Morgunblaðið - 01.12.2002, Qupperneq 11
þar eru fá tækifæri fyrir vel menntað fólk á
öðrum sviðum en í heilbrigðis- eða mennta-
geiranum.“
Að lækka menntunarstigið
Hvað um þá leið sem nú á að fara til að
bæta atvinnulíf fyrir austan?
Stefanía segist sammála því að stóriðja
fyrir austan verði vítamínsprauta fyrir
byggðarlögin þar og margir muni fá vinnu
meðan uppbyggingin stendur yfir. Þegar
byggingartímanum lýkur og regluleg starf-
semi álvers hefst tekur nýtt skeið við.
„Ákveðinn hópur einstaklinga fær þar
vinnu og annar hópur lifir af þjónustu við ál-
verið. Auðvitað verður fullt af Íslendingum
sem vinna þarna, en það er í sjálfu sér ekki
mikið atvinnuleysi fyrir austan en hins veg-
ar mörg láglaunastörf. Ef þetta verður til
þess að breyta því verður þetta til góðs. Ein-
hvern veginn er ég þó þeirrar skoðunar að
öll þessi umræða um stóriðju hér og stóriðju
þar ýti undir að ungt fólk fari ekki í skóla og
mennti sig. Þarf þjóðfélagið á því að halda
að lækka menntunarstigið? Við þurfum frek-
ar að hækka það.“
Skortur á verk- og tæknimenntuðum
Stefanía segir að á undanförnum árum
hafi orðið fjölgun háskólamenntaðra hér á
landi. Þegar kreppir að þá fá ekki allir vinnu
við hæfi. Það er raunar háð atvinnugreinum.
Er þetta ekki í mótsögn við þá fullyrðingu
að fólk eigi að afla sér menntunar? Hvar á
menntafólk að fá vinnu ef ástandið er svona?
„Það hefur borið aðeins á því að vel
menntað fólk sé án vinnu og nýjustu dæmin
eru uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu
þar sem fjöldi vel menntaðra missti vinnuna.
Síðan hefur borið á að margar góðar um-
sóknir séu á bak við hverja auglýsingu um
starf. Það sem gerist er að vinna háskóla-
menntaðs fólks fylgir oft efnahagssveiflum, í
greinum sem eru mjög háðar sveiflum. Það
hefur orðið viss samdráttur í hugbúnaðar-
og viðskiptageiranum undanfarið sem kemur
niður á menntafólki í þeim greinum. Með því
að hækka menntastig er ég ekki að tala um
að allir fari í háskóla. Aftur á móti er skort-
ur á verk- og tæknimenntuðu fólki. Það þarf
líka að efla verkmenntaskóla og bjóða upp á
fleiri styttri námsleiðir til að auka breiddina.
Þegar horft er yfir sviðið í dag eru tveir
hópar mest áberandi, annars vegar háskóla-
menntað fólk og svo verkafólk. Það vantar
að brúa bilið betur. Menntað fólk er líklegra
til að laga sig að nýju starfi en aðrir.“
Að brúa menntabilið
Stefanía hætti hjá Iðntæknistofnun haust-
ið 2000 og gerðist framkvæmdastjóri
Menntar – samstarfsvettvangs atvinnulífs
og skóla. Þar starfaði hún í tæp tvö ár og
vann að því að brúa menntabilið.
„Mennt var stofnuð 1998 af Samtökum at-
vinnulífsins, stéttarfélögunum, framhalds-
skólum, aðallega verkmenntaskólum, og há-
skólunum. Þetta eru regnhlífarsamtök og
markmiðið að stuðla að aukinni verk-
menntun á Íslandi. Til dæmis með samráði
og umsýslu fyrir ákveðna sjóði Evrópusam-
bandsins sem stuðla að aukinni verk-
menntun. Verkefnum var skipt í þrjá flokka:
Evrópuverkefni, umsýslu fyrir ESB. Sér-
stök átaksverkefni fyrir menntamálaráðu-
neytið, eins og viku símenntunar og UT-
ráðstefnu. Í þriðja lagi ákveðin þróun-
arstarfsemi, eins og Upplýsingaveita um
námsframboð mennt.is. Þar eru á einu vef-
svæði upplýsingar um allt námsframboð fyr-
ir ofan grunnskólastigið.“
Samhliða starfinu hjá Mennt var Stefanía
í MBA-námi við Háskóla Íslands og lauk því
sl. vor. Hún segir að tíminn hjá Mennt hafi
verið mjög góður skóli fyrir starf hennar hjá
Tækniháskólanum. En er hún ekki í neinu
námi nú?
