Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 49 ✝ Jón Ægir Jóns-son fæddist á Akranesi 11. júlí 1951. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 13. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Jón Sigurðsson Jónsson, f. 20. janúar 1925, og Guðrún Karítas Albertsdótt- ir, f. 1. janúar 1927, búsett á Akranesi. Systkini Ægis eru Al- bert, f. 20. júlí 1952, Petrína, f. 27. mars 1956, Þórður Heiðar, f. 3. júlí 1959, Sigurður, f. 27. september 1966, og Karítas, f. 27. september 1966. Ægir kvæntist hinn 10. septem- ber 1994 Dís Níelsdóttur, f. 26. júní 1962. Foreldrar Dísar eru Níels Unnar Hauksson, f. 29. des- ember 1942, og Steinunn Elías- dóttir, f. 3. júlí 1945, búsett á Helgafelli. Börn Ægis og Dísar eru Hilmir, f. 4. janúar 1990, Steinar, f. 9. apríl 1992, og Anna Dís, f. 21. ágúst 1998. Fyrir á Jón Ægir tvö börn, þau eru: a) Elísa Rún, f. 14. janúar 1977, sambýlis- maður Jón Höskuldsson, dóttir þeirra er Anna Kar- en, f. 18. október 2001. Þau eru búsett í Noregi. Móðir Elísu Rúnar er Þóranna Jónsdóttir. b) Heiðar Þór, f. 2. október 1982, unnusta Mar- grét Inga Gísladótt- ir, þau búa í Reykja- vík. Móðir Heiðars Þórs er Sigrún Mar- inósdóttir. Ægir ólst upp á Akranesi þar sem hann lauk vélvirkj- anámi frá Iðnskólan- um. Hann starfaði sem vélvirki á togurum og í Kísiliðjunni í Mý- vatnssveit. Síðar lauk hann vél- stjóranámi frá Stýrimannaskóla Íslands og starfaði sem vélstjóri á sjó og landi. Hann starfaði síðast hjá Marel, þar til hann greindist með krabbamein fyrir tæpum tveimur árum. Ægir var virkur í félagsstörfum síðustu ár ævi sinn- ar og var meðal annars formaður knattspyrnudeildar Afturelding- ar. Útför Ægis verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Jarðsett verður á Mosfelli. Elskulegur bróðir og mágur Jón Ægir er látinn í blóma lífsins eftir erfiða veikindabaráttu. Hann sem var svo ákveðinn í að sigrast á veikindunum og ná heilsu á ný. Við vitum að nú líður þér vel og allar þjáningar eru að baki. Við kveðj- um þig með miklum söknuði og minninguna um góðan dreng geymum við í hjarta okkar. Ægir var ákaflega traustur, lét sér annt um alla og vildi öllum vel. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og fylgdist vel með því sem þar var að gerast allt fram undir það síðasta. Ægir var for- maður knattspyrnudeildar Aftur- eldingar um tíma og rækti það starf vel. Hann átti fallegt heimili í Mosfellsbæ og góða fjölskyldu sem gaman var að heimsækja. Ávallt var vel tekið á móti okkur og tengjast því margar skemmtilegar minningar. Við viljum þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Elsku Dís, börnunum og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Þín systir og mágur, Petrína og Pálmi. Elsku Ægir bróðir er dáinn, allt of snemma, eftir baráttu við krabbamein. Þú varst stóri bróðir minn, sem alltaf fylgdist vel með hvernig ég, litla systir þín, hefði það. Og jafnvel þó að þú værir kominn á líknardeildina og kraft- arnir væru ekki miklir vorum við í sambandi á Netinu. Því að þú vild- ir fylgjast með og vera í sambandi við umheiminn. Ég á margar góðar minningar um þig. Ég man þegar ég var lítil og þú gafst okkur Sigga páskaegg, sem þú hafðir keypt í siglingu. Okkur þótti það svo merkilegt og flott, því það var öðruvísi en öll önnur páskaegg. Ég á líka góðar minningar frá Mývatni þegar ég var í vist hjá þér og passaði Elísu Rún. Og frá Mosfellsbæ þar sem við vorum alltaf velkomin. Og þeg- ar þú fórst með okkur Herði að heimsækja Sigga í Sheffield. Í sumar talaðir þú um að þú, Dís og krakkarnir stefnduð á að koma til okkar til Danmerkur næsta sumar. Ég vil kveðja þig með ljóði sem ég samdi þegar amma á Reynistað dó. Nú ertu kominn til hennar og til ömmu Petu, sem ég er viss um að hefur tekið vel á móti þér og passar þig vel. Lífið er í raun aðeins biðröð, biðröð, þar sem maður bíður eftir miða, bíður eftir miða á frumsýninguna, frumsýninguna, sem allir fara á og allir bíða eftir. Þú stóðst bara