Morgunblaðið - 01.12.2002, Side 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku mamma.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
SVANHVÍT L.
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Svanhvít Ljós-björg Guð-
mundsdóttir fæddist
í Geitdal í Skriðdal í
Suður-Múlasýslu 9.
ágúst 1908. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Seljahlíð 24.
nóvember síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskirkju 29.
nóvember.
fyrst sorgar þraut er
gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’
er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns
gleðisal.
(V. Briem.)
Takk fyrir allt sem við áttum sam-
an. Þitt ljós mun lýsa í hjarta mínu
um ókomna tíma.
Guð geymi þig en ég varðveiti
minningu þína.
Þín dóttir
Guðríður.
Eiginmaður minn,
THEODÓR RAGNAR EINARSSON,
lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, þriðjudag-
inn 12. nóvember síðastliðinn.
Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hans.
Hjartans þakkir vil ég færa læknum og starfs-
fólki St. Jósefsspítala fyrir alúð og umhyggju í
veikindum hans.
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins færi ég einnig hjartans þakkir fyrir
alla aðstoð okkur veitta. Blóm og hlýjar kveðjur þakka ég einnig af alhug.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd barna hans,
Kristín Kristinsdóttir.
Elskulega frændfólk og vinir, við þökkum ykkur
hjartanlega fyrir hlýhug og samúð sem hefur
yljað okkur og stutt við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVÖVU BERNHARÐSDÓTTUR,
Hrauntungu 50,
Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Bernharður Guðmundsson, Rannveig Sigurbjörnsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir,
Kristján Guðmundsson, Margrét Hjaltadóttir,
Þórhallur Guðmundsson, Herdís Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og stuðning við andlát og útför ástkærs
sonar og bróður okkar, mágs og frænda,
JÓNS KRISTJÁNS KJARTANSSONAR,
Kirkjuteigi 9
og Tjaldanesi.
Kjartan Ingimarsson,
Þóra Kjartansdóttir, Guðmundur H. Karlsson,
Ingimar Kjartansson,
Kristinn Árni Kjartansson, Guðrún Ágústsdóttir,
Björg Vigfúsína Kjartansdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa, sonar og bróður,
GESTS JÓNSSONAR
loftskeytamanns,
Ljósheimum 18a,
Reykjavík.
Þóra Þorgrímsdóttir,
Heiða Sigurrós Gestsdóttir, Stefán Þór Magnússon,
Svanur Þór Stefánsson, Gestur Magnús Stefánsson,
Inga Sigríður Gestsdóttir, Gerða S. Jónsdóttir,
Sigríður Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir.
Vegna veikinda og andláts elsku eiginkonu,
móður og ömmu okkar,
NÍNU HEIÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR
frá Seyðisfirði,
Sævangi 24,
Hafnarfirði,
sendum við öllum þeim, er sýndu samúð og
vináttu við útför hennar, innilegar þakkir.
Starfsfólk kvennadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss fær þakkir fyrir
einstaka nærgætni, hjúkrun og umönnun.
Guð veri með ykkur öllum.
Trausti Hólm Jónasson,
Inga Jóna Traustadóttir,
Trausti Rúnar Egilsson,
Sigurður Benedikt Egilsson,
Berglind Ósk.
Hugborg vinkona
mín er dáin eftir stutt
og strangt sjúkdóms-
stríð. Ég kynntist henni þegar ég
var unglingur og vann hjá þeim
hjónum, henni og Óla, og var þá
einnig í fæði hjá þeim.
Kynni okkar Hugborgar endur-
nýjuðust svo í kvenfélaginu hérna,
en þar vorum við í stjórn saman og
einnig í fjáröflunarnefnd félagsins í
nokkur ár, með nokkrum góðum
konum. Við héldum basara, stóðum
fyrir kvennahlaupi og síðast en ekki
síst gáfum við út dagbókina Jóru.
Oft var mikið að gera hjá okkur í
þessu fjáröflunarstarfi, en þetta var
skemmtilegt og gefandi samstarf,
sem við höfðum gaman af að rifja
upp.
HUGBORG ÞURÍÐUR
BENEDIKTSDÓTTIR
✝ Hugborg Þuríð-ur Benedikts-
dóttir fæddist á
Kambsnesi í Laxár-
dal í Dalasýslu 27.
febrúar 1922. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands á Sel-
fossi 23. október síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá Sel-
fosskirkju 2. nóvem-
ber.
