Morgunblaðið - 04.12.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.12.2002, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSK útgáfa af Oracle við- skiptahugbúnaðinum verður tilbúin í janúar en undirbúningur verksins hófst í febrúar. „Þetta er stærsta þýðingaverkefni á hugbúnaði sem ráðist hefur verið í á Íslandi,“ segir Pálmi Hinriksson, framkvæmda- stjóri Skýrr, sem gerði samning um innleiðingu á Oracle fjárhags- og mannauðskerfum fyrir ríkissjóð og stofnanir hans. Hugbúnaðurinn er þegar kominn í notkun á ensku hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum en stefnt er að því að taka íslenska hlutann í notkun 1. mars á næsta ári. Pálmi greindi frá verkefninu á málþingi um hugbúnaðarþýðingar á Íslandi, sem Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum og Þýðingarsetur Háskóla Íslands stóðu að. Í máli hans kom fram að í júlí í fyrra hefðu fjármálaráðherra og forstjóri Skýrr undirritað samn- ing um innleiðingu á Oracle fjár- hags- og mannauðskerfum fyrir rík- issjóð og stofnanir hans og hefði verið kveðið á um að hugbúnaðurinn yrði á íslensku, en áður hafði Skýrr samið við Reykjavíkurborg og Varn- arliðið um notkun á starfsmanna- og launakerfi Oracle. Íslenska 30. tungumálið Skýrr gerði samkomulag við Oracle Corporation í Bandaríkjun- um um stuðning við verkefnið og er íslenskan 30. tungumálið sem hug- búnaðurinn kemur út á. Ekki var að- eins samið um grunnþýðingu heldur allt viðhald á þýðingunni í framtíð- arútgáfum. Samkomulagið gerir m.a. ráð fyrir að Ísland fái sömu meðhöndlun og stuðning við þýðing- ar og önnur lönd og á íslenska útgáf- an að vera tilbúin um leið og útgáfur í öðrum löndum eða tveimur vikum eftir útgáfuna á ensku í Bandaríkj- unum. Pálmi sagði að umfang verkefn- isins væri mjög mikið. „Hér er um alla kerfishluta fjárhags- og mann- auðskerfa að ræða,“ sagði hann og bætti við að í byrjun hefði þurft að þýða um 1,6 milljónir orða og alls um 2,8 milljónir orða með endur- tekningum. Nýjar útgáfur kæmu að meðaltali út fjórum sinnum á ári og þyrfti að þýða um 250.000 ný orð fyrir hverja útgáfu. Verkefnið var bundið við allar skjámyndir, villuskilaboð og skýrslur. Undirbúningur hófst 11. febrúar og 10. október lauk þýðing- unum, en prófanir hófust 20. nóv- ember. Síðan verða leiðréttingar settar inn og gert er ráð fyrir að ís- lenska útgáfan komi út í janúar. Í þýðingarhópnum hjá Skýrr voru verkefnastjóri, fimm þýðendur í fullu starfi, þrír í hlutastarfi og tæknimaður. Auk þess var gerður samstarfssamningur við Þýðinga- setur Háskóla Íslands, þýðingamið- stöð Oracle í Dublin á Írlandi kom að málum og þýðingamiðstöð Oracle í Bandaríkjunum sömuleiðis. Enn- fremur voru notuð orð og þýðingar sem fyrir voru í málinu og var samið við Íslenska málstöð, Félag við- skipta- og hagfræðinga og orða- nefnd Skýrslutæknifélags Íslands um afnot af orðasöfnum þeirra. Pálmi telur að það taki eitt til tvö ár að ná ákveðnum stöðugleika varðandi þýðingarnar. Fólk þurfi að venjast orðunum og sátt þurfi að nást um þau. Móðurmálið grunnurinn Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti, sagði í ávarpi sínu að margir væru uggandi yfir gasprinu utan úr geimnum, uggandi yfir því að enskan flæddi yfir allt og börnin dönsuðu með