Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 33
KVEIKT verður á bæjarjóla- trénu á Selfossi klukkan 16 í dag og jólasveinarnir koma þá í bæinn og skemmta fólki. Jóla- tréð stendur við Tryggvatorg á litlu hringtorgi við brúarsporð Ölfusárbrúar. Þetta er árlegur viðburður og von á fjölda fólks til athafnarinnar. ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 33 NOKKRIR af snjöllustu hagyrðing- um landsins munu leiða saman hesta sína á kvæðaþingi sem efnt verður til á Hótel Selfossi þriðjudagskvöld- ið 10. desember næstkomandi. Kvæðaþingið er haldið að frum- kvæði Guðna Ágústssonar landbún- aðarráðherra, til styrktar og efling- ar handknattleiksdeild Selfoss. Á þinginu munu takast á fulltrúar af Alþingi annars vegar og fulltrúar þjóðarinnar hins vegar. Fulltrúar Alþingis verða Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Jón Krist- jánsson, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra, og Steingrímur Sigfússon, formaður vinstri grænna, allt vaskir hagyrðingar með gott orð á sér. Knáir fulltrúar þjóðarinnar verða Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprest- ur, Flosi Ólafsson, leikari, og Hákon Aðalsteinsson, náttúrulífsmaður af Austurlandi. „Ég hef alla tíð verið áhugamaður um handboltann á Sel- fossi, minnugur mjaltavélarinnar, og þar eru nú efnilegir strákar. Þetta er alltaf barátta um afkomu og hér hef- ur verið kallaður saman hópur manna sem vill blása þeim kraft í brjóst,“ sagði Guðni Ágústsson. Von á gestum víða að Þinghaldið hefur átt langan að- draganda og vandað er til liðsöflun- ar. Ómar Ragnarsson fréttamaður stjórnar keppninni og mun hann sjá um að etja liðunum saman en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun blása mönnum baráttuanda í brjóst, kasta fram fyrstu stökunni og ræsa keppendur. Bjarni Harðar- son, ritstjóri og forynjufræðingur, er sérlegur talsmaður keppninnar. „Það er auðvitað mjög líklegt að þarna verði einhverjir fulltrúar ann- arra heima á ferðinni sem munu kveða. Það eru til dæmis sagnir um það að Gunnar á Hlíðarenda hafi kveðið í haugnum og risið upp. Þetta heyrðu menn, en eins og menn vita þá eru þeir Gunnar á Hlíðarenda og Guðni Ágústsson miklir vinir og ekki ósennilegt að Gunnar verði á sam- komunni og líklegt að hann kveði í gegnum Guðna. Annars held ég að glæsileiki Gunnars og hetjuljómi fylgi Guðna,“ sagði Bjarni sem kvaðst eiga von á því að til samkom- unnar komi gestir alls staðar af landinu en ætlunin væri að fylla hús- ið. Alþýðan og valdið munu takast á „Annars er þetta svolítið merkileg keppni því þarna munu takast á al- þýðan og valdið og það er við hæfi á kosningavetri að þessir aðilar takist á. Þarna eru fulltrúar þriggja flokka og ég held það komi fram fyrirboði um hvernig þeim muni ganga á þess- um kosningavetri. Víst er að Hákon, Hjálmar og Flosi sem eru miklir kvæðakappar munu ekkert gefa eft- ir í átökunum. Guðni Ágústsson er verndari keppninnar og lykilmaður í að koma henni á og Ómar Ragnars- son mun örugglega magna upp stemmninguna. Ég held jafnvel að þetta verði eins og í hestaati til forna þegar menn öttu fram hrossum sín- um. Guðni stendur nærri alþýðunni í Flóanum og víst er að hann mun fylgja eftir vísum í áttina að þing- mönnum og krefjast snarpra svara. Þá mun Ómar gæta hlutleysis og egna menn. Ég