Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 10
IMPREGILO SpA-verktakinn, sem
bauð lægst í Kárahnjúkavirkjun,
byggir á aldagamalli reynslu í
mannvirkjagerð og hefur komið að
byggingu um 160 vatnsaflsvirkjana
víða um heim. Hjá Impregilo og
dótturfyrirtækjum starfa ríflega 20
þúsund manns og fyrirtækið veltir
um 175 milljörðum króna á ári.
Móðurfyrirtækið starfar í 50 lönd-
um og á um 600 dótturfyrirtæki.
Eigendur eru fjölmargir, m.a. þekkt
fyrirtæki eins og Fiat og Banco di
Roma, en um 75% hlutabréfanna
eru á almennum markaði á Ítalíu.
Impregilo er stærsta verktakafyr-
irtæki Ítalíu og taldist fyrir tveimur
árum meðal 20 stærstu slíkra fyr-
irtækja í Evrópu í tekjum talið.
Forverar Impregilo eru verk-
takafyrirtækin Lodigiani og Girola,
sem sameinuðust árið 1906, og
Impresit, sem stofnað var 1929, þar
sem meðal stærstu eigenda voru
Fiat-verksmiðjurnar. Árið 1960
sameinuðust þessi fyrirtæki í Impr-
egilo þar sem nafnið samanstóð af
Impre- úr Impresit, -gi frá Girola og
-lo frá Lodigiani. Önnur sameining
varð svo árið 1990 þegar Impregilo
og Cogefar-Impresit sameinuðust.
Byggðu Mont Blanc-göngin
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í
nágrenni Mílanó. Það er talið meðal
hinna reyndustu á sínu sviði í Evr-
ópu og hefur komið að byggingu
virkjana í flestum heimsálfum, jafnt
í Asíu, Afríku og S-Ameríku sem
Evrópu. Impregilo hefur í auknum
mæli tekið að sér verkefni utan Ítal-
íu og þannig var hlutfall verkefna
utan heimalandsins um 60% árið
1998. Meðal verkefna fyrirtækisins
á seinni árum má nefna Mont Blanc-
jarðgöngin og stíflugerð, bæði eitt
og sér eða með öðrum verktökum, í
löndum eins og Argentínu, Ghana,
Kína, Indlandi, Pakistan, Nígeríu,
Hondúras, Venesúela og Íran.
Verktaki
sem byggir
á aldargam-
alli reynslu
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍTALSKA fyrirtækið Impregilo
SpA átti lægsta tilboð í bæði stíflu
og aðrennslisgöng Kárahnjúka-
virkjunar, þegar tilboð voru opnuð
í stjórnstöð Landsvirkjunar við
Bústaðaveg í gær. Fyrirtækið
bauð alls rúmar 44 milljarða króna
í verkin, þar af fyrir 19,6 milljarða
í stífluna. Kostnaðaráætlun Lands-
virkjunar fyrir allt verkið hljóðaði
upp á tæpa 50 milljarða króna. Þá
bauð ítalska fyrirtækið 3% afslátt
af heildarupphæðinni ef það fær
bæði verkin sem boðin voru út.
Nemur afslátturinn 1,3 milljörðum
króna.
Tilboð barst frá tveimur öðrum
fyrirtækjasamsteypum í Kára-
hnjúkastífluna. Tilboð ítalska fyr-
irtækisins var 82,4% af kostnaðar-
áætlun. Sameiginlegt tilboð frá
Ístaki hf. og danska fyrirtækinu
E. Pihl & Søn AS hljóðaði upp á 27
milljarða króna sem er 13,3% yf-
irkostnaðaráætlun. Tilboð frá
Eurohydro JV, en að því standa
Hochtief Construction AG frá
Þýskalandi og Íslenskir aðalverk-
takar, hljóðaði upp á 34,4 milljarða
króna, sem er 44,9% yfir kostn-
aðaráætlun.
Hæsta boð 77% yfir áætlun
Kostnaðaráætlun Landsvirkjun-
ar vegna aðrennslisganga Kára-
hnjúkavirkjunar var 26,2 milljarð-
ar króna. Lægsta tilboð Impregilo
var upp á 24,5 milljarða, sem er
93,9% af kostnaðaráætlun, tilboð
Eurohydro var upp á 36,1 milljarð
sem er 38,1% yfir kostnaðaráætlun
og tilboð Balfour Beatty Group
Ltd., en að því stóðu einnig Ístak
og E. Pihl & Søn AS, var upp á
46,3 milljarða eða 77,1% yfir
kostnaðaráætlun.
