Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 28
IÐUNN Ágústsdóttir opnar málverkasýningu í blóma- skálanum Vín í Eyjafjarð- arsveit á morgun, laug- ardaginn 23. nóvember, kl. 14. Þema sýningarinnar er „Lífið í Kjarnaskógi“. Sýnd eru rúmlega 30 málverk, öll í smærri kantinum. Stendur til 1. desember Iðunn hefur síðastliðin 24 ár haldið fjölmargar einka- sýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Sýningin stendur til og með 1. desember næstkom- andi. Iðunn sýnir í Vín AKUREYRI 28 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Herradeild Akureyri, sími 462 3599. JAKKAFÖT margar gerðir Eitt öflugasta andoxunarefnið nær til allra vefja líkamans www.islandia.is/~heilsuhorn Alpha Lipoic 250 mg Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889, fæst m.a. í Lífsin slind í Hagkaupum, Árnesapóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Enskunám í Englandi Virtur málaskóli á suðurströndinni 18 ára og eldri 2-10 vikna námskeið. 13-17 ára 2-4 vikna námskeið 50 ára og eldri 2 vikna námskeið Skólinn sér fyrir fæði og húsnæði. Uppl. eftir kl. 17.00 í síma 862 6825. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur mun nk. laugardag, í samvinnu við Skákfélag Akureyrar, halda sitt ár- lega Kiwanisskákmót fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Teflt verður í Lundarskóla og hefst keppnin klukkan 11:00. Búist er við að mótinu ljúki um 2–3-leytið en Kaldbakur býður öllum keppendum upp á veitingar. Þátttaka í mótinu er ókeypis og er öllum grunn- skólabörnum á Akureyri frjálst að mæta. Á MORGUN Jólabasar Kvenfélagið Hlíf verður með köku- og munabasar á Gler- ártorgi á morgun, laugardaginn 23. nóvember, frá kl. 11.00. Margir góðir munir, jólakort og fal- legar jólakúlur. Kökur með kaffinu og/eða til jólanna. Allur ágóði rennur sem fyrr til tækjakaupa fyrir barnadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Tónlistarskólinn á Akureyri efnir til tónleika á morgun, laugardaginn 23. nóvember í Laugarborg. Fram koma nemendur í grunnnámi kl.14. og nemendur í mið- og framhalds- námi kl. 15.30. Efnisskráin er fjöl- breytt, en á milli tónleikanna verður boðið upp á hressingu. HÁIR hælar, támjóir skór. Það er skótau sem er þeim hjónum Herði Hafsteinssyni og Lilju Stef- ánsdóttur að skapi. Ekki þannig að þau skarti slíkum skóm sjálf á gönguferðum um bæinn, heldur er mun líklegra að eigendur komi með slíka skó til viðgerðar á skó- smíðaverkstæði þeirra við Hafn- arstræti á Akureyri. Hörður er nánast eini starfandi skósmiðurinn á landsbyggðinni, einn slíkur er á Akranesi og eins býðst Vestmannaeyingum þjónusta skósmiðs í heimabyggð, en annars er slíka smiði ekki að finna utan höfuðborgarsvæðisins. „Þetta er deyjandi stétt,“ segir Hörður og telur margt koma til. Skór eru al- mennt sterkari en áður, þeir eru ódýrari og lenda því frekar út í tunnu en að fólk láti gera við þá. Eins eru þeir í meira mæli en áður með flötum botni sem ekki er gert við. Hörður lærði skósmíði hjá Gísla Ferdinandssyni og lauk námi í kringum 1980. En af hverju lærði hann skósmíði? „Ég átti heima á móti Gísla í Garðabænum og byrj- aði að vinna hjá honum 16 ára. Svo þróuðust málin í þessa átt. Ég kann ágætlega við þetta starf, það er ekki verra en hvað annað og virki- lega gaman þegar vel gengur,“ segir Hörður, en þau Lilja draga ekki dul á að síðustu ár hefðu verið fremur