Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 7 6 4 7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni EMBÆTTISMENN ogáhrifamiklir álitsgjafar íbandarískum stjórnmálumeru sammála um að þær fullyrðingar að víðáttumikil gjá hafi opnast milli Bandaríkjastjórnar og Evrópuþjóðanna undanfarin misseri séu orðum auknar. Sennilega hafi þó sambandið yfir Atlantsála aldrei ver- ið jafnslæmt og nú. Þar ráði m.a. ágreiningur um Alþjóðasakamála- dómstólinn, Kyoto-sáttmálann, stefnu gagnvart átökum Ísraela og Palestínumanna, að ekki sé talað um þær yfirlýsingar Bandaríkjamanna um að þeir séu reiðubúnir til að efna einhliða til hernaðaraðgerða í Írak verði þarlend stjórnvöld ekki við kröfum um afvopnun. Ljóst er af öllu að töluverð umræða fer nú fram í Bandaríkjunum um sambandið við Evrópumenn. Ýmis sjónarmið eru uppi í þeirri umræðu. M.a. eru til þeir sem segja engu máli skipta lengur hvað Evrópumenn séu að hugsa. Evrópa hafi eitt sinn (þ.e. eftir seinna stríð) verið vettvangur þeirra áskorana sem við blöstu en svo eigi einfaldlega ekki við lengur. Þar ríki nú friður. Bandaríkin hafi því áhyggjur af þróun mála í öðrum heimshlutum, auk þess sem viðskipti við Asíulönd skipti æ meira máli og áhrif spænskumælandi fólks (ættað frá Suður- og Mið-Ameríku) aukist dag frá degi vestra. Aðrir segja að ekki megi gera of mikið úr þessu. „Vissulega sjást merki um spennu, t.d. í verslun og viðskiptum [tollar á stáli, o.s.frv.] en sú spenna tekur einungis til um 3% heildarviðskipta okkar,“ segir emb- ættismaður í utanríkisráðuneytinu. Undir þetta sjónarmið tekur dr. Daniel Hamilton, sérfræðingur um samskipti Evrópu og Bandaríkjanna, en hann bendir m.a. á að enn sem komið er fjárfesti Evrópubúar mest allra í Bandaríkjunum, auk þess sem nefna megi að 60% allra bandarískra námsmanna sem velji að stunda nám tímabundið erlendis, haldi til Evrópu. Hamilton segir að þegar um meiri- háttar pólitískar aðgerðir sé rætt sýni sagan að einungis þegar Evrópa og Bandaríkin beiti sér í sameiningu fá- ist hlutirnir gerðir. Þegar ósætti ríki þeirra í millum virki það sem bremsa á allar tilraunir til að mjaka málum fram. „Þrátt fyrir yfirborð hlutanna, sem benda til að við séum að sigla í sitthvora áttina nú um stundir, er staðreyndin sú að við erum í reynd að sigla á hvort annað,“ segir Hamilton. „Við erum nú að takast á við vanda- mál í samskiptum okkar sem eru sprottin af því hversu samband okkar er náið. Menn mega ekki missa sjónar á þessu, oftúlka hlutina þó að upp komi spenna.“ Og allir viðmælenda Morgunblaðs- ins, jafnvel þeir sem héldu á lofti þeirri skoðun að Evrópubúar yrðu einfaldlega að gera sér grein fyrir því að þeir skiptu Bandaríkin minna máli en áður, voru sammála um að þegar til kastanna kæmi væru svipuð gildi í hávegum höfð í Evrópu og Bandaríkj- unum. Það skipti miklu máli og bendi til að menn muni áfram eiga samleið. Sýna ekki alltaf nærgætni Robert Legvold, prófessor í stjórn- málafræði við Columbia-háskóla í New York, segir að greina hafi mátt ýmis merki um það í forsetatíð Bills Clintons að vík væri að myndast milli vina, Evrópubúar teldu Bandaríkin ekki lengur huga nægilega að sjón- armiðum annarra þjóða og alþjóða- stofnana. Mun rammar kveði hins vegar að þessu eftir að George W. Bush tók við sem forseti. Margir embættismenn viðurkenna að Bush-stjórnin hafi ekki alltaf sýnt nægilega nærgætni í diplómatískum störfum sínum. Til að mynda bendir embættismaður í öldungadeild Bandaríkjaþings á að það hafi ekki verið ýkja gáfulegt hjá Bush að til- kynna sólarhring áður en von var á Gerhard Schröder, kanslara Þýska- lands, í heimsókn til Washington, að Bandaríkin hygðust segja sig að fullu frá Kyoto-sáttmálanum. Embættismaðurinn fer ekki ofan af því að bæði Kyoto-sáttmálinn og sáttmálinn um stofnun Alþjóða- glæpadómstólsins séu slæmir samn- ingar. Rétt hafi verið af Bandaríkja- stjórn að að hafna þeim. Það breyti þó ekki því að bagalegt sé hversu margir helstu leiðtogar Bush-stjórnarinnar virðist gangast upp í