í ofursókn í tölvuleiki. Tímamótin nú væru því sennilega þau afdrifaríkustu í 450 ár eða síðan prentlistin var fundin upp en áður hefði íslenskan mætt gífurlegri áskorun á 12. öld. Upp úr því hefði þjóðararfurinn, sagnalistin, sprottið og á prentöldinni hefði biblían verið þýdd á íslensku. Nú væri það hug- búnaðurinn og ljóst væri að ekki væri hægt að þýða allt. „Við stöndum andspænis mikilli og stórri glímu þegar kemur að ís- lenskri tungu,“ sagði Vigdís og sagði mikilvægt að vera stöðugt í tengslum við börnin og hjálpa þeim að hugsa á íslensku, þegar þau væru að glíma við tölvuleiki á erlendum málum. Fólk gæti styrkt eigið mál með því að læra erlenda tungu og mikilvægt væri að bera virðingu fyr- ir öðrum tungumálum. „Tvö tungu- mál til að styrkja eigið tungumál er lykillinn að þessu öllu saman,“ sagði hún og lagði áherslu á að móðurmál- ið væri grunnurinn. Hún sagði að þó hugbúnaðarþýðing Skýrr væri visst afrek væri íslenska tungan alltaf í varnarstöðu. Varnarstaðan væri samt sóknarstaða um leið meðan tungumálið væri í öndvegi. Samningur við Microsoft Björn Bjarnason, alþingismaður, greindi frá samskiptum sínum sem menntamálaráðherra við Microsoft í þágu íslenskrar tungu. 20. janúar 1999 ritaði hann undir samning við fulltrúa fyrirtækisins og var miðað við það að hugbúnaðurinn Windows 98 og Internet Explorer yrði ís- lenskaður á næstu níu mánuðum, en íslenskan varð 31. tungumálið sem samþykkt var að yrði hluti af tungu- málaheimi Microsoft. Björn rakti söguna ýtarlega frá því hann varð menntamálaráðherra, en í máli hans kom fram að 1996 hefði verið stefnt að því í ráðuneyt- inu að íslenska hugbúnað í tölvum í skólum landsins. Það hefði samt ekki verið sjálfgefið að Microsoft kæmi til móts við óskir þess efnis, en þegar litið væri til baka væri aug- ljóst að samningurinn hefði aukið þekkingu á sviði tungutækni í land- inu. Þýðingu á Windows 98 stýrikerf- inu á íslensku lauk í apríl árið 2000 og kom fram hjá Birni að ráðuneytið hefði lagt áherslu á að áfram yrði haldið með þýðingar á hugbúnaði Microsofts og þeim komið í reglu- bundinn farveg. „Þessi reynsla verð- ur ekki metin til fjár en hún er ómetanlegur vegvísir í frekari við- leitni til að treysta stöðu íslenskunn- ar í tölvuheiminum.“ Tökuorð aðeins 4% Peter Weiss, deildarstjóri Tungu- málamiðstöðvar Háskóla Íslands, ræddi um hugbúnaðarþýðingar og sameiginlegan hugtakaheim Evrópu og vísaði til MA-ritgerðar sinnar í því sambandi, en þar var viðfangs- efnið þýðing tölvuorðaforðans úr ensku yfir á dönsku, norsku, sænsku og þýsku. Niðurstaða hans var sú að þótt orðin væru mismunandi væri lítill munur á þeim hvað tökuaðferð- ir varðaði. Tökumerkingar (auka eða víkka út merkingu orðs sem er til í tungumálinu og bætir við auka- merkingu eftir fordæmi erlends tungumáls, eins og t.d. mús/mouse) voru tæplega 60%, tökuþýðingar (orðhluti fyrir orðhluta þýddur, t.d. for-rit/pro-gram) rúmlega 32%, ný- yrði um 4% og tökuorð um 4% sem hefði komið mest á óvart. Viðamikil þýðing á hugbúnaði senn tilbúin Peter Weiss, deildarstjóri Tungu- málamiðstöðvar Háskóla Íslands, ræddi um hugbúnaðarþýðingar og sameiginlegan hugtakaheim Evrópu. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn Fjölmenni var á ráðstefnunni í Norræna húsinu og þökkuðu áheyrendur fyrir fróðleg erindi. PRÓFESSOR Christensen greindi frá tillögum nefndarinnar, þróun mála og horfum á morgunverðar- fundi í gær. Framkvæmdastjórnin skipaði nefndina í kjölfar þess að Evrópuþingið felldi tillögu að tilskip- un um yfirtökutilboð í júlí 2001. Til- lagan var afrakstur áralangra um- ræðna og tilrauna til að brúa bil milli ólíkra skoðana. Í janúar skilaði sér- fræðinganefndin skýrslu um yfir- tökutilboð og í október sl. lagði fram- kvæmdastjórnin fram nýja tillögu að tilskipun um yfirtökutilboð. Nú er tekist á um tillöguna innan Evrópu- sambandsins og segir prófessorinn að samkomulag sé ekki í sjónmáli. Dr. Christensen segir að atkvæða- greiðslan í Evrópuþinginu árið 2001 hafi komið mjög á óvart og valdið framkvæmdastjórninni miklum von- brigðum. Tillagan var felld vegna andstöðu Þjóðverja, sem sættust ekki á ákvæði um að stjórn fyrirtækis mætti ekki koma, með svokölluðum „varnaraðgerðum“, í veg fyrir yfir- tökur, þ.e. að valdið væri í höndum hluthafa. Reyndar féll tillagan á jöfn- um atkvæðum, 273-273. Aðstaða verði jöfnuð Dr. Christensen segir að hluti skýrslunnar um yfirtökur hafi að miklu leyti fjallað um nauðsyn þess að jafna aðstöðu fyrirtækja og ríkja innan Evrópusambandsins. Þá hafi verið fjallað um „sanngjarnt verð“ og skyldu hluthafa til að selja þeim sem eignast hefði ákveðinn hluta af fyr- irtæki. „Við gáfum okkur þá forsendu að flæði fjármagns innan Evrópu- sambandsins ætti að vera frjálst og auðvelt ætti að vera um vik með grundvallarbreytingar á starfsemi fyrirtækja. Til þess að svo ætti að vera yrði að vera mögulegt fyrir fyr- irtæki í einu landi að taka yfir fyr- irtæki í öðru landi sambandsins. Þetta þýðir að leikreglurnar verða í grundvallaratriðum að vera hinar sömu hjá aðildarþjóðum,“ segir hann. Prófessorinn segir að yfirtökur eigi sér almennt ekki stað nema verð hlutabréfa í yfirtekna félaginu sé lágt. „Í flestum tilfellum er yfirtöku- verðið vel yfir almennu markaðs- verði, oftast 20–40% hærra, stundum jafnvel 60%,“ segir hann, „og við megum ekki gleyma því að yfirtökur ættu sér ekki stað nema einhver teldi sig geta nýtt eignir fyrirtækis betur en fyrri eigendur. Yfirtökur þjóna því mikilvægu hlutverki við verðmæta- sköpun,“ segir dr. Christensen. Mörg vandamál Hann segir nefndina hafa staðið frammi fyrir mörgum vandamálum. Eignarhald fyrirtækja sé mismun- andi eftir löndum, markaðsuppbygg- ing, regluverk og menning sömuleið- is. Þá hafi aðildarríki haft tilhneigingu til að vernda heimafyr- irtæki, auk þess sem hryðjuverka- árásirnar í Bandaríkjunum hafi orðið til þess að krafist hafi verið ýmiss konar sértækra reglna um takmark- anir á verslunarfrelsi. Til dæmis hafi verið lagt til að svokölluð „skúffufyr- irtæki“ yrðu bönnuð. „Slíkar breyt- ingar hefðu að mínu viti ekki verið sniðugar, þótt auðvitað megi fallast á markmiðið; að draga beri úr hætt- unni á hryðjuverkum,“ segir hann. Dr. Christensen segir að tvær meginreglur hafi ráðið tillögum nefndarinnar. Í fyrsta lagi að hlut- hafar, ekki stjórn, eigi að ákveða hvort yfirtökutilboði sé tekið. Í öðru lagi að hluthafar eigi að hafa völd í réttu hlutfalli við stærð eignarhluta síns. Aðgerðir bornar undir hluthafa Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að auka eigi gagnsæi þegar yf- irtökutilboð berst. Stjórn fyrirtækis eigi að vera skylduð til að bera varn- araðgerðir undir hluthafa og varnar- aðgerðir stjórnar eigi beinlínis að vera bannaðar þegar sá sem hyggur á yfirtöku hafi öðlast ákveðið hlutfall bréfa í félaginu.