Flestir bjóðenda buðu frávikstil-
boð og afslætti. Tilboðin verða nú
yfirfarin af Landsvirkjun og ráð-
gjöfum þess. Eftir að tilboð höfðu
verið opnuð var upplýst hverjir að-
stoðuðu Landsvirkjun við kostn-
aðaráætlunina. Var það félagið
Karahnjukar Consulting JV, sem
er í eigu íslenskra og erlendra
verkfræðistofa og ráðgjafa. Verk-
fræðistofa Sigurðar Thoroddsen
fer þar fremst í flokki íslenskra
aðila.
Framkvæmdirnar sem um ræðir
eru meginstíflan, nefnd Kára-
hnjúkastífla, sem á að vera 190
metrar á hæð og 730 metra löng.
Fyllingarefnið í stífluna er áætlað
8.400 rúmmetrar. Aðrennslisgöng-
in eru frá Hálslóni, alls nærri 40
kílómetra löng og um 7 metrar í
þvermál.
Tilboð Ítalanna
í ferðatöskum
Fjölmennt var við opnun tilboð-
anna í gær, sem tók lengri tíma en
ætlað var, eða upp undir tvær
klukkustundir, enda er útboðið hið
stærsta sem fram hefur farið hér á
landi. Tilboðsgögn voru fyrirferð-
armikil og vakti umbúnaður þeirra
frá Impregilo nokkra athygli og
kátínu viðstaddra. Mættu fulltrúar
fyrirtækisins með gögnin í þremur
gömlum og grænum ferðatöskum.
Útboð opnuð á stíflu og aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar
Impregilo átti lægstu
tilboðin í bæði verkin
Morgunblaðið/RAX
Fjölmenni var við opnun tilboðanna í stjórnstöð Landsvirkjunar en hér á fremsta borði eru Páll Sigurjónsson og
menn hans frá Ístaki, sem var meðal bjóðenda í verkin tvö.
Landsvirkjunarmenn, Friðrik Sophusson forstjóri, Örn Marinósson skrif-
stofustjóri og Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi, fylgdust með.
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, segir að niðurstaða útboðsins á
Kárahnjúkavirkjun sé ákveðinn léttir. Ávallt sé
óvissa um niðurstöðu útboða, hún hafi í þessu til-
felli t.d. getað verið sú að allir verktakar hefðu
verið langt yfir kostnaðaráætlun. Ljóst sé að
Impregilo sé stórt alþjóðlegt fyrirtæki með
mikla reynslu í virkjanaframkvæmdum.
Valgerður segir að nú hafi enn eitt jákvæða
skrefið verið stigið í þá átt að Kárahnjúkavirkj-
un rísi, annað slíkt skref hafi verið stigið daginn
áður er vígsla fór fram á Kárahnjúkavegi og
brúnni yfir Jöklu.
Hún minnir á að eftir eigi að fara yfir tilboðin
hjá Landsvirkjun og vissara sé að bíða með
frekari yfirlýsingar. Niðurstaða útboðsins eigi
þó að geta haft jákvæð áhrif á þær viðræður
sem fram fari nú vegna fyrirhugaðs álvers Alcoa
í Reyðarfirði.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar,
segir að nú verði ásamt ráðgjöfum fyrirtækisins
lagst yfir tölurnar í tilboðunum. Það muni taka
sinn tíma, jafnvel 2-3 vikur, þar sem um flókið
verkefni sé að ræða. Um leið þurfi að skoða aðra
þætti málsins áður en endanleg ákvörðun verði
tekin, eins og raforkuverð til álversins og fleira
því tengt.
„Miðað við það sem á undan hefur gengið og
brottfall fyrirtækja sem við höfum talsvert
traust lagt á í gegnum tíðina, þá tel ég það bæri-
lega útkomu að hafa fengið þrjú tilboð. Það hefði
að vísu verið heppilegra að hafa sænsku fyr-
irtækin með, ekki síst vegna þess að þau þekkja
íslenskar aðstæður mjög vel,“ sagði Friðrik.
Ístak var þátttakandi í tilboðum í bæði stíflu
og aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar. Páll
Sigurjónsson, forstjóri Ístaks, sagðist ekkert
vera vonsvikinn þótt tilboð Ístaks hefði verið
mun hærra en ítalska fyrirtækisins.
„Þetta eru bara leikreglur í tilboðsgerð,
stundum fær maður verk og stundum ekki. Það
er mjög eðlilegt að mikil dreifing eigi sér stað í
tilboðum í svona stórt verk. Ég vil bara segja að
það er mjög ánægjulegt fyrir þjóðina og Lands-
virkjun að hafi fengið svona góð tilboð, þannig
að þessi virkjun geti orðið að veruleika,“ sagði
Páll og taldi líklegt að Landsvirkjun tæki tilboði
ítalska fyrirtækisins, enda væri það mun lægra
en önnur sem bárust í verkið.
