Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 28

Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 28
Nýsköpunarmiðstöð Impru hóf starfsemi á Akureyri í gær, en hún er hluti af starfsemi Iðn- tæknistofnunar. Þrír starfsmenn hafa verið ráðnir og er gert ráð fyr- ir að 82 milljónum króna verði varið til stuðnings- verkefna á fyrsta starfs- árinu. Valgerður Sverrisdótt- ir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra sagði Nýsköp- unarmiðstöðina hafa hlutverki að gegna í tengslum við nýja byggðaáætlun sem og einnig frumvörp sem lægju fyrir Alþingi og vörðuðu vísindi, rann- sóknir og atvinnulíf og miðuðu að því að brúa þá gjá sem væri á milli vísinda og atvinnulífs. „Nýsköpunarmiðstöðin mun hafa mikilvægu hlutverki að gegna á þessu sviði sem og varðandi at- vinnusköpun á landsbyggðinni en þar eru næg verkefni fyrir hendi þar sem atvinnulíf hefur ekki þótt nægilega fjölbreytt,“ sagði Valgerð- ur. Hún kvaðst bjartsýn á að starf- semin skilaði árangri og myndi efla atvinnulíf á landsbyggð- inni. Berglind Hallgríms- dóttir forstöðumaður ný- sköpunarmiðstöðvarinn- ar kynnti starfsemina við opnun hennar en verk- efnum er skipt upp í þrjú svið; stuðningsverkefni fyrir frumkvöðla, stuðn- ingsverkefni fyrirtækja og þjónustu við at- vinnuþróunarfélög. Nýsköpunarmiðstöðin mun njóta góðs af ann- arri starfsemi Iðntækni- stofnunar,s.s. á sviði mat- væla, efnistækni, um- hverfismála og fræðslu. Heildarkostnaður vegna starfseminnar á fyrsta starfsári hennar nemur um 107 milljónum króna, þar af verður 82 milljónum veitt til stuðningsverkefna. Þrír starfsmenn hafa verið ráðnir að miðstöðinni, en áætlað er að strax á öðru starfsári verði starfsmönnum fjölgað í fimm. Nýsköpunarmiðstöð Impru opnuð á Akureyri 82 milljónir veittar til stuðningsverkefna Starfsemi Impru-nýsköpunarmiðstöðvar kynnt. F.v. Berg- lind Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Impru, Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Magnús Frið- geirsson, stjórnarformaður Iðntæknistofnunar. Morgunblaðið/Kristján HJALTI Jón Sveinsson, skóla- meistari Verkmenntaskólans á Ak- ureyri, segist alvarlega vera að íhuga að skera niður námsframboð við skólann. Dýrustu deildir skól- ans og þær fámennustu yrðu þá væntanlega fyrstar undir hnífinn. Ástæða þess er sú, að sögn skólameistara, að frá því reikni- líkan fyrir framhaldsskóla var tekið upp fyrir tæpum 5 árum hefur skólinn verið rekinn með halla. Hann mætti að stórum hluta rekja til þess að skólinn hefði leitast við að bjóða upp á eins fjölbreytt verk- nám og kostur væri. Líkanið gerir ráð fyrir að 25 nemendur séu saman í hóp í fag- bóklegum áföngum í verknáminu líkt og í bóknáminu, en slíkt væri óraunhæft því fjöldi nemenda í hverri iðngrein yrði aldrei mjög mikill, einkum í verknámsskólum á landsbyggðinni. Nær væri að miða við 12 nem- endur líkt og gert er í verknáms- hópum að mati Hjalta Jóns. Þessi tala var svo færð niður í 15 síðasta haust og sagði skólameistari að það hefði nánast tryggt hallalausan rekstur. Blikur væru hins vegar á lofti, því í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2003 yrði umtalsvert fé tekið af þeim verknámsskólum sem mest áttu að fá úthlutað. Skólameistarar vonuð- ust samt til að reynt yrði að færa þetta til betra horfs áður en yfir lyki við síðustu umræðu á Alþingi. „Eins og staðan er nú sýnist mér að við munum ekki fá nema hluta þess fjár sem líkanið hefði skammt- að þannig að vandinn er enn til staðar,“ sagði Hjalti Jón. Því væri nú fátt annað til ráða en að minnka námsframboðið til að draga úr kostnaði og þá yrðu dýr- ustu deildirnar væntanlega fyrsta til að fjúka. „Þetta eru skilaboð til okkar um að skera niður, en sem betur fer eru ekki öll kurl komin til grafar,“ sagði skólameistari og benti á að vilji væri til þess hjá menntamálaráðherra og innan menntamálaráðuneytis að taka á málum. Námsgreinar fluttar í kjarnaskóla syðra Hjalti Jón sagði mikla tilhneig- ingu vera í þá átt í hagræðing- arskyni að flytja verknám suður á höfuðborgarsvæðið og þannig hefðu menn norðan heiða séð nám í bif- vélavirkjun og