„Það hlutfall má í mesta lagi, að okkar viti, vera 75%,“ segir hann, „þá er komið í veg fyrir að hægt sé að beita varnaraðgerðum á borð við þær að veita atkvæðum hlut- hafa mismunandi vægi,“ segir hann, en bætir við að vissar tegundir varn- araðgerða sé þó ekki hægt að koma í veg fyrir með lagaboði. Þá lagði nefndin til að sett yrði ákveðið mark hlutafjáreignar þar sem kaupandi yrði að kaupa þann hlut sem eftir væri; að öllu jöfnu 90– 95%. Þessi regla myndi gilda alls staðar innan sambandsins. Fyrirvarar á Norðurlöndum Þegar sérfræðinganefndin hafði skilað skýrslunni í janúar spunnust miklar umræður um tillögurnar. Á Norðurlöndum gerðu menn helst fyr- irvara við að mismunandi atkvæða- vægi hlutabréfa yrði óleyfilegt. Í ýmsum löndum, m.a. Þýskalandi, sáu menn fram á að stórfyrirtæki yrðu berskjölduð fyrir yfirtökutilboðum erlendra fyrirtækja. Má þar nefna bílaframleiðandann Volkswagen AG. 2. október síðastliðinn setti fram- kvæmdastjórnin svo fram nýja til- lögu að tilskipun um yfirtökur. Í henni er kveðið á um að stjórn fyr- irtækis verði að fá samþykki hluthafa fyrir varnaraðgerðum. Þá er bannað að framfylgja takmörkunum á fram- sali yfirtökuaðila á hlutum, hvort sem þær er að finna í samþykktum fyr- irtækisins eða samkomulagi hluthafa. Prófessor Christensen segir að ákvæði 11. greinar tilskipunarinnar séu sérstaklega mikilvæg. Þar segir að ef kaupandi fái nægan hlut til að breyta samþykktum félags sam- kvæmt lögum viðkomandi ríkis, falli allar takmarkanir á framsali hluta- bréfa og atkvæðarétti niður, á fyrsta aðalfundi eftir að boðinu er tekið. „Sama gildir um sérstakan rétt hlut- hafa til að skipa eða fjarlægja stjórn- armeðlimi,“ segir hann. Þjóðverjar óánægðir Dr. Christensen segir, að Þjóðverj- ar séu óánægðir með drögin að til- skipuninni, enda hafi þeir gefið eftir, á meðan tekið hafi verið tillit til sjón- armiða Norðurlandaþjóðanna og skipting hlutafjár í A- og B-hluti, með mismunandi atkvæðavægi, leyfð. Í heild megi segja að engin aðildar- þjóða Evrópusambandsins sé yfir sig ánægð með tillöguna og engin mjög óánægð, nema ef vera skyldu Þjóð- verjar af fyrrgreindum ástæðum. Hann segir að nú herji þrýstihóparn- ir á Evrópuþingið úr öllum áttum og engin lausn sé í sjónmáli. „Það verður mjög erfitt að draga tillöguna að til- skipuninni til baka og sömuleiðis erf- itt fyrir aðila að gleyma þeim atburð- um og umræðum sem orðið hafa síðan við skiluðum skýrslunni í jan- úar. Til þess hafa of mörg styggð- aryrði fallið. Þá hefur reynst illmögu- legt að sníða vankanta af tillögunni,“ segir prófessor Jan Schans Christen- sen. Tekist á um tillögu að tilskipun ESB um yfirtökur fyrirtækja Engin lausn í sjónmáli Prófessor dr. Jan Schans Christensen er í sjö manna nefnd sem skilaði skýrslu til fram- kvæmdastjórnar ESB um yfirtökur. Hann seg- ir að ekki sjái fyrir end- ann á deilum um þau mál innan sambandsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.