Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. GENGIÐ hefur verið frá samn- ingi á milli Réttindastofu Eddu – útgáfu og breska ríkisútvarpsins BBC um flutning á leikgerð á Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness. Verkið verður flutt á Rás 4 í þætti sem nefnist Classic Serial, sem flytur leikgerðir á verkum sem ýmist eru orðin sí- gild eða eru við það að verða það. Skáldsagan Brekkukotsannáll kom út á enskri tungu í þýðingu Magnúsar Magnússonar á sjö- unda áratugnum, í Bretlandi 1966 og Bandaríkjunum 1967. Magnús yfirfór gömlu þýðinguna sína fyr- ir nýja útgáfu sem kom út fyrir stuttu í Bretlandi hjá Harvill Press. Brekkukotsannáll, sem fyrst kom út árið 1957, hefur birst lesendum í 16 löndum í hátt í fjörutíu útgáfum en auk þess var myndaflokkur fyrir sjónvarp byggður á bókinni gerður 1972. BBC flytur Laxness  Brekkukotsannáll/23 og erfiður. Uppsagnir starfsfólks Tals og Íslands- síma séu verulga slæm tíðindi en jákvætt sé þó að stjórnendur Íslandssíma ætli að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða þá sem láta af störfum hjá félögunum. Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, segir að honum lítist illa á þessi tíðindi. Samkvæmt upplýsingum sem hann hafi fengið sé að stærstum hluta um að ræða starfsmenn sem séu félagsmenn í VR en einhverj- ir séu í Rafiðnaðarsambandinu. Fólkinu verði boð- in öll sú aðstoð sem félagið geti veitt. Hann segir að atvinnuleysið hafi samfellt minnkað frá júlí til nóvember, en þá hafi það auk- UM fjórðungi starfsmanna Íslandssíma og Tals var sagt upp störfum í gær, samtals 76 starfs- mönnum. Þar af eru 45 starfsmenn Íslandssíma og 31 starfsmaður Tals. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. Þá var greint frá því í gær að tíu starfs- mönnum ACO-Tæknivals hefði verði sagt upp fyr- ir síðustu mánaðamót. Fram kemur í tilkynningu frá Íslandssíma að vegna samruna Íslandssíma og Tals hafi verið ráð- ist í víðtæka endurskipulagningu á rekstri fyrir- tækjanna. Fækkun starfsmanna sé liður í þeirri endurskipulagningu. Lykke Bjerre Larsen, trúnaðarmaður VR hjá Tali, segir að gærdagurinn hafi bæði verið langur ist. Hefðbundið sé að atvinnulausum fjölgi í nóv- ember, desember og janúar. „Við höfum ekki orðið vör við almennar uppsagnir núna og leyfum okkur því að líta á þetta sem einstök tilvik,“ segir Gunnar Páll. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambands Íslands, segir hörmulegt þegar það komi til að segja þurfi starfsfólki upp störfum. Hins vegar verði að horfast í augu við staðreyndir. Rafiðnaðarsambandið geti lítið annað gert en að aðstoða þá sem lendi í þessu með að komast í gegnum þessi mál. 76 starfsmönnum sagt upp hjá Íslandssíma og Tali  Um fjórðungi/15 VEGAGERÐIN hefur ákveðið að lengja vegrið beggja vegna brúarinnar yfir Hólmsá á Suðurlandsvegi í kjölfar þess að bifreið valt út af brúnni í síðustu viku. Fram- kvæmdir hefjast væntanlega á næstu vikum. Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Reykjanesi, segir að vegriðin verði lengd um 50–100 metra. Einn- ig komi til greina að hækka vegriðin en ákvörðun um það hafi ekki verið tekin. Vegrið lengd við Hólmsá ALLT sem ég sé, plata hljómsveitarinnar Írafárs, er söluhæsta geislaplatan aðra vikuna í röð, samkvæmt nýjasta Tónlist- anum. Hann er unninn vikulega í samstarfi við helstu sölustaði geisla- platna í landinu. Salan á plötu Birgittu Haukdal og félaga í Íra- fári hefur aukist jafnt og þétt síðan hún kom út fyrir fjórum vikum en síðustu vikuna jókst sal- an til muna og er hún nú sú langsöluhæsta ásamt nýrri jólaplötu Jó- hönnu Guðrúnar sem er næstsöluhæst en báðar seldust í vikunni sem leið í tæplega 800 eintökum. Írafár á sölu- hæstu plötuna  Jólafár/48  Allt sem/44 NÝTT samkomulag um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga verður undirritað fyrir hádegi í dag. Samkvæmt því leggur ríkið fram 410 milljónir króna á þessu ári á grundvelli fjár- aukalaga og 400 milljónir á næsta ári umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Eru þetta greiðslur vegna fasteignaskatts- bóta og húsaleigubóta. Að sögn Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar, for- manns Sambands íslenskra