Morgunblaðið - 04.12.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 04.12.2002, Síða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 33 ✝ Steinar Friðjóns-son fæddist í Reykjavík 2. nóvem- ber 1932. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi hinn 26. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Friðjón Steinsson kaupmað- ur í Reykjavík, f. 11.6. 1904, d. 1.6. 1941, og Guðrún Hjörleifsdóttir hús- móðir, f. á Eyrar- bakka 28.6. 1908, d. 20.6. 1986. Steinar var þriðji í röð sjö systkina. Systkini Steinars eru Valgarður, f. 22.5. 1930, Margrét Erla, f. 3.5. 1931, Guðrún Hildur, f. 6.7. 1934, Friðjón Gunnar, f. 11.6. 1937, Elísa Hjördís, f. 18.9. 1938, d. 8.9. 1941, og Friðdís Jóna, f. 1.12. 1940. Steinar kvæntist hinn 31.3. 1956 eftirlifandi eigin- konu sinni Áslaugu Dóru Aðal- dóttur, f. 29.1. 1952. Sonur þeirra er Daníel Steinar, f. 23.2. 1992. Börn Jadwigu frá fyrra hjónabandi eru Dariusz, f. 19.12.1977, og Ju- styna, f. 14.1. 1982. 3) Ólafur, f. 5.4. 1966, kvæntur Regínu Ingu Stein- grímsdóttur, f. 29.7. 1967. Börn þeirra eru: Helgi Steinar, f. 12.2. 1988, Lilja Björg, f. 16.2. 1990, og Íris Lind, f. 26.5. 1995. Sonur Ás- laugar er Aðalsteinn Rúnar Emils- son, f. 19.4. 1951. Kona hans er Ás- laug Ragnars, f. 23.4. 1943. Börn Aðalsteins og Edithar Vivian Han- sen fyrri konu hans eru Jóhann Erpur, f. 31.3. 1975 og Hulda Stein- unn, f. 21.10. 1979. Steinar var menntaður sem bif- reiðasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði sem bifreiða- smiður í Reykjavík alla tíð. Með iðn- náminu starfaði hann í Bílasmiðj- unni og árið 1956 stofnaði hann ásamt fimm félögum sínum Bíla- skálann hf. við Kleppsveg en þeir félagar byggðu síðar upp starfsem- ina á Suðurlandsbraut 6 í Reykjavík en fyrirtækið hætti rekstri í lok árs 1992. Útför Steinars verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. steinsdóttur, f. 28.6. 1934. Hún er dóttir Að- alsteins Halldórssonar frá Litlu-Skógum, f. 16.6. 1907, d. 30. 8. 1989, og Steinunnar Þórarinsdóttur frá Jórvík í Hjaltastaða- þinghá, f. 14. 3. 1905, d. 2. 8. 1980. Börn Steinars og Áslaugar eru: 1) Hrafnhildur Linda, f. 6.7. 1956, kvænt Karli Hinriki Jósafatssyni, f. 7.11. 1955. Börn þeirra eru: Hlynur Bjarki, f. 31.10. 1977, í sambúð með Rögnu Heið- rúnu Jónsdóttur, f. 1.1. 1981, sonur hennar er Anton Breki Bjarnþórs- son, f. 22.7. 1999, Áslaug Dögg, f. 17.8.1983, og Berglind Anna, f. 25.4. 1991. 2) Friðjón Gunnar, f. 27.6. 1957. Fyrri kona hans var Regina Laskowska, d. 1990. Friðjón er kvæntur Jadwigu Margréti Jóns- Enginn kemur í stað föður míns. Nú er hann farinn og finn ég fyrir miklum missi. Það var óskaplega sárt að fylgjast með honum í veik- indum sínum og geta svo lítið gert til að hjálpa. Snemma í sumar eftir að hann var búinn að vera í miklum garðverkum og mokstri sagðist hann allt í einu vera orðinn latur. Hafði legið í sófanum heilan dag. Þetta var ekki leti, heldur lungna- bólga og greindist hann síðan með þann sjúkdóm sem dró hann til dauða á aðeins fimm mánuðum. Fyrir 13 árum barðist pabbi við erf- iðan sjúkdóm sem hann sigraðist á, en var öryrki eftir það. Þessi harð- duglegi, sterki og vinnusami maður lét það ekki buga sig og var ótrú- legt hvað hann gat gert þrátt fyrir sína fötlun. Hann kvartaði ekki. Pabbi