Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 59 BJÖRN Bjarnason gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna og sækist eftir 3. sætinu. Björn er fjöl- hæfur stjórnmálamaður með dýr- mæta þekkingu á mikilvægum mála- flokkum. Sem mennta- málaráðherra skilaði hann afar góðu starfi. Aldrei hafa fleiri sótt sér mennt- un á framhalds- og háskólaskólastigi og fjölbreytni framhaldsnáms er meiri en nokkru sinni fyrr. Þekking Björns á utanríkis- og ör- yggismálum er einnig þjóðþekkt. Það er nauðsynlegt fyrir þingflokk sjálfstæðismanna að hafa á að skipa mönnum sem hafa kynnt sér þau mál rækilega. Síðast en ekki síst hefur Björn, vegna stöðu sinnar sem leiðtogi borgarstjórnarflokksins, góða yf- irsýn yfir hagsmunamál Reykvík- inga. Þingmaður, sem er öllum hnút- um kunnugur í málefnum höfuðborgarinnar, er afar dýrmætur fyrir Reykvíkinga. Ég hvet alla sjálfstæðismenn til þess að tryggja Birni Bjarnasyni örugga kosningu í prófkjörinu 22.– 23. nóvember. Björn Bjarnason til forystu Hrefna Ástmarsdóttir, stjórnmála- fræðinemi og stjórnarmaður í SUS, skrif- ar: KATRÍN Fjeldsted læknir er fjöl- gáfuð og hæfileikarík kona með ríka starfs- og lífsreynslu að baki. Rödd hennar og viðhorf spegla þá grund- vallarstefnu Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir allra þjóðfélagshópa séu hafðir að leiðarljósi og menning og mannsæmandi kjör eigi að vera réttur hvers manns. Hún hefur mikla reynslu af borgarmálum eft- ir 12 ára starf sem borgarfulltrúi. Hún er þekkt fyrir störf sín í þágu umferðarmála og heilbrigðismála í Reykjavík, ekki síst fyrir lækkun hámarkshraða í íbúðabyggð, byggingu heilsugæslu- stöðva og bætta þjónustu í heima- hjúkrun. Katrín er fjölmenntuð, stundaði tónlistarnám frá barnsaldri og lista- og menningarmál eru henni hug- stæð, ásamt umhverfis- og meng- unarmálum. En það besta við hana er að hún er alþýðleg og hlý og ber hag náungans fyrir brjósti af sannri réttlætiskennd. Katrín er þingmað- ur fólksins í borginni og ég hvet alla að tryggja henni fjórða sætið í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. Katrínu í 4. sætið Þuríður Pálsdóttir skrifar: PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram 22.–23. nóvember næstkomandi. Meðal frambjóðenda er Guðrún Inga Ingólfsdóttir, 30 ára hagfræðingur. Hennar helstu áherslumál eru af- nám tolla, einföldun skattkerfisins og lækkuð greiðslu- byrði námslána. Þannig vill hún bæta lífskjör allra landsmanna og auð- velda ungu fólki að koma undir sig fótunum. Einnig hefur hún lagt áherslu á að afnema tvísköttun, hvar sem hún finnst í skattkerfinu. En þeir skattar sem hún leggur mesta áherslu á að afnema eru eignar- og erfðafjárskattur. Guðrún Inga er ung kona með ákveðnar skoðanir sem á fullt erindi inn á Alþingi Ís- lands og mun þekking hennar og reynsla af hagfræði og fjármálum án efa nýtast þar vel. Því styð ég Guð- rúnu Ingu í prófkjörinu um helgina. Guðrúnu Ingu í 9. sæti Eysteinn Guðmundsson bifreiðasmiður skrifar: SEM formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks um nokkurra ára skeið vann Guðmundur Hallvarðs- son ötullega í verkalýðsarmi flokksins. Guð- mundur var þá og er góður málsvari þeirra gilda að Sjálfstæðisflokk- urinn er flokkur allra stétta. Í mörg ár hefur í um- ræðunni verið krafa um sveigj- anleg starfslok. Guðmundur gegndi formennsku í nefnd um sveigjanleg starfslok á vegum for- sætisráðuneytis sem skilaði af sér nú í október sl. merkilegum til- lögum í átt til þess sem menn hafa um langan tíma fjallað um í ræðu og riti. Það er mér bæði ljúft og skylt að hvetja alla þá sem taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins hér í Reykjavík að setja Guð- mund Hallvarðsson í fimmta sætið – því þar fer bæði öflugur og góð- ur maður. Guðmund í fimmta sætið! Hilmar Guðlaugsson, fv. borgarfulltrúi, skrifar: EINI ókosturinn við að búa í Hafnarfirði er að geta ekki tekið þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík um helgina. Í því tæki ég glaður þátt til að styðja framboð Björns Bjarnason- ar. Þó ekki nema vegna mikilla end- urbóta sem urðu á menntakerfinu í tíð hans sem menntamálaráðherra. En ekki síð- ur vegna þeirrar byltingar sem varð í starfsumhverfi íþróttahreyf- ingarinnar á Íslandi meðan hann var íþróttaráðherra. Líklega hefur enginn íþróttaráðherra reynst íþróttahreyfingunni betri liðs- maður en hann. Sem þingmaður og ráðherra hefur Björn aldrei setið aðgerðalaus heldur hrundið hverju umbótamálinu af öðru í framkvæmd, af einbeitni og stefnufestu sem afreksmanni sæmir. Slíkum mönnum þurfum við á að halda í stafni þjóðarskút- unnar. Hvet ég íþróttamenn í Reykjavík til að styðja Björn til þriðja sætis í prófkjörinu. Styðjum afreks- manninn Björn Ágúst Ásgeirsson, blaðamaður og fyrrver- andi stjórnarmaður í ÍSÍ, skrifar: Karlmennska sn‡st ekki um heppni... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 94 49 11 /2 00 2 debenhams S M Á R A L I N D ...Hún sn‡st frekar um a› vera réttur ma›ur á réttum sta› og réttum tíma Þess vegna viljum við bjóða þér að koma á herradaga í Debenhams dagana 22. og 23. nóvember. ...nokkuð sem gæti ávaxtast ríkulega með réttri ráðstöfun – og smá heppni! Dagskrá Vínsmökkun frá Allied Domecq föstudag frá kl. 15-18 og laugardag frá kl. 13-17 Kaffikynning Te & kaffi kynna Sælkerakaffi Ferskur ilmur Kynning á nýjum og ferskum herrailmum og rakspírum Tilboð 1.000 kr. gjafabréf í Debenhams fyrir hverjar 5.000 kr. sem þú verslar í herradeild, alla helgina...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.