„Ég er farin að ókyrrast. Ég hef alltaf
haft mikla þörf fyrir að ná mér í nýja þekk-
ingu. Þó að ég sé ekki í skóla er ég alltaf
með bunka af bókum á náttborðinu og vildi
helst geta lesið tvo tíma á hverju kvöldi. Ég
hef alltaf lesið mikið og þegar ég meðtók þá
vitleysu sem unglingur að skólaganga væri
úr tísku las ég skáldsögur. En frá því að ég
uppgötvaði hvað það er gaman að lesa náms-
bækur og fræðibækur hef ég varla lesið eina
einustu skáldsögu.“
Stefanía segist aðallega lesa um viðskipti,
stefnumótun, árangursstjórnun, rekstur fyr-
irtækja og starfsmannamál. „Ég er gríð-
arlega verkefnadrifin og gríp fegins hendi ef
ég finn betri aðferðafræði við að koma hlut-
um í verk. Svo er einn bókaflokkur, sem
tæplega telst til námsbóka, sem ég hef mjög
gaman af að lesa. Það eru sálfræðitengdar
bækur, bækur um að þekkja sjálfan sig. Í
þessum bókum fær maður reglulega áminn-
ingu, þær minna mann oft harkalega á hvað
betur má fara og hjálpa manni að komast í
gegnum ólgusjóina. Ég á til dæmis allar
bækur Brians Tracy. Ein þeirra er bók-
staflega að detta í sundur vegna lesturs.
Þótt sumt sé yfirborðskennt þá er í þeim
góður og gagnlegur boðskapur. Heilbrigð al-
menn skynsemi um að setja sér markmið í
lífinu og hvernig á að ná þeim.“
Tækifærið í Tækniháskólanum
Tækniháskóli Íslands var stofnaður form-
lega 1. júní sl. Eins og nafnið bendir til er
skólinn háskóli og „leggur áherslu á að veita
hagnýta menntun á tæknisviðum“ eins og
segir í nýsamþykktum reglum skólans. Starf
rektors var auglýst laust til umsóknar í
byrjun maí sl. og Stefanía sendi inn umsókn
sína á síðasta degi umsóknarfrests.
„Ég fékk að vita síðdegis á föstudegi 28.
júní sl. að ég væri skipuð rektor og ætti að
byrja mánudaginn 1. júlí. Þá var ég á leið í
sumarfrí og ekki hætt hjá Mennt,“ segir
Stefanía. „Í stað sumarleyfis var ég því farin
að vinna á tveimur stöðum. Ég skilaði af
mér hjá Mennt og fór að kynna mér hlutina
hér. Það er varla hægt að segja að ég hafi
fengið sumarfrí í ár. Ég tek það bara næsta
sumar.“
Stefanía segir að tvær ástæður hafi verið
helstar fyrir því að hún sótti um starfið. Í
fyrsta lagi áhugi hennar á menntun og
skólamálum. „Ef maður hefur brennandi
áhuga á einhverju reynir maður að komast í
stjórnunarstöðu á því sviði til að geta látið
gott af sér leiða. Í öðru lagi var Tækniskól-
inn búinn að vera í lausu lofti í nokkur ár og
framtíð hans óráðin. Ýmist átti að leggja
hann niður, selja hann, sameina öðrum eða
breyta. Í 3–4 ár var lítið vitað um hvernig
skólanum myndi reiða af. Þegar tekin var
ákvörðun um að breyta skólanum formlega í
háskóla sá ég gríðarlega mörg spennandi
tækifæri við uppbygginguna. Það hefur
reynst rétt og þetta hefur verið magnaður
tími. Það er tækifæri lífsins að fá svona
stofnun í hendurnar og byggja hana upp.“
Rammi skólastarfsins er annars vegar lög
frá Alþingi og hins vegar reglur um
Tækniháskóla Íslands sem samþykktar voru
af háskólaráði THÍ 22. nóvember sl.