var ekki margmáll en blíður og góður. Lét verkin tala og studdi okkur börnin sín á allan þann hátt sem hann gat. Ekkert var of gott fyrir okkur. Hann bar mikla um- hyggju fyrir okkur og okkar afkom- endum. Einnig þeim sem ekki voru honum blóðtengd. Þau voru hans afabörn og langafabörn. Hans helsta ósk þegar sjúkdómurinn herti tak sitt á honum var að geta fylgst lengur með barnabörnunum. Það má eiginlega segja að pabbi væri of duglegur. Hann fór kannski stundum fram úr sjálfum sér. Sagð- ist þó aldrei vera þreyttur. Hafði alltaf verkefni í takinu. Vildi vita að verkin biðu sín. Pabbi var einstak- lega vandvirkur og verklaginn. Allt sem hann kom að var vel gert og fúsk var honum ekki að skapi. Fjölskyldan þakkar barnabörn- unum í fjölskyldunni sem búa er- lendis og komast ekki í útför pabba fyrir þá væntumþykju sem þau sýndu föður mínum í veikindunum með því að hringja í hann. Það er gott að vita að þau ætli að koma og vera hjá mömmu um jólin. Fjölskyldan sendir einnig öllu starfsfólki líknardeildar Landspítal- ans í Kópavogi og deildar 11E á Landspítalanum innilegar þakkir fyrir einstaka umönnun og yndis- lega hlýju, sem reyndist okkur ómetanleg á erfiðum stundum. Það er með miklum söknuði sem ég kveð ástkæran föður minn. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur Pétursson.) Hrafnhildur Steinarsdóttir. Pabbi fór ekki varhluta af erf- iðleikum lífsins. Vinnu kynntist hann snemma. Hann missti föður sinn aðeins átta ára gamall úr lungnabólgu árið 1941, en þá var engin lækning við þeim sjúkdómi, pensilínið enn ekki uppfundið og fólk dó úr sjúkdómnum. Móðir hans varð þá ekkja aðeins 32 ára gömul og sjö barna móðir. Yngsta barnið var þá aðeins 6 mánaða og elsta 11 ára. Þremum mánuðum seinna missti pabbi næstyngstu systur sína, þegar hún varð fyrir herbíl og lést hún strax af völdum slyssins. Nú varð pabbi að hjálpa móður sinni við hin ýmsu heimilisstörf eins og að fara með þvottinn í þvotta- laugarnar og ýmislegt annað. Var því í miklu að snúast á erfiðu heim- ili ekkju með stóran barnahóp og urðu því elstu systkinin að taka þátt í heimilisstarfinu. Um fermingu fer pabbi svo að vinna fyrir sér og sinni fjölskyldu og gerði það æ síðan, ásamt því að stunda nám við Iðn- skólann. Það gat hann gert, vegna þess að á þeim tímum var Iðnskól- inn kvöldskóli. Hann nam bifreiða- smíði og var í verknámi í Bílasmiðj- unni hf. Eftir að pabbi gifti sig hóf hann búskap í Bólstaðarhlíð þar sem for- eldrar okkar bjuggu í kjallaraíbúð hjá foreldrum mömmu, Aðalsteini Halldórssyni, deildarstjóra í Toll- gæslunni í Reykjavík og Steinunni Þórarinsdóttur. Íbúðin var lítil, en fjölskyldan stækkaði fljótt og fædd- umst við elstu systkinin tvö með tæplega árs millibili. Seinna var keypt fokheld íbúð í blokk í Safa- mýrinni. Pabbi standsetti íbúðina og liðu ekki mörg ár þar til ráðist var í byggingu á raðhúsi í Fossvogi. Þar var pabbi á kafi í bygging- arvinnu eftir harðan vinnudag og fljótlega reis þar hið fallegasta heimili. Seinna keypti hann svo lóð í Grafarvogi og reisti þar einbýlishús. Reyndar má segja að það væri sama að hverju pabbi kom, allt gat hann lagfært, hvort sem um var að ræða bilaða eða beyglaða bíla, lek- andi krana eða skakkar hurðir. Allt var lagfært og alltaf var vandað til vinnunnar og urðu