Morgunblaðið - 04.12.2002, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 37
ar Lárusdóttur og
Guðfríðar Lilju Grét-
arsdóttur, núverandi
Íslandsmeistara. Að
þessu sinni er teflt í
fimm manna lokuðum
flokki þar sem fimm
sterkustu skákkonur
landsins mætast í tvö-
faldri umferð.
Mótið er eitt allra
sterkasta Íslandsmót
kvenna sem fram hef-
ur farið. Þátttakendur
eru allir fulltrúar Ís-
lands í kvennaliði Ól-
ympíuskákmótsins
auk Guðlaugar Þor-
steinsdóttur, fyrrum Íslandsmeist-
ara, sem nú tekur þátt í sínu fyrsta
Íslandsmóti í mörg herrans ár. Með-
al keppenda eru einnig Íslands-
meistarar síðustu tveggja ára, þær
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, tífald-
ur Íslandsmeistari kvenna, og
Harpa Ingólfsdóttir. Þá taka þær
Anna Björg Þorgrímsdóttir og Aldís
Rún Lárusdóttir einnig þátt.
Seinni hluti Íslandsmótsins mun
fara fram um næstu helgi og ráðast
þá úrslitin. Þar verður einnig B-
flokkur kvenna og er hann opinn
konum á öllum aldri. Tefldar verða
atskákir og hefst B-flokkurinn kl.
20:00 á föstudag eða á sama tíma og
3. Guðmundur Kjartansson 5
v.
4.-5. Guðni Stefán Pétursson
, Björn Ívar Karlsson 4½ v.
6.-7. Atli Freyr Kristjánsson,
Ágúst Bragi Björnsson 4 v.
8.-9. Elsa María Þorfinns-
dóttir, Sverrir Þorgeirsson 3
v.
10.-12. Hallgerður Helga
Þorsteinsdóttir, Senbeto Ge-
beno Guyola, Svanberg Már
Pálsson 2 v.
Guðlaug Þorsteins-
dóttir efst á Íslands-
móti kvenna
Eftir fimm umferðir
á Íslandsmóti kvenna er Guðlaug
Þorsteinsdóttir efst með fjóra vinn-
inga, en þar sem stendur á stöku í
mótinu sat hún yfir í fyrstu umferð.
Guðlaug sigraði einn helsta keppi-
naut sinn um Íslandsmeistaratitil-
inn, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, í
fimmtu umferð. Þegar fyrri hluta
mótsins er lokið er staðan þannig:
1. Guðlaug Þorsteinsdóttir 4 v.
2. Harpa Ingólfsdóttir 3 v.
3. Guðfríður Lilja Grétarsd. 2 v.
4.-5. Aldís Rún Lárusdóttir og Anna Björg
Þorgrímsdóttir ½ v.
Keppni á Íslandsmótinu hófst á
því, að Páll Pétursson félagsmála-
ráðherra lék fyrsta leik í skák Aldís-
DAVÍÐ Kjartansson er Íslands-
meistari 20 ára og yngri eftir sigur á
Unglingameistaramóti Íslands um
helgina. Baráttan um sigurinn var
hörð og spennandi og luku þeir Dav-
íð og Halldór B. Halldórsson mótinu
með jafnmarga vinninga, eða sex af
sjö mögulegum. Þeir urðu því að
tefla tveggja skáka einvígi um það
hvor hlyti titilinn. Davíð hafði hvítt í
fyrri skákinni, sem lauk með jafn-
tefli. Í síðari skákinni hafði hann
hins vegar betur og sigraði því 1½-½
í einvíginu. Í 3. sæti varð Guðmund-
ur Kjartansson með 5 vinninga en í
4.-5. sæti voru jafnir með 4½ vinning
þeir Guðni Stefán Pétursson og
Björn Ívar Karlsson. Bestum
árangri stúlkna náði hin efnilega
Elsa María Þorfinnsdóttir, en hún er
stúlknameistari Íslands. Hún fékk
þrjá vinninga.
Davíð Kjartansson hefur teflt af
miklum krafti að undanförnu og náð
frábærum árangri. Fyrr á þessu
árivarð hann Norðurlandameistari
unglinga (20 ára og yngri) og bætir
nú Íslandsmeistaratitlinum í safnið.
Þeir Stefán Kristjánsson munu
leggja land undir fót í lok vikunnar
og halda til keppni á heimsmeistara-
móti 20 ára og yngri, en mótið verð-
ur haldið á Indlandi. Röð efstu
manna á unglingameistaramótinu
varð þessi:
1. Davíð Kjartansson 6 v. (+1½)
2. Halldór B. Halldórsson 6 v. (+½)
seinni hluti A-flokksins. Skráning
fer fram hjá Skáksambandi Íslands.
