Morgunblaðið - 04.12.2002, Side 8

Morgunblaðið - 04.12.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ afsláttur af allri innimálningu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 19 59 3 1 2/ 20 02 Jól í öllum litum20-40% Jotaproff 10 ltr Aðeins 3.990 kr. Nú fer málningar- dögum að ljúka Málningarrúlla+bakki Verð áður: 1.360 kr. Nú 780 kr. Vonandi njóta farþegar þessarar óvissuferðar undir öruggri leiðsögn og fararstjórn varnarmálaráðherra landsins hr. Halldórs Ásgrímssonar. Menntasmiðja KHÍ fær nýtt húsnæði Forsenda fyrir bættri kennslu Nýbygging Kenn-araháskóla Ís-lands verður tekin formlega í notkun nk. föstudag, en Menntasmiðja skólans verður með alla sína starfsemi þar. Menntasmiðja Kennarahá- skólans er fjölþætt og margslungið setur, en Kristín Indriðadóttir er framkvæmdastjóri Menntasmiðju KHÍ og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins er eftir því var leitað. – Hvað er Mennta- smiðja? „Árið 2000 voru innan Kennaraháskólans fjórar misstórar þjónustudeildir sem heyrðu beint undir rektorsembættið. Nýsam- einað bókasafn fjögurra skóla, Fósturskólans, Íþróttakennara- skólans, Þroskaþjálfaskólans og KHÍ, var langstærst en auk þess voru þar gagnasmiðja, kennslu- miðstöð og tölvukerfisþjónusta. Ólafur Proppé rektor vildi sam- hæfa þjónustu allra þessara ein- inga og sameinaði þær þrjár fyrst nefndu formlega 1. mars árið 2000 með því að setja þeim sameigin- legan framkvæmdastjóra. Hin nýja skipulagsheild fékk heitið Menntasmiðja Kennaraháskóla Íslands. Síðastliðið sumar voru svo bæði kerfisþjónusta og vefstjórn færðar inn í Menntasmiðjuna.“ – Hvað mun fara fram innan veggja Menntasmiðjunnar? „Menntasmiðjan veitir stúdent- um og starfsfólki skólans sér- hæfða þjónustu vegna náms, kennslu og rannsókna en veitir einnig ýmsa þjónustu út fyrir skól- ann og á samstarf við aðrar stofn- anir. Núna fer starfsemin fram í tveimur deildum, safni með rúm- lega 85.000 gögnum í Stakkahlíð og íþróttafræðasetri KHÍ á Laug- arvatni og smiðju til gagnagerðar sem einnig hefur umsjón með öll- um tölvurekstri skólans. Safnið er sérfræðisafn á sviði uppeldis, kennslu, umönnunar og þjálfunar en einnig kennslugagnasafn þar sem veitt er ráðgjöf um kennslu- gögn og kennsluaðferðir. Öll gögn bókasafnsins eru skráð í bóka- safnskerfið Gegni sem er á Net- inu, þar er veittur aðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tíma- ritum og aðstoð og leiðbeiningar við upplýsingaleit. Smiðjan er eins konar verkstæði þar sem nemend- ur og kennarar skólans geta feng- ið kennslufræðilega leiðsögn og aðstoð við notkun almenns hug- búnaðar og fjarkennslubúnaðar og við hljóð- og myndvinnslu. Auk þess sér smiðjan um öll innkaup og lán á tækjum, hefur umsjón með tæknibúnaði, rekur tölvunet- ið og setur upp allan tölvubúnað skólans. Þar er einnig séð um vef skólans og unnin ýmis sérverkefni á sviði upplýsinga- og samskipta- tækni.“ – Hve stórt húsnæði er nú verið að taka í notkun? „Alls er nýja húsið 3.600 fermetrar á þremur hæðum og þar af hefur Menntasmiðj- an 1.450 fermetra. Hús- næði hennar hefur meira en tvö- faldast og vinnuaðstaða stúdenta verður öll önnur en áður. Þar geta bæði einstaklingar og hópar fund- ið sér samastað hvort sem þeir vilja vera í hringiðunni miðri eða meira afsíðis.“ – Hversu mikilvægt er þetta rými fyrir starfsemi KHÍ? „Það er í raun forsenda þess að hægt sé að kenna öllum þeim fjölda stúdenta sem nú stunda nám í KHÍ. Þar eru í fyrsta sinn vel búnir fyrirlestrasalir sem taka 70, 200 og 300 manns í sæti og sér- búnar kennslustofur til upptöku og fjarkennslu. Það er mikill kost- ur að hafa Menntasmiðju á sömu slóðum því hún hefur umsjón með öllum tæknibúnaði og á auk þess að vera upplýsinga- og athafna- miðja byggingarinnar. Allir há- skólar eru farnir að leggja miklu meiri rækt við að skapa gott náms- umhverfi fyrir stúdenta, starfs- menn sína og alla sem nýta sér sí- menntunartilboð þeirra. Við KHÍ starfa nú um 170 starfsmenn og í grunn- og framhaldsdeild skólans eru meira en 200 nemendur. Rúm- lega helmingur þeirra stundar fjarnám og þarf mikla þjónustu sem nú er hægt að sinna betur en áður vegna aukins tæknibúnaðar og betri starfsskilyrða. Stúdentar í staðnámi fá fjölbreytta aðstöðu bæði til upplýsingaöflunar og framsetningar og miðlunar á eigin efni. Þeir geta unnið í byggingunni til klukkan 11 á kvöldin og m.a. komist í tölvustofur og lestrarsal sem er aðskilinn frá bókasafninu.“ – Í hverju er starf fram- kvæmdastjóra Menntasmiðju fólgið? „Hann á að móta stefnu Menntasmiðjunnar í samráði við rektor og háskólaráð, fylgja eftir framkvæmdum, meta árangur og stuðla að umbótum og þróun á starfseminni.“ – Hvenær verður húsið form- lega tekið í notkun? „Það verður hátíðleg athöfn föstudaginn 6. desember þegar menntamálaráðherra opnar bóka- safnið á nýjum stað. Laugardag- inn 7. desember verður húsið til sýnis almenningi frá klukkan 13 til 16. Gengið er inn um norðurinn- gang frá Háteigsvegi.“ Kristín Indriðadóttir  Kristín Indriðadóttir er fram- kvæmdastjóri Menntasmiðju Kennaraháskóla Íslands. Hún er fædd á Blönduósi 14. nóvember 1947. Lauk BA-prófi í íslensku og bókasafnsfræði frá Háskóla Íslands 1973 og framhaldsnámi í bókasafns- og upplýsingafræði frá University College í London 1977. Er nú að ljúka þriggja anna rekstrar- og viðskiptanámi við Endurmenntun Háskóla Ís- lands. Yfirbókavörður bókasafns KHÍ 1972–2000, tók þá við fram- kvæmdastjórn Menntasmiðj- unnar. Eiginmaður Kristínar er Bjarni Ólafsson íslenskufræð- ingur og framhaldsskólakennari. Samtals eiga þau sex börn og fimm barnabörn. Rúmur helm- ingur stundar fjarnám

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.