Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 9 ÍSLENDINGAR fluttu í fyrra út vörur að verðmæti rúmlega þrír milljarðar króna til tíu ríkja Mið- og Austur-Evrópu, sem undirbúa aðild að Evrópusambandinu, en vöruút- flutningur Norðmanna (ekki olía og gas) til þeirra landa nam sem svarar hátt í 64 milljörðum íslenskra króna og jókst um 5,6% frá fyrra ári. Sem hlutfall af heildarútflutningi nam útflutningur Íslendinga til land- anna tíu 1,55% en þetta hlutfall var mun hærra hjá Norðmönnum eða 2,54% í fyrra þannig að bæði í krón- um talið og hlutfallslega skipta þess- ir markaðir því Norðmenn meira máli en Íslendinga. Pólland er mikilvægasta við- skiptaland Íslendinga með um þriðj- ung en landið skiptir Norðmenn enn meira máli en þangað fór meira en helmingur af útflutningi þeirra til landanna tíu en Norðmenn hafa lengi haft þar sterka stöðu í útflutn- ingi á fiski, einkum uppsjávarfiski. Við inngöngu landanna tíu í ESB falla niður fríverslunarsamningar sem EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa við þessi ríki. Fyrir dyrum standa samningavið- ræður á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins vegna stækk- unar ESB og Evrópska efnahags- svæðisins. Þegar Svíþjóð og Finn- land, sem hafa verið mikilvægir síldarmarkaðir, gengu í ESB var samið við EFTA-ríkin um að þau fengju innflutningskvóta á síld og fleiri sjávarafurðum sem nam með- altali viðskiptanna síðustu þrjú ár á undan. Þessa lausn telja EFTA-ríkin ekki viðunandi enda ljóst að hér sé um stækkandi markaði að tefla; fast- bundinn innflutningskvóti hamli því að hægt sé að auka áfram útflutning sjávarafurða til þessara landa. Viðskipti við ný ESB-ríki Útflutningur Norð- manna ívið meiri PERLAN er enn til sölu en líklegur kaupandi er ekki í sjónmáli. Tvö formleg tilboð hafa borist í bygginguna, annað í sumar frá innlendum aðila upp á 600 milljónir og hitt í haust frá umboðsmanni erlendis frá upp á 300 millj- ónir. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur hafnað báðum, að sögn Ásgeirs Mar- geirssonar, aðstoðarforstjóra Orkuveitunnar. Aðspurður segir Ásgeir að Perlan verði væntanlega ekki seld fyrir minna en einn millj- arð króna. „Þannig að það þýðir ekkert að bjóða minna ef menn ætla sér að fá hana. Það er hægagangur í þessu en við bjuggumst svo sem ekki við neinum látum strax,“ segir hann. Tilboðum í Perluna hafnað Bankastræti 14, sími 552 1555 25% afsláttur af kápum og úlpum föstudag og laugardag Siffonskyrtur og kápur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15. Dragtir - dragtir Glæsilegt tilboð Næstsíðasti dagur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Fyrir allan aldur Tilboðsverð: kr. 1.995.- Verð áður: kr. 2.995.- Handmáluð með 24 karata gulli Stjörnumerkjaglösin vinsælu Frábær tækifærisgjöf t.d. Jólagjöf, afmæli, fæðing, brúðkaup eða brúðkaupsafmæli, útskriftargjöf. www.tk.is Opið mánudaga—föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 11-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Nú kólnar! Glæsilegt úrval minkapelsa Stærðir 36 - 52 Einnig fóðraðir gallajakkar m/skinni Full búð af nýjum, glæsilegum vörum. Laugavegi 84, sími 551 0756 Kjólar • Dragtir • Jakkar Samkvæmisfatnaður frá Jólagjafirnar eru hjá okkur í glæsilegum umbúðum Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra Laugavegi 54, sími 552 5201 Leðurjakkar, rúskinnsjakkar og mokkajakkar 50% afsláttur aðeins um helgina Takmarkað magn Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Stærðir frá 36-60 Samkvæmisfatnaður Lagersala Antik-hússins er opin alla daga frá kl. 14.00-18.00 í Suðurhrauni 12, Garðabæ. Borðstofuhúsgögn, bókaskápar, skrifborð og skrautmunir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.