mögur. „Þetta hefur verið frekar dapurt síðustu ár,“ segir Lilja og bætir við að vissulega hafi þau hugleitt að loka verkstæðinu. Þá þyrftu bæjarbúar að skjótast með skóna sína suður á Akranes til viðgerðar, þar sem næsti skó- smiður er. „Við erum að vona að það sé bjartara framundan, svona í ljósi þess hvernig skótískan er að þróast,“ segir hún og vísar í háu hælana, támjóu og dýru leð- urstígvélin sem nú séu í tísku. „Fólk lætur frekar gera við þessa dýru skó, en þá sem kosta minna. Þeim er bara hent og nýir keyptir í staðinn.“ Sem fyrr segir þjóna þau Hörður og Lilja stóru svæði og eftir að skó- smíðaverkstæði sem var á Egils- stöðum var lokað eru Austfirð- ingar í nokkrum mæli farnir að taka skó sína með í viðgerð á Ak- ureyri þegar þeir bregða sér bæj- arleið. Eins hefur meira en áður borið á nágrönnum úr vestri, „manni fannst hér áður að fólk, t.d. frá Blönduósi, færi suður og ræki sín erindi þar. Þetta fólk sést meira hér í bænum núna,“ segja þau. „Annars þyrfti bærinn að vera stærri, við þyrftum að vera svona 20 til 25 þúsund. Þá væri þetta ágætt.“ Morgunblaðið/Kristján Hörður Hafsteinsson og Lilja Stefánsdóttir, kona hans, í skóvinnustofunni. Háir hælar og támjóir skór auka á bjartsýnina 50 ÁR voru í gær liðin frá stofnun Krabbameinsfélags Akureyrar og ná- grennis, en starfssvæði þess er Eyja- fjörður að Hrísey og Grímsey með- töldum auk Fnjóskadals að Stóru-Tjörnum. Í tilefni dagsins kynnir félagið starfsemi sína á Glerártorgi á morg- un, laugardag. Þar verður hægt að nálgast ýmsan fróðleik sem tengist forvörnum og krabbameini og fólki boðið upp á blóðþrýstingsmælingu. Starfsemi félagsins byggist að mestu á styrkjum og gefst fólki tækifæri á að gerast styrktaraðilar og styðja við starfið með kaupum á pennum og öðr- um varningi merktum félaginu á þessum tímamótum. Skrifstofa fé- lagsins er í Glerárgötu 24 á Akureyri og þar starfa tveir starfsmenn í hluta- starfi. Þeir annast almennan rekstur auk stuðnings og ráðgjafar fyrir sjúk- linga og aðstandendur þeirra. Hægt er að fá aðgang að bókum og bækl- ingum um ýmislegt sem tengist krabbameini á skrifstofunni auk þess sem greinar um efnið eru á vefsíðu Krabbameinsfélags Íslands, www.- krabb.is. Sjúklingar og aðstandendur þeirra hafa aðgang að íbúðum í Reykjavík á meðan þeir dvelja þar vegna meðferðar eða rannsókna og greiðir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis dvalarkostnað fyrir fólk á sínu félagssvæði. Krabba- meinsfélag Akureyrar 50 ára LEIKUR Þórs og Stjörnunnar í 1. deild karla í handknattleik fer fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði í kvöld kl. 20. Íþróttahöllin á Akureyri, heimavöllur Þórs, er upptekin um helgina vegna sýningarinnar Vetr- arsport og þar sem ekki var hægt að breyta leiktímanum, var ákveðið að færa leikinn til Ólafsfjarðar. Gestur Einarsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, sagði að KA-heimilið hefði einnig verið upptekið, auk þess sem leikmenn og aðstandendur liðsins hefðu ekki haft áhuga á því að spila sinn heimaleik þar. „Það hefði kannski verið hægt að hliðra til í KA-heim- ilinu en af hverju ættum við að vera hafa æfingar af yngri flokkum KA?