- kaka með torkennilegu meðlæti. Víkverji hefur heyrt marga tala um þennan sama eða svipaðan rétt, með takmarkaðri hrifningu. Fisk- kakan virðist vera orðin frægur ógnvaldur ferðaþreyttra viðskipta- vina Flugleiða, sem gjarnan vilja góðan mat í vélinni á leið heim. Nú hafa orðið 2,9 milljarða króna um- skipti í rekstri Flugleiða fyrstu níu mánuði ársins og forstjóri félagsins sagði hér í blaðinu á miðvikudaginn að kostnaður félagsins væri með því lægsta sem gerðist í áætlunar- flugi. Er þá ekki agnarlítið svig- rúm, sem dygði til að útrýma fisk- kökunni og bjóða upp á eitthvað ætt í staðinn? FÓLKI verður tíðrætt um hvorteitthvað sé að marka skoðana- kannanir. Sumir halda því fram að fólk svari því alls ekki í könnunum, sem því býr í brjósti í raun. Samt eru t.d. niðurstöður kosningakannana ævinlega svo nálægt raunverulegum kosningaúrslitum, að Víkverji getur ekki annað en haft trú á því að fólk segi sannleikann í könnunum. Á dögunum hitti Víkverji þó skoð- anakönnuð, sem hafði orðið fyrir reynslu, sem bendir kannski til að fólk telji sig þurfa að fylgja tízk- ustraumum þegar það svarar skoð- anakönnunum. Viðkomandi stýrði könnun, þar sem spurt var hvort al- gengt rafmagnstæki, sem flestir telja sig þurfa að eiga, væri til á heimilinu. Í könnuðinn hringdi svo eldri kona, sem hafði lent í úrtakinu. Hún hafði svarað því til, að hún ætti ekki tækið sem um ræddi. Svo fékk hún bakþanka, hafði samband við könnuðinn og lýsti áhyggjum sínum af því að hún hefði „skemmt könn- unina“ með þessu heiðarlega svari. Skoðanakönnuðurinn gat svarað því til að fólk eins og hún væri nauðsyn- legt hverri könnun til þess að niður- stöðurnar yrðu marktækar. Allra meina bót ÉG vil taka undir nýleg skrif í Velvakanda um SDS-smyrslið. Ég hef verið ófær í mjaðmalið vinstra megin og hef af þeim sök- um átt erfitt með gang svona annars slagið. Ég var staddur Í Reykja- vík og keypti þetta krem í apóteki, frétti af því frá öðrum, og prófaði það. Ég hef tröllatrú á öllu sem er náttúrulegt og íslenskt, eins og svo margir af minni kynslóð (74 ára). Ég hef lagast mjög mikið enda er ég duglegur að bera á mig og núna finnst mér ég vera eins og unglingur. Þetta krem er allra meina bót og er það notað á hverslags sár á mínu heimili í sveit- inni. Ég vil þakka þeim sem framleiða kremið fyrir að það sé til og er sammála því að það mætti auglýsa þessa afurð meira. Magnús Þórðarson, Borgarfirði. Heiðurskona í útburði ÉG bý í Álftamýri, er búinn að búa þar í næstum 30 ár og sama konan hefur borið út blaðið til okkar öll þessi ár. Mitt fyrsta verk á morgnana er að setja könn- una yfir og ná í Morgun- blaðið, en það hefur aldrei vantað, sama hvernig viðr- ar. Vil ég koma á framfæri þakklæti til þessarar ágætu konu og tel ég að hún sé ein af þeim sem eigi mikinn þátt í því að Morgunblaðið er mest lesna blaðið á Ís- landi. Á hún heiður skilinn. Áskrifandi. Bætt aðgengi ÞAÐ kom fram í frétt í Morgunblaðinu að kvik- myndahúsið Regnboginn verði áfram starfrækt á Hverfisgötunni og eiga sér þar stað miklar endurbæt- ur. Vona ég að eigendur þess hugsi til þeirra sem eru fastir í sínum