Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á LANDSRÁÐSFUNDI Frjáls- lynda flokksins hinn 9. nóvember sl. var líf og fjör. Það ríkir mikill ein- hugur hjá frjálslyndum, þess vegna er svo gaman að starfa með flokkn- um. Mest kom á óvart allt það unga fólk sem kvaddi sér hljóðs og ræddi um framtíðarhorfurnar. Ungir menn sumir nýfluttir heim frá útlöndum og meira en til í að láta að sér kveða með okkur. Það er óhætt að segja að nýir vindar blása um flokkinn okkar. Ungt fólk sér möguleika þarna þar sem ekki er fyrir rótgróin flokks maskína og hver einstaklingur hefur mikið að segja. Allir skipta máli. Það var auðvitað mikið rætt um sjávarút- vegsmálin, þau mál eru mál málanna hjá okkur, og vel unnin af fagmönn- um, sem vita nákvæmlega hvernig þeim málum er best komið. Það var einnig ákveðið að setja mikla vinnu í landbúnaðarmálin og vinna að end- urskipulagningu þeirra frá grunni. Landbúnaður er í svipuðum hlekkj- um og sjávarútvegurinn og þar ligg- ur mikil vinna við að byggja upp. Við vitum að ef þessir stóru málaflokkar eru ekki í lagi þá er landsbyggðin í stórhættu; er það reyndar nú þegar. Það þarf að tryggja undirstöðu landsbyggðarinnar með öllum til- tækum ráðum. Ég er mjög bjartsýn á að Frjálslyndi flokkurinn muni dafna og styrkjast. Það er þung und- iralda í fólki. Fleiri og fleiri eru að opna augun fyrir því óréttlæti sem felst í framseljanlegu kvótakerfi, að fólkið úti á landi hafi ekkert með það að segja eða gera hvernig farið er með fiskinn í sjónum í kring um okk- ur, sem raunverulega varð til þess að landsbyggðin var svo öflug áður fyrr. Allt er þetta gert gert í nafni hagræðingar og samþjöppunar. En fyrir hvern? Þegar verið er að tala um hagræðingu hlýtur það að vera spurningin um þjóðarhag ekki hag- sæld einstakra manna. Þetta er grundvallaratriði. Og einhvern tím- ann hlýtur að koma að því að fólkið skilur samhengi milli deyjandi landsbyggðar og ráðandi ríkis- stjórnar. Átta sig á því að Sjálfstæð- isflokkurinn í dag er ekki sami flokk- urinn sem hann var fyrir nokkrum árum, þegar frelsi einstaklingsins og einkaframtakið var í hávegum haft. Það er skiljanlegt að menn hafi „prinsipp“ og fylgi stefnu sinni, og lái þeim hver sem vill, en þegar stefnan er að eyða byggðum lands- ins er alveg óskiljanlegt að það fólk sem vill búa úti á landi skuli kjósa þau öfl yfir sig sem sýna sig í að gera allt til að drepa niður hinar dreifðu byggðir. Það er sagt til gamans að þegar rótgrónir sjálfstæðismenn, sem hafa opnað augun og vilja breyta, fara á kjörstað fari hönd þeirra skjálfandi á D-ið og ekkert annað. Þetta sé prentað inn í sálina. Þetta er meira en líklegt að það sé rétt. Sagan segir okkur að á endanum fáum við nóg af ofstjórn. Við brut- umst í upphafi frá Noregi, þar sem menn vildu ekki una ofsköttun. Okk- ur tókst líka að smokra okkur undan veldi Dana á sínum tíma. Þess vegna held ég að á endanum takist okkur að ná vopnum okkar aftur og byggja upp enn á ný sterka landsbyggð, enda kemur það þéttbýlinu líka til góða, að við séum sterk og öflug og getum borgað skatta okkar og skyldur við land og þjóð. En sú or- usta mun minna mest á baráttu Dav- íðs og Golíats og allir vita hvernig fór um sjóferð þá. ÁSTHILDUR CESIL ÞÓRÐARDÓTTIR, Ísafirði. Vorvindar munu blása Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur: LANDSVIRKJUN virðist ætla að halda til streitu þeirri áætlun sinni um miðlun og veitu vatns frá Þjórs- árverum yfir í Sultartangalón. Framkvæmdin mun skerða frið- landið í Þjórsárverum og rýra nátt- úruverndargildi svæðisins verulega. Allir helstu vísindamenn sem hafa rannsakað þetta svæði eru andsnún- ir þessum framkvæmdum, svo og íbúar í næsta nágrenni, þ.e.a.s. Gnúpverjar, og fjöldi annarra Ís- lendinga. Þjórsárveranefnd og Náttúruvernd ríkisins telja enn- fremur að hafna beri framkvæmd- inni. Þá hafa Íslendingar skuld- bundið sig, samkvæmt hinum alþjóðlega Ramsar-sáttmála um vernd mikilvægra votlendissvæða, til að vernda Þjórsárver. Verði af gerð Norðlingaöldulóns munu um 7 ferkílómetrar lónsins verða innan friðlandsins. Ef af þessari fram- kvæmd verður munu Þjórsárver bera verulegan skaða og fram- kvæmdin getur haft veruleg áhrif á heiðagæsastofninn. Sem kunnugt er er eitt mesta heiðagæsavarp í heimi í Þjórsárverum. Þjórsárver eru lífs- nauðsynleg fyrir heiðagæsina en um 30–40% af stofninum byggja tilvist sína á svæðinu, bæði sem varpfuglar og fuglar í sárum. Það er hins vegar ljóst að stækkun Norðuráls á Grundartanga er arðvænleg fram- kvæmd sem mun hafa jákvæð áhrif á atvinnustarfsemi höfuðborgar- svæðisins. Það er því afar mikilvægt að hægt sé að tryggja Norðuráli næga orku án þess að fórna Þjórs- árverum. Áhugavert er því að vita hvort Orkuveita Reykjavíkur gæti útvegað þá raforku sem þurfa þarf. Stækkun orkuversins á Nesjavöll- um mun víst vera í bígerð og sömu- leiðis bygging nýs orkuvers á Hellisheiði. Ég vil því beina þeirri spurningu til forystumanna Orku- veitu Reykjavíkur hvort Orkuveitan geti útvegað Norðuráli þá orku sem til þarf. SIGMAR B. HAUKSSON, formaður Skotveiðifélags Íslands. Getur Orkuveita Reykjavík- ur bjargað Þjórsárverum? Frá Sigmari B. Haukssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.