Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ S tjórnmálaflokkur er merkilegt fyrirbrigði. Í nýrri og prýðilegri orðabók Eddu – miðl- unar er merking orðs- ins „skipuleg samtök til að berj- ast fyrir ákveðinni stefnu og markmiðum í stjórnmálum“. Þegar horft er yfir sviðið í byrjun kosningavetrar virðist annað upp á teningnum. Skil- greiningin á stjórnmálaflokki gæti eins verið að það séu skipu- leg samtök til að berjast fyrir misvísandi stefnu og loðnum markmiðum. Hvernig á þetta ólíka fólk líka að geta verið sammála um alla skapaða hluti? Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra í hinum „al- þjóðlega“ flokki Fram- sóknar segist vera á sama máli og Hall- dór Ásgríms- son utanrík- isráðherra um að vilja styrkja EES-samninginn. Hið skrýtna er að þar sem formaður og varafor- maður koma saman, þá heyrir varaformaðurinn ekki það sem formaðurinn segir. Halldór talar varla um annað þessa dagana en að skoða þurfi aðild að Evrópu- sambandinu. Ungu sjálfstæðismennirnir vilja ganga lengra í skattalækk- unum en ráðherrar flokksins hafa treyst sér til. Eftir yfirlýsing- arnar í prófkjörinu í Reykjavík skýtur óneitanlega skökku við að ríkisstjórnin hækki áfengis- og tóbaksgjöld. Og fjármálaráð- herra, sem einu sinni var líka ungur eldhugi, segir það eðlilega tekjuöflun miðað við núverandi stöðu í ríkisfjármálunum. Hvort allir viti ekki að það þurfi að afla tekna til að standa undir út- gjöldum? Svona getur veruleik- inn komið aftan að fólki. Stjórnarandstaðan hefur verið í hlutverki gagnrýnandans á þingi síðustu tvö kjörtímabil og því ekki þurft að hrinda orðum sínum í framkvæmd. Raunar er það eðli stjórnmálaflokka að standa undir orðabókarskilgreiningu sinni ef þeir eru í minnihluta. Þá er eins og allir verði sammála um að vera sammála. Það er fyrst þegar menn þurfa að vera sammála um eitthvað og það skiptir máli sem menn verða ósammála. Gera má ráð fyrir að Vinstri grænir lendi í úlfakreppu ef þeir ætla í stjórn eftir kosningar og þurfa að gera málamiðlanir í um- hverfismálum. Þá kemur í ljós hvort annað gildir í orði en á borði? Á meðan flokkurinn er í andstöðu við álver við Reyð- arfjörð og Kárahnjúkavirkjun berst H-listinn á Húsavík, sem Vinstri grænir eiga aðild að, fyrir því að fá súrálsverksmiðju þang- að, sem hefði mikla mengun í för með sér. Samfylkingin hefur sett á odd- inn umsókn um aðild að Evrópu- sambandinu. Eins og umsókn um aðild sé endanlegt markmið í sjálfu sér. Var það eftir umdeilda póstkosningu meðal félagsmanna. Þótt lýðræðisleg vinnubrögð inn- an stjórnmálaflokka verði að telj- ast jákvæð, þá verður engu að síður að gera þær kröfur að þar sé fylgt grundvallarreglum um kosningar, ekki síður en í kosn- ingum til alþingis eða sveitar. Það gefur augaleið að í póstkosningu skapast hætta á því að atkvæði gangi kaupum og sölum, auk þess sem nafnleyndar sé ekki gætt. Það er óviðunandi. Það sést vel á prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi hvílíkt at- riði það er að grundvallarreglum um lýðræðisleg vinnubrögð sé fylgt í innra starfi stjórn- málaflokka. En hvaða mál eru það sem eiga eftir að verða ofarlega á baugi á næstu árum og ættu því að skipta sköpum í komandi kosningabar- áttu? Að ná sátt um heilbrigðismálin er líklega brýnasta úrlausnarefni stjórnmálamanna, enda fyrirséð að hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu eigi eftir að vaxa mjög hratt á næstu árum, sem hefur í för með sér aukinn kostnað í heilbrigð- iskerfinu. Löngu