Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSAKSSKÓLI fagnar á þessu skólaári 75 ára afmæli sínu og í gær kynntu skólayfirvöld sjö máttarstólpa skólans 2002–2004, fyrirtæki sem styðja við bakið á starfsemi hans með fjárfram- lögum og öðrum hætti næstu árin. Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfs- eignarstofnun sem rekin er að hluta með stuðningi frá hinu op- inbera og að hluta með sjálfsafla- fé. Skólinn var sá fyrsti sem hér á landi sem bauð upp á kennslu fyr- ir fimm ára börn og í dag býður hann upp á kennslu fyrir fimm til átta ára börn af öllu höfuðborg- arsvæðinu. Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri segir að frá upphafi verið lagt kapp á að tryggja að skólinn væri valkostur fyrir börn úr öllum þjóðfélagshópum með því að stilla skólagjöldum í hóf. Með einsetningu skólans árið 1999 hafi rekstur hans hins vegar orðið þyngri í vöfum sem varð þess valdandi að skólagjöld voru hækk- uð í fyrra. Ræður þar mestu um að fækka varð nemendum og sömu- leiðis hafa fjárframlög frá borg- inni dregist saman sem varð til þess að leitað er til máttarstólp- anna nú. Fyrirtækin sem styrkja Ísaks- skóla 2002–2004 eru: Skeljungur, Síminn, Baugur, Sjóvá, Grandi, Essó og Spron en fulltrúar fyr- irtækjanna mættu í skólann í gær, kynntu sér starfsemina og fylgd- ust með þegar nýtt skilti var var afhjúpað í tilefni af 75 ára afmæl- inu. Auk fyrirtækjanna hefur fjöldi einstaklinga og annarra fyr- irtækja ákveðið að styðja skólann með margvíslegum hætti á næstu misserum. Áhersla á sönginn Meðan beðið var eftir skiltinu í gær hlýddu gestir á hóp nemenda úr 8 ára Æ og 6 ára A syngja Allt fram streymir endalaust og Á ís- lensku má alltaf finna svar, undir stjórn kennara sinna. Edda Huld sagði að ávallt hefði mikil áhersla verið lögð á að nemendur lærðu texta og söngva í skólanum og ekki var annað að sjá en nem- endur væru vel með á nótunum. Á næstu dögum verður heima- síða skólans opnuð á vefslóðinni: www.isaksskoli.is og hefur Sím- inn haft veg og vanda af uppsetn- ingu á nettengingu í skólanum. Fulltrúar nokkurra af máttarstólpunum sjö og meðlimir í skólanefnd. Frá vinstri: Gunnar Kvaran, Skeljungi, Jóhannes Helgason, SPRON, Sonja Backman, skrifstofustjóri í Ísaksskóla, Edda Huld Sigurðardóttir skóla- stjóri, Árni Pétur Jónsson, Baugi, og formaður skólanefndar, Heiðrún Jónsdóttir, Símanum, Þorgrímur Þráinsson skólanefnd og Guðrún Ein- arsdóttir, fulltrúi R-lista í skólanefnd. Morgunblaðið/RAX „Allt fram streymir endalaust,“ sungu börnin í Ísaksskóla. Skólinn valkost- ur fyrir öll börn Ísaksskóli kynnir sjö máttarstólpa skólans á 75 ára afmæli Morgunblaðið/RAX BORIÐ hefur á því að undanförnu að sérfræðilæknar bjóði sjúkling- um aðgerðir og aðra þjónustu gegn því að þeir greiði sjálfir að fullu fyrir hana. Hafa fyrirspurnir vegna þessa borist til Tryggingastofnunar ríkisins, TR. Að sögn sjúklinganna bera læknarnir því við að „kvóti“ þeirra sé búinn, þ.e. að þeir fái að- eins hluta endurgreiddan frá TR og vilji sjúklingurinn fá þjónustuna strax verði hann að borga fyrir hana fullu verði. „Það er orðinn útbreiddur mis- skilningur að Tryggingastofnun út- hluti kvóta til lækna,“ sagði Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, á blaðamannafundi sem stofnunin boðaði til í gær. „Það er rangt, Tryggingastofnun er ekki með kvótakerfi.