Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 73 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfstæður, kraft- mikill og lífsglaður og hefur mikinn áhuga á börnum. Komandi ár mun á vissan hátt marka nýtt upphaf. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þig langar til að vera heima og taka það rólega en á sama tíma þráirðu spennu og róm- antík. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt ánægjulegar sam- ræður við systkini þín eða aðra ættingja. Þetta er þátt- ur í þróun sem mun leiða til bættra fjölskyldutengsla og standa allt næsta ár. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert tilbúinn að leggja fé í skemmtanir í dag. Þú hefur gaman af leikjum, gátum og stuttum ferðalögum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tunglið fer inn í merkið þitt í dag og það eykur hæfni þína til að takast á við óreiðu og spennu á heimilinu. Gerðu það sem þú getur og reyndu að hafa ekki áhyggj- ur af öðru. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Afstaða himintunglanna gerir það að verkum að þú þarft á einveru og hvíld að halda. Leggstu fyrir framan sjónvarpið eða njóttu þess að vera með fjölskyldunni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur bæði hug á að auka tekjur þínar og útgjöld. Vinnusemi þín kemur sér vel því þú þarft að fjár- magna neyslu þína. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að kaupa gjöf handa foreldri þínu eða yf- irboðara. Þú munt ekki sjá eftir því. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Endaðu vikuna á að gera eitthvað óvenjulegt. Breyttu út af vananum með því að fara aðra leið heim, fara í framandi bókabúð eða safn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur áræði til að kveða þér hljóðs. Þú hefur eitthvað fram að færa og vilt að það sé hlustað á þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tunglið hefur öfug áhrif á stjörnumerki þitt og því reynir á þolinmæði þína. Reyndu að vera hjálplegur og veita öðrum stuðning. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt flestir hægi á sér þegar dregur á vikuna ættirðu að reyna að halda þínu striki. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gefðu þér tíma til að leika þér í dag. Skelltu þér í bíó, leikfimi eða stutt ferðalag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. OFT er spurt í upphafi bridsþrauta: Hvernig á að spila gegn bestu vörn? Þeir menn eru til sem telja þetta ranga áherslu. Rétt væri að orða spurninguna svo: Hvernig á að spila gegn venjulegri vörn? Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 10 ♥ 743 ♦ ÁD843 ♣G1042 Suður ♠ ÁG6 ♥ ÁKD ♦ 92 ♣ÁK953 Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Fimm lauf er betri samningur, en suður endar í þremur gröndum og fær út smáan spaða. Austur lætur kónginn og suður tekur með ás. Og nú eru spurningarnar tvær: Hvernig á að spila gegn bestu vörn og gegn eðli- legri vörn? Prósentuleiðin er nokk- uð augljós: Leggja niður ÁK í laufi og vona það besta. Ef drottningin kem- ur eru 10 slagir í húsi, en það er líka í lagi þótt vest- ur hafi byrjað með Dxx: Norður ♠ 10 ♥ 743 ♦ ÁD843 ♣G1042 Vestur Austur ♠ D9843 ♠ K752 ♥ 109 ♥ G8652 ♦ G76 ♦ K105 ♣D76 ♣8 Suður ♠ ÁG6 ♥ ÁKD ♦ 92 ♣ÁK953 Kemur önnur leið til greina? Vissulega. Það er hugmynd að spila strax tígulníu upp á ás og rúlla svo laufgosanum hringinn. Þannig vinnst spilið ef austur á Dxx, og ennfrem- ur þegar vestur á lauf- drottningu OG tígulkóng. Í legunni að ofan fær vörnin tækifæri til að ná spilinu þrjá niður ef vestur spilar tígli. En mun hann gera það? Spilamennska sagnhafa bendir til að hann hafi byrjað með K9x(x) í litnum. Hin „eðlilega“ vörn væri að spila hjarta í þeirri von að makker eigi ásinn. Jafn- vel spaða, því auðvitað gæti austur verið með gosann. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT Sjá, gröfin hefur látið laust til lífsins aftur herfang sitt, og grátur snýst í gleðiraust. Ó, Guð, ég prísa nafnið þitt. Nú yfir lífs og liðnum mér skal ljóma sæl og eilíf von. Þú vekur mig, þess vís ég er, fyrst vaktir upp af gröf þinn son. Á hann í trúnni horfi ég, og himneskt ljós í myrkri skín, með honum geng ég grafarveg sem götu lífsins heim til þín. Björn Halldórsson Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 23. nóvember, verður áttræður Sveinbjörn Guð- mundsson, Heiðarbrún, Stokkseyri. Hann og eigin- kona hans, Ingibjörg Sigur- grímsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum á af- mælisdaginn milli kl. 15 og 18 í íþróttahúsinu á Stokks- eyri. 