Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 34
FYRSTA ÓSLÓARTRÉÐ 34 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ mun hafa verið snemma á árinu 1952 að borgarstjórn Óslóar í Noregi samþykkti að gefa Reyk- víkingum jólatré. Frumkvæðið mun hafa komið frá norsk-íslenska félaginu þar í borg. Þá höfðu Norðmenn um nokkurra ára skeið sent slíka vinargjöf til Lundúna. Þar var jólatréð reist á sérstöku viðhafnartorgi borgarinnar. „Meðan Reykjavík á sér ekkert ráðhús og þar af leiðandi ekkert ráðhústorg verðum við að láta okkur nægja að skreyta Aust- urvöll með jólatré því sem Óslóbú- ar senda okkur,“ sagði Morg- unblaðið. Verkfall tafði uppskipun Í byrjun desember 1952 kom Gullfoss við í Kristiansand í Nor- egi, á leið sinni frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur. Ástæðan var einkum sú að vegna gin- og klaufaveiki í Danmörku mátti ekki flytja jólatré þaðan til Íslands, eins og Landgræðslusjóður hafði gert tvö undanfarin ár, heldur varð að fá þau frá Noregi. Um var að ræða 13.000 jólatré. Auk þess tók Gullfoss jólatréð sem Óslóarbúar gáfu Reykvíkingum, en það hafði verið flutt sjóleiðina frá Ósló til Kristiansand, og einnig jólatré sem íbúar Björgvinjar gáfu Ak- ureyringum. Þetta var í fyrsta sinn sem Gull- foss, stærsta og veglegasta skip Ís- lendinga, kom til Noregs. Svo vildi til að Oscar Torp forsætisráðherra Noregs var staddur í Kristiansand og var honum boðið, ásamt sendi- herra Noregs á Íslandi og fleiri gestum, til hádegisverðar í skip- inu. Norskir fjölmiðlar fjölluðu um málið og létu í ljós þá von að koma „jólaskipsins“ yrði fyrirboði þess að íslensk skip kæmu oftar til Noregs. Þegar Gullfoss kom til Reykja- víkur, 5. desember, var skollið á allsherjarverkfall. Bannað var að skipa upp vörum og blöðin gátu þess að verkfallsmenn hefðu meira að segja bannað að afgreiða 400 póstpoka sem komu með skipinu. Verkfallinu var ekki aflýst fyrr en laugardaginn 20. desember. Þá var byrjað á að skipa upp stóra jólatrénu svo að hægt væri að koma því fyrir á Austurvelli. Síðan voru öll hin trén flutt í land. Fimmtán metra tré Það var á fimmta tímanum sunnudaginn 21. desember 1952 sem fólk tók að safnast saman við Austurvöll til að vera viðstatt há- tíðlega athöfn þar sem jólatré frá Óslóarbúum yrði afhent Reykvík- ingum og kveikt á því. Veður var gott, bjartviðri og logn og hiti um frostmark. Tréð hafði verið reist daginn áður og skreytt fram á nótt. Þetta var 15 metra hátt tré, 35 ára gam- alt og höggvið í Norðurmerk- urskógi við Ósló. Meðal áhorfenda á Austurvelli voru mörg börn og sagði Morg- unblaðið að hið háa tré hefði vak- ið athygli þeirra, enda væru þau á þeim aldri að þau hefðu mikla ánægju af jólatrjám. „En fyrir smáfólkið reyndist tréð líka óþægilega hátt vegna þess að börnin sem voru í helst til mikilli nálægð áttu fullt í fangi með að halda jafnvægi. Þegar þau renndu augunum að efstu greinum trésins lá við, hvað eftir annað, að þau dyttu aftur fyrir sig.“ Við upphaf athafnarinnar lék Lúðrasveit Reykjavíkur, undir stjórn Páls Pampichlers, nokkur sálmalög, meðal annars lofsöng Beethovens, og Dómkirkjukórinn söng, undir stjórn Páls Ísólfssonar, sálmana Fögur er foldin og Ó, hve dýrlegt er að sjá. Með kveðjum til frænda Áður en kveikt var á ljósunum á jólatrénu flutti Torgeir And- erssen- Rysst, sem hafði verið sendiherra Norðmanna á Íslandi í sjö ár, ávarp og mælti á íslensku. Hann sagði það heiður að fá að af- henda „höfuðstað Íslands þetta jólatré frá höfuðstað Noregs ásamt með bestu kveðjum frá norsku þjóðinni til frænda okkar á Íslandi“ og sagðist vona að tréð yrði táknrænt fyrir vináttu milli þjóðanna og hinn eilífa jólaboð- skap. Sendiherrann gat þess að þegar hann var á leiðinni til landsins með Gullfossi hefði einn úr áhöfn skipsins sagt við hann: „Að 50 ár- um liðnum má vera að við getum fengið álíka tré í Heiðmörk okk- ar.