Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra er ekki hlynnt því að
hækka bílprófsaldurinn í 18 ár í því
skyni að auka umferðaröryggi. Kom
þetta fram í ávarpi hennar á um-
ferðarþingi í gær. Hún bindur hins
vegar vonir við þá nýbreytni sem
felst í að gefa þeim, sem eru ný-
komnir með ökuréttindi, kost á að
fara í svokallað akstursmat eftir
eins árs ökupróf. Þeir sem standa
sig vel í matinu fá þá fullnaðar-
skilríki. Akstursmatið verður tekið
upp eftir áramótin og er ætlað að
stuðla að því að nýir ökumenn vandi
sig sérstaklega vel í upphafi akst-
ursferils síns.
Ráðherra sagði einnig að sérstök
æfingasvæði eða svokölluð ökugerði
gætu aukið færni ökumanna en
notkun þeirra er skyldubundin í
ökunámi í nágrannalöndunum þar
sem ökumenn eru þjálfaðir í hálku-
akstri og akstri á malarvegum. Hef-
ur ráðherra falið Umferðarstofu að
leita allra leiða til þess að unnt verði
að koma fyrsta ökugerðinu á fót en
erfiðlega hefur gengið að finna fjár-
hagsgrundvöll fyrir rekstri slíkra
svæða.
Ráðherra hefur skipað umferðar-
öryggisnefnd undir formennsku Óla
H. Þórðarsonar, framkvæmdastjóra
Umferðarráðs, sem ætlað er að
vinna að framgangi þingsályktunar
um stefnumótun um aukið umferð-
aröryggi. Samkvæmt henni ályktar
Alþingi að fyrir lok ársins 2012 skuli
stefnt að fækkun banaslysa og ann-
arra alvarlegra umferðarslysa um
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra ávarpaði Umferðarþing í gær.
Vill ekki hækka bíl-
prófsaldur í 18 ár
Morgunblaðið/Golli
40%. „Skal hún [nefndin] ásamt
Umferðarráði leitast við að ná sem
víðtækastri samstöðu í þjóðfélaginu
um bætta umferðarmenningu og á
að leita allra tiltækra leiða til þess
að stemma stigu við alvarlegum um-
ferðarslysum. Skal að því stefnt að
sem flestir aðila, sem koma að um-
ferðaröryggismálum með einhverj-
um hætti, setji sér skýr markmið og
vinni samkvæmt þeim,“ sagði Sól-
veig.
Í nefndinni sitja Óli H. Þórðar-
son, Ellen Ingvadóttir, löggiltur
skjalaþýðandi og dómtúlkur, Gunn-
ar Felixson, forstjóri Tryggingamið-
stöðvarinnar hf., Jón F. Bjartmarz,
yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglu-
stjóra, Kristján Vilhelm Rúriksson
verkfræðingur, fulltrúi Umferðar-
stofu, Rögnvaldur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs Vegagerð-
arinnar, Sandra Baldvinsdóttir,
lögfræðingur í dómsmálaráðuneyt-
inu, varaformaður Umferðarráðs,
og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga.
Gripið til ýmissa aðgerða í þágu umferðaröryggis
ÍSLENDINGAR hafa ekki viður-
kennt það til fulls að mannlegt sé að
gera mistök í akstri úti á vegum.
Þetta sagði Rögnvaldur Jónsson,
formaður rannsóknanefndar um-
ferðarlysa, á umferðarþingi í gær.
„Að gera mistök í umferðinni þarf
ekki endilega að hafa í för með sér
dauða eða alvarleg meiðsli,“ sagði
hann. Hann lýsti þeirri skoðun að
ganga þyrfti þannig frá vegum og
umhverfi þeirra að það leiddi ekki
til dauðaslyss eða alvarlegra
meiðsla þótt ökumanni, sem hlýddi
umferðarreglum, yrðu á mistök.
Þegar kemur að banaslysum hér-
lendis eru ytri aðstæður ráðandi í
15% tilvika og sagði Rögnvaldur að
stór hluti vegakerfisins væri hættu-
legur ökumönnum, sem yrðu á mis-
tök, þótt þeir færu að lögum.
Sem dæmi má nefna of bratta
fláa við vegi sem valda því að bílar
velta lendi þeir á annað borð út af.
