Morgunblaðið - 01.12.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.12.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ - Vönduð gjöf sem endist allt árið Ekkert tímarit flytur fólki í útlöndum jafn fjölbreytta mynd af Íslandi og Iceland Review. VERÐ AÐEINS 3. 175,- sendingarkostnaður innifalinn PANTIÐ GJAFAÁSKRIFTIR í síma 512 7575 eða á askrift@icelandreview.com Áskrift að Iceland Review er tilvalin gjöf fyrir vini og viðskiptaðila á erlendri grundu. w w w . i c e l a n d r e v i e w . c o m ICELAND REVIEW ÍSLENSKIR sjúklingar með bein- þynningu munu taka þátt í klín- ískri rannsókn sem nú er í und- irbúningi og gerð verður á um 800 sjúklingum í ellefu Evrópulöndum. Rannsóknin beinist að áhrifum nýrrar tegundar lyfjameðferðar á beinþynningu, en rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að lyfið stuðli að beinauppbyggingu, minnki líkur á beinbrotum og auki beinþéttni. Vonast er til að með- ferðin standi almenningi í Evrópu til boða snemma á næsta ári, en bandaríska lyfjaeftirlitið gaf leyfi fyrir skráningu lyfsins fyrr í þess- ari viku. Lyfjameðferðin sem um ræðir nefnist teriparatíds og byggist á nýjustu þróun í líftækni. Segir í fréttatilkynningu frá lyfjafyrirtæk- inu Lilly að lyfið stuðli að fram- leiðslu nýrra beinvefja með því að auka fjölda og virkni beinmynd- andi frumna í beinunum. Ter- iparatíd sé fyrsta meðferð sinnar tegundar, þar sem þau beinþynn- ingarlyf sem nú séu á markaðnum miði einungis að því að hægja á eða stöðva beinþynningu. Rannsóknir sem gerðar voru í Bandaríkjunum hafa gefið góða raun, að því er fram kemur í til- kynningunni. Líkur á beinbrotum í hryggjarliðum hafi minnkað um 65% hjá þeim sem notuðu ter- iparatíd, miðað við þá sem tóku lyfleysu. Líkur á öðrum bein- brotum, t.d. í úlnlið, rifbeinum, mjöðmum, ökklum og fótum, hafi minnkað um 53% samanborið við lyfleysu. Kom fram í sérstakri rannsókn sem gerð var á karl- mönnum með alvarlega beinþynn- ingu að beinþéttni jókst um 5% eða meira hjá 53% þeirra sem tóku teriparatíd en hjá um 10% þeirra sem tóku lyfleysu. Beinþynning herjar bæði á konur og karla, en stærsti áhættuhópurinn er konur eftir tíðahvörf. Talið er að beinþynn- ing hrjái eina af hverjum þremur íslenskum konum yfir fimmtugu. Segjast forsvarsmenn Lilly von- ast til þes að með teriparatídi verði hægt að bæta líf fjölda fólks um allan heim sem þjáist af alvarlegri beinþynningu og áframhaldandi rannsóknir geti leitt til frekari uppgötvana í bar- áttunni við þennan sjúkdóm. Rannsóknin hér á landi verður gerð undir stjórn læknanna Gunnars Sigurðssonar prófessors og Björns Guðbjörnssonar, lækn- is og formanns Beinverndar. Björn segir að alls muni 15 ís- lenskir sjúklingar taka þátt í rannsókninni hér á landi. Á Ís- landi séu 1.000–1.200 beinbrot á ári tengd beinþynningu, þar af um 200 mjaðmabrot sem eru hvað dýrust og sársaukafyllst. Legukostnaður 180–210 milljónir króna á ári Kostnaður samfélagsins vegna beinþynningarbrota sé mjög mikill. Samkvæmt könnun sem Beinvernd gerði nýlega liggi á hverjum degi 12–14 sjúklingar á stóru sjúkra- húsunum vegna beinþynning- arbrota. Legukostnaður sé um 180–210 milljónir á ári en við það bætist kostnaður vegna endurhæf- ingar, heimilishjálpar og umönn- unar einstaklinganna. Fyrsta lyfið sem eykur beinþéttni kannað hér LJÓÐABÓK Jó- hanns Hjálmars- sonar, Hljóðleik- ar, og skáldsaga Álfrúnar Gunn- laugsdóttur, Yfir Ebrofljótið, eru tilnefndar af Ís- lands hálfu til Bókmenntaverð- launa Norður- landaráðs 2003. Úr því verður skorið á fundi dóm- nefndar í Stokkhólmi í lok janúar hvaða bók hlýtur Norðurlandaráðs- verðlaunin að þessu sinni. Verð- launaupphæðin er 350.000 dansk- ar krónur. Íslenskir full- trúar í dómnefnd Norðurlandaráðs eru Dagný Krist- jánsdóttir bók- menntafræðingur og Sveinbjörn I. Baldvinsson skáld. Varamaður er Soffía Auður Birgisdóttir bók- menntafræðingur. