Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 71
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 71 POPPARINN Einar Ágúst, fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Skíta- mórals og núverandi söngvari Engla, er kynnir hins svokallaða „Pepsi-vinsælda- lista“ á sjón- varpsstöðinni PoppTíví. Þegar þetta er skrifað situr lagið „Má ég sparka“ flutt af hiphop-sveit- inni Bent & 7berg í fjórða sæti. Eftir fer orðrétt kynning Ein- ars á laginu: „Það er gaman frá því að segja að … uhh ja, gaman frá því að segja? En það er svolítið skrítið að íslenskt rapp eða rapp á íslensku er ekki mjög flott miðað við hvernig rapp er á útlensku. Og er ekki svona „professional“, er ekki mjög svona flott á taktinum og undir- spilið er ekkert rosalega vel gert og það er svona mikið verið að … ein- hvern veginn … í óöryggistilfinn- ingu verið að dissa allt einhvern veginn sem mönnum finnst vera að í staðinn fyrir að reyna að gera bara betur. Og hér er komið eitt lag sem þjónar þessum tilgangi, eða kannski engum tilgangi, að fjalla um hvað aðrir eru ömurlegir, að vera svona að hefja sjálfan sig upp á kostnað annarra. Það sýndi sig nú best á Quarashi-tónleikunum þegar að upphitunaratriðin voru búin hverjir voru bestir á þeim tónleik- um. Quarashi ber af íslenskum röppurum og það er alveg á hreinu. Hér er komið Bent & 7berg og eld- gamalt lag sem að þeir hafa nú reyndar ekki samið nýtt lag þeir hafa tekið eitthvað gamalt og sett … sem að var áður útgefið og stolið því. Það hét hérna „Can I kick it“ og meðal annars Tribe call- ed Quest voru með þetta lag á sín- um tíma, en hér er komið Má ég sparka … “ Fyrir þá sem ekki vita byggist texti lagsins að mestu á orðaleik með nöfn íslenskra hljómsveita og tónlistarmanna og er í því skyni vís- að vítt og breitt í íslenska popp- sögu. Af kynningu popparans á lag- inu má draga þá ályktun að texti þess hefur farið eitthvað fyrir brjóstið á honum, væntanlega eft- irfarandi brot: „Ég sparka poppurum út af sviðinu þegar ég byrja að ríma því annaðhvort eru þær með Skítamóral eða alltof bjartsýnar“ Látum vera að minnast á hversu vafasamt (að ekki sé minnst á ófag- mannlegt!) það er að starfsmaður sjónvarpsstöðvar láti persónulega hluti, t.d. að minnst sé á fyrrum hljómsveit hans í texta lags, hafa áhrif á starf sitt að því marki sem kynning hans bar glöggt vitni. Nóg er að benda á að einungis misskiln- ingur eða misheyrn Einars sjálfs veldur því að hann telur sig eða hljómsveitina Skítamóral „dissaða“ í textanum. Hefði popparinn hlust- að á lagið áður en hann kvað upp dóm sinn hefði hann ef til vill gefið eftirfarandi setningu gaum: Ekki halda að ég sé að dissa ykkur til þess að koma mér á framfæri ég er vanur að vera misskilinn þegar ég segi eitthvað í kaldhæðni svo ef þú ætlar að starta beefi út af text- anum mínum þá er það paranoia, það er ekkert diss í þessari rímu En kynnirinn lætur sér ekki nægja að tuldra niðrandi orð um handhafa fjórða sætisins, heldur fellir hann um leið dóm yfir allri ís- lenskri hip-hoptónlist og þeim sem aðhyllast hana. Popparanum finnst hún ekki nógu „professional“, eins og hann orðar það svo skemmtilega. Spyrja má um fagmennsku manns sem hefur þann starfa að kynna vinsældalista í sjónvarpi og nýtir þann vettvang til þess að gera lítið úr einni vinsælustu tónlistarstefnu landsins, tónlistarstefnu sem marg- ir ungir og óreyndir listamenn hafa valið sér sem hentugan vettvang sköpunar. Popparinn er þar með að nota aðstöðu sína til þess að gera lítið úr samkeppnisaðilum sínum í tónlist og auka þar með eigin veg. Er ég sá eini sem man eftir op- inberum bréfaskiptum Einars við Dr. Gunna varðandi dóma þess síð- arnefnda um „September“-plötu Skítamórals? Hver krafðist fag- mannlegra vinnubragða við mat á tónlist þá? Hugsanlega gremst Ein- ari mest að hið fagmannlega blöðru- popp sem hann aðhyllist á sér fáa málsvara nú til dags? Aðdróttanir Einars þess efnis að „Má ég sparka“ sé „stolið“ lag eru ekki svara verðar. Er nóg að benda á að lögin eru á allan hátt frábrugð- in (áhugasamir geta hlustað á þau og sannreynt það), utan orðasam- bands sem birtist í viðlögum beggja (þó reyndar á ólíkum tungumálum), en sú hefð að vísa í verk forvera sinna (í þessu tilviki hinnar frábæru sveitar A tribe called quest) og votta þeim virðingu á þann hátt er vel þekkt í hip-hoptónlist. Að lokum vil ég benda aðstand- endum PoppTíví á að leita að raun- verulegu hæfileikafólki í stað þess að láta fræg andlit nægja, þá helst fólki sem misnotar ekki aðstöðu sína í sjónvarpi til að koma á fram- færi persónulegum hefndum fyrir ímynduð „diss“. Einnig mætti benda Einari Ágústi á að einbeita sér að eigin tónsmíðum í staðinn fyrir að „vera svona að hefja sjálfan sig upp á kostnað annarra“. ÁGÚST BENT SIGBERTSSON, tónlistarmaður. Fagmannleg vinnubrögð Engils- ins Einars Frá Ágúst Bent Sigbertssyni: Ágúst Bent Sigbertsson Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Þú færð jólagjafirnar fyrir starfsfólkið hjá okkur Jólagjafir starfsfólksins fyrirtaeki.is Allar nánari upplýsingar um prófkjörið, framkvæmd þess og frambjóðendur er að finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokkins www.xd.is Hótel Saga, Ársalur (2. hæð, gengið inn að norðanverðu). Valhöll, Háaleitisbraut 1. Hraunbær 102b. Mjódd, Álfabakka 14a. Hverafold 1-3. Fólkvangur, Félagsheimili Kjalnesinga. Sjá nánar í Morgunblaðinu á morgun. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 22. og 23. nóvember 2002 Hvar og hvenær á að kjósa? Í dag, föstudaginn 22. nóvember, kl. 12.00 - 21.00 í Valhöll Háaleitisbraut 1. Öll kjörhverfin. Hverjir mega kjósa? A. Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. B. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í Reykjavík við alþingiskosningarnar 10. maí 2003 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Hvernig á að kjósa? Athugið! Kjósa skal 10 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 10 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, talan 2 fyrir framan nafn þess sem menn vilja að hljóti annað sætið í prófkjörinu, talan 3 fyrir framan nafn þess sem menn vilja að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 10 frambjóðendur. Í hvaða kjörhverfi skal kjósa? Kjósa skal á laugardag í því kjörhverfi sem viðkomandi átti lögheimili þann 30. október 2002. Hafi kjósandi flutt í kjörhverfið eftir þann tíma ber honum að staðfesta það með afriti af staðfestri aðflutningstilkynningu. Prófkjörið fer jafnframt fram á morgun laugardag 23. nóv. frá kl. 10.00 til 18.00 og verður þá kosið á eftirtöldum stöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.