of framarlega í röðinni, þú hefðir ekki þurft að flýta þér svona. Elsku Ægir, við söknum þín mikið, en verstur er söknuðurinn fyrir Dís og börnin þín, sem þú elskaðir svo heitt og vildir allt fyr- ir gera. Guð gefi þeim styrk til að takast á við framtíðina sem nú verður fátækari án þín. Karítas og Hörður. Elsku Ægir. Í dag kveðjum við þig, mág okkar og vin Ægir var umfram allt hæglátur og vandaður maður. Hann hafði mikla hand- verkshæfileika og má sjá mörg listaverk eftir hann sem prýða heimili okkar systkinanna. Ægir var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd ef til hans var leitað og leysti hann það ætíð á vand- aðan og listrænan hátt. Sterkur persónuleiki Ægis kom berlega í ljós er sjúkdómur hans ágerðist og var aldrei að sjá að hann væri bugaður í stríðinu við þennan erfiða sjúkdóm. Gott dæmi um jákvæða afstöðu hans til lífsins sýnir þegar við vorum í heimsókn hjá honum á líknardeildinni á dög- unum. Þá taldi hann sig ekki hafa tíma til að horfa mikið á sjónvarp heldur þurfti hann að sinna æfing- um, byggja sig upp og vera að vinna og fræðast í gegnum tölvuna sem hann hafði ávallt sér við hlið. Þegar við látum hugann reika um kynnin af Ægi kemur þessi sterki persónuleiki alltaf fyrst upp í huga okkar, maður með mikla hæfileika til hverskyns verka en hreykti sér ekki eða reyndi að hafa sig of mikið í frammi. Það tekur okkur sárt að Ægir sé farinn frá okkur. Við og börnin okkar þökkum þér ljúf og traust kynni. Við syrgjum en minnumst um leið góðs drengs. Við vottum systur minni Dís, Hilmi, Steinari, Önnu Dís, Elísu og Heiðari dýpstu samúð. Elías og Halla Karen. Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður. (Lúkas 17:20–21.) Með mörgum af þessum orðum er hægt að minnast Ægis æskuvin- ar okkar. Hann var einstaklega prúður í háttum og framgöngu, hógvær, rólegur og innra með hon- um ríkti traust, drengskapur og væntumþykja í garð þeirra sem með honum stóðu í lífinu. Leiðir okkar Ægis lágu snemma saman, rætur vináttu okkar hófust á Melteig á Akranesi þar sem við bjuggum sem snáðar og fluttum síðan í Mýrahverfið þar sem for- eldrar okkur byggðu. Þar kynnt- umst við síðar Einari, Davíð, Skúli og Þórður fylltu síðar vinahópinn á skólaárunum. Vinahópur okkar allra varð stór þar fyrir utan og margir aðrir góðir vinir frá þess- um árum tengjast enn traustum böndum. Ægir varð snemma vin- sæll félagi, mikill íþróttamaður í boltanum og eftirsóttur liðsmaður. Á skólaárum var Ægir um tíma formaður Íþrótta- og bindindis- félags skólans og fylltu stjórn og trúnaðarstöður sumir aðrir vinir hans m.a. Varð á mótum og keppn- isferðum skólaáranna oft hið ágæt- asta fjör, þar fóru saman táp og fjör og frískir menn. Þar kom skaplyndi Ægis fljótt í ljós, hann var yfirvegaður keppnismaður, staðfastur og átti frekar til að brosa í óförum í leik eða á velli og halda ró sinni þegar aðrir for- mæltu. Þessi yfirvegun og æðru- leysi varð síðar einkennandi fyrir Ægi og varð síðar hans sterkasta vopn í baráttunni við illvígan sjúk- dóm sem á ekki löngum tíma lagði þennan góða dreng að velli. Fyrir nokkru ákváðum við, nokkrir af gömlu spilafélögunum sem brallað höfðum margt á uppvaxtarárunum að gera það að reglu að hittast á haustin með eiginkonunum. Urðu þar strax hinar mestu gleðistundir þar sem eldri hetjur en áður gengu aftur til bernskuáranna saman og upplifðu gleði þess tíma og vinahópsins við vel útilátnar sögur af prakkarastrikum, svað- ilförum og ævintýrum. Á þessum stundum lék Ægir við hvern sinn fingur með okkur. Engum duldist heldur hve hann var stoltur og rík- ur af góðri fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Þessir árlegu haust- fagnaðir urður strax að tilhlökk- unarefni hvers árs. Það lýsir þess- um góða vini okkar best, þegar hann undir lokin sendi okkur „strákunum“ eins og hann orðaði það, boð um að hitta sig sína síð- ustu helgi. Þá sem áður var stutt í gáskann hjá Ægi og glettnin skein úr augum þegar hann lagði eitt- hvað til