„Nú þegar reglurnar eru komnar er hægt
að fara að byggja upp fyrir alvöru,“ segir
Stefanía. „Í haust höfum við keyrt á gamla
kerfinu, því það tekur tíma að innleiða nýja
hluti. Í dag eru auglýstar stöður deild-
arforseta yfir kennsludeildunum. Við reikn-
um með að ráða þá eftir áramótin. Þá má
segja að burðarvirkið í sé komið. Síðan tek-
ur við að byggja upp vinnuferla. Við byrjum
fljótlega að vinna að stefnumótun þar sem
við skilgreinum framtíðarsýn og stefnu skól-
ans. Í framhaldi af því ætla ég að innleiða
árangursstjórnun sem nefnist samhæft ár-
angursmat. Sú aðferðafræði mun hjálpa
okkur að taka stefnuna og koma henni í
framkvæmd.“
Nú eru sjö aðaldeildir við skólann, þar af
ein frumgreinadeild á framhaldsskólastigi. Í
framtíðinni verða þrjár deildir á há-
skólastigi: Tæknideild, heilbrigðisdeild og
rekstrardeild, auk frumgreinadeildarinnar.
„Það kemur að okkur að þróa nýjar náms-
brautir. Til dæmis verður boðið upp á nám í
rafmagnstæknifræði til BS-gráðu í fyrsta
sinn á Íslandi. Það eru miklir möguleikar á
að bæta við nýjum námsbrautum með sam-
kennslu í deildum skólans. Við munum einn-
ig fara að undirbúa meistaranám og rann-
sóknaumhverfi á næstu árum. Þá munum við
huga að því að bjóða upp á fjarnám og sí-
menntun. Umhverfið hreinlega kallar á
það.“
Vantar fleiri nemendur
Stefanía segir að Tækniháskólinn byggi á
traustum grunni og bjóði upp á öflugar
námsbrautir.
„Ég vil leggja áherslu á að fjölga nem-
endum í skólanum og þá sérstaklega í
tæknigreinum. Nú eru þeir of fáir á mörgum
sviðum sem gerir rekstrareiningarnar óhag-
kvæmar. Á næstu vikum munum við leggja
áherslu á að kynna skólann undir nýju nafni
og merki. Bæta ímynd skólans. Það hefur
verið talað um að þessi skóli hafi verið eitt
best geymda leyndarmálið í menntakerfinu.“
Stefanía segir að Tækniháskólinn muni
marka sér bás í hópi íslensku háskólanna
átta. „Okkar sérstaða verður fyrst og fremst
á sviði tækni- og heilbrigðisgreina. Mun-
urinn á tæknifræðináminu hér og verkfræð-
inni í Háskóla Íslands er heilmikill. Okkar
nám tekur meira mið af hagnýtum lausnum
og nemendasamsetningin er önnur. Stór
hluti af okkar nemendum eru iðnaðarmenn
sem hafa verkþekkingu og eru eldri en nem-
endur í öðrum háskólum oft á tíðum.
Heilbrigðisgreinarnar, meinatækni og
geislafræði, eru hvergi kenndar annars stað-
ar. Rekstrardeildin hjá okkur hefur tölu-
verða sérstöðu og leggur áherslu á markaðs-
fræði og vörustjórnunarfræði.“
Stefanía væntir þess að áherslan, upp-
byggingin og fjölgun nemenda verði fyrst og
fremst í tæknigreinunum. En hvernig er
kynjaskiptingin?
„Nemendur í tæknigreinunum eru lang-
flestir karlkyns, í rekstrardeildinni er hlut-
fall kynjanna næstum jafnt og í heilbrigð-
isdeildunum eru nánast eingöngu konur.“ Í
Tækniháskólanum eru nú um 700 nemendur
og hlutföll kynjanna eru 62% karlar og 38%
konur. Fastráðnir starfsmenn eru um 60–70
og um 200 stundakennarar.