er tímabært að gera kostnaðarmyndun heilbrigð- iskerfisins gagnsæja. Það er ótækt að stjórnmálamönnum sé stillt upp við vegg á hverju ári þegar kemur að gerð fjárlaga og þess krafist að þeir hækki útgjöld í málaflokkinn, án þess að fyrir liggi nákvæmlega í hvað fjármun- irnir fara og hvernig komið verð- ur böndum á heildarkostnaðinn við heilbrigðiskerfið. Eflaust á einnig eftir að verða hitamál hvernig við nýtum auð- lindir landsins, fiskstofnana og vatnsaflið. Það er ljóst að Íslend- ingar geta ekki haldið uppi lífs- kjörum og atvinnu, nema finna skynsamlegar leiðir til að nýta þessar auðlindir. Vandi landbúnaðarins gæti orðið til umræðu, t.d. er verð á grænmeti sívinsælt umfjöllunar- efni. Það er þó af sem áður var þegar Jón Baldvin Hannibalsson fór í fundaferð um landið gegn bændum til að fylkja kjósendum á mölinni á bak við Alþýðuflokk- inn. Sumir segja sauðfjárbændur á fátæktarmörkum. En neytendur tapa líka. Þeim er gert að greiða hærra verð fyrir lambakjötið vegna þess að fjórðungur af því er seldur til útlanda á kostn- aðarverði til þess að halda uppi verði á mörkuðum hér heima. Sem betur fer fyrir íslenska neyt- endur eru umframbirgðir af svínakjöti og kjúklingum ekki seldar til útlanda á kostnaðar- verði heldur koma til lækkunar á vöruverði hér heima. Það sem á þó eftir að skipta sköpum í málefnametingi kosn- inganna er mat þjóðarinnar á frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Þá eru ríkisfjármálin þyngst á metunum og ástand og horfur í atvinnulífinu. Að ógleymdum trúverðugleika forystumanna flokkanna. Ef til vill eru þau málefni sem sett eru á oddinn aukaatriði. Það eiga allir hvort eð er aðeins eftir að fylgj- ast með því hvort leiðtogarnir koma nógu vel fyrir í kosninga- baráttunni, hvort þeir brosa nógu mikið, hafa farið í megrun, eru í jakkafötum við hæfi og tala nógu myndríkt mál. Völdin og veruleikinn Í stjórnarandstöðu er eins og allir verði sammála um að vera sammála. Það er fyrst þegar menn þurfa að vera sam- mála um eitthvað og það skiptir máli sem menn verða ósammála. VIÐHORF Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is ÁTAKIÐ Ísland án eiturlyfja hófst árið 1997 sem samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, ríkisvaldsins, ECAD – European Cities against Drugs (evrópskar borgir gegn eitur- lyfjum. Árið 1998 bættist Samband íslenskra sveitarfélaga í hópinn. Auk þessara aðila komu fjölmargir aðrir að verkefninu, enda hinn rauði þráð- ur verkefnisins að kalla sem flesta til umræðunnar og aðgerða, s.s. íþrótta- hreyfinguna, lögreglu, bindindis- hreyfinguna, foreldrasamtök, fjöl- miðla, aðila vinnumarkaðarins svo fáeinir séu tilgreindir. Þetta gekk allt eftir og fjölmörgum verkefnum var hrundið í framkvæmd auk þess sem opin og upplýst umræða hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr um vímu- efnamál. Á Íslandi er tiltölulega mikil þekk- ing og þjónusta í fíkniefnamálum. Kannanir á bæði umfangi vandans, fíkniefnavörnum, meðferð og fleiru hefur aukist mjög á undanförnum ár- um. Erlendir gestir sem okkur sækja heim og vilja fræðast um okkar að- ferðir í þessum efnum, láta gjarnan í ljós áhuga og ánægju með það sem þeir sjá og heyra frá okkar sérfræð- ingum. Hins vegar benda þeir einnig á, að sökum fámennis og svo hins að hópur neytenda er í raun lítill, þá væri möguleiki á að ná enn betri ár- angri. Það er margt til í þessu enda er oft glöggt gestsins auga. Rannsóknir á umfangi vandans eru mikilvægur grunnur í