“ Karl Steinar benti hins vegar á að samkvæmt samningi TR við sérfræðilækna kaupir stofnunin ákveðið mikla þjónustu af læknum en fari þeir fram úr þeirri þjónustu þurfa þeir að veita stofnuninni af- slátt. Þá eru einnig ákvæði í samn- ingum um að einstakir læknar veiti stofnuninni afslátt þegar þeir hafa fengið ákveðna fjárhæð greidda. „Ákvæðið er byggt á því að þegar læknar hafa unnið það mikið að ætla má að þeir hafi greitt niður fastan rekstrarkostnað sé eðlilegt að þeir veiti afslátt af útseldri vinnu sinni,“ segir í frétt á heima- síðu TR. Samningurinn byggir á reynslutölum síðasta árs. Óheimilt að bjóða þjónustu gegn því að sjúklingur borgi Á blaðamannafundinum kom fram að sérfræðingum er óheimilt að bjóða þjónustu gegn því að sjúk- lingur greiði sjálfur samningsbund- inn hluta TR. Sagði Karl Steinar frá nýlegu dæmi um sjúkling sem var boðið að greiða 100 þúsund krónur fyrir aðgerð hjá lækni ell- egar bíða og væri það tvímælalaust brot á samningnum sem læknar hefðu skuldbundið sig til að veita þjónustu samkvæmt. Þess má geta að hámarksaðgerðagjald er sam- kvæmt gjaldskrá Tryggingastofn- unar 18 þúsund krónur. Fleiri sjúk- lingar hafa hringt til stofnunarinnar undanfarna daga með svipaða sögu að segja. „Hjá þeim sérfræðigreinum þar sem farið er að reyna á afslátt- armörkin hefur komið í ljós að sér- fræðingar segjast ekki tilbúnir að veita þjónustuna, að kvótinn sé bú- inn en bjóða fólki hins vegar, ef það vilji komast að strax, að borga fyrir,“ sagði Kristján Guðjónsson, forstöðumaður sjúkratrygginga- sviðs TR. „Ég vil taka það fram að þarna er um einstaka lækna að ræða.“ Hann bætti við að með þessu væru læknarnir að „smeygja sér undan samningnum og draga fé af fólki“. Á heimasíðu TR er bent á að læknar sem starfa samkvæmt sér- fræðisamningum hafa ekki nokkra heimild til að láta sjúkratryggða sjúklinga greiða hærra gjald en til- tekið er í reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, nema sjúkling- arnir óski þess sérstaklega að halda viðskiptum sínum utan við al- mannatryggingakerfið. Læknarnir mega samkvæmt samningnum heldur ekki hætta að veita þjónustuna og leggja niður vinnu þó að þeir séu komnir að eða yfir afsláttarmörkin. Kristján sagði að hægt væri að refsa lækni sem brýtur samninginn með því að rifta samningnum við hann. „Læknum sem starfa samkvæmt samningum við Tryggingastofnun ber skylda til að starfa eftir þeim í hvívetna en geta ekki á sama tíma látið eins og þeir væru utan samn- inga. Þetta þýðir sem fyrr segir að þeim er óheimilt að bjóða sjúkling- um að komast fyrr í aðgerð gegn því að þeir greiði hana að fullu. Það er og hefur aldrei verið stefna heil- brigðisyfirvalda að sjúklingar geti keypt sig framhjá biðlistum lækna sem starfa samkvæmt samningi við Tryggingastofnun,“ segir í frétt á heimasíðu TR. Læknar segjast búnir með „kvóta“ og bjóða sjúklingum að greiða aðgerðir úr eigin vasa Misskilningur að TR úthluti kvóta MAÐUR sem lenti í vinnuslysi þarf að bíða þar til á næsta ári eftir aðgerð eða borga hana sjálfur. Lögfræðingur hans tel- ur að tryggingafélag mannsins eigi að greiða fyrir aðgerðina en ekki velta bótaskyldu sinni á Tryggingastofnun. Óðinn Elísson, lögfræðingur hjá Fulltingi, nefnir dæmi um skjólstæðing sinn sem lenti í vinnuslysi þar sem trygginga- félagið er með gilda ábyrgð- artryggingu vegna slyssins. „Maðurinn þarf að fara í að- gerð í kjölfar slyssins og þá segir tryggingafélagið að sé hann sjúkratryggður skuli TR borga. Sjúklingurinn er óvinnufær og ætti að fá sín laun greidd hjá trygginga- félaginu, en dæmi eru um að þau neiti að greiða þau þegar ákveðið langur tími er liðinn frá slysinu.