Stefanía segir skólann í brýnni þörf fyrir
betra húsnæði. Í dag er skólinn í leigu-
húsnæði á Höfðabakka 9, iðnaðarhúsnæði
sem ekki er beint heppilegt til skólahalds.
„Vonandi finnst lausn á því fljótlega,“ seg-
ir Stefanía. „Það fer ekki saman að vera með
Tækniháskóla og geta ekki boðið upp á þá
tækni sem nútíminn krefst. Í þessu húsnæði
er til dæmis ekki gert ráð fyrir þeirri miklu
tölvustarfsemi og rafmagnsnotkun sem
skólastarfið krefst. Það er skiljanlegt að
húsnæðismálin hafi verið í biðstöðu meðan
óvissa ríkti um skólann. Nú er biðstaðan á
enda og við horfum langt fram á veg. Við er-
um best og ætlum að vera enn betri. Hér
verður toppfólk sem stýrir skólanum fram á
veg og frábærir kennarar sem bjóða nem-
endum það besta í miðlun fræða. Slæmt ef
umgjörðin hamlar því.“
Líf utan vinnu
Stefanía reynir að eyða sem mestu af frí-
tíma sínum með dætrunum og segist að-
spurð eiga mikið líf utan vinnunnar.
„Ég hef áhuga á alltof mörgu! Ég hleyp
með trimmhópi Grafarvogs, sem er af-
skaplega skemmtilegur félagsskapur. Við
erum búin að hlaupa saman í tíu ár. Þar
reyni ég að mæta þrisvar í viku og oftar á
sumrin. Þá á ég sumarbústað austur í Lóni
ásamt bræðrum mínum, auk þess að eiga at-
hvarf austur á Jökuldal. Allt mitt fólk býr
fyrir austan. Ég hleð batteríin með því að
fara austur og reyni að komast út úr bænum
eins oft og ég get og þá með fjölskyldunni.
Ég nýt þess virkilega að vera fyrir austan.
Mér finnst veturnir frábærir þegar er
snjór. Þá kemst maður á skíði. Ég er ekkert
ánægð með að hafa sumar fram að jólum og
vor frá jólum. Svo er bridsspilamennskan
ómissandi í mínu lífi. Ég reyni að spila brids
helst vikulega allan veturinn. Ég er í ein-
staklega góðum bridsklúbbi með nokkrum
kjarnorkukonum. Við skemmtum okkur mik-
ið. Okkur á ekki eftir að leiðast í ellinni!
Á sumrin vil ég helst vera á fjöllum. Ég er
í gönguhópi sem fer í eina 4–5 daga ferð á
sumri með bakpoka. Við reynum alltaf að
fara á nýjar slóðir og skoða landið. Svo fer
ég sjálf heilmikið.
Svo á ég góðar veiðigræjur og veiði oft sil-
ung og hef líka gengið til rjúpna. Ég náði
mér í byssuleyfi og keypti mér byssu. Maður
getur ekki verið Jökuldælingur án þess að
eiga byssu!“
En veiðir þú þá ekki hreindýr eins og
sönnum Jökuldælingi sæmir?
„Ég hef oft farið með á hreindýraveiðar,
en ekki skotið hreindýr sjálf. Það er ekkert
grín að meðhöndla hreindýrariffil! Yfirleitt
er það það eina sem ég á í kistunni hreindýr
og eitthvert fuglakjöt. Ég fékk miklu oftar
hreindýrakjöt sem barn heldur en fisk. Að fá
fisk var veisla! Nú sækist ég ekkert sér-
staklega eftir að borða hreindýrakjöt. En
það er gaman að búa til veislu úr hrein-
dýrakjöti fyrir aðra. Ég mundi ekki biðja
um hreindýrakjöt á veitingastað, frekar
fengi ég mér góðan fiskrétt!“
Stefanía með dætrum sínum, Söru (t.v.) og Rut Kristjánsdætrum.
Síðastliðið sumar gekk Stefanía m.a. á Ben Nevis, hæsta fjall Bretlandseyja. Stefanía rær kajak við Æðey í Ísafjarðardjúpi sl. sumar.
gudni@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 11