Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ  SKÚLI Þórð- arson varði hinn 6. september sl. doktorsritgerð sína í snjóverk- fræði og vega- gerð við norska tækni- og nátt- úruvísindahá- skólann í Þránd- heimi, NTNU. Ritgerðin heitir „Wind flow studies for drifting snow on roads“, en hún fjallar um skafrenning á vegum. Á snjóþungum og vindasömum svæðum veldur foksnjór aðallega tvenns konar vandamálum á veg- um; skaflamyndun á og við veg- inn og snjókófi yfir vegi sem skerðir vegsýn ökumanna. Þessi vandamál valda samgöngutöfum, draga úr umferðaröryggi og hafa í för með sér aukinn kostnað vegna vetrarþjónustu og snjó- moksturs. Meginviðfangsefni Skúla var að greina á straumfræðilegan hátt vindstreymi og snjósöfnun í vegs- keringum, en margir erfiðustu kaflar vega með tilliti til skaf- rennings liggja í skeringum. Markmið doktorsverkefnisins var að þróa nýjar hönnunaraðferðir með það að leiðarljósi að draga úr vandamálum vegna foksnævar á vegum. Í verkefninu var stuðst við bæði vettvangsrannsóknir og tölvuhermun á vindstreymi í landslaginu og í kringum vegi. Rannsóknir fóru fram á þjóðvegi nr. 1 í Bólstaðarhlíðarbrekku og á Kaperdalsvegen á eyjunni Senja í Troms-fylki í Norður- Noregi. Hermanir á vindstreymi voru gerðar með straum- fræðikerfinu Flow3D, en kerfið var unnt að laga að þörfum verk- efnisins. Með samspili vettvangsrann- sókna og vindhermana var unnt að skilgreina skilyrði fyrir snjó- söfnun í vegskeringum og ein- angra þau atriði sem keppa þarf að til þess að góður árangur náist við hönnun vegskeringa. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós mikilvægi þess að greina á milli aðstæðna sem ann- ars vegar valda streymi sem er unnt að lýsa í tvívíðu rúmi og hins vegar streymi sem aðeins verður lýst í þrívíðu rúmi. Tví- víðar aðstæður eru dæmigerðar fyrir aflíðandi land og vegsker- ingar með litlum halla en þrívítt streymi myndast við skörp halla- skil í landslaginu og í bröttum skeringum þar sem aðalvindáttin víkur frá hornréttri stefnu á meginbrotlínur í landinu. Rit- gerðin kynnir tillögur að hönnun vegskeringa sem henta við mis- munandi aðstæður. Við bestu að- stæður er unnt að útbúa sker- ingar sem tryggja vindstreymi sem sjálfkrafa hreinsar snjó af vegi neðan skeringar en að öðr- um kosti þarf að treysta á sam- spil veghönnunar og snjómokst- urs. Í ritgerðinni var einnig fjallað um snjósöfnun kringum snjó- flóðavarnargarða, og tók Skúli ásamt fulltrúum frá Veðurstof- unni þátt í vindgangatilraunum í Frakklandi í því skyni. Verkefnið var styrkt af Vega- gerðinni, Statens vegvesen í Nor- egi, Nordisk Vegteknisk Forbund og Evrópuverkefninu RoadEx. Foreldrar Skúla eru Þórður Skúlason og Elín Agnarsdóttir. Hann er kvæntur Ástríði Egg- ertsdóttur arkitekt og eiga þau tvö börn, Ragnheiði og Þórð. Skúli starfar við rannsóknar- og hönnunarstörf hjá Orion Ráðgjöf ehf. í Reykjavík. Doktors- vörn í snjó- verkfræði GUÐFRÆÐI og hjúkrunarfræði eiga ef til vill meira sameiginlegt en sýnist í fljótu bragði. Það taldi Svanhildur Blöndal í það minnsta en eftir að hafa starfað við hjúkrun um árabil lagði hún fyrir sig guðfræði og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands. Hún er fyrsti hjúkrunarfræðing- urinn sem lýkur embættisprófi í guðfræði. En af hverju? „Ég varð þess vör í starfi mínu sem hjúkr- unarfræðingur að styðja þyrfti betur við foreldra fatlaðra og langveikra barna. Af þeim sökum vildi ég bæta við mig meira í sambandi við sálgæslu. Guðfræðideildin er eina deildin í Háskólanum sem býður upp á slíkt nám,“ segir Svanhildur. Fyrsta námsgrein hennar á því sviði í Háskólanum var hjá séra Sigfinni Þorleifssyni sjúkrahúspresti. „Ég ætlaði sem sagt rétt að bæta við mig sál- gæslufögunum sem deildin býður upp á en mér fannst námið heillandi og gat ekki hætt því. Guð- fræðinðámið er langt, það tekur fimm ár að ljúka embættisprófi. Nú er framundan þriggja vikna starfsþjálfun hjá sr. Jóni Helga Þórarinssyni í Langholtskirkju. Hvað verður svo er óráðið.