Morgunblaðið - 01.12.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 01.12.2002, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁRUM saman hef ég bent bæjaryf- irvöldum í Hafnarfirði á það mikla landbrot sem á sér stað á Hvaleyr- inni, en hún styttist að jafn- aði um einn metra á hverju ári. Það var mér því fagnaðarefni þegar ég las við- tal sem DV átti við nokkra hafn- firska golfara og birt var á bak- síðu blaðsins 20. nóvember sl. um nauðsyn þess að verja Hvaleyrina ágangi sjávar. Vonandi verður þessi DV-frétt til þess að ýta við bæjaryfirvöldum að gera eitthvað í málinu. Áhugaleysi bæjaryfirvalda Ég hef ítrekað flutt tillögur í at- vinnumálanefnd Hafnarfjarðar um nauðsyn þess að bærinn fari út í framkvæmdir til varnar meira landbroti á Hvaleyri og einnig skrifað nokkrar greinar um það mál, sem m.a. hafa birtst í Fjarð- arpóstinum á undanförnum árum. Þar að auki hef ég alloft á síðustu 12 til 15 árum staðið að tillögu- flutningi í Verkalýðsfélaginu Hlíf, þar sem skorað var á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að hefja framkvæmd- ir til að verja Hvaleyrina ágangi sjávar. Tillögurnar voru jafnóðum sendar bæjarfulltrúum. Hvort þeir hirtu um að kynna sér þær er svo önnur saga. Framkvæmdir strax Öll skilyrði til að verja Hvaleyr- ina fyrir ágangi sjávar eru til stað- ar og ég fullyrði að kostnaður við þá framkvæmd er ekki mikill og óverulegur ef hann kemur í veg fyrir þau náttúruspjöll og land- rýrnun sem þarna á sér stað. Því skora ég á núverandi bæjaryfirvöld að hefja framkvæmdir, ekki seinna en strax, til varnar Hvaleyrinni, þessari náttúruperlu okkar Hafn- firðinga. Til þess að gefa lesendum og ekki síst nýlega kjörnum bæjar- fulltrúum innsýn í hagkvæma lausn á þessu máli flyt ég þeim meðfylgj- andi ályktun sem er hliðstæð þeim sem ég flutti og fékk samþykktar í atvinnumálanefndinni á sínum tíma: Tillaga til úrbóta Þar sem mjög brýnt er að verja Hvaleyrina fyrir frekara landbroti skora ég á bæjaryfirvöld í Hafn- arfirði að hefja nú þegar fram- kvæmdir til úrbóta. Hagkvæmasta og besta lausnin væri sú að leggja upphækkaðan veg frá Hafnarfirði meðfram Hvaleyrinni og þaðan eft- ir ströndinni til Straumsvíkur með tengivegi við Reykjanesbraut vest- an Hvaleyrarholts. Með gerð slíks vegar ynnist margt, m.a. a) upphækkaður vegur meðfram Hvaleyrinni kemur í veg fyrir áframhaldandi landbrot vegna ágangs sjávar b) góð flutningsleið fyrir þunga- flutninga fengist til og frá Hafn- arfjarðarhöfn c) beint vegasamband milli Hafn- arfjarðarhafnar og Straumsvík- urhafnar skilar sér í betri nýt- ingu á húsnæði, tækjum, búnaði og viðleguplássum í báðum höfn- unum d) vegurinn er atvinnuskapandi og ýtir undir uppbyggingu svæðis- ins milli Hvaleyrarholts og Straumsvíkur, en þar er kjörinn staður fyrir alls konar fyrirtæki þegar beint vegasamband er komið við báðar hafnirnar e) með vel frágenginni sjávarbraut frá Hafnarfirði til Straumsvíkur er hægt að taka tillit til tveggja meginatriða við gerð mann- virkja, sem er hagkvæmni og náttúruvernd. SIGURÐUR T. SIGURÐSSON, starfsmaður Vlf. Hlífar. Hafnarfjarðarhöfn og Hvaleyrin Frá Sigurði T. Sigurðssyni: Sigurður T. Sigurðsson NÚ er mikið rætt og ritað um að EES-samningurinn sé að veikjast og til þess að geta haldið honum sé Íslendingum boðið upp á að af- henda ESB fiskimiðin okkar og fleyta rjómann af íslenskum fjár- munum með því að greiða margfalt meira í ESB-sjóðinn til að halda EES-samningnum í gildi. Hvað verður þá eftir, þegar ESB leggur áherslu á að Íslendingar ættu að draga úr fiskveiðum og helst hætta þeim? Vilja Íslendingar fara að lepja slor úr skel, eins og þeir gerðu á danska einokunartímabilinu? Íslendingar tala eins og Evr- ópubúar séu þeir einu í heiminum sem borða fisk. Hvernig væri að líta til Banda- ríkjanna og sjá hvað þeir vilja bjóða okkur og inn á hvaða markaði við komumst og hvað það kostar okkur að fara inn á fríverslunarsvæði þeirra? Hvað um Austurlönd nær og fjær? Nei og aftur nei. Við eig- um að leyfa ESB að segja EES- samningnum upp. Að öðrum kosti verður hann okkur dýrkeyptur. Viljum við láta draga okkur á asna- eyrunum hægt og rólega inn í ESB? Mér sýnist vera betra að standa utan ESB og vera sjálfstæð þjóð eins lengi og mögulegt er. EINAR GÍSLASON, kennari, Sigurhæð 14, 210 Garðabæ. Sjálfstæð þjóð áfram Frá Einari Gíslasyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.