Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ E RLENDUR Guðmundsson frá Mörk í Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu fæddist árið 1865. Hann kvæntist Ingibjörgu Krist- mundsdóttur frá Vakursstöðum og áttu þau tvær dætur, Brynhildi og Elínu. Ingi- björg var sigld, og hafði farið til Kaup- mannahafnar. Um jólin, þegar dæturnar voru fimm og fjögurra ára, sagði Ingibjörg við bónda sinn að nú yrði fjölskyldan að flytja til Sauð- árkróks, og að hann yrði að reyna að fá vinnu hjá einhverjum af þeim dönsku kaupmönnum sem störfuðu þar. Draumur Ingibjargar var að búa í „alvöru“ húsi, en ekki torfbæ með mold- argólfum. Vildi alls ekki fara vestur Dóttursonur Erlendar og Ingibjargar, Jón Marvin Jónsson sem býr í Seattle í Bandaríkj- unum, hefur nú um árabil unnið að útgáfu á handritum afa síns, og nú er saga hans loks komin út, undir heitinu Heima og heiman. Bók- in er tvískipt. Í fyrri hlutanum segir Erlendur frá ævi sinni hér heima og undirbúningi vest- urfararinnar, en í síðari hlutanum segir hann frá lífi sínu vestra. Erlendur var alla tíð mótfall- inn vesturferðunum, og það féll honum þungt að þurfa að yfirgefa land sitt og þjóð. „Afi var furðu lostinn yfir þessum draumi ömmu. Hann dreymdi um að vakna á morgnana og geta litið út yfir túnin sín sem hann sjálfur hafði erjað eins og faðir hans og forfeður. Hann hafði þá nýlega byggt fjárhús fyrir þrjátíu kind- ur, og skildi ekki hvað amma vildi hafa það betra. Hann hugsaði um þetta í tvo daga, og gerði ömmu svo gagntilboð sem hann vissi að hún myndi aldrei samþykkja. „Því að fara til Sauðárkróks, af hverju förum við ekki bara til Kanada?“ Honum til mikillar undrunar sagði amma strax: „Þetta er góð hugmynd.“ Tveimur mánuðum síðar fór amma út til Gimli með Brynhildi mömmu mína, fimm ára, og Elínu systur hennar, fjögurra ára. Afi varð eftir til að selja búið og til að finna heimili fyrir Ingibjörgu fósturdóttur þeirra sem var tíu ára. Móðir hennar var vinnukona á bæ í sveitinni, en gat ekki haft dóttur sína hjá sér. Eftir árið var afi búinn að selja búið, en ekki búinn að finna pláss fyrir Ingibjörgu litlu. Það varð úr, að hann tók hana með sér til Gimli, til móðurbróður hennar, sem þar bjó.“ Erlendur og Ingibjörg settust fyrst að á slóð- um Íslendinga og Úkraínumanna rétt norðan við Loni Beach, fluttust síðar að Gimli, en sett- ust svo að á Loni Beach til frambúðar. Í sveit hjá afa og ömmu „Ég var tíu ára, 1938, þegar ég fór fyrst með mömmu að heimsækja afa og ömmu að Loni Beach. Þetta var heilmikið ferðalag fyrir strák sem hafði varla komið út fyrir borgarmörkin í Seattle. Við mamma sigldum til Vancouver og tókum þaðan lestina til Winnipeg, – lestarferðin tók einn og hálfan sólarhring. Ég dvaldi svo sumarlangt hjá afa og ömmu. Ég minnist þess ekki að hafa séð afa skrifa þá, enda var þetta háannatíminn, þau voru með eina kú, og afi sló allt með orfi og ljá. Ég man hins vegar að ég týndi skónum mínum í hlöðunni og var skamm- aður fyrir. Ég veit þó að hann skrifaði eins og hann gat. Það var ekki fyrr en afi og amma voru dáin, og mamma búin að sækja dótið hans, að ég fór að skoða þetta. Ég undrast það stöð- ugt hvað afi hafði fallega rithönd, en kannski var það bara algengara í þá daga, að fólk skrif- aði svona vel.“ Réð fólk í vinnu við að skrá handritið Erlendur skrifaði minningar sínar í inn- bundnar skrifbækur, og segir Jón Marvin, að svo virðist sem hann hafi haft allt klárt í koll- inum þegar hann settist niður við að skrifa, og lítið eða ekkert sé um leiðréttingar. „Það er erf- itt að ímynda sér þetta nú á tímum; við skrifum texta í tölvur og förum svo yfir hann aftur og aftur til að endurskoða hann og leiðrétta.