Morgunblaðið - 04.12.2002, Síða 10
SIV Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra mælti á Alþingi í gær
fyrir frumvarpi til laga sem mið-
ast að því að taka upp tímabund-
ið bann við sölu á rjúpum og
rjúpnaafurðum. „Óheimilt er að
flytja út, bjóða til sölu eða selja
rjúpur og rjúpnaafurðir,“ segir í
fyrstu grein frumvarpsins. Lagt
er til að bannið hefjist 15. októ-
ber 2003 og falli úr gildi 15. októ-
ber 2008. Það nær þó ekki til inn-
fluttra rjúpna og rjúpnaafurða. Í
frumvarpinu er jafnframt lagt til
að notkun vélsleða og fjórhjóla
við veiðar verði óheimil.
Í máli ráðherra kom m.a. fram
að frumvarpið væri lagt fram í
kjölfar nýlegrar skýrslu Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands um
ástand rjúpnastofnsins. „Að mati
stofnunarinnar hefur rjúpum
fækkað verulega á liðnum ára-
tugum, stofnsveiflur eru að slétt-
ast út og rjúpnastofninn virðist
vera í sögulegu lágmarki,“ segir
í athugasemdum með frumvarp-
inu. Lagði stofnunin því annars
vegar til að sala á rjúpum á al-
mennum markaði yrði bönnuð og
hins vegar að veiðitími rjúpu
yrði styttur.
„Samkvæmt veiðiskýrslum
veiða um 10% veiðimanna um
helming allra veiddra rjúpna.
Bann við sölu á rjúpu myndi
draga úr þessum veiðum sem
stundaðar eru í atvinnuskyni og
þar með úr heildarfjölda veiddra
rjúpna,“ segir ennfremur í at-
hugasemdum frumvarpsins.
Í umræðum um frumvarpið á
Alþingi í gær tóku flestir þing-
menn undir efni þess.
Sala á rjúpum
verði bönnuð
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30
í dag. Að loknum atkvæða-
greiðslum verða eftirfarandi
mál á dagskrá:
1. Endurreisn Þingvalla-
urriðans.
2. Endurskoðun viðskipta-
banns á Írak.
3. Hjúkrunardeild fyrir
aldraða í Árborg.
4. Öldrunarstofnanir.
5. Eyrnasuð.
6. Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
7. Krabbameinssjúkdómar
í meltingarvegi.
8. Safn- og tengivegir.
9. Hækkun póstburðargjalda.
10. Umferðaröryggi á
Gemlufallsheiði.
11. Samkeppnisstaða háskóla.
12. Hvalveiðar.
13. Réttarstaða bifreiðastjóra
sem aka eftir vegöxlum.
14. Ættleiðingar.
15. Úrskurðarnefnd skipu-
lags- og byggingarmála.
16. Ummæli um evrópskan
vinnumarkað.
17. Rafmagnseftirlit.
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra ítrekaði í utandagskrár-
umræðu á Alþingi í gær að það
hefði aldrei komið til tals að setja
íslenskar farþegaflugvélar í hættu
kæmi til aðgerða á vegum Atlants-
hafsbandalagsins (NATO). Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, var málshefjandi utan
dagskrár, en hann gerði m.a. að
umtalsefni skuldbindingu Íslands
um að verja allt að 300 milljónum
kr. til þess að leigja flugvélar und-
ir herflutninga á vegum NATO
kæmi til aðgerða á vegum banda-
lagsins.
Halldór Ásgrímsson sagði m.a.
um það mál: „Ég hef skuldbundið
okkur til þess að útvega flugvélar
fyrir okkar 300 milljónir kr. En
það er að sjálfsögðu undir flug-
félögum komið, þegar þar að kem-
ur, hvort þau séu tilbúin að taka
þessi verkefni að sér. Þetta eru þó
væntanlega verkefni sem öll flug-
félög í heiminum myndu taka að
sér. Það hlýtur því að vera okkar
hlutverk að reyna að tryggja að ís-
lensk flugfélög komi þar fyrst og
fremst við sögu.“
Síðan sagði Halldór, eins og áð-
ur kom fram, að aldrei hefði komið
til tals að setja farþegaflugvélar í
hættu. Hann benti þó á að ýmsir
væru komnir á undan sjálfum sér í
þessari umræðu; væru farnir að
blanda inn í hana hugsanlegum
átökum við Írak. Halldór sagði
ástæðulaust að gera það og ala þar
með á ótta og hræðslu í garð ís-
lenskra flugfélaga.
„En það er ljóst að við erum í
Atlantshafsbandalaginu. Við höf-
um skuldbindingar gagnvart því.