er alveg sannfærður um að skáldanáttúra þessara manna mun blómstra á þriðjudagskvöldið og vænti þess að hún rísi hátt,“ sagði Bjarni Harðarson, upplýsinga- fulltrúi kvæðaþingsins á Selfossi. Kvæðaþing á Selfossi í undirbúningi 10. desember að frumkvæði landbúnaðarráðherra Fulltrúar þings og þjóðar munu kveðast á Morgunblaðið/Sig. Jónsson Stjórnarmenn handknattleiksdeildar Selfoss, Ágúst Mortenz og Bergur Guðmundsson, fara yfir forna fyrri parta hjá Bjarna Harðarsyni, í miðið, upplýsingafulltrúa kvæðaþingsins. LISTAMENN og annað hand- verksfólk verður með hand- verksmarkaðinn að Stað á morgun, sunnudaginn 8. des- ember frá kl. 14 til 18. Hinn sí- ungi Steini Spil, sem reyndar heitir Þorsteinn Guðmundsson, ætlar að leika jólalögin á nikk- una sína fyrir gesti markaðar- ins. Jólatré og jólasveinar á Tryggva- torgi Selfoss Jólamarkaður Eyrarbakki ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra er 3. desember og notaði Sjálfsbjörg á Suðurlandi daginn til að veita fyr- irtækjum og stofnunum viðurkenn- ingar fyrir gott aðgengi. Athöfnin fór fram á Hótel Eldhestum í Ölfusi, sem var eitt þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenninguna. Svanur Ingvarsson, formaður Sjálfsbjargar á Suðurlandi, setti at- höfnina og sagði m.a. að þetta væri leið Sjálfsbjargar til að vekja at- hygli á aðgengismálum á jákvæðan hátt og um leið að þakka þeim sem gefa þeim málum gaum. Svanur sagði að aðgengi hefði snarbatnað á síðastliðnum árum. Hér á Suður- landi jafnvel meira en víða annars staðar, sem sýnir sig m.a. í því að 8 viðurkenningar eru veittar og 6 þeirra eru veittar hér á Suðurlandi. Aðgengi er mjög mikilvægt fyrir okkur sem eigum erfitt með að komast um, en það nýtist öllum sagði Svanur ennfremur. Næsta ár, árið 2003, verður ár fatlaðra og verður það vonandi öll- um hvatning til að bæta hag fatl- aðra á öllum sviðum. Þá er sérstök ástæða til að taka þau fyrirtæki og stofnanir, sem hlotið hafa við- urkenninguna, sér til fyrirmyndar. Þau fyrirtæki og stofnanir sem hlutu viðurkenningu Sjálfsbjargar eru: Húsasmiðjan, Kjarninn, Mið- garður og Árvirkinn öll staðsett á Selfossi, Hótel Eldhestar í Ölfusi og Hjúkrunarheimilið Ás íHveragerði. Ragnheiður Kristiansen, upplýs- ingafulltrúi Sjálfsbjargar, kynnti gestum heimasíðu Sjálfsbjargar og fékk unga stúlku, Pálínu Agnesi Kristinsdóttur, til að opna nýjan gagnagrunn sem inniheldur upp- lýsingar um aðgengi um allt land. Landinu er skipt eftir landshlutum og auðveldar það fólki að kynna sér hvar aðgengi er gott. Gagnagrunn- urinn kemur sér vel, t.d. þegar fólk er að skipuleggja ferðir, þar sem fatlaðir eru með í för. Stöðunum er raðað eftir póstnúmeraröð, þannig að á Suðurlandi koma fyrst fyr- irtæki á Selfossi því þar er lægsta póstnúmerið. Þeir staðir sem merktir eru með Sjálfsbjarg- armerkinu eru þeir staðir sem hlot- ið hafa viðurkenningu Sjálfs- bjargar fyrir aðgengi. Ragnheiður benti gestum einnig á bók sem gef- ur upplýsingar um allt um aðgengi og heitir hún: Aðgengi fyrir alla. Hreinn Óskarsson, skógarvörður í Haukadalsskógi, sagði frá verk- efni sem þar er nú unnið. Í sumar var hafist handa við að gera skóg- inn aðgengilegan öllum og fékkst til þess verkefnis ein milljón úr pokasjóði. Svæðisvinnumiðlun lagði til starfsmenn og Bláskógarbyggð veitti sálrænan