Morgunblaðið - 04.12.2002, Qupperneq 32
UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í ÁRARAÐIR hafa forsvarsmenn
tónlistariðnaðarins leitað eftir við-
urkenningu á því að þessi grein at-
vinnu- og menningarlífs sé til staðar
í landinu og að hún fái notið sann-
mælis og jafnréttis til jafns við aðrar
greinar. Aðrar starfsgreinar eiga
t.a.m. sínar skúffur á Hagstofu Ís-
lands og þær er hægt að mæla í hag-
kerfinu, bæði í töldum störfum og
veltu.
Á meðan bækur, bæði innlendar
og erlendar, bera aðeins 14% virð-
isaukaskatt neyðast þeir sem setja
hugverk sín á geisladiska að bæta
24,5% við andvirði afurða sinna.
Það er löngu tímabært að úthluta
tónlistar- og afþreyingariðnaðinum í
heild sinni sérstakan lykil í bók-
haldskerfi Hagstofu íslands, þó ekki
væri nema til þess að geta séð
hversu umfangsmikill þessi iðnaður
er orðinn hér á landi.
Það er tónlistargeiranum í land-
inu afar dýrmætt þegar einn virtasti
fjölmiðill landsins, sjálft Morgun-
blaðið, leggur lóð sín á vogarskál-
arnar eins og gert var í umræddu
Reykjavíkurbréfi. Höfundur bréfs-
ins víkur nokkuð að útflutnings- og
þróunarsjóði sem lengi hefur verið
barist fyrir með það í huga að nýta
hin augljósu sóknarfæri íslenskrar
tónlistar á erlendum mörkuðum í
kjölfar hins mikla meðbyrs. Frum-
varpið um þann sjóð virðist nú vera
týnt eftir 6 ára mótun.
Svíar hafa staðið að baki tónlistar-
iðnaði sínum af miklum myndarskap
og uppskorið eftir því. Þeir skilja að
það kann að þurfa að verja fé til að
geta síðan aflað fjár. Sú fjárfesting
sem Svíar gerðu í eigin tónlistariðn-
aði hefur skilað sér margfalt til baka
inn í sænska hagkerfið.
Frammáamenn íslensku þjóðar-
innar hafa reyndar ekki alveg snið-
gengið þennan nýja iðnað. Þeir geta
hans á tyllidögum sem sönnunar um
blómlegt og fjölskrúðugt menning-
arlíf sem beri að fagna. En tónlistar-
iðnaðurinn þarf ekki aðstoð við að
fagna, heldur aðstoð við að hrinda
stórum og metnaðarfullum verkum í
framkvæmd sem síðan má fagna.
Við skulum ekki byrja á öfugum
enda.
Margir stórhugar þessa geira
hafa mátt standa straum af sínum
tilraunum alfarið upp á eigin spýtur
og nokkrar fasteignirnar hafa lent á
uppboði í framhaldi af dýrum land-
vinningahernaði. En afraksturinn,
þar sem vel hefur tekist til, er glæsi-
legur og dugir að nefna Björk, Sig-
urrós, Leaves, Quarashi og Emel-
íönu Torrini.
Þau íslensku fallvötn sem okkur
ber skylda til að virkja eru ekki
endilega uppi á heiðum – heldur
kannski miklu fremur hér á mölinni.
Virkjum listamennina okkar. Við
getum öll verið sammála um að slík-
ar virkjanir munu renna hratt og
örugglega í gegnum hvers kyns um-
hverfismöt.
Ég vil að lokum þakka Morgun-
blaðinu heilshugar fyrir það að
vekja athygli á þessu máli og gera
starfsgreininni svo góð skil, en það
átti hún fyllilega skilið. Það mætti
lýsa því svo, að með þessu framtaki
sínu hafi Morgunblaðið gengið í
hljómsveitina og náð samstundis
góðum takti við tíðarandann á Nýja-
Íslandi.
Mogginn slær taktinn
Eftir Einar
Bárðarson
„Það var
mér og
öðrum þeim
sem starfa
innan ís-
lenska tónlistargeirans
mikið ánægjuefni að
lesa Reykjavíkurbréf
Morgunblaðsins sunnu-
daginn, 17. nóvember.“
Höfundur er framleiðandi og
framkvæmdastjóri íslensku
tónlistarverðlaunanna.