sumir hlutir betri en nýir, eftir að pabbi hafði strokið þeim. Alltaf var hann tilbúinn að hjálpa öðrum og leituðu margir til hans og sumir þurftu ekki einu sinni að biðja hann um hjálp. Hann mætti í vinnugallanum með verkfærin og hugvitið með sér og gekk til verka. Meira að segja flaug hann á milli landa með vinnugallann í ferðatösk- unni, einungis til að hjálpa ættingj- um í öðru landi við að lagfæra hús eða bílskrjóð. Hjálpsemina, blíða skapið og hjartahlýjuna skorti hann ekki. Vinna var hans líf, hvort sem það var við að gera við bifreiðar, koma sér upp húsnæði eða hjálpa öðrum við slíkt eða annað. Nú er hann farinn, því miður, fyrstur af systkinunum sem komust á legg. Rétt rúmlega sjötugur, sem þykir kannski ekki hár aldur í dag. Grimmur sjúkdómur náði heljartaki á honum og er engin lækning enn fundin við þeim hrottalega sjúk- dómi, því miður. Samt kvartaði hann ekki, ekki einu sinni á sjúkra- beði, ef hann var spurður um verki. Hann sagðist hafa það gott, þrátt fyrir verkina, neitaði að gefast upp fyrir sjúkdómnum, varð þó að lúta fyrir honum í lokin, en gafst ekki upp fyrr en á síðasta degi lífs síns. Farinn er góður faðir, allra besti pabbi í heimi og drengur góður. Friðjón G. Steinarsson. Í dag er borinn til hinstu hvílu tengdafaðir minn, Steinar Friðjóns- son. Ég mun ætíð minnast hans fyr- ir dugnaðinn sem einkenndi hann alla ævi, hjálpsemina sem var hon- um í blóð borin og hjartahlýjuna sem hann sýndi öllum. Allt sem hann tók sér fyrir hendur vann hann af mikilli yfirvegun, rósemi og vandvirkni. Hann vann mikið alla sína ævi, en var jafnframt því alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Mikilvæg- asti eiginleiki hans var þó rósemin, aldrei sá ég hann reiðast nokkrum manni eða tala illa um nokkra sálu. Ef honum mislíkaði eitthvað voru viðbrögðin helst þau að honum sárnaði. Öll hans samskipti við ann- að fólk einkenndust af heiðarleika og virðingu. Hann var gull af manni og góður drengur. Hans verður sárt saknað. Karl Jósafatsson. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þig, elsku afi. Þú varst alltaf svo umhyggjusam- ur og tilbúinn að veita öllum hjálp- arhönd. Við erum heppin að hafa átt þig að, svo hlýjan og góðan sem þú varst. Notalegt var að kíkja til ykkar ömmu, þar voru alltaf opnar dyr og um tíma okkar annað heimili. Mikið var dundað í skúrnum og hjá þér lærðum við mikið af þeim góðu kostum sem þú bjóst yfir. Það var alltaf eitthvað um að vera í kringum þig og þú áttir auðvelt með að koma öllum til að hlæja. Við minnumst þess t.d. eitt aðfangadagskvöld þeg- ar þú fékkst möndluna og sagðir engum frá því. Heldur beiðst þú með það þangað til allir stóðu á blístri og búnir að gefast upp á leit- inni. Þú bjóst yfir miklum styrk og at- hafnasemi. Varla er hægt að minn- ast þín öðruvísi en með verkfæri í hendi á kafi í bílaviðgerðum. Öll verk voru kláruð á undraskömmum tíma en þó af svo mikilli vandvirkni að það vakti aðdáun annarra. Síðustu mánuðirnir voru þér erf- iðir en aldrei léstu það á þig fá og barðist, allt fram til lokadags. Elsku afi, það verður tómlegt án þín yfir hátíðarnar en þú verður ávallt til staðar í hjarta okkar. Hlynur Bjarki og Áslaug Dögg. Elsku afi minn. Þú varst alltaf traustur og góður vinur og studdir okkur öll ef við þurftum á