Morgunblaðið - 01.12.2002, Qupperneq 38
FRÉTTIR
38 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EINBÝLI
Ásendi - vandað hús Erum með
í einkasölu ákaflega vandað og fallegt
einbýlishús á einni hæð u.þ.b. 150 fm
auk 30 fm bílskúrs. Húsið er mjög vel
skipulagt m.a. með fjórum herbergjum,
stóru eldhúsi, góðum stofum o.fl. Flísa-
lagður garðskáli með heitum potti. Eign-
inni hefur verið haldið mjög vel við. End-
urnýjað eldhús og baðherbergi. V. 24,5
m. 2843
4RA-6 HERB.
Flétturimi 4ra-5 herb. mjög falleg
117,7 fm endaíbúð með baðstofulofti.
Íbúðin skiptist m.a. í stórt eldhús, 4
svefnherb., tvær saml. stofur, sjónvarps-
hol o.fl. Stæði í opnu bílskýli. Fallegt út-
sýni. V. 14,9 m. 2701
Fálkagata Vel skipulögð 4ra her-
bergja íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Íbúðin
skiptist í 3 svefnh., bjarta og stóra stofu,
eldhús og bað. Ný eldhúsinnr. og parket
á gólfum. Suðursvalir. V. 12,3 m. 1360
3JA HERB.
Kaplaskjólsvegur 3ja herb. 70 fm
hæð í þríbýlishúsi. Íbúðin skiptist í hol, 2
herb., stofu, eldhús og baðherb. Ný eld-
húsinnr. Gler er nýlegt að mestum hluta
og rafmagn hefur verið endurnýjað. Sér-
geymsla fylgir í kjallara svo og sam.
þvottah. o.fl. V. 9,9 m. 2912
Hofteigur - risíbúð Falleg og
björt 3ja herbergja risíbúð. Íbúðin er
skráð u.þ.b. 60 fm en gólfflötur er um 76
fm. Skiptist í hol, stofur, tvö herbergi,
eldhús og baðherbergi. Snyrtileg eign á
mjög grónum stað nálægt sundlaugun-
um í Laugardal. V. 9,9 m. 2906
Kársnesbraut - útsýni 3ja her-
bergja falleg og björt íbúð á 2. hæð
(efstu) í litlu fjölbýli með glæsilegu
útsýni. Íbúðin skiptist í hol, tvö herbergi,
stofu, eldhús, sérþvottahús og baðher-
bergi. Getur losnað fljótlega. V. 9 m.
2835
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu - Tryggvagata -
götuhæð - Hafnarhvoll Höfum
verið beðnir um að sjá um útleigu á
þessari fallegu götuhæð í Hafnarhvoli
við Tryggvagötu. Um er að ræða vand-
aða u.þ.b. 387 fm hæð sem áður hýsti
Kauphöll Íslands. Húsið er í góðu
ástandi og hefur allt verið endurnýjað að
utan. Á hæðinni er loftræsting, loftkælt
tölvuherbergi með lagnagólfi fyrir tölvu-
lagnir og eldtraust geymsla með stórum
peningaskáp. Húsnæðið hentar vel
hvers kyns starfsemi og gefur staðsetn-
ing mikla möguleika vegna framtíðar-
skipulagningar hafnarsvæðisins. 2599
Síðumúli - atvinnuhúsnæði
Erum með í sölu gott u.þ.b. 195 fm at-
vinnuhúsnæði á 2. hæð sem gæti hent-
að vel undir skrifstofur eða þjónustu.
Plássið er til afhendingar strax tilbúið til
innréttinga. Gluggar eru á þrjár hliðar. V.
16,9 m. 2911
Falleg 90 fm 3ja-4ra herbergja íbúð á 6. hæð auk 30 fm bílskúrs við Gullsmára
í Kópavogi. Íbúðin skiptist m.a. í baðherbergi, eldhús, stofu og 2-3 herbergi.
Húsið er klætt að utan. Tvær lyftur. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag,
mánudag og þriðjudag. Herdís, sími 868 5439, sýnir eignina. 2141
Gullsmári - eldri borgarar
Ársalir - fasteignamiðlun Ársalir - fasteignamiðlun
Til sölu 340 fm vandað steinsteypt hús ásamt
30 fm samb. bílskúr. Mögul. að hafa séríbúð
á neðri hæð. Húsið er vel staðsett, skammt
frá Árbæjarsundlauginni.
Ársalir ehf. - fasteignamiðlun 533 4200
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali sími 892 0667
Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 15-18
Heiðarás 14 - einbýli/tvíbýli
Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði!