“ Er- lendur lauk við minningabækur sínar árið 1932. Jón Marvin segist ekki vita hvort afi hans hafi strax hugsað sér að bækur hans yrðu gefnar út. „Ég veit það þó, að móðir Gróu Finnsdóttur á Landsbókasafninu átti í bréfaskipt- um við afa, og hafði mikinn áhuga á að vita hvað um bækurnar yrði að honum liðnum. Mamma lét Pál Kolka hafa handrit afa, en ég veit ekki hvað þeim fór á milli um hugs- anlega útgáfu. Þegar mamma dó sótti ég bækurnar til Páls og afhenti Landsbókasafninu þær. Í þá daga var ég ekkert að flýta mér, og það liðu ein fimmtán ár, þar til ég fór að hugsa aftur um þetta.“ Jón Marvin er lögfræðingur og rekur stofu í Seattle. Þegar áhugi hans á bókum afa síns kviknaði að nýju réð hann til sín nokkrar konur og háskólanema, sem unnu nokkra tíma á dag við að slá handrit afa hans inn í tölvu. Því verki lauk árið 1993 og þá tók próf- arkalestur við. „Þegar farið var að skoða handritið kom í ljós, að afi not- aði ýmis skemmtileg orð sem voru ekki til í íslensku þegar hann yfirgaf Ísland. Þar á meðal var orðið sjálf- rennireið sem hann notaði yfir bíl; – það orð þekkti hann auðvitað ekki.“ Vel á minnst … Jón Marvin segist hafa komið með handritið til Íslands til að kanna möguleika á útgáfu. Hann fór með það í Háskóla Íslands og skildi það eftir í von um að þar kviknaði áhugi á út- gáfu. „Svo var ég hér á landi, og var staddur í matarboði hjá forsetanum, þegar Ólafur Ragnar spurði mig hverra erinda ég væri á Íslandi. Ég sagði honum frá bók afa, og hann sagði mér að tala við Mál og menningu, og sá jafnvel um að panta tíma fyrir mig hjá þeim. Þetta var 1995. Ég fór með handritið þangað; þeir sögðu að handritið þarfnaðist talsverðrar ritstýringar. Þeir tóku það að sér, en ég sá um að útvega bæði ljósmyndir, sendibréf og fleira úr fórum afa frá þessum tíma. Þetta var heilmikil vinna.“ Jón Marvin segir að sum sendibréfanna séu birt í bókinni. Þar á hann eitt uppáhaldsbréf, sem afi hans skrifaði. Þá hafði Erlendur þegar séð Ingibjörgu og hrifist af henni. Bréfið skrifar hann Kristmundi föður hennar, kynnir sig og greinir frá þeim aðstæðum sínum, að hann búi einn að Mörk með aldraðri móður sinni. „Í bréf- inu segir hann að móðir sín þarfnist kvenmanns í bæinn, til að sinna þeim kvenmannsverkum sem hann sjálfur hefur ekki tök á að sinna. Hann spyr Kristmund hvort möguleiki sé á að Ingibjörg dóttir hans geti tekið þetta að sér. Það sem mér þótti svo skemmtilegt var að í næstu málsgrein skrifar afi einhvern veginn á þann veg: „Vel á minnst, þá langar mig að kvænast henni.“ Ég veit ekki hvort þetta var ógurlegur húmor afa míns, eða hvort þetta var tíðarandinn í þá daga. Ég hefði helst viljað hafa þetta bréf birt í handriti afa, því skriftin var mjög læsileg og falleg.“ Jón Marvin segir að meðal annars áhuga- verðs ítarefnis í bókinni sé skrá sem afi hans gerði yfir allt það er hann flutti með sér vestur um haf, þar á meðal listi yfir allar þær bækur sem hann tók með sér. „Þegar afi dó voru lang- flestar bækurnar enn til, í hestakistunum þrem- ur sem hann flutti þær í yfir hafið.“ „Vel á minnst, þá langar mig að kvænast henni“ begga@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Marvin Jónsson, dóttursonur Erlendar Guðmundssonar: „Ég undrast það stöðugt hvað afi hafði fallega rithönd.