Morgunblaðið - 01.12.2002, Page 37

Morgunblaðið - 01.12.2002, Page 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 37 FASTEIGNAMARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Sími 588 9090  Fax 588 9095  Síðumúla 21 Eignamiðlunin ehf., Síðumúla 21 og Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu 4 kynna fyrir Gígant ehf. þessar glæsilegu íbúðir Á SÖLUSÝNINGU Í DAG - SÖLUMENN VERÐA Á STAÐNUM KL. 13-16 i i l i f í l t i i i t f i í t f l il í i I Í Glæsilegar íbúðir við Suðurhlíð 38, Fossvogi Glæsilegar íbúðir í vönduðu fjölbýlishúsi á þessum fallega útsýnisstað við Fossvoginn. Allar íbúðirnar af- hendast fullbúnar en án gólfefna og fylgja 1-3 stæði í bílageymslu hverri íbúð. Stærð íbúða er u.þ.b. 90 fm, 105 fm, 126 fm, 132 fm, 140 fm og 180 fm. Lyftur. Stórar suður- og vestursvalir og sérlóðir. Afhending næsta vor. Skilalýsing íbúða Frágangur íbúða: Íbúðirnar afhendast fullbúnar að innan og án gólfefna, en baðherbergi verða flísalögð, einnig verða gólf í þvottahúsum flísalögð. Lofthæð í íbúðunum er um 2,6 m. Eldhús: Eldhúsinnréttingar eru frá HTH og hægt er að velja um nokkrar viðartegundir. Hægt er að velja gran- ít-borðplötur af nokkrum gerðum frá S. Helgasyni og flísar eru á milli efri og neðri skápa. Salerni: Salerni eru vegghengd og með innfelldum kassa, blöndunartæki fyrir baðkar og/eða sturtubotn verða hitastýrð. Önnur blöndunartæki eru einnar handar tæki. Aðrar innréttingar: Skápar verða í svefnherbergjum og anddyri. Arinn, heitur pottur og lýsing. Gert er ráð fyrir arni í nær öllum íbúðum og tengt er fyrir heitum potti á svölum þriðju og fjórðu hæðar og einnig í garði fyrstu hæðar. Innfelld lýsing er að hluta í íbúðum. Frágangur sameignar: Húsið verður fullfrágengið að utan, stigagangar og efsta hæðin verða álklædd, annað verður steinað í ljósum lit. Gluggar verða úr áli að utan en tré að innan, sólstoppgler er í gluggum á suður- og suðvesturhliðum hússins. Svalir þriðju og fjórðu hæðar verða flísalagðar og með snjóbræðslu, svalir annarrar hæðar eru flísa- lagðar án snjóbræðslu og verönd á fyrstu hæð verður hellulögð. Loft í stigagöngum eru sandspörtluð og máluð með plastmálningu. Gólf í stigagöngum eru flísalögð, en önnur gólf í sameign eru meðhöndluð á sér- stakan viðhaldsfrían hátt (Lakro-meðferð). Lýsing í sameign verður fullfrágengin með hreyfiskynjurum. Lyft- ur verða fullfrágengnar og póstkassar settir upp í anddyri ásamt mynddyrasímum. Bílakjallari: Í bílageymslu eru stæði fyrir 79 bíla. Hurð að bílageymslu verður úr stáli og fylgir fjarstýring hverri íbúð. Ör- yggismyndavél verður í bílageymslu og við alla aðalinnganga. Gert er ráð fyrir að allar íbúðir geti tengst ör- yggiskerfi en um þá þjónustu semur hver fyrir sig. Sameign og lóð verða fullfrágengin við afhendingu, þ.m.t púttvöllur og tennisvöllur. Túnþökur, tré og runnar verða eins og sýnt er á teikningum. Stígar verða hellu- lagðir, bílastæði malbikuð, upplýst og merkt. Snjóbræðslulagnir verða í stígum næst húsinu og í rampi. Jón Guðmundsson, löggiltur fasteignasali Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 JÓNSGEISLI 7 - PARHÚS Á BESTA STAÐ Einstaklega vandað, vel hannað og fallegt hús með góðu útsýni, hönnuð- ur er Guðm. Gunnlaugsson arkit. Hús- ið er á tveimur hæðum, alls um 230 fm með innb. bílskúr, tilbúið að utan m. grófj. lóð en í fokheldu ástandi að innan. Húsið er til afhendingar nú þegar. Byggingameistarinn verður á staðnum með teikningar. Verið vel- komin. Verð 17,9 millj. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-16 Um er að ræða stórglæsilegt og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð, 204,0 fm, þar af er bílskúr 34,9 fm. 4 svefnherbergi, stór stofa og gott eldhús ásamt 2 baðherbergjum. Bílskúr er inn- byggður og er innangengt í húsið úr honum. Húsið er tilbúið til afhendingar fullbúið að utan en fokhelt að innan, lóð grófjöfnuð. Byggingaraðili getur skilað húsinu á öllum byggingarstigum. Verð 16,9 millj. Verið velkomin að skoða þetta glæsilega hús. GVENDARGEISLI 60 OPIÐ HÚS Í DAG, Á MILLI KL. 13 OG 17 Sími 568 5556 FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 ÖLDUGATA 34 - NEÐRI SÉRHÆÐ MEÐ BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu vel skipulagða og bjarta 106 fm neðri sérhæð auk 23 fm bíl- skúrs í steinsteyptu þríbýli. Innan íbúðar eru þrjú svefnherbergi og samliggjandi stofur. Parket og flísar á gólfum. Góðar innréttingar. Tvennar svalir úr íbúðinni, önnur í suður og hinar 22 fm afgirtar austursvalir yfir bílskúr. Húsið var málað og viðgert fyrir u.þ.b. fjórum árum. Falleg eign á góðum stað í vesturbænum. ÍBÚÐIN GETUR LOSNAÐ FLJÓTLEGA. Verð 16,9 millj. Áhv. hagstæð húsbréf og lífeyrissj.lán samtals 10,7 millj. Geir og Ragnheiður sýna eignina frá kl. 14:00-17:00 NAUSTABRYGGJA 26 - BRYGGJUHVERFINU Vorum að fá í sölu fallega 150 fm íbúð á 2. hæð í þriggja hæð fjölbýli í þessu skemmtilega hverfi rétt við smábátahöfnina. 3-4 rúmgóð svefnherb., 2 stórar og rúmg. stofur. Góðar suð-vestursvalir. Fallegar inréttingar. Flísar og parket á gólfum. Sameign fullbúin. Lóð í rækt. Íbúðin er laus strax. Verð 18,5 millj. Hermann og Gunnhildur sýna eignina frá kl. 14:00-17:00 HÆÐARGARÐUR 33-35 Fyrir 60 ára og eldri rúmgóð og falleg 65,3 fm 2ja herbergja endaíbúð (snýr í suður og vestur) á 6. hæð í lyftuhúsi. Yfirbyggðar suðursvalir með glæsilegu útsýni. Inngangur í húsið er að norðan- verðu. Mikil sameign fylgir s.s. við inn- gang er stór sólstofa og þaðan er gengið út í suðurgarð með hellulögðum stígum. Frá húsinu er yfirbyggður gang- ur þar sem er gengið í sameiginlegt mötuneyti. Gott félagsstarf er að finna á staðnum s.s. aðstaða til útskurðar, félagsvist, leikfimi og fleira. Verð 13,2 millj. Verið velkomin í dag frá kl. 13.00-15.00 OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAGINN 1. DESEMBER GIMLI I LIG Skákhátíð haldin í Ólafsvík TAFLFÉLAG Snæfellsbæjar efn- ir til skákhátíðar í Ólafsvík laug- ardaginn 7. desember. Tilefni há- tíðarinnar er 100 ára afmæli félagsheimilis Ólafsvíkur og 40 ára afmæli skákfélagsins. Jafnframt verður minning Ottós Árnasonar heiðruð en hann var stofnandi fé- lagsins. Mótið er öllum opið en meðal þátttakenda verða stór- meistararnir Friðrik Ólafsson, Jó- hann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson. Teflt verður í félagsheimilinu Klifi og eru verðlaun í boði. Fyrstu verðlaun eru 100 þúsund krónur, önnur verðlaun 40 þúsund og þriðju verðlaun 10 þúsund. Þá verða veitt þrenn 10 þúsund króna verðlaun fyrir bestan árangur skákmanna með minna en 2.200 stig, fyrir bestan árangur stiga- lausra skákmanna og fyrir bestan árangur kvenna. Einnig verða nýj- ar bækur frá útgáfufélaginu Eddu. Á mótinu verða tefldar átta um- ferðir, fyrst fjórar hraðskákir og síðan fjórar atskákir. Að mótinu loknu tekur við kvöldverður fyrir þá sem vilja og síðan er rútuferð til Reykjavíkur. Helstu styrktaraðilar skákhátíð- arinnar eru Snæfellsbær, Fisk- markaður Íslands, Deloitte & Touche, Olís, útgáfufélagið Edda og Landsbanki Íslands. Skákáhugamenn eru beðnir um að skrá sig til leiks í síðasta lagi fimmtudaginn 5. desember hjá Tryggva Óttarssyni í síma eða með því að senda netpóst á tryggvi- @fmis.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.