Rögnvaldur benti einnig á að mörg
slys yrðu þegar bílar lentu á grjóti
eða í skurði við útafakstur og þá
hættu mætti minnka með því að
fjarlægja slíkar fyrirstöður. Þá
nefndi hann að lengja þyrfti vegrið
við brýr, fækka einbreiðum brúm
og banna bílaplön við þjóðvegi á
borð við planið við Litlu kaffistof-
una á Suðurlandsvegi. Skapar það
hættu, þegar ökumenn geta nánast
ráðið því hvar af þjóðveginum þeir
fara inn á planið.
Þá taldi hann einnig koma til álita
að lækka hámarkshraða á sumum
vegum, þ.e. þar sem ekki er hægt
að koma í veg fyrir að bílar rekist
hver framan á annan.
Mannlegt að
gera mistök
SKARPHÉÐINN Berg Stein-
arsson hefur verið ráðinn sem
framkvæmdastjóri hjá Baugi-
ID, en hann
var þar til í
síðustu viku
skrifstofustjóri
í forsætisráðu-
neytinu. Þar
hafði hann
starfað frá
1998, en áður
var hann
deildarstjóri í
fjármálaráðu-
neytinu 1991–
1998.
Skarphéðinn var ritari fram-
kvæmdanefndar um einka-
væðingu frá árinu 1992 þar til
nú, er hann hætti í ráðuneyt-
inu.
Hann segir ástæður breyt-
ingarinnar vera að hann hafi
starfað lengi hjá ráðuneytinu
og að tími hafi verið kominn til
að skipta um vettvang. „Þegar
mér bauðst þetta tækifæri
ákvað ég því að slá til,“ segir
hann.
Skarphéðinn var stunda-
kennari við viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands
1994–1998 og starfaði sem sér-
fræðingur í fjárlaga- og hag-
sýslustofnun 1987–1989. Hann
útskrifaðist sem viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla Íslands 1987
og með MBA-gráðu frá Uni-
versity of Minnesota árið 1990.
Hann stundaði einnig fram-
haldsnám við Oklahoma State
University 1990–1991.
Skarphéðinn er kvæntur
Sigríði Jóhannesdóttur kenn-
ara og eiga þau þrjú börn.
Skarphéðinn
Berg
Steinarsson
Skarp-
héðinn
til Baugs UM 30 félagar í Hjálparsveit skáta í
Reykjavík brugðu sér upp á bekkina
í Blóðbanka Íslands í gær og létu
tappa af sér blóði. Með blóðsöfn-
uninni vildu þeir heiðra látna félaga
í Blóðgjafarsveit skáta í Reykjavík
sem stofnuð var árið 1935. Hver fé-
lagi fór fjórum sinnum á ári og gaf
blóð og fékk sveitin 50 krónur í
hvert skipti. Skátafélag Reykjavíkur
stofnaði síðan sérstaka blóðgjaf-
arsveit sem allir 17 ára og eldri gátu
gengið í. Sú sveit starfaði allt þar til
Blóðbankinn tók til starfa árið 1953.
Blóðsöfnunin í gær var jafnframt
liður í hátíðarhöldum vegna 70 ára
afmælis sveitarinnar á þessu ári. Á
morgun verður opið hús í höf-
uðstöðvum sveitarinnar að Mal-
arhöfða 6. Þar geta gestir og gang-
andi kynnt sér starfsemina og eiga
þar allir að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi, m.a. flugeldsýningu sem
hefst klukkan 18.
Morgunblaðið/Kristinn
Linda Björnsdóttir gefur blóð og dóttirin, Eyrún Magnúsdóttir, fylgist með, en Halldóra Halldórsdóttir tappar af.
Skátar
gáfu blóð
TÆPLEGA fertugur sjúkraflutn-
ingamaður í Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins var í gær dæmdur í níu
mánaða fangelsi fyrir kynferðislega
áreitni gegn konu sem verið var að
flytja með sjúkrabíl á Landspítal-
ann. Var maðurinn dæmdur fyrir að
káfa á og sleikja brjóst konunnar og
þukla á henni innan og utan klæða.
Maðurinn neitaði sök en DNA-rann-
sókn leiddi í ljós leifar af munnvatni
mannsins á brjósti konunnar. Atvik-
ið átti sér stað í ágúst í fyrra þegar
verið var að flytja konuna á sjúkra-
hús eftir að hún reyndi sjálfsvíg á
heimili sínu. Konan kvaðst hafa
skammast sín fyrir sjálfsvígstilraun-
ina og því tekið fyrir andlit sitt þegar
hún var flutt í sjúkrabílinn en alls
ekki verið meðvitundarlaus. Um leið
og komið var á sjúkrahús sagði hún
hjúkrunarfræðingi og síðan lækni
frá því að hún hefði orðið fyrir kyn-
ferðislegri áreitni í sjúkrabílnum.