sveitarfélaga, felur samkomulagið í sér fimm meginatriði. Í fyrsta lagi fellst ríkið á að greiða á þessu ári 260 milljónir króna vegna fasteignaskattsbóta til meiriháttar viðhaldi og tækjakaup- um heilsugæslustöðva og almennra sjúkrahúsa. Kostnaðurinn er met- inn á 100 milljónir króna í fjárhags- legu uppgjöri ríkis og sveitarfélaga. Í fjórða lagi er gert samkomulag um að frá og með 1. janúar verði stjórnarfrumvörp og reglugerðar- drög sem undirbúin eru í félags- málaráðuneytinu og umhverfis- ráðuneytinu, og aðeins eða að verulegu leyti hafa bein áhrif á sveitarfélögin, kostnaðarmetin. Um er að ræða tilraunaverkefni til 30. júní 2004. Í fimmta lagi er gert ráð fyrir formlegu samráði ríkis og sveitar- félaga um kjaramál. að sveitarfélögin verið jafnsett. Í öðru lagi er kveðið á um að ríkið greiði á þessu ári þær 150 milljónir króna sem upp á vantar til að halda óbreyttu hlutfalli ríkis og sveitarfé- laga í greiðslu húsaleigubóta, en hlutfall ríkisins hefur verið um 55% á móti um 45% hlutdeild sveitarfé- laga. Gert er ráð fyrir að greiddur verði alls um einn milljarður í húsa- leigubætur 2003 og felur samkomu- lagið jafnframt í sér 555 milljóna króna framlag ríkisins af þeirri upphæð. Í þriðja lagi er verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga breytt með því að ríkið tekur yfir 15% hlutdeild sveitarfélaga í stofnkostnaði og Samið um fjármálasamskipti ríkis og sveitarfélaga Framlag ríkis auk- ið um 800 milljónir JÓN Arnar Magnússon, Íslandsmethafi í tugþraut úr Breiðabliki, er fjórði besti tug- þrautarmaður heims á þessu ári samkvæmt árlegum styrkleikalista hins virta frjálsíþrótta- tímarits Track & Field News, en listinn var birt- ur í desemberhefti blaðs- ins nú um mánaðamótin. Jón er eini Íslending- urinn á lista tímaritsins þetta árið. „Ég er afar ánægður með að fá staðfestingu á því að vera kominn í hóp þeirra bestu á ný eftir nokkur erfið ár þar sem margir voru búnir af afskrifa mig, ég er ekki dauður úr öllum æðum,“ segir Jón Arnar. Hann býr nú með fjölskyldu sinni í Gautaborg og æfir þar fyrir átök næsta árs. Jón Arnar var síðast á lista tímaritsins árið 1998, þá í þriðja sæti. Kominn aftur í fremstu röð  Jón Arnar/B3 ÞAÐ varð vart þverfótað fyrir ungbörnum í húsakynnum Símans við Ármúla í gær þegar starfsmönnum fyrirtækisins, sem eignast hafa börn á árinu, var boðið með afkvæmi sín til kaffisamsætis. Það má svo sannarlega segja að framleiðni starfsmannanna hafi verið með góðu móti á árinu, en alls fóru 60 starfsmenn af 1.300 í fæðingarorlof, eða tæp 5%. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, var einn þeirra sem eignuðust barn á árinu og mætti hann stoltur með son sinn, Brynjólf Jón, sem fæddist hinn 24. ágúst. Aðspurður sagðist Brynjólfur hafa tekið fjóra daga í feðraorlof, snemmt að dreifa alvöru GSM-símum þó að krakkarnir byrji að nota síma ungir,“ segir Brynjólfur og kímir. Hann segir að í barna- skaranum leynist örugglega framtíðarstarfs- menn Símans, ef fyrirtækinu gangi vel í fram- tíðinni, sem og framtíðarviðskiptavinir. Forstjórinn hvatti starfsmenn sína til dáða á barneignasviðinu þegar hann bauð foreldrana velkomna með börn sín í gær og óskaði þeim til hamingju. „Ég tel við eigum að vera dugleg við barneignir. Við höfum þá sérstöðu að geta alið upp börn í góðu umhverfi og góðu þjóðfélagi,“ sagði Brynjólfur sem sjálfur á sex börn. en hinn 28. ágúst, fjórum dögum eftir fæðingu sonarins, slitnaði Cantat-3 sæstrengurinn og þá varð forstjórinn að mæta aftur til vinnu. Hann segir að það gangi ágætlega að samræma for- eldrahlutverkið og að stýra svo stóru fyrirtæki. „Ég er svo heppinn að konan mín sinnir heim- ilinu að mestu og ég eftir því sem ég hef burði til. Það gengur ágætlega hjá okkur. Við eigum líka sjö ára stelpu heima og átján ára strák,“ segir Brynjólfur. Að því komi örugglega að Brynjólfur Jón komi með pabba í vinnuna. Börnin fengu gefins plastbolla við komuna í gær og plast GSM-síma. „Það er aðeins of Morgunblaðið/Bragi Þór Það var margt um manninn þegar þeir starfsmenn Símans, sem eignast hafa börn á árinu, komu saman með afkvæmi sín í gær. Frjósamir Símastarfsmenn ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.