Við höfum skuldbindingar til að
taka þátt í að varðveita friðinn í
heiminum. Með þessum yfirlýsing-
um erum við Íslendingar að standa
undir sjálfsögðum skuldbinding-
um …“
Íslendingar taki frekar
þátt í þróunarsamvinnu
Steingrímur J. Sigfússon fjallaði
um nýliðinn leiðtagafund NATO í
Prag í framsöguræðu sinni og
gagnrýndi forsætisráðherra, Davíð
Oddsson, og utanríkisráðherra fyr-
ir að hafa gefið út yfirlýsingar á
fundinum um aukin fjárútlát Ís-
lands og „aukna þátttöku Íslands í
hernaðarlegri eða hernaðartengdri
starfsemi“, eins og Steingrímur
orðaði það. Þá gagnrýndi hann
ráðherrana fyrir að hafa ekki haft
neitt samráð um þessi málefni við
utanríkismálanefnd þingsins.
Steingrímur spurði utanríkisráð-
herra m.a. að því hvort verið væri
að hverfa í áföngum frá yfirlýstri
stefnu Íslands um herleysi og
vopnaleysi, en sú stefna hefði verið
forsenda þátttöku Íslendinga í
NATO og Sameinuðu þjóðunum.
Þá spurði hann ráðherra að því
hvort ekki hefði komið til greina
að bjóða fram aukin framlög á
leiðtogafundinum til að mæta
kostnaði vegna þróunarsamvinnu.
„Og kom ekki til greina að bjóða
fram aukin framlög […] til þróun-
arsamvinnu eða eingöngu borgara-
legra verkefna; við uppbyggingu á
hrjáðum svæðum í stað þess að
tengjast inn í hugsanlegar hern-
aðaraðgerðir á vegum NATO?“
spurði Steingrímur ennfremur.
Utanríkisráðherra svaraði því
m.a. til að Atlantshafsbandalagið
hefði ákveðið að taka þátt í því að
berjast gegn hryðjuverkastarfsemi
sem og að taka þátt í því að varð-
veita frið í heiminum. „Eigum við
Íslendingar að standa utan við
það?“ spurði hann. Sagði hann síð-
an að svar Íslendinga hefði verið
að efla friðargæslu sína sem og að
útvega flugvélar fyrir um 300
milljónir kr. „Hugtakið hernaðar-
aðgerðir hefur verið notað hér í
þessari umræðu skipti eftir
skipti,“ sagði hann, „við höfum
tekið þátt í aðgerðum í Bosníu-
Herzegóvínu á síðari stigum, við
höfum tekið þátt í aðgerðum í Kos-
ovo, við höfum tekið þátt í aðgerð-
um í Afganistan. Allar þessar að-
gerðir hafa miðað að því að koma á
friði. Hins vegar liggur ljóst fyrir
að það hefur enginn beðið Íslend-
inga að koma að þessum aðgerðum
á fyrstu stigum enda höfum við
hvorki til þess búnað né her. Það
sem við höfum lagt af mörkum er
með borgaralegum hætti.“
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði að eng-
um blandaðist hugur um að leið-
togafundurinn í Prag hefði markað
tímamót; þá hefðu sjö ný ríki verið
tekin inn í bandalagið. „Ég fagna
því og Samfylkingin fagnar því.
Við erum sérstaklega ánægð með
það að Eystrasaltsríkin skuli nú
vera orðin fullgildir þátttakendur í
Atlantshafsbandalaginu. Þau höfðu
lengi barist fyrir því og íslenskir
jafnaðarmenn höfðu stutt þá bar-
áttu heima og erlendis,“ sagði
hann.
„Það vakti hins vegar athygli,“
bætti hann við „að forráðamenn
Íslendinga töluðu ekki mjög skýrt
um nýjar skuldbindingar Íslend-
inga eftir fundinn í Prag. Ummæli
þeirra um 300 milljóna framlag til
að flytja hergögn, jafnvel herlið, til
ótilgreindra átakasvæða gáfu til
kynna að það væri búið að skuld-
binda Íslendinga til beinnar þátt-
töku í hernaðaraðgerðum eins og
t.d. í Írak. Samfylkingin hefur
sterkar efasemdir um það. Hæst-
virtur utanríkisráðherra hefur
hins vegar borið það til baka í fjöl-
miðlum. Hann hefur sagt það að
túlkun fjölmiðla í þessa veru sé á
algjörum villigötum. Og ég tek það
auðvitað trúanlegt.