FRANZ@holl.is
Hóll — Alltaf
rífandi salaAGUST@holl.is
FJÖLDI EIGNA TIL
SÖLU OG LEIGU!
Ekki hika við að hringja í
okkur félagana,
Franz, gsm 893 4284,
Ágúst gsm, 894 7230.
38 FORMLEGAR rannsóknir hafa
verið gerðar á vegum Rannsókn-
arnefndar flugslysa á þessu ári. 90
mál varðandi flugóhöpp og -atvik
hafa verið til skoðunar hjá nefnd-
inni það sem af er árinu. Hefur
nefndin aldrei áður rannsakað svo
mörg mál á einu ári, flest hafa þau
verið 35 talsins.
Þormóður Þormóðsson, rann-
sóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd-
inni, segir að rekja megi fjölgunina
m.a. til þess að fólk er duglegra að
tilkynna óhöpp nú en áður. Þá hafi
störf nefndarinnar verið áberandi í
ár vegna stórra mála, t.d. alvarlegs
flugatviks við Gardermoen flugvöll
sem fékk mikla umfjöllun.
Mikill áhugi á flugöryggi
Þormóður fór yfir flugóhöpp og
flugatvik ársins á fundi sem Flug-
málafélag Íslands stóð fyrir í vik-
unni. Að fundinum stóðu einnig
Flugmálastjórn Íslands, Flug-
björgunarsveitin og Öryggisnefnd
Félags íslenskra atvinnuflug-
manna. Fundurinn var vel sóttur
og að sögn Þormóðs voru þar sam-
an komnir áhugamenn um flug-
öryggi úr ýmsum áttum, t.d. flug-
menn og flugumferðarstjórar.
Þormóður rifjaði á fundinum
sérstaklega upp nokkur flugatvik
og slys á árinu og staðreyndir í
rannsókn þeirra, t.d. mál vélar
sem brotlenti á Akureyri, annarrar
sem flaug á rafmagnslínu, nauð-
lendingu vélar vegna hreyfilsstöðv-
unar á Reykjanesi, mál vélar sem
fór út af flugbraut í Vestmanna-
eyjum, mál erlendrar vélar sem
lenti í vandræðum vestur af land-
inu og rannsókn á því þegar tvær
vélar flugu mjög nálægt hvor ann-
arri í aðflugi að Reykjavík, svo
eitthvað sé nefnt. Á fundinum
sköpuðust töluverðar umræður um
einstök mál og störf nefndarinnar
og sagði Þormóður ljóst að margir
hefðu áhuga á öryggismálum í
flugi og starfi Rannsóknarnefnd-
arinnar.
Hugmyndir um
breytingar á flugi
Sigurleifur Kristjánsson, deild-
arstjóri verklagsstofu flugum-
ferðarþjónustu hjá Flugumferðar-
stjórn, kynnti á fundinum
hugmyndir um fyrirhugaðar breyt-
ingar á flugi um Reykjavíkurflug-
völl til að draga úr hávaða í ná-
grenni hans. Sagði Sigurleifur að
tillögurnar miðuðu að því að dreifa
hávaðanum og snertu t.d. breyt-
ingar á aðflugs- og brottflugs-
leiðum og vali flugbrauta. Þá
hvatti Sigurleifur flugmenn til að
draga úr óþarfa hávaða og varpaði
t.d. fram þeirri spurningu hvort
fullt vélarafl, sem ylli í sumum til-
vikum töluverðum hávaða, væri
alltaf nauðsynlegt í brottflugi véla
sem t.d. væru ekki fullhlaðnar.
Aldrei fleiri mál hjá Rann-
sóknarnefnd flugslysa
Morgunblaðið/Sverrir
Vel var mætt á flugöryggisfund á Hótel Loftleiðum í gær. Þar kynnti Þormóður Þormóðsson hjá Rannsókn-
arnefnd flugslysa (fyrir miðri mynd) m.a. rannsóknir sem nefndin hefur gert það sem af er árinu.
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, hefur
ákveðið að hækka gildandi gjald-
skrá vegna endurgreiðslu tann-
lækniskostnaðar um 20% frá og
með 1. desember nk. og flýta með
því boðaðri aukningu endur-
greiðslna til sjúklinga. Samskipta-
samningur Tryggingastofnunar rík-
isins og Tannlæknafélags Íslands
tekur gildi sama dag, en samninga-
nefndir tannlækna og heilbrigðis-
málaráðherra náðu samkomulagi
um nýjan samning aðila fyrir
skemmstu.
Ný og gjörbreytt gjaldskrá sem
var hluti af fyrrgreindum sam-
skiptasamningi kemur svo í stað
gildandi gjaldskrár um áramótin.