“ Maðurinn hefur ekki ákveðið hvort hann legg- ur út fyrir aðgerðinni. „Hann kann að vera nauðbeygður til þess og þá er enn óráðið hvort tryggingafélagið greiðir hana eða ekki síðar.“ Bótaskylda ekki til TR FYRIRHUGAÐAR eru hækkanir á gjaldskrá leikskóla um næstu áramót í nokkrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlana fyr- ir næsta ár. Hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnessbæ fengust þær upplýsingar í gær að ekki væru í undirbúningi breytingar. Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti nýlega hækkun leikskóla- gjalda um 8% frá og með næstu áramótum. Þau svör fengust á bæjarskrif- stofu Hafnarfjarðar í gær að til- laga væri komin fram um hækkun gjaldskrár vegna leikskóla á veg- um bæjarins en ákvörðun hefði þó ekki verið tekin. Unnið væri að gerð fjárhagsáætlunar. Ekki feng- ust upplýsingar um hvað gert er ráð fyrir mikilli hækkun. Leik- skólagjöld í Hafnarfirði hafa ekki hækkað frá því í janúar árið 2001. 7% hækkun í Garðabæ Gert er ráð fyrir 7% hækkun leikskólagjalda í Garðabæ í vænt- anlegu frumvarpi að fjárhagsáætl- un fyrir næsta ár. Síðast hækkuðu leikskólagjöld í Garðabæ í sept- ember 2001. Hækkanir eru fyrirhugaðar í Mosfellsbæ en ákvarðanir hafa þó ekki verið teknar, skv. upplýsing- um sem fengust á skrifstofu bæj- arfélagsins. Ekki liggur fyrir hversu miklar hækkanir eru áformaðar en gert er ráð fyrir að gjaldskráin verði sambærileg við það sem gengur og gerist í ná- grannasveitarfélögunum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort breyting verður gerð á leikskólagjöldum í Kópa- vogi um næstu áramót, skv. upp- lýsingum sem fengust á bæjar- skrifstofu Kópavogs. Hefur komið til umræðu hvort ástæða sé til að breyta gjaldskrá leikskólanna en engin tillaga um hækkun hefur þó komið fram. Leikskólagjöld hækk- uðu síðast í Kópavogi í september 2001. Ekki eru fyrirhugaðar breyting- ar á leikskólagjöldum hjá Seltjarn- arnesbæ og hafa engar hugmyndir um slíkt komið til umræðu sam- kvæmt upplýsingum sem fengust á bæjarskrifstofu Seltjarnarness. Leikskólagjöld á Seltjarnarnesi hækkuðu síðast í júní 2001. Íhuga hækkun leikskólagjalda ALÞÝÐUSAMBAND Íslands bregst illa við yfirvofandi hækkunum á leikskólagjöldum sveitarfélaga um næstu áramót. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir rök Reykjavíkurborgar fyrir 8% hækk- un leikskólagjalda um næstu áramót vera bull. Gylfi Arnbjörnsson segir ljóst eft- ir umræðu ASÍ og sveitarfélaga að „þau höfðu og hafa mjög mikla hags- muni af því að tekist hefur að ná tök- um á verðbólgunni. Sveitarfélögin eru að horfa á allt aðra og betri stöðu sinna mála í dag en blasti við fyrir ári. Það skýtur mjög skökku við að taka aftur upp og endurnýja gamlar hækkunarbeiðnir upp á 8%, eins og ákveðið hefur verið hjá Reykjavíkurborg,“ segir Gylfi. Hann bendir á að verðbólgan sé nú komin í 2,4% og stefni í að verða minni í desember. „Við sjáum því ekki með nokkru móti hvaða geymslurök eigi við um Reykjavík- urborg eða sveitarfélögin, sem ekki gilda um aðra í þessu þjóðfélagi. Sveitarfélögin öxluðu hluta af þeirri ábyrgð með okkur og við bregðumst því hart við þessum hækkunum,“ segir hann. ASÍ gagn- rýnir hækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.