MIKILL hvellur varð á dögunum,
þegar út kom skýrsla Ríkisendur-
skoðunar um kaup ríkisins á sér-
fræðiþjónustu og önnur um stjórn-
sýsluúttekt á Heilsugæslunni í
Reykjavík (HR). Í fyrra kom einnig
út skýrsla Ríkisendurskoðunar um
greiðslur hins opinbera til lækna í
heild. Ríkisendurskoðun hefur verið
dugleg á liðnum árum við að koma
staðtölum um lækna í skýrslur og
jafnvel fjallað um þá eina, þegar hún
hefur verið beðin um annað. Það
verður að taka undir með umkvört-
unum hjúkrunarfræðinga að þessu
leyti, þegar þeir gerðu formlega at-
hugasemdir við skýrsluna um HR og
bentu Ríkisendurskoðun á, að ýmis-
legt annað færi fram innan og utan
veggja HR en lækningarnar.
Fátt kom á óvart í skýrslum þess-
um; meðaltekjur læknanna voru eins
og við hafði verið búist, en fáir afla-
menn í þeirra hópi vöktu almenna at-
hygli eins og oft vill verða. Það, sem
hins vegar vakti athygli okkar
lækna, voru skjót viðbrögð stjórn-
málamanna og annarra aðilja í op-
inberu lífi, sem hneyksluðust á 133%
hækkun á greiðslum til sérfræðinga
á árunum 1997 til 2001 og að
greiðslur þessar hlytu margir
læknar, sem ynnu jafnframt á
sjúkrahúsum í eigu ríkisins. Enn á
ný voru læknar kallaðir sjálftöku-
menn, látið í veðri vaka að verð og
magn þeirra verka, sem þeir inntu af
hendi, yrði ekki til í samningum
þeirra og ríkisins, heldur væri um að
ræða einhliða ákvarðanir læknanna.
Kallað var eftir frekari stýringu og
girðingum. Lítil málefnaleg umræða
fór fram um heilbrigðisþjónustu þá,
sem sjálfstætt starfandi sérfræði-
læknar veita, innihald hennar og
gæði og kostnað í samanburði við
aðra þjónustu, sem ríkið tryggir
þegnunum. „Þetta er orðið alltof
dýrt.“ „Þetta verður sífellt dýrara og
dýrara.“ Enginn hirti um að líta bak-
sviðs á það, sem Ríkisendurskoðun
segir sjálf á heimasíðu sinni: „Tæp-
lega helming aukningarinnar eða
42% megi rekja til fjölgunar lækn-
isverka, 24% til hækkunar á gjald-
skrá og 32% til þess að kostnaðar-
hlutdeild sjúklinga hefur lækkað.
Útgjaldavöxtinn rekur Ríkisendur-
skoðun m.a. til samninga við sér-
fræðilækna á árinu 1998, er fólu í sér
að Tryggingastofnun fór að greiða
þeim fyrir ýmsar aðgerðir á eigin
stofum, sem áður voru aðeins gerðar
á sjúkrahúsum. Þá hækkaði gjald-
skrá fyrir læknisverk til samræmis
við launahækkanir sjúkrahúslækna.
Einnig rekur stofnunin útgjaldaþró-
unina til framfara innan læknisfræði
...“ Ríkisendurskoðun verður ekki
kennt um ómálefnaleg viðbrögð við
skýrslu sinni; vinna hennar er al-
mennt góð og framsetningin mál-
efnaleg eins og fyrrgreind tilvitnun
ber með sér.
Það er afar mikilvægt, þegar
fjallað er um útgjöld til heilbrigðis-
mála, að gætt sé hófs um orð, skýr
markmið séu höfð í huga, studd rök-
um, sem eiga sér traustar rætur í
þeim fátæklegu staðtölum, sem við
eigum um heilbrigðiskerfið. Heil-
brigðiskerfið er gríðarlega stórt á
okkar mælikvarða en jafnframt brot-
hætt. Það hefur þróast á liðnum ár-
um, ómarkvist og eins og rekald fyrir
pólitískum vindum samtímans, en þó
náð að mæta býsna vel þörfum þjóð-
arinnar á hverjum tíma, á verði, sem
enn er þjóðinni viðráðanlegt.
Læknar vilja gjarnan taka þátt í um-
ræðum um skipulag heilbrigðisþjón-
ustunnar, kostnað við hana og fjár-
mögnun. En þeir óska eftir því, að sú
umræða sé málefnaleg og laus við
sleggjudóma og pólitísk yfirboð og
atkvæðaveiðar.
