Morgunblaðið - 01.12.2002, Page 25
varð mikil breyting þegar deildin
flutti á Borgarspítalann, þá komu
hingað slösuð börn, sum mikið slös-
uð, sem flutt höfðu verið á slysadeild
spítalans. Á Sjúkrahúsi Landspítala
í Fossvogi er háls-, nef- og eyrna-
deild og heilaskurðdeild. Einnig hef-
ur verið mjög öflugt samstarf við
Greiningardeild ríksins, ekki síður
eftir að deildin flutti í Fossvoginn.
Þetta hefur mótað starfið töluvert.“
Hvað með ný lyf og nýjar lækn-
ingaaðferðir?
„Það hefur margt breyst í þeim
efnum. Þegar ég kom til starfa voru
mjög mörg börn lögð inn með slæm-
an astma. Það er að verða fátítt að
þessi börn séu lögð inn vegna til-
komu miklu öflugri astmalyfja sem
gerir meðhöndlun utan sjúkrahúss
mögulega. Annað hefur ekki síður
breyst. Nú er bólusett gegn bakt-
eríu sem heitir hemophilus influ-
ensae sem er mjög skæð og ein or-
sök fyrir heilahimnubólgu og
sýkingum í lungum og víðar, þessi
baktería er nánast horfin úr um-
hverfinu sem hefur létt á bráðavökt-
um. Nú er verið að bólusetja fyrir
vissri tegund heilahimnubólgubakt-
eríu, sem og lungnabólgu og fleiri
sýkingum.
Fyrirbyggjandi starf er farið að
skila verulegum árangri og hefur
gjörbreytt starfsvettvangi barna-
deildanna á síðustu 20 árum. Um-
hverfið er orðið gerólíkt. Að sjálf-
sögðu koma inn fárveik börn með
heilahimnubólgur, sýkingar og
heilabólgur en ekki svipað því eins
oft og áður var.
Eitt er þó af því gamla sem skýt-
ur alltaf af og til upp kollinum og
það er kíghósti. Orsökin er kannski
sú að til er að fólk hafni því að láta
sprauta börn sín við þessum sjúk-
dómi af ótta við mögulegar auka-
verkanir. Þetta hefur á köflum verið
nokkuð algengt t.d. í Svíþjóð og í
Skotlandi. En það sýnir sig að ef
fólk hættir að láta bólusetja börn þá
verða mörg dauðsföll af völdum
þeirra sjúkdóma sem bólusett er
fyrir. Kíghósti er mjög hættulegur
sjúkdómur fyrir ungbörn.“
Stöðugar framfarir eiga
sér stað í barnalækningum
Verður hin nýja sameinaða barna-
deild á Landspítalanum við Hring-
braut mjög öflug?
„Já, ég tel svo vera. Við eigum öfl-
ugan mannskap sem vinnur við
barnalækningar. Við eigum sér-
fræðinga í næstum öllum undir-
greinum barnalækninga. Enn fara
íslenskir læknar víða og tileinka sér
nýjungar. Læknar sem starfa hér
hafa starfað á góðum háskólasjúkra-
húsum erlendis, bæði í Bandaríkj-
unum, á Norðurlöndum og víða í
Evrópu. Barnalækningar eru í mik-
illi þróun í öllum greinum. Stöðugar
framfarir eiga sér stað, bæði með
fyrirbyggjandi aðgerðum og nýjum
lyfjum og lækningaaðferðum.
Við erum hins vegar að sjá ým-
islegt nýtt á barnadeildum sem
bregðast þarf við. Eftir að sjálfræð-
isaldur var færður upp koma í aukn-
um mæli inn unglingar með vímu-
efnavandamál og ýmislegt annað
sem ekki kom til kasta barnadeilda
áður. Við vitum ekki enn hvort hin
nýja deild verður í stakk búin til að
mæta slíkum vanda. Annað vanda-
mál er sívaxandi, það er sykursýki,
hún verður æ algengari í börnum en
ekki er vitað hvers vegna. Norður-
lönd eru með hátt nýgengi af syk-
ursýki, þetta er langvinnur og erf-
iður sjúkdómur. Það er því af nógu
að taka þótt tekist hafi að fyrir-
byggja eða minnka nýgengi hvað
suma sjúdóma snertir.“
Leggst af öll starfsemi varðandi
börn á Landsspítala – háskóla-
sjúkrahúsi í Fossvogi þegar barna-
deildin flytur á brott héðan?
„Nei, eins og málin standa núna
er gert ráð fyrir að halda opinni að-
stöðu fyrir börn. Tveir barnalæknar
verða starfandi hér og séð verður
fyrir vaktþjónustu fyrir börn. Börn
sem fara í aðgerð á bæklunarskurð-
deild, heilaskurðdeild eða á háls-,
nef- og eyrndadeild fá inni á þessum
stofum. Ekki er hins vegar gert ráð
fyrir langlegum. Þau börn sem
þurfa að liggja inni í lengri tíma
verða flutt þangað sem betri þjón-
usta er, t.d. kennsla og fleira.“
Veldur fyrirhuguð sameining
blendnum tilfinningum hjá starfs-
fólki deildarinnar hér?
„Það hefur ríkt hér mjög góður
starfsandi og samheldni og því er
ekki að neita að blendnar tilfinn-
ingar láta á sér kræla vegna þessara
breytinga.Yfirgnæfandi er þó sú til-
finning spennu að fá að taka þátt í
skipulagningu starfsins á nýjum
stað með góðu fólki við góðar að-
stæður. Deildin verður starfrækt í
glæsilegu og nýju húsnæði.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 25
www.urvalutsyn.is
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666
og hjá umbo›smönnum um land allt
Úrval-Úts‡n
Borgarveisla
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
1
95
57
11
/2
00
2
*Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting me› morgunver›i í 3 nætur
og íslensk fararstjórn. Fer›ir til og frá flugvelli eru í bo›i á 1.600 kr.
í Budapest og Prag og 1.700 kr í Barcelona.
Barcelona
6. - 9. mars, 27. - 30. mars
Vor 2003
49.970 kr. *
á mann í tvíb‡li á hótel Expo.
Prag
13. - 16. mars, 20. - 23. mars 48.070 kr. *
á mann í tvíb‡li á hótel
Corinthia Panorama.
Budapest
27. - 30. mars, 3. - 6. apríl 52.270 kr. *
á mann í tvíb‡li á hótel
Novotel Centrum.- Perlan vi› Dóná
- Ein fegursta borg Evrópu
- Heillandi heimsborg
Helgarfer›ir í beinu leiguflugi til Barcelona, Budapest og Prag