Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 59

Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 59 BJÖRN Bjarnason gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna og sækist eftir 3. sætinu. Björn er fjöl- hæfur stjórnmálamaður með dýr- mæta þekkingu á mikilvægum mála- flokkum. Sem mennta- málaráðherra skilaði hann afar góðu starfi. Aldrei hafa fleiri sótt sér mennt- un á framhalds- og háskólaskólastigi og fjölbreytni framhaldsnáms er meiri en nokkru sinni fyrr. Þekking Björns á utanríkis- og ör- yggismálum er einnig þjóðþekkt. Það er nauðsynlegt fyrir þingflokk sjálfstæðismanna að hafa á að skipa mönnum sem hafa kynnt sér þau mál rækilega. Síðast en ekki síst hefur Björn, vegna stöðu sinnar sem leiðtogi borgarstjórnarflokksins, góða yf- irsýn yfir hagsmunamál Reykvík- inga. Þingmaður, sem er öllum hnút- um kunnugur í málefnum höfuðborgarinnar, er afar dýrmætur fyrir Reykvíkinga. Ég hvet alla sjálfstæðismenn til þess að tryggja Birni Bjarnasyni örugga kosningu í prófkjörinu 22.– 23. nóvember. Björn Bjarnason til forystu Hrefna Ástmarsdóttir, stjórnmála- fræðinemi og stjórnarmaður í SUS, skrif- ar: KATRÍN Fjeldsted læknir er fjöl- gáfuð og hæfileikarík kona með ríka starfs- og lífsreynslu að baki. Rödd hennar og viðhorf spegla þá grund- vallarstefnu Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir allra þjóðfélagshópa séu hafðir að leiðarljósi og menning og mannsæmandi kjör eigi að vera réttur hvers manns. Hún hefur mikla reynslu af borgarmálum eft- ir 12 ára starf sem borgarfulltrúi. Hún er þekkt fyrir störf sín í þágu umferðarmála og heilbrigðismála í Reykjavík, ekki síst fyrir lækkun hámarkshraða í íbúðabyggð, byggingu heilsugæslu- stöðva og bætta þjónustu í heima- hjúkrun. Katrín er fjölmenntuð, stundaði tónlistarnám frá barnsaldri og lista- og menningarmál eru henni hug- stæð, ásamt umhverfis- og meng- unarmálum. En það besta við hana er að hún er alþýðleg og hlý og ber hag náungans fyrir brjósti af sannri réttlætiskennd. Katrín er þingmað- ur fólksins í borginni og ég hvet alla að tryggja henni fjórða sætið í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. Katrínu í 4. sætið Þuríður Pálsdóttir skrifar: PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram 22.–23. nóvember næstkomandi. Meðal frambjóðenda er Guðrún Inga Ingólfsdóttir, 30 ára hagfræðingur. Hennar helstu áherslumál eru af- nám tolla, einföldun skattkerfisins og lækkuð greiðslu- byrði námslána. Þannig vill hún bæta lífskjör allra landsmanna og auð- velda ungu fólki að koma undir sig fótunum. Einnig hefur hún lagt áherslu á að afnema tvísköttun, hvar sem hún finnst í skattkerfinu. En þeir skattar sem hún leggur mesta áherslu á að afnema eru eignar- og erfðafjárskattur. Guðrún Inga er ung kona með ákveðnar skoðanir sem á fullt erindi inn á Alþingi Ís- lands og mun þekking hennar og reynsla af hagfræði og fjármálum án efa nýtast þar vel. Því styð ég Guð- rúnu Ingu í prófkjörinu um helgina. Guðrúnu Ingu í 9. sæti Eysteinn Guðmundsson bifreiðasmiður skrifar: SEM formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks um nokkurra ára skeið vann Guðmundur Hallvarðs- son ötullega í verkalýðsarmi flokksins. Guð- mundur var þá og er góður málsvari þeirra gilda að Sjálfstæðisflokk- urinn er flokkur allra stétta. Í mörg ár hefur í um- ræðunni verið krafa um sveigj- anleg starfslok. Guðmundur gegndi formennsku í nefnd um sveigjanleg starfslok á vegum for- sætisráðuneytis sem skilaði af sér nú í október sl. merkilegum til- lögum í átt til þess sem menn hafa um langan tíma fjallað um í ræðu og riti. Það er mér bæði ljúft og skylt að hvetja alla þá sem taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins hér í Reykjavík að setja Guð- mund Hallvarðsson í fimmta sætið – því þar fer bæði öflugur og góð- ur maður. Guðmund í fimmta sætið! Hilmar Guðlaugsson, fv. borgarfulltrúi, skrifar: EINI ókosturinn við að búa í Hafnarfirði er að geta ekki tekið þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík um helgina. Í því tæki ég glaður þátt til að styðja framboð Björns Bjarnason- ar. Þó ekki nema vegna mikilla end- urbóta sem urðu á menntakerfinu í tíð hans sem menntamálaráðherra. En ekki síð- ur vegna þeirrar byltingar sem varð í starfsumhverfi íþróttahreyf- ingarinnar á Íslandi meðan hann var íþróttaráðherra. Líklega hefur enginn íþróttaráðherra reynst íþróttahreyfingunni betri liðs- maður en hann. Sem þingmaður og ráðherra hefur Björn aldrei setið aðgerðalaus heldur hrundið hverju umbótamálinu af öðru í framkvæmd, af einbeitni og stefnufestu sem afreksmanni sæmir. Slíkum mönnum þurfum við á að halda í stafni þjóðarskút- unnar. Hvet ég íþróttamenn í Reykjavík til að styðja Björn til þriðja sætis í prófkjörinu. Styðjum afreks- manninn Björn Ágúst Ásgeirsson, blaðamaður og fyrrver- andi stjórnarmaður í ÍSÍ, skrifar: Karlmennska sn‡st ekki um heppni... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 94 49 11 /2 00 2 debenhams S M Á R A L I N D ...Hún sn‡st frekar um a› vera réttur ma›ur á réttum sta› og réttum tíma Þess vegna viljum við bjóða þér að koma á herradaga í Debenhams dagana 22. og 23. nóvember. ...nokkuð sem gæti ávaxtast ríkulega með réttri ráðstöfun – og smá heppni! Dagskrá Vínsmökkun frá Allied Domecq föstudag frá kl. 15-18 og laugardag frá kl. 13-17 Kaffikynning Te & kaffi kynna Sælkerakaffi Ferskur ilmur Kynning á nýjum og ferskum herrailmum og rakspírum Tilboð 1.000 kr. gjafabréf í Debenhams fyrir hverjar 5.000 kr. sem þú verslar í herradeild, alla helgina...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.