“ Heima og heiman er nýút- gefin endurminningabók Erlendar Guðmundssonar frá Mörk sem fluttist gegn vilja sínum vestur um haf fyrir rúmri öld. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við dótt- urson skáldsins, Jón Marvin Jónsson, um sögu Erlendar og söguna að baki útgáfu hennar nú, sextíu árum eftir að Erlendur lauk við hana. TÓNLEIKARÖÐIN „Benda“ var á boðstólum á Nýja sviði Borgarleik- hússins á „15:15“-tónleikunum á veg- um Caput-hópsins sl. laugardag. Sjaldan þessu vant var nánast hús- fyllir. Að sögn Péturs Grétarssonar kynnis féll niður II. og IV. þáttur úr fimmþættum CAPUT-konsert Snorra Sigfúsar nr. 2, er útheimtu fullskipaða sinfóníettu, vegna anna flytjenda, og af sömu ástæðum Are we …? eftir Þorstein Hauksson. En þau skyldu aftur á móti flutt hinn 2. janúar nk. Farið hefur svo mikið tónspekiorð af John Cage (1912–92) að mönnum hættir til að gleyma að hann samdi (líka) tónlist fyrir hlustendur. Þrátt fyrir að Schönberg ku hafa sagt að hann skorti tóneyra; væri uppfinn- ingamaður en ekki tónskáld. Um áhrif hans á yngri slík deila hins veg- ar fáir. Þykir sumum jákvæðast að hinn kalíforníski frumkvöðull frelsis, háttleysu og slembivals vísaði leið úr spennitreyju raðhyggju; öðrum mið- ur að einhverjir lærisveinar hans skyldu í staðinn rata annað öng- stræti naumhyggjunnar. Það kann því að hafa komið áheyr- endum á óvart hversu mikil músík skyldi samt leynast í „Amores“, fjór- þættu verki Cages sem hófst og end- aði á stuttri invensjón fyrir sérútbú- ið („prepared“) píanó. Þ.e. með strengina alsetta ýmsu lauslegu dóti sem kallaði fram annarlegan „kling- dúmp-plink“-enduróm af austræn- um bjöllum og málmspilum. Á milli kom fyrst handþeytt tokkata fyrir þrjá slagverkara á tom-tom-fjöl- skylduna og skreltustöng, og síðan lágvær tré- og hofblakkakviða er dugað hefði Hitchcock dável í skor- dýrahryllingsmynd. Var flest af setningi slegið, og Snorri dró næm- lega fram exótíska reimleikann úr umturnaða klassíska flyglinum. Seinna Cage-verkið, „Living room music“ fyrir „húsgögn og hversdags- lega hluti“, kom í launkíminni túlkun slagverkstríósins fyrir sem dada- ískuleg innsetning í hljóðfalli. Von- laust verk fyrir útvarp og hljómdisk, en því skemmtilegra fyrir konsert- uppfærslu – sérstaklega þeim er mest kvarta yfir hversu lítið gerist fyrir augað á venjulegum tónleikum. Þó meiddi óneitanlega söguskyn manns að sjá skrölt á nútíma tölvu- lyklaborð (1940!) og kviknaði ljótur grunur um að ekki hefði tekizt að grafa upp fornlegra stílvopn. „L’oops“, verk Péturs Grétarsson- ar fyrir trompet, píanó og þrjá slag- verksmenn, var hið hressilegasta áheyrnar; litríkt, einfalt en skilvirkt. Hljómkassi flygilsins var óspart virkjaður til enduróms af grenjandi lúðri „sérstaka gestsins“ Eiríks Arn- ar Pálssonar, og heildaráferðin af funheitum salsaskotnum suðrænum stórborgarghettórytmum temprað- ist af íhugulum miðkafla, unz öllu lauk með óværum timburklikkandi kóda er aftur leiddi hugann að Hitch- cockskum maurum og termítum. Af hinum þremur þáttum úr CAP- UT-konsert nr. 2 eftir Snorra – For- spili, Millispili og Eftirspili (í raun I., III. og V.), komu bezt út tveir fyrstu. Forspilið var gegnsýrt af etnískum bumbuslætti, Millispilið (píanó, tveir víbrafónar og hin nýja risamarimba Steefs) einkenndist af sísköruðum hrynmynztrum, en innhverf hægg- isin áferð Eftirspilsins, með dulræn- um píanómódúlasjónum inn á milli, dróst aðeins á langinn áður en lauk. Forn en fersk fram- úrstefna Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Borgarleikhúsið