hjólastól og hafa ekki komist til þeirra fram að þessu. BÁ. Leiðrétting Í MBL. 26. okt. sl. var frétt á bls. 18 þar sem sagt var frá byggingu veitingahúss á Óseyrarnesi í landi Hrauns í Ölfusi. Þetta er ekki að öllu leyti rétt. Byggingin stendur á landi Hrauns, Óseyrarnes er austan ár- innar, margþekktur ferju- staður um aldir. Þar sem veitingastaður þessi er vel staðsettur, stendur hátt með frábært útsýni til allra átta, verður hann eftirsótt- ur áningarstaður hjá ferða- fólki í framtíðinni. Því þarf að leiðrétta staðsetningu örnefnisins svo það festist ekki í málinu. Árnesingur. Hola í höggi Á HAUSTDÖGUM las ég í Morgunblaðinu að 11 ára strákur hefði farið holu í höggi í sumar, og mikið húllumhæ í kringum það þar sem hann var svo ung- ur. Frændi minn, sem er 9 ára, fór einnig holu í höggi í sumar á Húsavíkurvelli en ekkert hefur verið fjallað um það. Ingunn Elfa. Tapað/fundið Veski týndist RAUTT Lion King-veski týndist miðvikudaginn 13. nóvember í miðbæ Reykja- víkur. Finnandi vinsamleg- ast hafi samband í síma 820 7580. Úr í óskilum KVENMANNSÚR fannst mánudaginn 18. nóvember við Geysishúsið á Vestur- götu. Upplýsingar í síma 693 9603. Dýrahald Ólafur er týndur ÓLAFUR er grábröndótt- ur 8 mánaða fress, eyrna- merktur og með gráskell- ótta ól. Hann týndist frá Flúðaseli en gæti hafa farið í bíl og því verið kominn langt að heiman. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 898 4752. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT: 1 hætta, 4 hæfir, 7 skýrði frá, 8 krafturinn, 9 lík, 11 einkenni, 13 þyrma, 14 ósiður, 15 bardagatól, 17 skrifaði, 20 greinir, 22 hnappur, 23 óskar eftir, 24 sterkja, 25 sér eftir. LÓÐRÉTT: 1 fara af fötum, 2 batna, 3 líkamshlutinn, 4 far, 5 stóri, 6 streyma, 10 kæk- ur, 12 uppistaða, 13 málmur, 15 gáfaður, 16 árum, 18 bætir við, 19 hreinar, 20 tvínóna, 21 ró. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 álitlegur, 8 kjúka, 9 gítar, 10 rói, 11 fitna, 13 nemur, 15 hagga, 18 snögg, 21 nón, 22 léleg, 23 ágeng, 24 aðlaðandi. Lóðrétt: 2 ljúft, 3 tjara, 4 eggin, 5 ultum, 6 skúf, 7 þrár, 12 nóg, 14 ern, 15 hali, 16 gilið, 17 angra, 18 snáða, 19 örend, 20 gagn. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 VIÐ hjónin keyptum okk- ur fyrir ári eina nótt á Hót- el Sögu, svokallaða „Róm- antíska sögu“. Um kl. 5–6 um nóttina urðum við fyrir ónæði vegna framkvæmda á hótelinu. Þegar við yfir- gáfum hótelið í hádeginu daginn eftir bauð þjón- ustufulltrúi hótelsins, Guð- ríður Bolladóttir, okkur að koma aftur hvenær sem við vildum og þá fengjum við allan pakkann í boði hótelsins. Við ákváðum að notfæra okkur þetta tilboð fyrir hálfum mánuði. Þegar við komum á hót- elið tók hún á móti okkur og bauð okkur velkomin og lét okkur fá forsetasvít- una með þeirri ósk að vel færi um okkur. Var okkur síðan send blóm og kampa- vín á herbergið. Um kvöld- ið borðuðum við í Grillinu þar sem maturinn er engu líkur. Við viljum senda okkar hjartans þakkir fyrir frá- bærar móttökur en við höfum aldrei kynnst slíku áður. Pétur Gíslason og frú. Ótrúlegar móttökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.