“ Ætlaði að verða íþróttakennari Sem barn og unglingur segist Svanhildur hafa ætlað að verða íþróttakennari en þegar í fram- haldsskóla var komið hafi hjúkrunarfræðin vakið með henni meiri áhuga. „Mér fannst starfið áhuga- vert og gefa marga möguleika, meðal annars á starfi erlendis. Ég fann mig strax í náminu og fannst það bæði þroskandi og gefandi, eignaðist góðar vinkonur sem allar eru starfandi hjúkr- unarfræðingar í dag.“ Svanhildur starfaði fyrst á gjörgæsludeild og hélt síðar til starfa á gjörgæsludeild í Kaupmanna- höfn. Síðan lá leiðin til Ítalíu þar sem kærasti henn- ar og nú eiginmaður, Júlíus Vífill Ingvarsson, var við nám. Eftir að hafa náð tökum á ítölskunni kvaðst hún hafa leitað fyrir sér með vinnu og verið búin að fá starf á einkasjúkrahúsi. Um sama leyti fékk Júlíus Vífill óperuhlutverk í Þjóðleikhúsinu og sneru þau þá heim. Svanhildur fór síðan í fram- haldsnám í heilsugæsluhjúkrun og starfaði við ung- barnavernd á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Eftir nokkurra ára störf við hjúkrun segist hún hafa viljað bæta við sig námi með áherslu á sál- gæslu. Ekki ólíkar greinar „Til að útskýra hvað kristin sálgæsla er þá hefur hún manninn allan að viðfangsefni. Hún ber um- hyggju fyrir manninum í neyð hans og markmið hennar er að hjálpa fólki til að nýta möguleika sína og krafta til að takast á við lífsvanda sinn á skap- andi hátt, til þroska og vaxtar. Þannig sá ég fyrir mér að tvinna saman fleiri þætti í hjúkrunarstarf- inu og því finnst mér guðfræði og hjúkrunarfræði í raun ekki svo fjarlægar greinar. Við erum að ann- ast um fólk á báðum þessum sviðum.“ En hyggstu leita eftir prestsstarfi eða starfi í heilbrigðiskerfinu? „Ég hef vissulega mikinn áhuga á því að starfa sem prestur enda stefnir námið að miklu leyti að undirbúningi fyrir prestsstarfið. Það er hins vegar ekki um auðugan garð að gresja fyrir nýja guð- fræðinga þegar störf presta eru annars vegar og margir um hverja stöðu sem losnar. Ég hef bæði áhuga á að starfa sem prestur í söfnuði og á sjúkra- húsi. Nú í byrjun næsta árs er verið að opna nýjan barnaspítala og þar sé ég fyrir mér að hægt væri að koma til móts við foreldra langveikra og fatlaðra barna með því t.d. að bæta þjónustuna við þau og fjölga stöðugildum sjúkrahúspresta. Ég sé til að mynda fyrir mér að presturinn taki þátt í deild- arvinnunni á daglegum grundvelli. Náin samvinna milli faghópa og góð samskipti við foreldra er grunnur að mikilvægum tjáskiptum. Þannig væri e.t.v. hægt að koma í veg fyrir að foreldrarnir upplifi þá tilfinningu að þeir séu eins og strákurinn í sögunni um Palla sem var einn í heiminum. Við megum ekki horfa framhjá því að það er mikið álag á fjölskyldum fatlaðra og lang- veikra barna. Því má aldrei gleyma að uppsöfnuð og langvarandi vanlíðan, pirringur og óvissa getur skaðað fjölskyldulífið á þann hátt að verulega hrikti í stoðunum og það mikið að það leiði jafnvel til hruns.“ Svanhildur telur að aukið samstarf presta og starfsfólks heilbrigðiskerfisins geti verið sjúklingn- um mjög gagnlegt. „Ég tel mjög æskilegt að stofn- að sé ákveðið stuðningsteymi fyrir foreldra lang- veikra og fatlaðra barna. Líta má á stofnun stuðningsteymis sem fyrirbyggjandi starf. Það stuðli m.a. að því að koma í veg fyrir andlega og lík- amlega sjúkdóma hjá foreldrunum sem heilbrigð- iskefið verði síðar að mæta. Fyrirbyggjandi stuðn- ingur skilar einnig hamingjusamari þjóðfélagsþegnum. Núna eru nokkrir sjúkra- húsprestar í fullu starfi á Landspítalanum, en það er ekki nema hálft stöðugildi ætlað barnadeildum,“ segir Svanhildur. Embættisritgerð Svanhildar í guðfræði fjallaði um sálgæslu fyrir foreldra fatlaðra og langveikra barna. Segir hún það viðurkennt nú að foreldrar sem eiga fatlað barn gangi í gegnum sorgarferli. Sálræn kreppa eins og við andlát Viðbrögðin geti borið vitni um sálræna kreppu sem svipar til viðbragða sem koma fram við andlát ástvinar. „Sú frétt að barnið sé fatlað kallar fram sterk tilfinningaleg viðbrögð og sorg,“ segir Svan- hildur. „Það er sársaukafull reynsla fyrir foreldr- ana að fá þessa vitneskju. Það virðist gilda einu hvort sú vitneskja kemur strax eftir fæðingu eða seinna. Þó má halda því fram að foreldrar ung- barna séu yfirleitt síður undirbúnir en foreldrar