Við höfum ákveðna sérstöðu inn-
an Atlantshafsbandalagsins. Sú
sérstaða felst í því að við erum
herlaus þjóð. Og það hefur verið
grundvallarregla að við höfum
ekki tekið þátt í beinum hernaðar-
aðgerðum. Þá grundvallarreglu á
að heiðra.“
Undarleg
umræða
Sigríður Anna Þórðardóttir, for-
maður utanríkismálanefndar
þingsins, sagði að undarleg um-
ræða hefði farið fram á síðustu
vikum um hlut Íslendinga í eigin
öryggisgæslu. „Á síðustu vikum
hefur farið fram undarleg umræða
hér á landi um hlut Íslendinga í
eigin öryggisgæslu og þátttöku
okkar í sameiginlegum vörnum á
alþjóðavettvangi. Hefur sú um-
ræða einkennst af rangfærslum og
því að gera tortryggileg þau áform
íslenskra stjórnvalda að íslenskar
flugvélar verði til taks á kostnað
stjórnvalda ef hætta skapast. Þessi
ábyrgðarlausi málflutningur hefur
gengið allt of langt og hefur þegar
skaðað íslensku flugfélögin út á
við. Það er ekkert tilefni til orð-
ræðu af þessu tagi. Hún er al-
gjörlega fráleit. Íslenskar flugvél-
ar verða aldrei þátttakendur í
beinum hernaðaraðgerðum. Þær
eru ekki til þess búnar og flug-
menn þeirra hafa ekki hlotið þjálf-
un til slíkra aðgerða.“
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, sagði að
þegar Íslendingar hefðu gengið í
NATO hefðu þeir gert það á þeim
forsendum að þeir skyldu ekki
eiga aðild að hernaðaraðgerðum.
„Með því að lofa að gangast undir
og gegna herkvaðningu Bush
Bandaríkjaforseta hafa forystu-
menn ríkisstjórnarflokkanna á Ís-
landi framið ótrúleg afglöp. Um
aldir hefur verið óbifanleg sam-
staða á Íslandi um þá afstöðu að
Íslendingar skyldu aldrei eiga að-
ild að hernaðaraðgerðum neins
konar gegn neinum.“ Sverrir sagði
að nú hefðu íslenskir ráðamenn á
hinn bóginn lýst því yfir að þeir
myndu gangast undir „herútboð
stríðsmannsins vestra þegar hon-
um hentaði“, eins og hann orðaði
það.
„Við erum hér komin inn á mjög
alvarlega braut og ástæðulaust að
þvarga og blanda inn í þetta aðild
okkar að NATO. Við lýstum yfir
stöðu okkar í þessum málum þegar
við gengum í NATO og það var
forsenda fyrir því að samþykkt var
að ganga í NATO.“
Að lokum sagði Sverrir: „Það
verður að vísu af mörgu merku og
mikilvægu að taka í komandi kosn-
ingum. En það verða líka greidd
atkvæði um þessi málefni ásamt
með deCODE-vitfirringunni.“
Aldrei komið til tals að
setja farþegavélar í hættu
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra ræða saman.
Morgunblaðið/Þorkell
HÆGT væri að stytta hringveg-
inn milli Reykjavíkur og Ak-
ureyrar um samtals 19 km, eða
úr 388 km í 369 km, með því að
leggja hann sunnan Blönduóss
og sunnan Varmahlíðar. Kostn-
aður við þá vegagerð er áætl-
aður um 1.400 milljónir króna en
miðað við ákveðnar forsendur
yrði sparnaður vegfarenda sam-
tals um 400 milljónir króna á ári.
Þetta kemur fram í skriflegu
svari samgönguráðherra, Sturlu
Böðvarssonar við fyrirspurn Ör-
lygs Hnefils Jónssonar, vara-
þingmanns Samfylkingarinnar á
Alþingi. Örlygur spurði hvar
helst væri hægt að stytta þjóð-
veg 1 milli Akureyrar og
Reykjavíkur, hversu mikil stytt-
ingin gæti orðið og hver væri
líklegur kostnaður og einnig
hvaða sparnaður yrði á kíló-
metra við styttingu vegarins
miðað við núverandi umferð.
Í svarinu kemur fram að mið-
að við umferðina á Norðurlandi
vestra, sem er áætluð um 870
bílar á dag að meðaltali, og ýms-
ar gefnar forsendur gæti spar-
ast um 20 milljóna króna akst-
urskostnaður á ári við að stytta
veginn á þessum slóðum um 1
km. Ekki er um að ræða þjóð-
hagslegan sparnað eins og hann
er venjulega reiknaður.
Stytting hringvegar
gæti sparað vegfar-
endum milljónir