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. d4 cxd4 5. Rf3 Rc6 6. cxd4 d6 7. Bc4 Rb6 8. Bb5 dxe5 9. Rxe5 Bd7 10. Bxc6 Bxc6 11. Rxc6 bxc6 12. O-O e6 13. Be3 Be7 14. Rd2 O-O 15. Hc1 Dd5 16. b3 Hfd8 17. De2 Db5 18. Df3 Rd5 19. Hc4 a5 20. a4 Db7 21. g3 Bb4 22. Re4 Ha6 23. Bg5 Hb8 24. Bf4 Hd8 25. Hb1 Hb6 26. Be5 Bf8 27. g4 f6 28. Bg3 Hb4 29. Hxb4 Dxb4 30. Hd1 Rb6 31. g5 f5 32. Rc3 c5 33. Rb5 Rd5 34. dxc5 Dxc5 35. Rc7 Dc6 36. Dh1 Staðan kom upp á Ólympíuskák- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Bled. Helgi Ólafs- son (2476) hafði svart gegn Levente Vajda (2576) en sá síðarnefndi snerti drottninguna án þess að gera sér grein fyrir að hvert sem hún færi fengi hann tapað tafl. Eftir þó nokkra umhugsun lék hann 36. Dh1 en 36. Dh5 hefði veitt harðvítugra við- nám. Eftir textaleikinn átti svartur hið einfalda 36...Rf4! sem þvingaði hvítan til upp- gjafar þar sem hann verður mát bæði eftir 37. Hxd8 Dc1+ og 37. Dxc6 Hxd1#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. GULLBRÚÐ- KAUP. Í dag, föstudaginn 22. nóvember, eiga 50 ára hjúskapar- afmæli hjónin Soffía Jó- hannsdóttir og Jón G. Hjálmarsson. Þau halda upp á daginn í faðmi fjöl- skyldunnar. Hlutaveltur Morgunblaðið/Golli Þessar duglegu stúlkur, Snædís Tara Brynjólfsdóttir, Hlín Jóhannesdóttir og Hanna Ragnarsdóttir, héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu 9.291 kr. Morgunblaðið/Ragnhildur Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 5.060 til styrktar Um- hyggju. Þær heita María Haraldsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir og Auður Edda Erlendsdóttir. Björn og Stefán bestir í tvímenningi á Akureyri Nú er aðaltvímenningi Brids- félags Akureyrar, Akureyrartví- menningnum, lokið. Akureyrar- meistarar urðu þeir Björn Þorláks- son og Stefán Stefánsson. Lokastaða efstu manna varð þessi: Björn Þorlákss. og Stefán Stefánss. 133 Reynir Helgas. og Örlygur Örlygss. 81 Pétur Guðjónss. og Stefán Ragnarss. 77 Stefán Vilhjálmss. og Hermann Huijbens 58 Jón Sverriss. og Una Sveinsd. 47 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 18. nóvember var spilað þriðja kvöldið af fimm í að- altvímenningi félagsins. Niðurstaða kvöldsins varð annars sem hér segir: Lárus Pétursson – Sveinbjörn Eyjólfss. 71 Eyjólfur Sigurjónsson – Jóhann Oddss. 46 Guðjón Karlsson – Alda Guðnadóttir 37 Guðrún Sigurðard. – Ragna Sigurðard. 32 Eyjólfur Örnólfsson – Jón Pétursson 21 Staða efstu para/tríóa eftir þrjú kvöld er þannig: Sveinbjörn – Lárus – Þorvaldur 141 Flemming Jessen – Guðm. Þorsteins. 124 Kristján – Guðjón – Alda 116 Ingólfur – Magnús – Jóhannes 65 Bridsfélag Hreyfils Nú er aðeins einni umferð ólokið í sveitakeppninni og þrjár sveitir berjast um efsta sætið. Staðan getur vart verið meira spennandi en staða efstu sveita er nú þessi: Daníel Halldórsson 150 Vinir 146 Rúnar Gunnarsson 144 Sigurður Ólafsson 120 Jón Egilsson 120 Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FRÉTTIR SKRIFSTOFA upplýsingamála Sameinuðu þjóðanna fyrir Norður- löndin hefur opnað nýja heimasíðu á íslensku í tilefni af alþjóðaári fersk- vatnsins árið 2003. Árið mun vekja athygli á þeim vanda er vatnsskorti fylgir og verður vettvangur til að framfylgja aðgerðum og hleypa af stað nýjum framkvæmdum er varða vatnsauðlindir; alþjóðlegum, svæðis- bundnum og á landsvísu. Á nýju heimasíðunni er m.a. að finna staðreyndir um ferkskvatn, viðeigandi samninga og reglugerðir, nýjustu skýrslu aðalframkvæmda- stjóra, Kofi Annan, og tengingar inn á viðeigandi stofnanir SÞ sem hafa með málefni ferskvatnsins að gera. Heimasíðuna má skoða á eftirfar- andi slóð: http://www.un.dk/ice- landic/environment/Ferskvatn/ Index.htm. Ný heimasíða um ferskvatn í heiminum Peysur og pils Bankastræti 11 • sími 551 3930 Lára Margrét áfram í 5. sæti Kynntu flér stefnumálin á www.laramargret.is e›a hringdu í síma 551 3339 og 861 3298 Næsta námskeið verður haldið sunnudaginn 17. nóvember Aðventukransar, hurðaskeytingar og jólaskreytingar. Skráning í síma 555 3932 • Upplýsingar í síma 897 1876 VR-styrkurSölusýning á staðnum Uffe Balslev blómaskreytir Jólaskreytingar í Hvassahrauni Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Dragtir Ný sending Mikið úrval Opið laugard. 11-15 Úlpur á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.