því að storka bandamönnum sínum. „Ákvörðunin um að hafna þessum sáttmálum var ekki röng. Í stað þess að reita banda- menn okkar til reiði hefðum við hins vegar einfaldlega átt að nota þau góðu rök gegn þeim sem fyrir hendi voru,“ segir hann. Er þessi sami embættismaður reyndar afar hneykslaður á fram- komu ótilgreindra Evrópusambands- þjóða í þessu máli en hann fullyrðir að þegar deilan kom fyrst upp hafi þær bent Bandaríkjamönnum á að nýta sér heimild í 98. grein stofnsáttmála dómstólsins, en hún felur í sér að land geti samið um það við þjóðir, sem full- gilt hafa sáttmálann, að þær framselji ekki þegna þess til dómstólsins. Þegar Bandaríkjamenn gerðu ein- mitt þetta hafi þjóðirnar, sem lögðu þessa leið til, gagnrýnt Bandaríkja- stjórn fyrir að vilja ekki hlíta alþjóða- sáttmálum eða lúta sömu lögmálum og aðrir. „Það orðspor sem af Bush-stjórn- inni fer gerir henni vissulega erfitt fyrir að ná markmiðum sínum,“ segir háttsettur embættismaður hjá þjóð- aröryggisráðinu bandaríska. „Margir hafa mótað sér skoðun á stjórninni sem ekki er studd neinum rökum. Stundum þurfum við ekki annað en ganga í salinn til að menn fari að gagnrýna okkur,“ segir þessi emb- ættismaður og er að vísa til þeirra óláta sem urðu þegar Colin Powell ut- anríkisráðherra flutti ávarp á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálf- bæra þróun í Jóhannesarborg í Suður-Afríku nú í haust. Má skilja orð hans þannig að þó að stjórn Bush sé misskilin af umheim- inum sé þar sumpartinn um sjálf- skaparvíti að ræða. Dr. Terry Deibel, prófessor við National War College í Washington og sérfræðingur um þjóðaröryggis- mál, segir enga furðu þó að mörgum finnist stefna Bush-stjórnarinnar ein- kennast af hroka gagnvart öðrum. Bush-stjórnin sé afar upptekin af þeirri staðreynd að Bandaríkin séu eina stórveldið sem eftir sé. Ofur- máttur Bandaríkjanna sé slíkur að aðrir hljóti að fylgja þeim. Bush- stjórnin virðist ekki skilja almenni- lega að vald þýði ekki í öllum tilfellum áhrif. Til að hafa áhrif og þannig ná sínu fram þurfi menn að vinna með fólki, ekki á móti. „Verkaskipting“ ekki jákvæð Ekki er þó aðeins um það að ræða að Bandaríkjastjórn sé gagnrýnd fyr- ir að vilja grípa inn í mál þegar henni sýnist og þar sem henni sýnist. Að- gerðaleysi Bandaríkjastjórnar er einnig til umræðu því mörgum Evr- ópumanninum finnst ekki að Bush hafi beitt sér nægilega í deilu Ísraela og Palestínumanna. Er Bush raunar oftlega sakaður um að vera vilhallur Ísraelum í þessari tilteknu deilu; sem hafi slæm áhrif á stöðu mála í músl- ímaheiminum, þar sem þegar gæti sterkrar andúðar í garð Vesturlanda. Af viðbrögðum embættismanns í öldungadeildinni má hins vegar ráða að menn viti einfaldlega lítið hvað til bragðs skuli taka í Mið-Austurlönd- um. Hann spyr hvers vegna sífellt sé verið að gagnrýna Bandaríkjastjórn í þessu efni, Evrópubúar standi jafn- ráðþrota frammi fyrir vandamálinu og hún. Annað málefni, sem orðið hefur til- efni nokkurs ágreinings, er sú krafa Bandaríkjamanna að Evrópuþjóðirn- ar, þ.e. bandalagsþjóðir þeirra í NATO, auki til muna fjárframlög sín til varnarmála. Telja þeir þetta nauð- synlegt eigi að takast að ráða niður- lögum alþjóðlegra hryðjuverkahópa. Er skemmst frá því að segja að marg- ar Evrópuþjóðir hafa daufheyrst við þessum köllum, að minnsta kosti enn sem komið er, og hefur það valdið nokkurri gremju í Washington. Þær hugmyndir falla ekki í kramið að komið verði á eins konar verka- skiptingu, sem fæli í sér að Bandarík- in sjái um hernaðaraðgerðir en Evr- ópuþjóðirnar um að „hreinsa til“ á eftir, þ.e. sjá um uppbyggingarstarf að loknum stríðsaðgerðum (með vís- an til Bosníu, Kosovo og hugsanlega Íraks í framtíðinni). Segir Daniel Hamilton að þetta myndi leiða til klofnings [e. strategic divorce] og sjálfsagt á endanum illvígra deilna. 