Sjúkraflutningamaðurinn sem ók
sjúkrabílnum sagðist ekki hafa orðið
var við neitt óvenjulegt aftur í bíln-
um á leiðinni á Landspítalann.
Hjúkrunarfræðingur sem tók á móti
konunni kvaðst hafa talið að sjúkra-
flutningamennirnir hefðu lýst kon-
unni með skertari meðvitund en
henni fannst sjálfri. Læknir sem
annaðist konuna fljótlega eftir að
hún kom á sjúkrahús, sagði að konan
hefði verið með fullri meðvitund. Í
niðurstöðu dómsins segir að helsta
sönnunargagn í málinu sé framburð-
ur konunnar. Trúverðugleiki hans
styrkist af ákveðnum vísbendingum
um að sjúkraflutningamaðurinn hafi
talið meðvitund hennar skerta. Þá
ráði niðurstöður DNA-rannsóknar á
munnvatni sem fannst á geirvörtu
konunnar úrslitum svo telja verði
það hafið yfir skynsamlegan vafa að
maðurinn hafi áreitt konuna kyn-
ferðislega. Skýringar mannsins á að
hann hefði þann kæk að þurrka úr
munnvikunum sí og æ þóttu fjarlæg-
ar. Sjúkraflutningamaðurinn hafði
ekki áður sætt refsingum. Fjölskip-
aður dómur Héraðsdóms Reykjavík-
ur segir að maðurinn hafi brugðist
miklu trausti. Brotið væri svo alvar-
legt að það kæmi ekki til greina að
skilorðsbinda dóminn. Auk refsing-
arinnar var maðurinn dæmdur til að
greiða konunni 400.000 krónur í
miskabætur auk sakarkostnaðar.
Héraðsdómararnir Jón Finnbjörns-
son, Kristjana Jónsdóttir og Skúli J.
Pálmason kváðu upp dóminn. Verj-
andi mannsins var Guðmundur
Ágústsson hdl. en réttargæslumaður
konunnar var Helga Leifsdóttir hdl.
Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari
sótti málið f.h. ríkissaksóknara.
Í yfirlýsingu frá slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins segir m.a. að við-
komandi starfsmaður hafi verið
leystur undan starfsskyldum sínum
sem slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
maður vegna þessa máls í mars og
nú hafi hann alfarið verið leystur
undan starfsskyldum sínum.
Dæmdur fyrir áreitni í sjúkrabíl
ÚTAFAKSTUR og bílveltur voru
langalgengustu orsakir umferð-
aróhappa á þjóðvegarkaflanum
frá Hvalfjarðargöngum til Ólafs-
fjarðarvegar frá 1997 til 2000,
samkvæmt rannsókn sem lög-
reglan á Blönduósi gerði í sam-
starfi við Félagsvísindastofnun
HÍ. Niðurstöðurnar voru kynnt-
ar á fimmta umferðarþingi Um-
ferðarráðs í gær. Á umræddu
fjögurra ára tímabili urðu 600
óhöpp og áttu 900 ökumenn hlut
að máli að ótöldum farþegum í
bílum þeirra. Útafakstur var or-
sök óhappanna í 40% tilvika og í
16% tilvika var skepnum um að
kenna. Óhöpp vegna framúrakst-
urs áttu sér stað í 8% tilvika. Gá-
leysi ökumanna var um að kenna
í 30% tilvika og mátti rekja 28%
óhappanna beinlínis til brota á
umferðarreglunum.
Hörður Ríkharðsson lög-
reglumaður sagði að ökumenn
hefðu í 17% tilvika kennt veðri
um og borið fyrir sig mistök í
15% tilvika. 10% kenndu um ein-
beitingarleysi og jafnhátt hlut-
fall kenndi veginum um óhappið.
Sagði Hörður að 30% óhappanna
hefðu orðið við úrvalsskilyrði.
Ekki mætti ofmeta áhrif hálku,
myrkurs og slæmra skilyrða.
Útafakstur algengasta orsökin
og sökin oftast ökumanna