stuðningi á að halda. Þú gafst mér alltaf pen- ingana fyrir flöskurnar sem þú fórst með í endurvinnsluna og ég mátti eyða þeim í það sem ég vildi. Þú hlóst og hlóst yfir ömurlegu bröndurunum mínum sem enginn annar hló að. Þú naust þess að lifa og gera allt gott fyrir alla aðra; ef ástandið var slæmt gerðir þú alltaf það besta úr því. Þegar ég borðaði hjá þér og ömmu vildir þú alltaf að ég fengi mér banana eða skyr og heilt tonn af nammi með sjónvarp- inu. Það var nógu mikið pláss fyrir alla í hjarta þínu, ég hef aldrei skil- ið hvernig þú fórst að því að elska alla og gefa væntumþykju eins og þú gerðir. Ég dýrkaði það að vera með ykkur ömmu og fara í búðir eða til Þingvalla. Ég man alltaf eftir því þegar þú fórst með mig í göngu- túra niður að sjó, rétt hjá ykkur ömmu. Þú reyndir í mörg ár að kenna mér að fleyta kerlingar, en nú er ég tólf ára og kann það ekki ennþá. Það var svo æðislegt að sjá hvað þú varst alltaf glaður þegar það var eitthvað búið að vinna í hús- inu, garðinum eða bílunum sem þú dundaðir við alla daga. Kaffitíminn hjá þér varð alltaf að vera á slaginu hálf fjögur annars leið þér hrein- lega illa. Það muna allir eftir því hvað þú varst blíður, góður og traustur vin- ur. Þú varst besti vinur okkar allra og við munum sakna þín. Lilja Björg Ólafsdóttir. „Taktu sorg mína, góði Guð.“ Þannig biðja margir stórir sem smáir því genginn er ljúfur maður sem syrgður er af öllum er honum kynntust. Nú hefur Steinar lokið sinni veru hér, eftir löng og erfið veikindi umvafin sinni góðu fjöl- skyldu. Bóbó, eins og hann var allt- af kallaður, gekk sinn veg stilltur og blíður alltaf vinnandi og hjálp- samur svo af bar. Mínir foreldrar nutu góðs af nærveru hans sem var boðinn og búinn til hvers sem var ekki bara meðan þau bjuggu í ná- býli heldur alla tíð. Það síðasta sem hann gerði fyrir móður mína (tengdamóður hans) var að uppfylla ósk hennar að fara heim af spít- alanum smástund. Hann bar hana í bílinn sinn, síðan upp tröppurnar heima, hún bað um að fá að setjast í símastólinn áður en hún færir í rúmið. Þá hringdi hún í mig norður í land til að óska mér til hamingju með afmælisdaginn. Það var okkur báðum mikils virði. Hálfum mánuði seinna var hún öll. Ekki var hann síðri við föðursystur mína sem bjó ein, hann og Áslaug voru henni mikils virði og létu yngri drenginn sinn bera nafn hennar. Að koma til þeirra í heimsókn var hátíð. Það var vart hægt að hugsa sér fallegra heimili enda bæði sérlega smekkleg og vandvirk í höndum. Við erum bú- in að sitja margar glæsiveislur hjá þeim og nú síðast 2. nóvember er Bóbó varð sjötugur. Þar var fjöl- skyldan og nokkrir vinnufélagar hans. Þá var hann orðin mikið veik- ur og stundaglasið að renna út. Í vissu um að margir stóðu hinum megin við línuna og tóku fagnandi á móti þér, þökkum við af alhug sam- fylgdina í tæp fimmtíu ár og hvað þú varst góður við strákana okkar Snorra. Elsku systir, börn, barnabörn og tengdabörn, Guð gefi ykkur styrk í raun. Erla. Nú þegar ég kveð Steinar vin minn og samstarfsfélaga til margra ára rifjast upp minningar liðins tíma. Fyrst lágu leiðir okkar saman þegar hann ungur að árum hóf sitt iðnnám í Bílasmiðjunni hf. Það kom fljótt í ljós að þar var kominn mikill efnispiltur. Hann var fljótur að til- einka sér allt sem tilheyrði faginu