kjötiðn hverfa þang- að. Eftir því sem hann best vissi væri enginn nemi af svæðinu á samningi í bifvélavirkjun sem væri dapurlegt miðað við stærð svæð- isins og greinarinnar þar. Þá hlyti að skjóta skökku við í því mikla matvælaframleiðsluhéraði sem Eyjafjörður og Þingeyjarsýsl- ur væru að ekki stæði til boða nám í kjötiðn í heimabyggð svo sem áð- ur hefði verið. Yfirvöld telji hag- kvæmara að flytja þetta nám í kjarnaskóla sem væru syðra. Hvað þær iðngreinar varðar, eins og t.d. í kjötiðn, þar sem væru að jafnaði fá- ir nemendur taldi Hjalti Jón far- sælast að verklegt nám yrði fært út til fyrirtækjanna. „Það er þjóð- hagslega hagkvæmt þegar þannig háttar til, að nemar geti lært sem mest úti í fyrirtækjunum, það er ódýrast bæði fyrir þjóðfélagið og ekki síður fyrir nemendurna sjálfa.“ Sagði hann að menn væru í rík- ari mæli farnir að hugsa á þeim nótum upp á síðkastið og hefði rík- isstjórnin nýverið samþykkt að ráð- stafa nokkrum fjármunum í þessu skyni á næsta ári, samkvæmt frétt- um í vikunni. Væri hugmyndin m.a. í því fólgin að fyrirtækjum yrði gert kleift að taka nema til kennslu og þjálfunar. Menntamálaráðherra hefði lýst yfir áhuga á að efla verk- nám og þá ekki síst úti á lands- byggðinni og það væri góðs viti. Skólameistari VMA um yfirvofandi niðurskurð til verknámsskóla Dregið úr námsframboði? LAUFABRAUÐ var skorið upp á gamla mátann á Punktinum um helgina og bauðst gestum þar að fylgjast með félögum úr Laufáshópnum hand- skera laufabrauð. Eins gafst kostur á leiðsögn þeirra og margir skáru út sínar eigin kök- ur. Laufa- brauðsdagurinn er liður í verkefni sem nefnist „Mynstrað munngæti“ en verkefnisstjóri þess er Hugrún Ívarsdóttir. Verkefnið snýst um mynstur í íslenskri matargerð, en áður hefur m.a. verið unnið að endurgerð Laufabrauð skorið upp á gamla mátann Það sáust margar fallega útskornar laufabrauðs- kökur á Punktinum. og Norðausturlandi og laufa- brauðsdagur fastur liður í und- irbúningi jólanna. Safnaðist heim- ilisfólk og jafnvel fólk af fleiri bæjum saman og skar út laufa- brauð. Degið var flatt út svo þunnt að helst átti að vera hægt að lesa í gegnum það. Mynstrið var skorið með vasahníf, en laufa- brauðsjárn fóru að sjást þegar kom fram á 20. öldina. Þekktust þá ýmis hefðbundin mynstur, s.s. bóndaskurður, skammdegissól, jólatré, músaslóð, vetrarblóm og norðurljós svo dæmi séu tekin. brauðmóta á þess vegum. Í samantekt Minjasafnsins á Ak- ureyri sem byggir m.a. á bók Hall- gerðar Gísladóttur, Íslensk matarhefð, kemur fram að elstu rituðu heim- ildir um hátíð- arbrauð Íslend- inga, laufa- brauðið, séu í orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík frá árinu 1736. Laufa- brauð hafi svo verið orðið þekkt brauð- meti hér á landi um 1800, en talið er að laufabrauðshefðin hafi komið til vegna skorts á mjöli Um einni öld síðar var laufabrauð orðið að hátíðarbrauði á Norður- Morgunblaðið/Kristján Ævar Jónasson og Arnbjörg Jónsdóttir við laufabrauðsskurð á Punktinum. Opnun sýningar: „Sigur lífsins“ Glerárkirkja Myndlistarverk Leifs Breiðfjörðs verður í kirkjunni í dag, laugardag kl. 14:00. Prófessor Pétur Pétursson flytur erindið: „Listin og trúin“. Tónlist og léttar veitingar. Allir velkomnir. AKUREYRI 28 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ZERO PLUS ww w. for va l.is Handmálaðir englar sími 462 2900 Blómin í bænum Aðventukvöld verður í Akureyr- arkirkju á sunnudagskvöld, 8. desem- ber kl. 20.30. Ræðumaður verður Tómas Ingi Olrich, menntamála- ráðherra. Barnakór Akureyrarkirkju flytur helgileik undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Unglingakór Ak- ureyrarkirkju syngur. Stjórnandi kórsins er Eyþór Ingi Jónsson og nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri leika með kórnum. Þá verð- ur almennur söngur. Á MORGUN Eyþór Ingi Jónsson organisti leikur á hádegistónleikum í Akureyr- arkirkju í dag, 7. desember kl. 12. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Emil Sjögren, Olivier Messiaën og Stephen Ingham. Lesari á tón- leikunum er Heiðdís Norðfjörð. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.