Staðreyndin er sú, að ríkið veit ná-
kvæmlega hve mikla þjónustu það
ætlar að kaupa af sjálfstætt starfandi
sérfræðingum frá ári til árs og við
hvaða verði. Um þetta allt er samið
og einnig um það, með hvaða hætti
starfandi sérfræðingar á sjúkrahús-
um koma að þessari þjónustu. Ríkið
veit nákvæmlega um læknisverka-
fjöldann, hvað hvert læknisverk
kostar og hverjir eru kostnaðarlið-
irnir. Og það veit að í þessum verðum
er allur kostnaðurinn, laun læknis-
ins, aðstoðarfólks, tæki, efni og af-
skriftir af fasteignum. Ég fullyrði að
slíkar upplýsingar eru ekki til í jafn
tæmandi mæli um sambærilegan
rekstur á vegum ríkisins sjálfs t.d.
sjúkrahús og heilsugæslu, því miður.
Er heilbrigðisþjónusta sjálfstætt
starfandi sérfræðinga óeðlilega dýr,
óhagstæð fyrir almenning og ef hún
er almenningi nauðsynleg, er þá
hægt að fá hana annars staðar við
betra verði? Kostnaður við sérfræði-
þjónustu er eins og hvert annað úr-
lausnarefni, sem þarf að nálgast með
þessum hætti. Og læknar vilja gjarn-
an leggja sitt af mörkum til að skyn-
samleg svör finnist. Því vil ég ekki
svara þessum spurningum mínum að
sinni, heldur opna umræðuna og
hlakka til að fá svör þeirra, sem telja
sig geta lagt e-ð það til, sem færir
okkur nær skynsamlegri niðurstöðu.
Til fróðleiks hef ég tekið saman
upplýsingar úr fjárlögum yfirstand-
andi árs (mynd 1), þar sem fram
koma áætlanir löggjafans um kostn-
að þjóðarinnar við ýmsa þætti heil-
brigðisþjónustunnar á árinu og til
viðbótar kostnaðarupplýsingar frá
Tryggingastofnun ríkisins. Vissu-
lega er hér ekki um alveg sambæri-
legar tölur að ræða, þar sem í rekstr-
arkostnaði heilsugæslunnar er
varðstaða lækna um allt land og
heimahjúkrun, svo dæmi séu tekin.
Þar vantar hins vegar afskriftareikn-
ing fjárfestinga, sem kemur fram að
fullu hjá sérfræðingum. Tölur f.
tannlækna koma á óvart, þar sem
landsmenn njóta takmarkaðrar
tryggingaverndar, þegar til tann-
lækninga er litið. Það, sem kemur
hins vegar mest á óvart er, að kostn-
aður landans vegna sérfræðilækna
skuli ekki vera meiri, þegar annars
vegar er litið til stóru orðanna, sem
látin hafa verið falla á opinberum
vettvangi og hins vegar, þegar höfð
er í huga hin mikla og margvíslega
heilbrigðisþjónusta, sem sérfræði-
læknarnir veita.
Viðfangsefni okkar er auðvitað að
ræða þetta úrlausnarefni meðan sú
þörf er til staðar. Happadrýgst er að
byggja þá umræðu á traustum
grunni, á málefnalegum forsendum
og með skýr markmið í huga. Sjálf-
stætt starfandi sérfræðilæknar og
almenningur, sem nýtur þjónustu
þeirra, eiga það skilið. Og öll erum
við í ríkri þörf fyrir, að ekki séu
framdar óbætanlegar skemmdir á
heilbrigðisþjónustunni, grundvallað-
ar á fljótfærni og illa grunduðum for-
dómum.
Raunveruleikinn um
sérgreinalækna
Eftir Sigurbjörn
Sveinsson
„Læknar
vilja gjarnan
taka þátt í
umræðum
um skipulag
heilbrigðisþjónust-
unnar, kostnað við hana
og fjármögnun. “
Höfundur er heilsugæslulæknir,
fyrrv. formaður Félags íslenskra
heimilislækna og núv. formaður
Læknafélags Íslands.
'@A
BA
!
"
#$ "
%
!
&
"&
"&
&
&
AÐ undanförnu hefur umræða
um skuggahliðar Netsins verið
áberandi, fjallað hefur verið um
innlent klám á Netinu, menn sem
tæla til sín börn á spjallrásum og
bera fé á unglinga til að fækka föt-
um á þessu nýja markaðstorgi. Er-
lent klám á Netinu og aðgengi að
því hefur lengi verið áhyggjuefni
uppalenda, en það sem veldur um-
ræðunni nú er að lágkúran er að
festa sig í sessi á Íslandi þar sem
íslenskar dætur eru skotmörk vef-
þrjótanna.