Hugborg var áhuga-
söm, jákvæð, glaðlynd
og hreinskiptin, hafði
ákveðnar skoðanir en
tróð þó ekki á skoðun-
um annarra. Kappsemi
hennar var smitandi,
svo og jákvæðnin og
áhrif hennar í hópnum
voru góð, sem skilaði
sér í frjóum hugmynd-
um og góðum fram-
kvæmdum.
Mér þótti vænt um
hana og sakna hennar,
samskiptanna við
hana, heimsóknanna
og spallsins hér og þar. Hún hafði
svo mikið af hlýju og umhyggju, það
var gott að eiga hana að vini.
Ég sendi Óla og fjölskyldunni
allri mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guð blessi Hugborgu og allar
góðu minningarnar um hana.
Erna.
Hugborg amma mín er látin. Hún
hafði um nokkurt skeið barist hetju-
lega við sjúkdóm sem að lokum
hafði betur.
Þær eru margar minningarnar
um hana ömmu sem leita upp í huga
minn þessa dagana. Við barnabörn-
in þeirra ömmu og afa höfum alltaf
verið aufúsugestir á Lækjartúni.
Þegar við systkinin í Hlöðutúni vor-
um lítil vorum við mikið á Lækj-
artúni hjá afa og ömmu. Amma gaf
sér alltaf tíma til þess að lesa fyrir
okkur er við vorum yngri og kenndi
hún okkur líka að spila og margt
fleira Það var alltaf gaman á Lækj-
artúni og óteljandi minningar sem
hægt er að rifja upp. Það er þó ein
minning sem er mér efst í huga. Í
minni fjölskyldu er hefð að hafa
rjúpur í matinn á aðfangadagskvöld.
Ég og amma höfðum það fyrir venju
að hittast á Þorláksmessumorgun til
þess að hamfletta og gera að rjúp-
unum. Hún kenndi mér öll nauðsyn-
leg handtök sem þurfa þykir í þeim
efnum og þá spjölluðum við um dag-
inn og veginn og ýmis framtíðar-
áform. Ég mun aldrei gleyma þess-
um Þorláksmessumorgnum, þessar
stundir mun ég varðveita og búa að
um aldur og ævi.
Amma hafði mikinn karakter, hún
var dugleg og greind kona. Fjöl-
skyldan var henni mjög mikilvæg og
ræktaði hún fjölskylduböndin af
mikilli alúð. Amma var óeigingjörn
og ætíð tilbúin að aðstoða þá sem á
þurftu að halda. Það er með söknuði
sem ég kveð ömmu í hinsta sinn en
þó er það mér huggun að vita að nú
er hún í góðum höndum Guðs. Ég
bið Guð um að vaka yfir afa og veita
honum styrk í sorg hans.
Þinn sonarsonur,
Hjalti Jón Kjartansson.
Mig langar að minn-
ast Guðbjargar Guð-
mundsdóttur í nokkrum
orðum. Guðbjörg var
gift Björgvini Krist-
jánssyni og áttu þau
fjóra syni, Guðmund, Indriða,
Trausta og Halldór. Ég kynntist Guð-
björgu eða Guggu eins og við kölluð-
um hana alltaf þegar ég var lítil stelpa
í Bolungarvík, 6 eða 7 ára gömul, þeg-
ar tókst vinskapur milli foreldra
minna og Guggu og Bjögga. Þegar ég
var 9 ára urðum við nágrannar þegar
við fluttum inn á grundir, eins og sagt
er. Við yngstu börnin, ég og Halldór,
lékum okkur mikið saman og þegar
Sýta systir mín og Gummi urðu kær-
ustupar varð samgangurinn ennþá
meiri.
Mamma mín vann mikið og þá sótti
GUÐBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Guðbjörg Guð-mundsdóttir
fæddist í Hafnarfirði
8. júlí 1942. Hún lést
í Malmö í Svíþjóð 16.
október síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Hafnar-
fjarðarkirkju 12.
nóvember.
ég mikið yfir til Guggu
og þótt strákarnir væru
ekki heima dundaði ég
mér bara hjá henni og
hún virtist aldrei kippa
sér upp við það, þótt eft-
ir á að hyggja geti mað-
ur ímyndað sér að hún
hefði þegið friðinn, með
fjóra stráka á heimilinu.