“ Gestur sagði að Þórsliðið hefði farið á nokkrar æfingar til Ólafs- fjarðar fyrr í haust, þar sem Höllin hefði verið upptekin vegna Vest Norden-sýningarinnar og eins þeg- ar landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið þar. „Höll- in er notuð sem ráðstefnu- og sýn- ingarhús og við vissum því að það gætu komið upp vandamál varð- andi okkar heimaleiki. Við viljum spila okkar heimaleiki í Höllinni enda ekki tapað þar leik í um eitt ár. En Ólafsfirðingar hafa mikinn áhuga á því að fá okkur í bæinn og eru tilbúnir að aðstoða okkur við auglýsa leikinn og búa til stemmn- ingu í kringum hann. Og það er já- kvætt að kynna handboltann sem víðast.“ Gestur sendi bæjarstjóran- um á Akureyri og öðrum bæjar- fulltrúum í bænum boðsbréf á leik- inn í Ólafsfirði og hann gerir sér vonir um að sjá sem flesta þeirra á leiknum. Greifinn og Norðlenska ætla að kosta sætaferðir frá Akureyri á leikinn og verður farið frá Hamri kl. 18.30. Þá býður UÍÓ öllum frítt á leikinn. Gestur sagði að því væri ekki að leyna að töluverðrar óánægju gætti meðal Þórsara, með að ekki væri gert ráð fyrir lögleg- um handboltavelli, samkvæmt ítr- ustu reglum, í væntanlegu íþrótta- húsi við Síðuskóla og heldur ekki áhorfendastæðum. Gestur sagði að með öryggissvæðum þyrfti lögleg- ur handboltavöllur að vera 44x22 metrar. „Við erum óhressir með þetta, enda teljum við að þarna þurfi að vera áhorfendastæði fyrir 300–400 manns, m.a. í tengslum við yngri flokka mót og þegar Höllin er upp- tekin. Mér finnst gæta skammsýni hjá bæjaryfirvöldum í þessu máli, enda get ég ekki ímyndað mér að húsið kosti mikið meira þótt það sé gert almennilegt,“ sagði Gestur. Handboltaleikur Þórs og Stjörnunnar fer fram í Ólafsfirði í kvöld Ekki áhugi fyr- ir KA-heimilinu HROSSARÆKTASAMTÖK Ey- firðinga og Þingeyinga héldu ný- lega fund á Hótel KEA á Akureyri. Þar voru flutt mörg fróðleg erindi og meðal annarra flutti Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir og doktor í hrossasjúkdómum, með aðsetur á Hólum í Hjaltadal mjög yfirgrips- mikinn og áhugaverðan fyrirlestur um spatt í hrossum. Þar hvatti hún til að allir sex vetra stóðhestar væru röntgen- myndaðir á afturfótum og þar með gengið úr skugga um að fætur þeirra væru heilbrigðir. Þannig mætti minnka útbreiðslu spatts verulega í íslenska hrossastofnin- um. Þá benti Sigríður hryssu- eigendum að ganga eftir slíkum vottorðum áður en þeir notuðu við- komandi stóðhesta á merar sínar. Baldvin Kr. Baldvinsson, formað- ur samtakanna, sýndi myndband af stóðhestinum Hrym frá Hofi sem samtökin hafa keypt hlut í og mikl- ar vonir eru bundnar við. Á fundinum voru veittar fjórar viðurkenningar: Hrossaræktarbú ársins 2002 á félagssvæði Hrossa- ræktarsamtaka Eyfirðinga og Þing- eyinga var hrossaræktarbú Gísla Haraldssonar á Húsavík. Aðrar við- urkenningar: Hæsta einkunn á hér- aðssýningu BSE 2002: Sól frá Efri- Rauðalæk, eigendur: Guðlaugur Arason og Snjólaug Baldvinsdóttir. Síðan fengu tveir ræktendur á fé- lagssvæðinu viðurkenningu fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin 2002 óháð því hvar hrossin eru sýnd á landinu. Ástæða þess að tveir rækt- endur fengu þessi verðlaun var sú að hrossin Kjarni og Hrauna fengu sömu einkunn: 8,44 og eigendur þeirra eru Magni Kjartansson, Ár- gerði, Eyjafjarðarsveit, og Gísli Haraldsson á Húsavík. Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga Viðurkenningar veittar Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Guðlaugur Arason, Magni Kjartansson og Gísli Haraldsson. Eyjafjarðarsveit Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.