11. september markar þáttaskil Þó að sú umræða, sem hér hefur verið lýst, fari einkum fram meðal ráðamanna og stjórnmálaspekúlanta þá snerta sum þessara mála einnig venjulega borgara. Það á t.d. við um skiptar skoðanir Bandaríkjamanna og Evrópubúa um erfðabreytt mat- væli (sjá sérfrétt). Hið sama má segja um atburðina 11. september árið 2001 en þeir mörk- uðu þáttaskil í Bandaríkjunum. Þó að þess hafi þegar verið tekið að gæta að Bush-stjórnin hneigðist til þess að að- hafast einhliða í mörgum málum [e. unilateralism] geri baráttan gegn hryðjuverkum það að verkum að Bandaríkjastjórn sé einfaldlega stað- ráðin í að gera það sem til þarf til að tryggja öryggi borgara sinna. Menn hirði minna um það en áður hvort þeir stígi á annarra manna tær. „Þú getur aldrei ofmetið áhrif 11. september. Árásirnar þann dag gerðu fólk einfaldlega dauðhrætt,“ segir Alison Smale hjá The New York Times. Í sama streng tekur fræðimaður- inn Michael O’Hanlon, virtur álits- gjafi frá Brookings-stofnuninni. Hann tekur undir að það sé að mörgu leyti óheppileg staðreynd að Bush- stjórnin skyldi þegar hafa verið búin að reita sína helstu bandamenn til nokkurrar reiði. Þó að allir hefðu sýnt Bandaríkjunum mikla samúð vegna atburðanna 11. september hafi það orðspor, sem Bush-stjórnin hafði þegar tryggt sér, gert það að verkum að hún hafi kannski ekki sama svig- rúm til aðgerða og hún ella hefði haft. Vík milli vina Öllum er ljóst að samband Evrópuþjóða og Bandaríkjastjórnar hefur oft verið betra. Davíð Logi Sigurðsson var á ferð um Banda- ríkin og heyrði hvaða mat þarlendir embætt- ismenn og álitsgjafar leggja á stöðuna. Reuters Það hefur alls ekki alltaf farið svona vel á með þeim Gerhard Schröder (t.v.), kanslara Þýskalands, Jacques Chirac (t.h.), forseta Frakklands, og forseta Bandaríkjanna, George W. Bush. david@mbl.is ’ Stundum þurfumvið ekki annað en ganga í salinn til að menn fari að gagn- rýna okkur. ‘ LANDBÚNAÐUR er mikilvægasta atvinnugreinin í Iowa-ríki, en Iowa er eitt af hinum svokölluðu Miðvest- urríkjum Bandaríkjanna. Hvergi í Bandaríkjunum er framleitt jafn mikið magn af sojabaunum eða svínakjöti. Þá standa bændur í Iowa framarlega hvað varðar eggjafram- leiðslu og nauta- og kornrækt. Helstu borgirnar í Iowa eru Des Moines, Cedar Rapids og Iowa-borg en engin þeirra er ýkja stór, og hvar sem komið er má sjá víðáttumikil ræktarlönd. Morgunblaðið hitti að málið tvo bændur, þá David Schmidt og Thomas Hotz, sem báðir eiga býli í nágrenni Iowa-borgar. Schmidt ræktar ásamt syni sínum sojabaunir á um það bil eitt þúsund hektara býli og Hotz er nautabóndi, var m.a. á ferðalagi um Kína nýverið í þeim er- indagjörðum að reyna að glæða við- skipti með nautakjöt þangað. Fram kemur í máli Schmidts að sojabaunirnar sem hann framleiðir teljist erfðabreytt matvæli. Má ráða af honum að bændur í Bandaríkj- unum séu allt annað en ánægðir með það hversu Evrópubúar séu tregir til að höndla með slík mat- væli. „Við áttum okkur ekki alveg á því hvers vegna Evrópubúar hafa svona miklar áhyggjur af þessu. Vís- indalegar rannsóknir sýna að þessi matvæli eru örugg, framleiðsla þeirra er hagkvæm að öllu leyti og þau endast mun betur. Að vísu vit- um við að Evrópumenn hafa þurft að taka á vandamálum, sem við þekkjum ekki, en engu að síður vek- ur afstaða þeirra nokkra gremju.“ Er óhætt að segja að bændur í ríkjum eins og Iowa, þar sem stöð- ugt hefur þrengt að landbúnaðar- framleiðslu, hafi áhyggjur af þessu tiltekna máli miklu fremur en deil- um um Alþjóðastríðsglæpadómstól- inn en Kyoto-sáttmálann, enda ræðst tilvera þeirra af því hversu vel þeim gengur að selja vörur sínar á erlendum markaði. Rekstrarráðgjafinn John McNutt, sem býr í bænum Westbranch í út- jaðri Iowa, segir marga gruna Evr- ópubúa um græsku þegar kemur að erfðabreyttum matvælum. Ýmsir telji að afstaða Evrópumanna mótist af því að þeir einfaldlega vilji ekki eiga viðskipti við bændur í Banda- ríkjunum. Þær tilfinningar breyti þó ekki því að íbúar í Iowa séu jákvæð- ir í garð Evrópu, margir geti rakið ættir sínar þangað og í grundvall- aratriðum sé um sterk tengsl að ræða. Erfðabreytt matvæli og Evrópa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.