Cage: Amores (1943); Living Room Mus- ic (1940). Pétur Grétarsson: L’oops (1995). Snorri Sigfús Birgisson: Þrír þættir úr CAPUT-konsert nr. 2. Steef van Osterhout, Pétur Grétarsson og Eggert Pálsson slagverk, Snorri Sigfús Birg- isson píanó, Eiríkur Örn Pálsson trompet. Laugardaginn 16. nóvember kl. 15:15. KAMMERTÓNLEIKAR BENJAMIN Britten var sannar- lega undir heillastjörnu þegar hann samdi kantötu sína um Heilagan Nikulás. Verkið er innblásið anda- gift hádramatískrar sögu um ævi og störf dýrlingsins, – það snertir við manni í mikilfengleik sínum, en hef- ur einnig til að bera þann eiginleika að beinlínis skemmta hlustandanum. Húmor er vandmeðfarinn í drama- tík, en Britten notar meðul sín vel; kór og barnakór, einsöngvara, strengi og mikið slagverk. Barna- raddirnar ljá verkinu hlýju og húm- or og kórinn, sem er stundum skipt upp í karlakór og kvennakór, skapar dýnamíska breidd með strengjun- um. Öflugt slagverk er drifkraftur verksins og er vel notað, allt frá því að skapa stemmningu andaktar til þess að lýsa holskeflum af stórsjó í ofsaveðri. Eins og í eldri verkum af sama toga er einsöngvarinn í hlut- verki aðalpersónunnar, Nikulásar, en kórarnir í hlutverkum fólksins sem verður á vegi hans og segir frá honum. Það er því að mörgu leyti byggt á hefðum, þótt tónmál Brit- tens sé persónulegt og stíllinn fylginn öðrum verkum hans frá því um miðja síðustu öld. Flytjendur á tónleikum í Hall- grímskirkju á sunnudaginn, Garðar Thor Cortes, Dómkórinn, Skólakór Kársness og hljóðfæraleikararnir, náðu vel að draga fram kjarna verks Brittens; söguna af Nikulási, með allri þeirri alvöru jafnt sem húmor sem í henni býr. Garðar Thor var mjög góður; – lýrísk rödd hans hent- aði hlutverkinu fullkomlega. Ein- söngskaflar hans voru skínandi góð- ir, ekki síst í þriðja þætti verksins þar sem Nikulás syngur um það er honum varð ljós eymd mannkynsins og hann biður guð að sefa reiði sálar sinnar og veita sér auðmýkt. Dóm- kórinn hefur sjaldan hljómað tærar og betur; – Hallgrímskirkja líka bet- ur fallin til söngs en Dómkirkjan þótt hún hafi sína galla sem tónleika- hús. Kórinn var jafngóður, en nefna má að í áttunda þætti verksins, þar sem sungið er um guðsótta Nikulás- ar og dásamlegar gjörðir hans meðal fólksins, var fegurð tónlistarinnar sérstaklega áþreifanleg í áhrifamikl- um söng Dómkórsins. Skólakór Kársness stóð sig líka með mikilli prýði og einsöngvarar úr hans röð- um skínandi góðir. Barnakórinn stóð andspænis Dómkórnum inni í kór kirkjunnar, og fjarlægðin á milli þeirra því talsverð og ekki auðvelt fyrir krakkana að henda reiður á því sem var að gerast frammi við dyrn- ar. Nákvæmnin í samsöng kóranna var þó hnökralaus. Þrír strákar úr barnakórnum, í hlutverkum drengj- anna þriggja sem lágu niðurbrytj- aðir í pækiltunnu þegar Nikulás blés í þá lífi á ný, voru stórskemmtilegir og gáfu flutningnum lit. Hljómsveit- in, leidd af Auði Hafsteinsdóttur sem jafnframt lék einleik á fiðlu, hljómaði kraftmikil þótt fámenn væri. Þetta var afbragðsgóður flutning- ur á frábæru tónverki. Nikulás bæði góður og skemmtilegur TÓNLIST Hallgrímskirkja Dómkórinn, Skólakór Kársness, Garðar Thor Cortes og félagar úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands fluttu kantötuna Saint Nicholas fyrir tenór, kór, barnakór, strengi og slagverk; Þórunn Björnsdóttir stjórnaði barnakórnum, en stjórnandi á tónleikunum var Marteinn H. Friðriksson. KÓRTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.