Teflt verður í húsnæði TR í Faxafeni
12.
Björn Jónsson hraðskák-
meistari Garðabæjar
Hraðskákmóti Garðabæjar lauk
með öruggum sigri Björns Jónsson-
ar, sem hlaut 15½ vinning af 18
mögulegum. Í öðru sæti varð Sæ-
björn Guðfinnsson með 14½ vinning
og fleiri stig en Jóhann H. Ragn-
arsson sem fékk sömu vinningatölu.
Páll Sigurðsson varð í 4. sæti með 11
vinninga. Alls tóku 9 skákmenn þátt
í mótinu og tefldu tvöfalda umferð,
allir við alla.
Skákhátíð í Ólafsvík
á laugardag
Taflfélag Snæfellsbæjar efnir til
skákhátíðar í Ólafsvík laugardaginn
7. desember. Tilefni hátíðarinnar er
100 ára afmæli félagsheimilis Ólafs-
víkur og 40 ára afmæli skákfélags-
ins. Jafnframt verður minning Ottós
Árnasonar heiðruð, en hann var
stofnandi félagsins. Mótið er öllum
opið, en meðal þátttakenda verða
stórmeistararnir Friðrik Ólafsson,
Jóhann Hjartarson, Margeir Péturs-
son og Hannes Hlífar Stefánsson.
Teflt verður í félagsheimilinu Klifi
og eru mjög vegleg verðlaun í boði.
Fyrstu verðlaun eru 100 þúsund
krónur, önnur verðlaun 40 þúsund
og þriðju verðlaun 30 þúsund. Þá
verða veitt þrenn 10 þúsund króna
verðlaun fyrir bestan árangur skák-
manna með minna en 2.200 stig, fyr-
ir bestan árangur stigalausra skák-
manna og fyrir bestan árangur
kvenna. Þá mega ýmsir keppendur
eiga von á nýjum og glæsilegum
bókum frá útgáfufélaginu Eddu.
Rútuferðir verða frá BSÍ klukkan
9:30 laugardaginn 7. desember, en
mótið sjálft hefst svo í Klifi klukkan
13. Fargjald er þúsund krónur báðar
leiðir, en innifalið er þátttökugjald á
mótinu, kaffi og meðlæti. Börn og
unglingar, 18 ára og yngri, fá ókeyp-
is rútuferðir og eru undanþegin
þátttökugjaldi.
Á mótinu verða tefldar átta um-
ferðir, fyrst fjórar hraðskákir og síð-
an fjórar atskákir. Að mótinu loknu
tekur við kvöldverður fyrir þá sem
vilja og síðan er rútuferð til Reykja-
víkur. Prýðileg gistiaðstaða er fyrir
hendi í Ólafsvík fyrir þá sem vilja
staldra við lengur.
Helstu styrktaraðilar skákhátíð-
arinnar eru Snæfellsbær, Fiskmark-
aður Íslands, Deloitte & Touche,
OLÍS, útgáfufélagið Edda og Lands-
banki Íslands.
Skákáhugamenn eru beðnir að
skrá sig til leiks, í síðasta lagi
fimmtudaginn 5. desember, hjá
Tryggva Óttarssyni í síma 436 1646
eða 893 4746. Einnig er hægt að skrá
sig með því að senda póst á netfangið
tryggvi@fmis.is.
Davíð Kjartansson
Íslandsmeistari unglinga
Daði Örn Jónsson
SKÁK
Skáksamband Íslands
UNGLINGAMEISTARAMÓT ÍSLANDS
29. nóv. – 1. des. 2002
Davíð Kjartansson
dadi@vks.is
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Rangárþing eystra auglýsir:
Laust starf skólastjóra
Rangárþing eystra auglýsir laust starf skóla-
stjóra Seljalandsskóla, Vestur-Eyjafjöllum.
Um er að ræða afleysingu í barnsburðarleyfi
frá 1. febrúar nk.
Nánari upplýsingar veita: Elvar Eyvindsson,
formaður skólanefndar, í síma 487 8720 og
Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri, í síma
487 8124.
Sveitarstjóri.
Akraneskaupstaður
Tónlistarskólinn
á Akranesi
Við skólann er laus staða saxafón- og klarinett-
kennara. Um er að ræða fullt starf frá og með
1. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir Lárus
Sighvatsson skólastjóri í síma 431 2109.
