Morgunblaðið - 04.12.2002, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 47
Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
| Y
D
D
A
/
si
a.
is
N
M
0
7
6
4
7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum
• Frír útdráttur fjórum sinnum á ári
– gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker
• Þú styrkir gott málefni
Sýnd kl. 6 og 8.
www.laugarasbio.is
BOND ER MÆTTUR
FLOTTARI EN
NOKKRU SINNI FYRR
ÍSLAND Í
AÐALHLUTVERKI-
ÓMISSANDI
I
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER
Sýnd kl. 10. B. i. 16. .
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 4.30, 7 og 10. B. i. 12 ára.
RadíóX
DV
Hverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 5.30.
FULL FRONTAL
Sýnd kl. 8 og 10
Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 11.10.
BOND ER MÆTTUR
FLOTTARI EN
NOKKRU SINNI FYRR
ÍSLAND Í
AÐALHLUTVERKI-
ÓMISSANDI
I
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
www.regnboginn.is
RadíóX
DV
RÍMNAFLÆÐI félagsmiðstöðv-
arinnar Miðbergs fór fram síð-
astliðið föstudagskvöld. Með sig-
ur fór Evil Mind (Helgi
Sæmundur Guðmundsson) frá
Sauðárkróki og flutti hann lagið
„Ertu harður?“. Í öðru sæti
höfnuðu þeir Ill-Hugi (Kolbeinn
Arnbjörnsson), Hugleikur (Páll
Þór Pálsson) og Dire (Margeir
Sigurðsson) frá Ólafsfirði með
lagið „Tíminn staðnæmdist“.
Þriðja sætið hlaut MC Mælginn
(Viktor Steinar Þorvaldsson) og
flutti hann lagið „Þróun“.
Að sögn Birkis Viðars Fjal-
arssonar, starfsmanns Miðbergs,
settu innihaldsríkir textar mark
sitt á keppnina í ár og telur hann
ljóðagerð rappsins þannig vera í
þróun. Þá skráðu fleiri stelpur
sig í keppnina í ár en í fyrra og
almennt röppuðu menn á hinu
ylhýra, einn eða tveir beittu þó
fyrir sig engilsaxnesku.
Plata með upptökum frá
keppninni kemur svo út á næsta
ári og gefst þremur efstu kepp-
endunum færi á að taka sín lög
upp í hljóðveri. Þá verður
keppnin sýnd í PoppTíví á næst-
unni.
Evil Mind sigraði í Rímnaflæði 2002.
Evil Mind sigraði
Úrslit í Rímnaflæði 2002
GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveit-
irnar Múngús og Albert mið-
vikudagskvöld kl. 21.
SPORTKAFFI: Míkrófónkvöld. Orðið
laust fyrir reynda sem óreynda
uppistandara. Haldið í samvinnu við
Radio X. Gestgjafi kvöldsins verður
Sigurjón Kjartansson. Skemmtunin
hefst stundvíslega um kl. 22 og verð
aðgöngumiða er 500 krónur. Einn
bjór fylgir hverjum miða.
TJARNARBÍÓ: Útgáfutónleikar með
Daysleeper. Hefjast kl. 22. Aldurs-
takmark 18 ár.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
TVEIR íslenskir hönnuðir héldu
tískusýningu í Hafnarborg, Menn-
ingar og listastofnun Hafnarfjarð-
ar, á dögunum. Ingibjörg Hanna
Pétursdóttir sýndi kvenfatnað, sem
er mestmegnis úr þæfðri ull í bland
við bómull og Ásta Guðmundsdótt-
ir var með kvöldklæðnað fyrir kon-
ur á öllum aldri út náttúrulegum
efnum. Auk þessa báru sýningar-
stúlkurnar skartgripi frá Aurum
við Laugaveg eftir Guðbjörgu Kr.
Ingvarsdóttur og Ásu Gunnlaugs-
dóttur.
Þetta er fyrsta sýning Ingibjarg-
ar Hönnu hér á landi en hún er bú-
sett í Hollandi, þar sem hún stund-
aði nám. „Ég fór með þetta fyrst út
á markaðinn árið 2000 og byrjaði
þá að selja erlendis. Ég hef selt til
Japans, Ítalíu og Englands,“ segir
hún.
„Núna er þetta komið hingað til
lands í verslunina 38 þrep við
Laugaveg,“ bætir Ingibjörg Hanna
við. „Ég hélt sýninguna til að finna
mér sölustað og það tókst,“ segir
hún ánægð.
Ásta hefur hins vegar haldið
fleiri tískusýningar hér auk þess að
hafa sýnt með Ingibjörgu Hönnu á
erlendri grundu. Fatnaður hennar
er til sölu í Kirsuberjatrénu við
Vesturgötu.
Ingibjörg Hanna er ánægð með
hvernig til tókst með sýninguna.
„Það var fullt út úr dyrum og allir
mjög ánægðir.“
Nátt-
úruleg
efni í fyr-
irrúmi
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Tískusýning í Hafnarborg
ATVINNA
mbl.is