stuðning. Einnig komu nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólanum að Laugarvatni og unnu við verkefnið í einn dag. Sú vinna sem innt var af hendi þann dag hefði tekið starfs- menn Haukadalsskógar nokkrar vikur að vinna. Áframhald verður á vinnu við stíga næstu tvö til þrjú ár að minnsta kosti. Á milli atriða skemmti tónlist- armaðurinn Ólafur Þórarinsson, best þekktur sem Labbi í Mánum, gestum með söng og gítarspili. Í lokin var gestum boðið að skoða Hótel Eldhesta og síðan að þiggja veitingar. Viður- kenningar fyrir gott aðgengi Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Svanur Ingvarsson, formaður Sjálfsbjargar á Suðurlandi, ásamt fulltrúum fyrirtækjanna sem hlutu viðurkenningu fyrir gott aðgengi. Pálína Agnes Kristinsdóttir opnar nýjan gagnagrunn um aðgengi, Ragnheiður Kristiansen kynning- arfulltrúi Sjálfsbjargar fylgist með. Hveragerði FIMMTUDAGINN 5. desember hélt Félag eldri borgara á Eyrarbakka hátíðafund í nýju húsnæði sem Ár- borg lætur í té. Félagar fjölmenntu og eldri borg- arar frá Stokkseyri sátu þennan merkisfund í sögu félagsins. Guðfinna Sveinsdóttir bauð gesti velkomna og stýrði samkvæminu. Fram voru reiddar hinar ágætustu veitingar sem félagskonur höfðu útbúið. Bæjarstjóri Árborgar, Einar Njálsson, afhenti félaginu húsnæðið og bað starfseminni alls velfarnaðar. Húsnæðið er í miðju þorpinu, þar sem Landsbankinn hafði sína af- greiðslu fram að því að lokað var. Hús þetta gengur undir nafninu Breiða- blik (einnig Búðarhamar) og var reist árið 1916 af Andrési Jónssyni kaup- manni. Þótti þá með glæsilegri versl- unarhúsum á landsbyggðinni. Þarna verður hin ákjósanlegasta aðstaða fyrir félagsstarfsemina, góður og bjartur salur til samkomuhalds fé- lagsins og einnig mikið rými í kjall- ara, þar sem fram gæti farið margs konar handverk. Félagið hefur sjálft aflað borða, stóla og annars sem til þarf svo starfsemin geti gengið vel. Árrið 1991 ákváðu eldri borgarar að stofna félag svo þeir gætu komið saman á eigin forsendum. Fundir, með spilamennsku og fleiru eru tvisvar í viku og árlega er farið í lengri og skemmri ferðir. Þá er vert að geta árlegrar Góugleði sem jafnan er fjölsótt úr nágrannabyggð- um. Með þessu nýja húsnæði opnast möguleikar á að auka starf félagsins. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Stjórn félagsins ásamt bæjarstjóra. Frá vinstri: Gyðríður Sigurðardóttir, Guðrún Thorarensen, Guðfinna Sveinsdóttir, Eiríkur Runólfsson, Sigurður Eiríksson og Einar Njálsson bæjarstjóri. Eldri borgarar eign- ast nýtt húsnæði Eyrarbakki ÁRLEGUR jólamarkaður Vinnustofu fatlaðra að Gagnheiði 39 á Selfossi hófst í gær 6. desember með því að kveikt var á jólatrénu sem Rotary- klúbbur Selfoss gaf staðn- um og Einar Njálsson bæj- arstjóri opnaði markaðinn formlega. Á markaðnum eru boðnar til sölu vörur sem unnar hafa verið í Vinnustofunni og kennir þar margra grasa. Þeir eru margir sem bíða eftir þessum markaði ár hvert og sækjast eftir þeim vörum og listmunum sem þar eru til sölu. Markaðurinn er opinn alla virka daga klukkan 9–16 fram til 19. desember. Jólamarkaður hjá Vinnustofunni Morgunblaðið/Sig. Jónsson Nokkrir starfsmanna Vinnustofunnar með muni sem eru til sölu á jólamarkaðnum nú í desember. Selfoss
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.