Nei þýðir nei
Skuggalega margir íslenskir vef-
arar gangast upp í því að birta kyn-
ferðislegar myndir eða myndskeið
sem yfirleitt eru af konum eða ung-
lingsstúlkum, hvort sem er með eða
án þeirra samþykkis. Til eru mörg
dæmi þess að kynferðislegar mynd-
ir af stúlkum teknar við ýmis tæki-
færi, hvort sem er undir áhrifum
áfengis í „partíi“, á skemmtistöð-
um, annarsstaðar eða hreinlega til-
búnar í teikniforritum hafa verið
settar á Netið án samþykkis og
jafnvel þrátt fyrir mótmæli þess
sem á myndunum er. Eiginleikar
hins rafræna heims eru þeir að
dreifing með tölvupósti getur geng-
ið sem eldur í sinu og borist til
mjög stórs hóps á mjög skömmum
tíma. Þannig tekur, sem dæmi, ekki
nema nokkrar sekúndur að brjóta
niður mannorð stúlku í einum
framhaldsskóla og gera hana að að-
hlátursefni misþroskaðra samnem-
enda sinna.
Athæfið á myndunum getur verið
ýmiss konar, hold getur sést óvart,
áskorun í „partíi“ sem aldrei átti að
vera neitt meira en staðbundið
grín, tímabundin órökrétt hegðun
eða jafnvel einlægt kynferðislegt
athæfi. Skömm þess er verður fyrir
því að slíkt efni er birt á Netinu er
oft svo mikil að viðkomandi blygð-
ast sín, fremur en að finna til rétt-
látrar reiði, missir sjálfsvirðinguna
fremur en að fordæma óréttlætið.
Að mínu viti er aðeins stigsmunur
á því viðhorfi sem oft heyrðist til
nauðgana „hún bauð upp á þetta,
með klæðnaði eða rænuleysi“ og
því sem við erum nú að heyra „hún
gerði þetta, hún var svona“ og að
slík órök eigi að rétlæta það, að
slíkt efni sé sett á Netið án sam-
þykkis og jafnvel gegn einörðum
mótmælum þess sem á myndunum
er.
Ábyrgð netnotenda
Ef þú, lesandi góður, hugsar til
baka átt þú eflaust þínar stundir
sem þú vildir ekki sjá á Netinu og
það á sjálfsagt við um okkur öll. Að
notfæra sér ástand annarrar mann-
eskju, lítillækka og brjóta niður
sjálfsvirðingu hennar hlýtur alltaf
að vera rangt. Að gera það á Net-
inu í viðurvist allra sem aðgang
hafa að því hlýtur að vera enn
verra. Þeir sem hafa ánægju af því
að leggja með þessum hætti líf ann-
arrar manneskju í rúst eru ann-
aðhvort hjálparþurfi eða siðblindir
og þeir sem taka þátt í að dreifa
slíkum sora eru lítt skárri. Netnot-
endur verða að vera meðvitaðir um
afleiðingar gjörða sinna. Að taka
þátt í múgsefjuninni, brosa í kamp-
inn, hafa gaman af niðurlægingu
annarra og senda slíkan póst á net-
fangaskrána sína er ábyrgðarhluti
og aðeins stigsmunur á slíku fram-
ferði og hópnauðgun.
Sá sem verður fyrir slíkum árás-
um getur aldrei talist eiga það skil-
ið, að aðhafast eitthvað í einkalífi
sínu er eitt, að gera það sama
frammi fyrir alþjóð er annað og á
ekki að vera á annarra manna vald-
sviði að opinbera. Það er nauðsyn-
legt fyrir alla að taka afleiðingum
gjörða sinna á þeim forsendum sem
þær eru framkvæmdar. Það er hins
vegar ekki hægt að ætlast til þess
að fólk sitji uppi með hinn óhemj-
anlega skaða sem vefþrjótar valda
með sínum meiðandi athöfnum.
Þeir sem með slíku rafrænu ofbeldi
brjóta af sér gegn öðrum mann-
eskjum ættu í siðuðu þjóðfélagi,
byggðu á mannvirðingu, að þurfa
að sæta refsingu fyrir slíkt athæfi.
Hvort sem slík refsing er uppkveð-
in í dómsölum eða knúin fram með
fordæmingu þjóðfélagsins.
Hópnauðgun
á Netinu?
Eftir Sigríði Bríeti
Smáradóttur
„Ekki tekur
nema nokkr-
ar sekúndur
að brjóta
niður mann-
orð stúlku í einum fram-
haldsskóla.“
Höfundur er framhaldsskóla-
nemandi.