Hún leyfði mér líka allt-
af að koma með sér inn
á Ísafjörð fyrir jólin, að
kíkja í Neista, það þóttu
mér voða merkilegar
ferðir. Gugga og Bjöggi
eignuðust líka fljótt lita-
sjónvarp og ég mátti alltaf fara yfir og
horfa á Prúðuleikarana í lit hjá þeim.
Það var margt brallað á heimilinu
og oft mikið fjör, Gugga og Bjöggi
kölluðu hvort annað „mömmu og
pabba“, ég hafði aldrei heyrt það fyrr
og fannst það voðalega sætt.
Sýta og Gummi eignuðust dóttur,
Öldu Björgu, sem í dag er ung og fal-
leg kona og má glöggt sjá svip af
ömmu hennar á henni. Þótt samvera
Sýtu og Gumma yrði ekki löng og fjöl-
skyldan öll flytti fyrst suður og svo til
Svíþjóðar fylgdist Gugga alltaf með
Öldu og sendi henni gjafir og nú síð-
ast kom Bjöggi afi með brúðargjöf frá
ömmu og afa, sem ég veit að gladdi
Öldu mikið. Mig langar, fyrir hönd
fjölskyldu Öldu Bjargar, að þakka
Guggu allar góðu stundirnar og biðja
guð að geyma hana. Bjöggi, Gummi,
Indriði, Trausti og Halldór og fjöl-
skyldur, tuttugu ár eru fljót að líða, en
við viljum senda ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur.
Fjölskylda Ingu og Haraldar.
Mig langar að minnast Guðbjargar
Guðmundsdóttur í nokkrum orðum.
Guðbjörg var gift Björgvini Krist-
jánssyni og áttu þau fjóra syni. Guð-
mund, Indriða, Trausta og Halldór.
Ég kynntsist Guðbjörgu eða Guggu
eins og við kölluðum hana alltaf, þeg-
ar ég var lítil stelpa í Bolungarvík, sex
eða sjö ára gömul, þegar tókst á vin-
skapur milli foreldra minna og Guggu
og Bjögga. Þegar ég var níu ára urð-
um við nágrannar þegar við fluttum
inn á grundir, eins og sagt er. Við
yngstu börnin, ég og Halldór, lékum
okkur mikið saman og þegar Sýta
systir mín og Gummi urðu kærustu-
par varð samgangurinn ennþá meiri.
Mamma mín vann mikið og þá sótti
ég mikið yfir til Guggu og þó strák-
arnir væru ekki heima þá dundaði ég
mér bara hjá henni og hún virtist
aldrei kippa sér upp við það, þó að eft-
ir á að hyggja geti maður ímyndað sér
að hún hefði þegið friðinn, með fjóra
stráka á heimilinu. Hún leyfði mér
líka alltaf að koma með sér inn á Ísa-
fjörð fyrir jólin, að kíkja í Neista. Það
þóttu mér voða merkilegar ferðir.
Gugga og Bjöggi eignuðust líka fljótt
litasjónvarp og ég mátti alltaf fara yf-
ir og horfa á Prúðuleikarana í lit hjá
þeim. Það var margt brallað á heim-
ilinu og oft mikið fjör, Gugga og
Bjöggi kölluðu hvort annað „Mömmu
og Pabba“, ég hafði aldrei heyrt það
fyrr og fannst það voðalega sætt.
Sýta og Gummi eignuðust dóttur,
Öldu Björgu, sem í dag er ung og fal-
leg kona og má glöggt sjá svip af
ömmu hennar í henni. Þótt samvera
Sýtu og Gumma yrði ekki löng og fjöl-
skyldan öll flytti fyrst suður og svo til
Svíþjóðar, fylgdist Gugga alltaf með
Öldu og sendi henni gjafir og nú síð-
ast kom Bjöggi afi með brúðargjöf frá
ömmu og afa, sem ég veit að gladdi
Öldu mikið.
Mig langar, fyrir hönd fjölskyldu
Öldu Bjargar að þakka Guggu allar
góðu stundirnar og biðja guð að
geyma hana.
Bjöggi, Gummi, Indriði, Trausti og
Halldór, og fjölskyldur, tuttugu ár
eru fjlót að líða, en við viljum senda
ykkur innilegar samúðarkveðjur.
F.h. fjölskyldu Ingu og Haraldar,
Helga Haraldsdóttir.