verkefni af þessu tagi. Í því skyni hafa verið gerðar athuganir og kannanir á fíkni- efnaneyslu nemenda í mörg ár og er þekking á þessu sviði allvíðtæk. Árið 1997 ákvað ríkið og Reykjavíkurborg ásamt fleirum að taka höndum sam- an um áætlunina Ísland án eiturlyfja. Áætlunin fólst ekki síst í því að virkja þjóðfélagið í heild í baráttunni gegn fíkniefnum, efla forvarnir og fræðslu og fá frjáls félagasamtök til verka. Þá var lög mikil áhersla á að efla sveit- arfélögin til dáða og yfirlátt láta ekk- ert óhreyft sem gæti orðið til þess að okkur miðaði í rétta átt. Fjölmörgum verkefnum var hrint í framkvæmd og hundruð manns komu að margvísleg- um viðfangsefnum sem unnu gegn fíkniefnaneyslu barna og unglinga. Örfá dæmi um verkefna sem hrundið var í framkvæmd eru:  Aðild/frumkvæði að Vímuvarnar- skólanum; fræðsluprógramm fyrir allt starfsfólk grunnskóla Reykja- víkur  Ráðstefnur um land allt í samstarfi við Heimili og skóla, UMFÍ og ýmsa fleiri þar sem fjallað var um vímuvarnir í sveitarfélögum. Voru ráðstefnur mjög fjölmennar og mikill áhugi á verkefninu hvar sem þær voru haldnar.  Reglulegar kannanir voru gerðar á þróun fíkniefnanotkunar meðal grunnskólanema.  Gerðar voru auglýsingar og vegg- spjöld af ýmsu tagi til ráðstöfunar fyrir sveitarfélög, stofnanir, fé- lagasamtök o.fl.  Gerðar voru 20 stuttmyndir um vímuefnavandann. Voru myndirn- ar kallaðar 20,02 og þær sýndar í sjónvarpi 1998 og 1999.  Segulmottur með reglum um úti- vistartíma barna og unglinga voru hannaðar og sendar foreldrum og þeir hvattir til að virða þær í hví- vetna.  Fjölmörg önnur verkefni voru unnin, m.a. hönnun veggspjalda í áfengisverslanir, fundir með ungu fólki um vímuvarnir, stuðningur við dansleiki gegn vímuefnaneyslu, samstarf við unglingablaðið Smell öll árin, samstarf við samtök aldr- aðra um útgáfu veggspjalda o.fl. Áfram skal halda Það hefur margt fleira verið gert og fjölmörg samtök svo sem Vímu- laus æska o.fl. vinna mjög öflugt starf á sviði vímuvarna. Það er full ástæða til að halda áfram starfinu og baráttunni gegn fíkniefnunum með bjartsýni og metnað að leiðarljósi, al- veg eins og gert var, þegar Ísland án eiturlyfja var sett af stað 1997. Átak- ið hefur sýnt það og sannað, að margt er hægt að gera til að stemma stigu við fíkniefnaneyslu ungmenna. Og að baráttan skilar árangri. Ég vil í lok átaksins þakka öllum þeim mikla fjölda sem lagði hönd á plóginn á síðustu árum undir regnhlíf Íslands án eiturlyfja og samstarfið allt. Jafnframt vil ég hvetja alla hlut- aðeigandi aðila og þjóðina alla til dáða og svo sannarlega að þessari baráttu verði haldið áfram með full- um þunga. Við getum útrýmt þessari vá úr samfélagi okkar og bætt þannig stórkostlega lífsgæði og lífsham- ingju. Ísland án eiturlyfja – átakið skilaði árangri Eftir Snjólaugu Stefánsdóttur „Það er full ástæða til að halda áfram starf- inu og bar- áttunni gegn fíkniefn- unum með bjartsýni og metnað að leiðar- ljósi …“ Höfundur er verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg. Í TVEIMUR greinum í Morgun- blaðinu föstudag 29. nóvember gera þrjár konur úr framvarðasveit Sam- fylkingarinnar úrslit prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík á dögun- um að umtalsefni. Í annarri greininni spyr Guðrún Ögmundsdóttir alþing- ismaður þess í fyrirsögn á hvaða öld sjálfstæðismenn lifi. Í hinni greininni staðhæfa Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarfulltrúi og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingiskona að sjálfstæðismenn hafi „lækkað gler- þakið“, eins og það er orðað. Inntak beggja greina er að sjálf- stæðiskonur hafi borið verulega skertan hlut frá borði í prófkjörinu sem gefi fyrirheit um forneskjulegan framboðslista fullan af körlum. Þetta séu undarleg tíðindi, áfall og aftur- hvarf til fortíðar. Guðrún Ögmunds- dóttir furðar sig á því hvers vegna enginn skuli hafa „bakkað konurnar upp“ og lætur að því liggja að réttast væri að handflytja nokkrar konur of- ar á listana þannig að hann höfði til „venjulegs fólks“, eins og greinar- höfundur kýs að orða það. Já, það er erfitt að þurfa að lúta niðurstöðum lýðræðislegra kosninga þegar þær fara á annan veg en mað- ur hefur vonast til. Reyndar gera Steinunn Valdís og Þórunn því skóna að „raunverulegt lýðræði“, eins og þær kalla það, feli í sér að konur og karlar skipi til jafns framboðslista flokkanna. Nú, jæja. Einhverjum gæti fundist helst til mikið af mið- aldra lögfræðingum á hinu háa Al- þingi og full ástæða til breytinga. Væri því ekki úr vegi að skeyta við skilgreininguna á „raunverulegu lýð- ræði“ lágmarkskvótum um fjölda pípulagningarmanna, homma, þágu- fallsjúkra og örvhentra á framboðs- listum, svo einhver dæmi séu tekin. Nú, eða einfaldlega meina ákveðnum hópum að bjóða sig fram á tiltekna lista. Fyrir því eru bæði gömul og ný fordæmi, en þau hafa ekki verið skil- greind „raunverulegt lýðræði“. Jafnrétti er gott og nauðsynlegt baráttumál og mikið hefur þrátt fyr- ir allt áunnist í þeim efnum á und- anförnum áratugum. Sumir virðast hins vegar í óþolinmæði sinni vilja ganga svo langt að beygja lýðræð- islegar leikreglur samfélagsins, skerða frelsi og réttindi sumra til að ná fram meintu jafnrétti fyrir hönd annarra. Jafnrétti felur ekki í sé að það skuli vera jafn margir karlar og konur í tilteknum stöðum þjóðfélags- ins – á Alþingi, í stjórnum fyrirtækja eða í háskólanámi. Slík kynjahlutföll eru afleiðingar jafnréttis og gefa til kynna, með mismunandi mikilli „seinkun“, hvernig staða þessara mála er í samfélaginu. Þannig eru kynjahlutföll í íslenskum háskólum í dag vísbending um að aðstaða eða réttur kvenna til háskólanáms er sambærilegur og réttur karla til há- skólanáms. Það tekur hins vegar hugsanlega lengri tíma að jafnrétti hafi afleiðingar inn í stjórnir fyrir- tækja og á Alþingi. Mikilsvert er að ekki verði tekið fram fyrir hendur kjósenda, hvort heldur er í prófkjörum stjórnmála- flokka, Alþingiskosningum eða til stjórnarkjörs í fyrirtækjum með því að setja skilyrði um tiltekinn lág- marksfjölda ákveðinna hópa. Mikils- vert er að skerða ekki rétt fólks til að velja sér þá fulltrúa sem þeir treysta best „án tillits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti“ eins og segir í stjórnarskránni. Víða má finna framúrskarandi for- ystumenn úr hópi kvenna á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Nægir að nefna Vigdísi Finnbogadóttur, Ingibjörgu Sólrúnu og Rannveigu Rist. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að hver þessara kvenna hefur notið trausts og velgengni vegna eigin verðleika en ekki vegna kynferðis eða tilbú- inna kynjakvóta. Framverðir Sam- fylkingarinnar verða einfaldlega að veðja á að kjósendur treysti þeim af öðrum ástæðum en vegna kynferðis. Frelsi, jafnrétti og eitthvað sem rímar Eftir Svein Tryggvason Höfundur er ráðgjafi og faðir tveggja stúlkna. „Mikils- vert er að ekki verði tekið fram fyrir hendur kjósenda.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.