málanna og hló að öllu saman um leið og hann bauð okkur að lyfta koníaksskál með sér. Þarna var Ægi best lýst, var sterkur og yfirvegaður frammi fyrir tapaðri lífsbaráttunni og gladdist með og styrkti okkur sem með honum voru. Slíkir menn eru öðrum sem gull og gersemi. Hand- an helgarinnar létti fyrrum sjóvél- stjórinn lífsakkerinu hlaðinn ást- ríki sinnar nánustu fjölskyldu. Um leið og við sendum vini okk- ar, Ægi saknaðarkveðjur, þá varð- veitast ljúfar minningar um afar góðan dreng. Dís og fjölskyldu, ásamt börnum, systkinum og for- eldrum Ægis færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. … vertu á guðs vegum kæri vinur. Pálmi Pálmason, Einar Jónsson, Davíð Kristjánsson, Skúli Garðarsson, Þórður Hilmarsson. Kæri vinur og félagi, okkur Önnu langar að minnast þín með nokkrum fátæklegum orðum. Fyrst þegar við hittum þig eftir að þið Dís höfðuð fellt hugi saman, var eins og við hefðum alltaf þekkst. Rólegheit og yfirvegun voru þín einkenni, auk þess áttir þú mjög auðvelt með að kynnast fólki. Þið hófuð síðan ykkar bú- skap, eignuðust tvo yndislega syni, jafnframt að koma upp fallegu heimili. Á þessum tíma starfaðir þú á sjónum og varst því langdvölum fjarri fjölskyldunni. Það varð því mikið gleðiefni fyrir Dís og strák- ana, að þú skyldir taka þá ákvörð- un að fara að vinna í landi, því þá loks fengu þeir tíma til að kynnast þér betur. Ekki varð minni hamingja þegar þið eignuðust síðan einn gleðigjaf- ann til viðbótar, hana Önnu Dís, sem nú teiknar og litar myndir handa þér fyrir ferðalagið til guðs. Okkur langar að lokum að þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum saman. Elsku Dís, Hilmir, Steinar og Anna Dís, Elísa og Heiðar, guð gefi ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á að halda í sorg ykkar. Megi minningin um góðan dreng lifa. Helgi Þór, Anna og Steinunn. Í desember 1998 barst okkur góður liðsauki í plötuvinnslu Mar- el. Brosmildur Skagamaður, Jón Ægir Jónsson, bættist í hópinn. Við sáum strax að hér var kominn reyndur maður sem gekk fumlaust til verka. Jón Ægir bjó vel að menntun sinni og reynslu sem vél- virki og vélstjóri og var ætíð hægt að leita til hans þegar eitthvað bil- aði. Það var gott að vinna með Jóni Ægi, létt lund hans, verklag og dugnaður hafði mikið að segja. Áhugamálin voru mörg og hafði hann ætíð eitthvað til málanna að leggja. Hann var virkur í starfsemi Aft- ureldingar í Mosfellsbæ og fengum við oft að heyra sögur af lífinu kringum fótboltann. Það var greinilegt að hann naut samver- unnar við félagana og börnin. Okkur þykir vænt um að hafa kynnst Jóni og kveðjum hann með söknuði. Við sendum fjölskyldu hans og aðstandendum samúðarkveðjur. Vinnufélagar í Marel. JÓN ÆGIR JÓNSSON Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, ÁRNI GUÐJÓNSSON húsasmíðameistari, Sólvallagötu 41, Reykjavík, sem andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 16. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Guðjón Hreiðar Árnason, Ingibjörg Ottósdóttir, Stefán Árnason, Helga Árnadóttir, Helgi Baldursson, afabörn, Sigurlaug Björnsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTRÚN ARNFINNSDÓTTIR, Neskaupstað, sem lést miðvikudaginn 13. nóvember, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Kristján Vilmundarson, Jón Már Jónsson, Anna Þóra Árnadóttir, Örn Rósmann Kristjánsson, Þóra Lilja, Arnfinnur Kristjánsson, Elízabet Guðný Tómasdóttir, Kristján Rúnar Kristjánsson, Guðbjörg Lára Ingimarsdóttir, Unnur Dagmar Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULD SIGURÐARDÓTTIR, frá Arnarvatni, Brávöllum 11, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 23. nóvember kl. 14.00. Málmfríður Pálsdóttir, Björn Líndal, Sigurður Pálsson, Sólveig Karvelsdóttir, Kristján Pálsson, Rannveig Benediktsdóttir, Sveinn Pálsson, Margrét Höskuldsdóttir, Ásm. Sverrir Pálsson, Ásthildur Bjarnadóttir, Þuríður Anna Pálsdóttir, ömmubörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.