Þegar sú gjaldskrá verður tekin
upp hafa endurgreiðslur vegna
tannlæknakostnaðar hækkað um
22% frá því sem var fyrir gerð sam-
skiptasamningsins.
Nýja gjaldskráin sem tekur gildi
um áramótin er gjörbreytt frá því
sem áður var. Gamla gjaldskráin
samanstóð af yfir 350 gjaldliðum en
sú nýja aðeins af 122 gjaldliðum.
Þessi skipan er nær því sem gerist
annars staðar á Norðurlöndum og
er talin einfalda reikningsgerð og
eftirlit með meðferð og þjónustu.
Aukin réttindi
1. desember tekur einnig gildi ný
reglugerð um tannlækningar sem
eykur umtalsvert réttindi sjúklinga
til tannlæknisþjónustu, segir í frétt
frá ráðuneytinu.
Helstu nýmæli reglugerðarinnar
eru að nú er gefin heimild til
greiðslu „implanta“, eða ígræðis, til
lífeyrisþega, þegar um gómasmíði
er að ræða, svo og til greiðslu fyrir
„plantagóma“, sem á „implantana“
koma. Þá verður samþykkt að end-
urgreiða 80% kostnaðar samkvæmt
gjaldskrá ráðherra af alvarlegum
tannskemmdum, sem leiða af
skertri munnvatnsframleiðslu af
völdum geislameðferðar, sjögrens-
sjúkdóms eða lyfja. Enn fremur
verða endurgreiðslur hækkaðar í
95% af gjaldskrá ráðherra þegar
um er að ræða skarð í vör eða gómi
sem leiðir til tannskekkju.
Endurgreiðslur hækka
strax um fimmtung
HÆSTIRÉTTUR féllst í gær á
kröfu bandaríska fyrirtækisins
United Parcels Service að aug-
lýsingaþjónustunni Úps! ehf. yrði
óheimilt að nota í atvinnu-
starfsemi lénið ups.is og netfangið
ups@ups.is. Er fyrirtækinu gert
að láta afskrá framangreint lén og
netfang hjá Interneti á Íslandi inn-
an 15 daga að viðlögðum dagsekt-
um. Héraðsdómur hafði áður
sýknað Úps! af kröfunni.
Í dómi Hæstaréttar kemur fram
að United Parcels Service, sem
rekur hraðsendingarþjónustu víða
um heim, hafi mörg skráð vöru-
merki hér á landi þar sem skamm-
stöfunin UPS kemur fyrir. Í bréfi
Einkaleyfastofunnar til lögmanns
UPS kemur fram, að samkvæmt
þessari skráningu njóti orðmerki
áfrýjanda, UPS, verndar fyrir all-
ar vörur og þjónustu í nokkrum
vöruflokkum, þar á meðal auglýs-
ingastarfsemi, allt þar til að end-
urnýjun kemur árið 2007. Úps!
hefur rekið auglýsingaþjónustu og
skiltagerð undir firmanafninu
Úps! ehf. frá árinu 1997. Fyrir hér-
aðsdómi benti lögmaður Úps! m.a.
á að vörumerkið ups væri ekki
notað í starfsemi fyrirtækisins svo
nokkru næmi auk þess sem fyr-
irtækið stundaði allt önnur við-
skipti en UPS. Á þetta féllst Hæsti-
réttur ekki og verður Úps! því að
finna sér annað lén og netfang.
Hæstarréttardómararnir Guð-
rún Erlendsdóttir, Garðar Gísla-
son, Haraldur Henrysson, Hrafn
Bragason og Pétur Kr. Hafstein
kváðu upp dóminn. Magnús H.
Magnússon hrl. sótti málið f.h.
UPS en Erla S. Árnadóttir hrl. var
til varnar fyrir Úps!
Úps! má ekki nota ups
HIÐ íslenska Biblíufélag hefur
gefið út jólamerki fyrir árið 2002
með mynd eftir listakonuna Gitte
Engen. Jólamerkin notar félagið
til fjáröflunar. Í ár er safnað til
styrktar Biblíufélaginu í Bangla-
desh.
Hið íslenska Biblíufélag sendir
jólamerkin hverjum sem þau
vilja, óútfylltur gíróseðill fylgir með og er fólki frjálst að greiða þá upphæð
sem það kýs. Peningarnir verða notaðir til að styrkja starf Biblíufélagsins í
Bangladesh við að kenna fátæku fólki að lesa og skrifa með hjálp Biblíunn-
ar og til að útvega nauðsynleg kennslugögn, segir í fréttatilkynningu.
Jólamerki Biblíufélagsins