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Hljóðleikar og Yfir Ebrofljótið valdar Álfrún Gunnlaugsdóttir Jóhann Hjálmarsson ÞETTA leit ekki vel út fyrir Grafarvogsbúa til að byrja með. Á fyrstu tíu mínútunum frá því lögreglan setti upp vegartálma á Gullinbrú skömmu fyrir miðnætti á föstudag og stöðvaði bíla á leið suður brúna, voru tveir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur. Þetta reyndust þó vera einu ölvuðu ökumennirnir af þeim um 700 sem lögreglan stöðvaði frá um 23.30 til 1.30. Þrír voru próf- lausir og nokkrir tugir höfðu gleymt ökuskírteininu heima. Með átakinu vildi lögreglan í Reykjavík minna ökumenn á að áfengi og akstur fara ekki saman. Rætt var við ökumenn og þeim afhent dreifirit þar sem m.a. kemur fram að í fyrra hafi 939 ökumenn verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögregl- unnar. Þeir hafa verið heldur færri á þessu ári en of snemmt er að segja til um niðurstöðu ársins þar sem yfirleitt er mest um ölv- unarakstur í desember. Forsmekkurinn „Þetta er bara forsmekkurinn,“ sagði Jóhann Karl Þórisson lög- reglumaður þegar Morgunblaðið ræddi við hann á Gullinbrú í gær- kvöldi. Næstu vikur muni lög- reglan setja upp vegatálma víðs vegar um borgina og kanna ástand ökumanna. „Fólkið tekur vel í þetta. Það er líka ágæt til- breyting að lögregla sé ekki að sekta heldur fyrst og fremst að ræða við ökumenn.“ Yfirleitt séu nokkrir ökumenn stöðvaðir sem hafi fengið sér neðan í því. Aðal- atriðið sé þó forvarnargildið sem felst í slíkum aðgerðum. Jóhann Karl ljóstraði því upp að lögreglan ætlaði að vera með sams konar umferðarátak í borg- inni á laugardagskvöld en eins og við var að búast neitaði hann að gefa upp tíma og stað. Morgunblaðið/Júlíus „Maður er alveg bláedrú á föstudagskvöldi. Þetta náttúrlega gengur ekki,“ sagði Stefán Harald Berg Petersen en var augljóslega ekki full alvara. „Nei, auðvitað verður þetta að vera svona enda er maður á bíl.“ Stefán og Þor- steinn M. Kristinsson voru á leið í Garðabæinn þegar lögregla stöðvaði þá á Gullinbrú og allt var í stakasta lagi. Lögreglan eykur eftir- lit í jólamánuðinum SAMKOMULAG hefur náðst milli forráðamanna Raufarhafnarhrepps og eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaganna um að sveitarfélag- ið yrði aðstoðað eftir megni við fjár- hagslega endurskipulagningu. Að sögn Garðars Jónssonar, starfs- manns nefndarinnar og skrifstofu- stjóra sveitarstjórnarmála í félags- málaráðuneytinu, stendur til að gera samning við sveitarfélagið um nauð- synlegar aðgerðir. Litið sé svo á að með þeim aðgerðum verði fjárhags- vandi Raufarhafnarhrepps leystur. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hefur sveitarfélagið þurft að glíma við mikla fjárhagserfið- leika, svo mikla að um tíma í haust leit út fyrir að starfsmenn fengju ekki greidd laun. Verst mun lausa- fjárstaðan vera. Hefur vandinn m.a. verið rakinn til fjárfestinga hrepps- ins í innlendum og erlendum hluta- bréfum sem ekki skiluðu tilætluðum arði. Þannig tapaði það umtalsverð- um fjármunum vegna þessa árið 2000. Voru hlutabréfin keypt eftir ráðgjöf frá verðbréfafyrirtæki þegar Raufarhafnarhreppur seldi hlut sinn í útgerðarfyrirtækinu Jökli fyrir um 580 milljónir króna. Á þeim tíma hvíldi 300 milljóna króna lán á sveit- arsjóði sem greitt var upp. Raunhæfar áætlanir „Sveitarfélagið þarf að fara í gegn- um endurfjármögnun skammtíma- skulda þannig að þeim verði breytt í langtímaskuldir. Einnig þarf rekstr- arhagræðing að eiga sér stað, sem forráðamenn hreppsins hafa sýnt fram á með raunhæfum hætti að geti gengið. Til að styrkja þetta taldi eft- irlitsnefndin rétt, samkvæmt reglum hennar, að gera samning við sveitar- félagið um þær aðgerðir sem grípa þarf til,“ sagði Garðar. Ekki hafa nein tímamörk verið sett en Garðar sagði stjórnendur sveitarfélagsins hafa verið með í höndum raunhæfar áætlanir um rekstur þess til næstu þriggja ára. Raufarhafnarhreppur semur við eftir- litsnefnd með fjármálum sveitarfélaga Endurfjármögnun skulda og rekstr- arhagræðing
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.