„Við hefðum gjarnan viljað fá þessi verk, en
það voru aðrir sem buðu betur,“ segir Stefán
Friðfinnson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka
(ÍAV) um tilboðin í Kárahnjúkastíflu og að-
rennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar sem opnuð
voru hjá Landsvirkjun í gær. Tilboð Eurohydro
JV, sem ÍAV stendur að ásamt þýska fyrirtæk-
inu Construction AG, nam um 70 milljörðum í
bæði verkin en Impregilo bauð samtals 44,1
milljarð. „Okkur finnst þetta tilboð afskaplega
lágt og við gætum ekki mætt því. Hinsvegar er
þetta mikið alvörufyrirtæki. Þetta eru auðvitað
afskaplega ánægjulegar fréttir fyrir Lands-
virkjun, því við áttum ekki von á að það kæmi til-
boð á þessu verðlagi.“
Impregilo naut aðstoðar Keflavíkurverktaka
við undirbúning ákveðinna þátta í tilboðsgerð-
inni vegna Kárahnjúkavirkjunar. Kári Arn-
grímsson, yfirverkfræðingur hjá Keflavíkur-
verktökum, sagði að ekki væri um formlegt
samstarf að ræða og fyrirtækið ætti ekki aðild
að tilboðunum. Ítalirnir hefðu aðallega verið að-
stoðaðir við upplýsingagjöf margskonar, m.a.
um reglugerðir, vinnulöggjöf og starfsumhverf-
ið almennt. „Við höfum verið þeirra augu og
eyru hér á landi,“ sagði Kári.
„Það er ekki hægt annað en að hafa einhverja
íslenska aðila til aðstoðar í svona stórum verk-
um. Við höfum ekki verið í stíflugerð og jarð-
gangagerð en það er aldrei að vita nema við
vinnum eitthvað meira með þeim. Og áreiðan-
lega eru fleiri íslenskir verktakar en við sem
hafa áhuga á því,“ sagði Kári en að hans sögn
fékk ítalska fyrirtækið einnig aðstoð frá Suð-
urverki. Hann taldi ekki útilokað að Impregilo
myndi bjóða í fleiri verkþætti virkjunarinnar,
útboð á stöðvarhúsinu og fleiri stíflum og jarð-
göngum væru t.d. eftir. Verktaki sem kominn
væri af stað í verkefninu nyti hagræðis af því.
Fulltrúar Impregilo hefðu sagt sér að fyrirtæk-
ið stefndi að því að hafa starfsmenn sem flesta
innlenda. Þeir hefðu hrifist að aðstæðum hér,
vinnuumhverfi og verksalanum, Landsvirkjun.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist vera ánægð með niðurstöðu útboðsins
Niðurstaðan
ákveðinn léttir
Morgunblaðið/RAX
Giorgio Scaglia, fulltrúi Impregilo, ráðfærir sig við sérfræðinga Landsvirkjunar.
FULLTRÚI Impregilo við opnun tilboð-
anna, Giorgio Scaglia, sagði að athöfn lok-
inni við Morgunblaðið að niðurstaðan hefði
í raun ekki komið sér á óvart, mikil vinna
hefði legið að baki tilboðsgerðinni og allt
verið gert til að leggja fram tilboð sem yrði
sem næst áætlun Landsvirkjunar. Hann
sagði Kárahnjúkavirkjun sniðna fyrir fyr-
irtækið, ekki síst þar sem það væri að ljúka
við svipað verkefni í S-Afríku um þessar
mundir, bæði hvað varðar stærð stíflunnar,
hönnun virkjunarinnar og umhverfi.
„Við höfum bæði mannafla og tæki tilbú-
in í þetta verkefni hér á Íslandi, um leið og
ákveðið verður að taka okkar tilboði,“
sagði Scaglia. Aðspurður hvort fleiri fyr-
irtæki en Impregilo stæðu að baki tilboðinu
sagði Scaglia svo ekki vera í dag, hvað sem
síðar yrði. Ef Landsvirkjun myndi ganga
að tilboðinu myndi Impreglio verða sér úti
um íslenskan samstarfsaðila. Hann sagðist
reikna með að vinnuafl yrði bæði innlent
og erlent, þó yrðu Ítalir allsráðandi við
gerð aðrennslisganganna. Scaglia sagðist
að endingu vera bjartsýnn á að fyrirtækið
fengi verkið.
Erum bjartsýnir á að fá verkið