Umsóknarfrestur er til 13. desember.
Sviðsstjóri menningar- og fræðslumála.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FÉLAGSSTARF
Sorg í ljósi jóla
Jólafundur Nýrrar dögunar, samtaka um sorg
og sorgarviðbrögð, og Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæma verður í Fossvogskirkju
fimmtudaginn 5. desember kl. 20. Guðrún
Ásmundsdóttir, leikkona, hugleiðir sorgina
og jólin. Erna Blöndal og Örn Arnarson flytja
tónlist.
Ókeypis aðgangur, allir velkomnir.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Frjálsa flugmannafélagsins verður haldinn
laugardaginn 14. desember nk., í sal A, 2. hæð,
Radisson SAS, Hótel Sögu kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Kosning í trúnaðarmannaráð.
2. Kosning stjórnar.
3. Önnur mál. Stjórnin.
Jólafundur FKA 2002
Jólafundur FKA verður haldinn í Veitingahús-
inu Iðnó, fimmtudaginn 5. desember nk. kl.
12:00—14:00. Gestur jólafundar verður séra
Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgarprestur.
Tilkynna þarf þátttöku til Elínar á Impru á
fka@fka.is eða í síma 570 7267, í síðasta lagi
4. desember. Athugið að í fyrra komust færri
að en vildu.
STYRKIR
Umsóknir óskast um
styrki til jarðhitaleitar
Iðnaðarráðuneyti, Orkuráð og Byggðastofnun
halda áfram sérstöku átaki til leitar jarðhita til
húshitunar á svæðum þar sem hitaveitur eru
ekki nú. Átakinu er einkum ætlað að vera hvati
að rannsóknum og jarðhitaleit á svæðum þar
sem jarðhiti er lítt eða ekki þekktur á yfirborði.
Ekki er veittur styrkur fyrir kostnaði sem var
áfallinn áður en átakið hófst.
Um er að ræða tvenns konar styrki samkvæmt
nánari reglum þar um:
A) Styrkir til almennrar jarðhitaleitar með hita-
stigulsborunum og jarðvísindalegum að-
ferðum, gegn eðlilegu mótframlagi umsækj-
anda.
B) Styrkir vegna þróunar og prófunar á nýjum
aðferðum við vinnslu jarðvarma og nýting-
ar, s.s. skáborun, örvun á borholum, niður-
dælingu o.fl.
Styrkir standa til boða sveitarfélögum og orku-
fyrirtækjum, en við forgangsröðun verkefna
verður einkum tekið tillit til eftirtalinna atriða:
1) Að verkefnið sé þjóðhagslega arðbært, m.a.
með tilliti til flutnings- og dreifikerfis raf-
orku.
2) Að verkefnið efli byggð í landinu.
Umsóknarfrestur vegna annars áfanga þessa
átaks er til þriðjudags 17. desember 2002.
Umsóknir skulu sendar Orkustofnun á þar til
gerðum eyðublöðum sem þar fást og merktar
þannig:
Jarðhitaleit á köldum svæðum,
Auðlindadeild,
Orkustofnun,
Grensásvegur 9,
108 Reykjavík.
Fyrirspurnir b.t. Orkustofnunar, Grensásvegi
9, 108 Reykjavík (www.os.is), s. 569 6000,
fax 568 8896 og milli kl. 16.00 og 18.00 í
899 0868.
Netfang átaksins er: heto@os.is
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Ræsting í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Opið útboð
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli
hf. auglýsir eftir tilboðum í ræstingu flugstöðv-
arinnar. Ræst flatarmál er um 17.500 m2.
Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu Flug-
stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og hjá VSÓ
Ráðgjöf, Borgartúni 20, Reykjavík, frá og með
miðvikudeginum 4. desember. Gögnin verða
afhent gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Vettvangsskoðun er fyrirhuguð þriðjudaginn
10. desember 2002. Tilboðum skal skila til VSÓ
Ráðgjafar og verða þau opnuð þar fimmtudag-
inn 19. desember 2002 kl. 11:00.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1831248
I.O.O.F. 9 1831247½ Bh
HELGAFELL 60021210419 IV/V
Njörður 6002120419 III
I.O.O.F. 7 18312047½ 8.III.*
GLITNIR 6002120419 I
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í Kristniboðssaln-
um í kvöld kl. 20.30.
„Friðarsáttmáli“
Kjartan Jónsson talar. Heitt á
könnunni á eftir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Í kvöld kl. 20.00
Jólafundur Hjálparflokksins. All-
ar konur hjartanlega velkomnar.