og var að auki einstaklega vinnu- samur og prúður og góður félagi. Við vorum sex sem stofnuðum Bíla- skálann hf. árið 1957 og var Steinar langyngstur okkar. Bílaskálann hf. rákum við svo saman ásamt félögum okkar í þrjá- tíu og sex ár og gekk það samstarf alla tíð eins og best varð á kosið. Lengst af vorum við starfandi á Suðurlandsbraut 6. Það voru 18 starfsmenn í Bílaskálanum þegar mest var og þar af nokkrir nemar. Þar sem Steinar var ákaflega greið- vikinn og hjálpsamur kom það mik- ið í hans hlut að sinna þeim sem þurftu á aðstoð að halda. Okkur félögunum fannst oft sem vinnusemi Steinars væru engin tak- mörk sett. Fyrir utan vinnu sína á verkstæðinu vann hann flest kvöld við að gera upp bíla. Auk þessa stóðu þau hjónin þrívegis í hús- byggingum og vann Steinar að þeim meira og minna í frítíma sínum. En hvort sem hann var að vinna fyrir verkstæðið eða í öðru var aldrei slegið af gæðakröfunum því hans aðalsmerki var vandvirknin. Það þarf því ekki að undra, miðað við hvað Steinar var mikill athafnamað- ur, að það varð honum mikið áfall er hann árið 1989 greindist með sjúkdóm sem skerti svo starfsorku hans að hann varð að hætta störfum í Bílaskálanum hf. Hann lagði þó ekki árar í bát heldur fór að vinna í bílskúrnum sínum við að gera við bíla fyrir vini og vandamenn. Nú í sumar greindist Steinar hins vegar með annan og alvarlegri sjúk- dóm. Það lýsir Steinari vel að það síðasta sem hann sagði við mig þeg- ar ég heimsótti hann á spítalann, en þá var þegar séð hvert stefndi í veikindum hans, að nú þyrfti hann að fara að komast heim til að klára sólpallinn sem hann var byrjaður á. Ég og eiginkona mín kveðjum Steinar Friðjónsson með söknuði og vottum fjölskyldu hans einlæga samúð á skilnaðarstundu. Eysteinn Guðmundsson STEINAR FRIÐJÓNSSON Ég kveð þig með tárin í augum besti afi heims. Takk fyrir öll árin sem liðu, hvíl þú í englanna friði. Berglind Anna Karlsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi. Þegar við kvödd- umst á biðstöðinni við Smáralind í síðustu viku eftir kvikmynda- sýninguna sem þú bauðst mér á, hvarflaði ekki að mér að ég ætti aldr- ei eftir að sjá þig aftur. Ég lagði af stað heim í öruggri vissu um að við hittumst að nýju. Ég skynja núna að þú hafðir ekki af mér augun á meðan þú beiðst eftir vagninum, því þegar ég leit við ofan af hæðinni veifaðirðu til mín. Það var það síðasta sem ég sá KÁRI ÞÓRIR KÁRASON ✝ Kári Þórir Kára-son fæddist í Reykjavík 8. október 1971. Hann lést á Landspítala – Há- skólasjúkrahúsi Fossvogi 24. nóvem- ber og var útför hans gerð frá Garðakirkju á Garðaholti 3. des- ember. af þér í þessum heimi. Ef ég aðeins hefði snúið við á hlaupunum, þá hefði ég getað sagt þér það sem fráfall þitt hef- ur nú leitt mér vægð- arlaust fyrir sjónir: hvað þú varst mér óum- ræðilega mikils virði. Ef ég aðeins gæti end- urheimt kveðjustund- ina, þá myndi ég þakka þér hvíldarlaust fyrir allar dýrmætu stund- irnar sem þú helgaðir mér og Sigursteini bróður. Það er svo sárt að eiga þess ekki kost framar að njóta samvista við þig og þiggja áfram þá gnótt af föðurást sem þú bjóst yfir. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Minningu þína varðveitum við. Þínir að eilífu, Alexander Máni og Sigursteinn Snær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.