eldri barna. Þegar foreldrar fá vitneskju um að barn þeirra er fatlað fer mikið tilfinningaflóð af stað. Þeir eru afar kvíðnir fyrir framtíðinni vegna óvissunnar sem fylgir því að eiga fatlað barn. For- eldrar verða óöryggir í sínu foreldrahlutverki, verða að þreifa sig áfram og finna fótfestu. Í ritgerðarsmíð minni komst ég líka að því í við- tölum við foreldra að fjölskyldurnar finna fyrir ein- angrun og litlum stuðningi af hálfu heilbrigðisstétta og presta. Þetta kann að þykja óvægið en meðal niðurstaðna minna er að þegar barn greinist með fötlun er ekkert sérstakt kerfi eða heildarskipulag sem fer í gang til stuðnings fjölskyldunni. Þess vegna legg ég áherslu á að með góðu heild- arskipulagi væri hægt að bæta mjög stuðning við foreldra fatlaðra og langveikra barna.“ Svanhildur segist úr starfi sínu sem hjúkr- unarfæðingur vera vön teymisvinnu og því sé það fyrir sér eðlilegt að prestur komi meira við sögu í þjónustu við sjúklinga. „Fólk verður stundum svolítið forviða ef heil- brigðisstarfsmenn spyrja hvort það vilji tala við prest eða fá einhverja þjónustu frá honum. Það er yfirleitt sett í samband við dauðsfall. Ég held hins vegar að það sé að breytast og með sálgæslu sem prestur annast á spítalanum verður unnt að veita fyrirbyggjandi andlegan stuðning. Ef staðið er fag- mannlega að slíkum stuðningi er ég viss um að hægt væri að koma í veg fyrir djúp ör á sálarlífi for- eldranna. Stuðningurinn myndi skila sér í ham- ingjusamari fjölskyldum sem eru sáttari við sig, aðra menn og Guð.“ Mikil aldursdreifing í guðfræði Í lokin er Svanhildur spurð hvort fleiri starfs- möguleikar séu fyrir guðfræðinga en innan kirkj- unnar og í heilbrigðiskerfisinu. „Guðfræðin er mjög þroskandi og lýtur að öllum þáttum mannlífsins. Slíkt nám nýtist mönnum vissulega á fleiri sviðum. Þó verðum við að horfast í augu við það að það er nú í minna mæli en áður var vegna þess að þjóðfélagið er orðið svo sérhæft.“ Svanhildur segir að námið í deildinni hafi verið skemmtilegt og þar séu konur í meirihluta eins og öðrum deildum háskólans nema verkfræði. „Í deild- inni er líka blanda af ungu fólki og fólki á miðjum aldri sem býr yfir ýmiss konar reynslu og menntun. Ég tel það ekki síður góðan undirbúning fyrir preststarf að guðfræðingar hafi víðtæka lífsreynslu sem nýtist þeim í starfi. Enda er einn hæsti með- alaldur háskólastúdenta í guðfræðideildinni.“ Ætlaði í sálgæslukúrs í Háskólanum en endaði með próf í guðfræði Fannst námið heillandi og gat ekki hætt því Morgunblaðið/Golli Svanhildur Blöndal hjúkrunarfræðingur lauk fyrir nokkru embættisprófi í guðfræði. Svanhildur Blöndal ákvað að leggja fyrir sig guðfræðinám eftir að hafa starfað um árabil sem hjúkrunarfræðingur. Segir hún í viðtali við Jóhannes Tómasson að hún gæti hvort sem er hugsað sér prestsstarf innan kirkjunnar eða heilbrigðiskerfisins. joto@mbl.is ÚT ER komið myndband um dans- kennslu í grunnskólum á Íslandi sem unnið var af íslenskum aðilum að beiðni Dansráðs Bretlands. Danskennsla í grunnskólum hér á landi hefur vakið mikla athygli þar í landi og víðar en í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að kenna skuli dans á öllum aldurs- stigum. Að sögn Matthildar Guðmunds- dóttur, kennsluráðgjafa hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sem unnið hefur að skipulagningu dans- náms í grunnskólum um árabil, styrkti menntamálaráðuneytið und- ir stjórn Björns Bjarnasonar, þá- verandi menntamálaráðherra, verkefnið auk Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Hún segir Reykjavík- urskólana vera í forystusveit hvað varðar danskennslu en skólum hef- ur fjölgað jafnt og þétt sem bjóða danskennslu á fastri stundaskrá. Myndin var tekin í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar í tilefni af útgáfu myndbandsins fyrir skömmu. Morgunblaðið/Jim Smart Frá vinstri: Ingibjörg Róbertsdóttir danskennari, Björn Bjarnason, fyrrv. menntamálaráðherra, Heiðar Ástvaldsson danskennari, Matthildur Guð- mundsdóttir kennsluráðgjafi og Runólfur B. Leifsson hjá Fræðslumiðstöð. Danskennsla vekur athygli erlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.