“ Að ávarpinu loknu opnaði Rann- veig dóttir sendiherrans „fyrir ljósleiðslu trésins svo öll hin skæru ljós loguðu, en dynjandi lófatak kvað við frá áhorfendum, ungum sem öldnum,“ eins og Morgunblaðið orðaði það. Þess má geta að gróðursetning hófst í Heiðmörk árið 1949 og eru sum trén orðin um 15 metra há. Fyrstu árin komu norskir sjálf- boðaliðar til landsins í skipulegar gróðursetningarferðir. Tilkomumikil lýsing Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri þakkaði fyrir þessa vin- argjöf frá nánustu frændþjóð okk- ar. „Tréð breiðir faðminn á móti öllum bæjarins börnum. Það er meira, hærra og fegurra en áður hefur sést á Íslandi og ber oss öll- um jólakveðjur og nýársóskir,“ sagði Gunnar og bað sendiherrann að flytja bræðraborginni þakkir og jólakveðjur frá íbúum Reykja- víkur. Í fréttum Útvarpsins var sagt að þetta væri geysistórt grenitré. „Stór stjarna er á toppi og loga þar 40 perur, en alls eru á þriðja hundrað perur á trénu.“ „Yfir athöfn þessari á Aust- urvelli hvíldi hinn rétti hátíð- arblær, varð eins konar forspjall fyrir jólahátíðinni,“ sagði Morg- unblaðið. „Lýsingin á þessu norska jólatré er með afbrigðum tilkomu- mikil, eins og bæjarbúar vonandi hafa tækifæri til að virða fyrir sér um komandi jólahelgi.“ Vísir sagði að athöfnin hefði verið hin virðulegasta og tréð mikið og fagurt og til yndis fyrir bæjarbúa. Velvakandi sagði í Morg- unblaðinu að athöfnin hefði verið falleg og látlaus og að gaman hefði verið að sjá þegar ljósin á jólatrénu kviknuðu. Hins vegar hefðu aðeins fáir heyrt ávörpin vegna þess að „engum gjall- arhornum hafði verið komið fyrir á vellinum“. Að komast í jólaskap Nú hafa Óslóarbúar gefið Reyk- víkingum jólatré í fimmtíu ár. Sú athöfn að tendra ljós á jólatré á Austurvelli á aðventunni skipar enn sérstakan sess í hugum borg- arbúa og er ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Sennilega verður ekki breyting á þessu í ár, í 51. skiptið, enda þótt grenitrén í Heiðmörk hafi staðist þær væntingar sem gerðar voru fyrir hálfri öld. Öll hin skæru ljós loguðu Um þessar mundir er hálf öld síðan Ósló- arbúar gáfu Reykvík- ingum jólatré í fyrsta sinn. Jónas Ragn- arsson segir frá því þegar kveikt var á trénu á Austurvelli. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Fyrsta Óslóartréð á Austurvelli fyrir 50 árum LISTIR SEINNI helmingur Jólaóratór- íu Bachs frá 1734 var flutt í Hall- grímskirkju í gær við nærri því jafnfjölmenna aðsókn og sá fyrri kvöldið áður. Um var að ræða síð- ustu þrjár kantöturnar af sex alls, sem að viti undirritaðs hafa nokkra músíkalska yfirvikt um- fram fyrstu þrjár, þó að allt sé dýrleg tónlist og tilheyri stórperl- um síðbarokksins og raunar allra tíma. Fyrir vandvirkan hand- verksmann Drottins eins og Bach (það var fyrst með rómantíkinni og þýzku þjóðernisvakningu 19. aldar að hann var settur á snill- ingsstall) skipti ekki höfuðmáli þótt hann endurvirkjaði eldri ver- aldlegar aríur og kóra í æðri til- gangi, og trúlega hefur sá uppruni margra atriða óratóríunnar einn- ig haft sitt að segja um þann ómótstæðilega ferskleika verks- ins sem enn í dag hittir beint í mark. Þetta einkennir ekki sízt kant- ötu 4–6. Alltjent er dansandi þátt- urinn í hrynhugsun Bachs, sem myndar hið hrífandi mótvægi við pólýfóníska lærdómslist fúgu- meistarans, engu minni þar en í fyrri hlutanum. Það sást strax af upphafskór kantötu nýársdags í valstakti, Fallt mit Danken, og ekki einu sinni margskömmuð ómvist Hallgrímskirkju gat dreg- ið dul á það. Þó var ósvikin tign yfir varfærnislegu tempói stjórn- andans sem fór tónlist og texta- inntaki miklu betur en hraðaof- fors margra nýhólpinna upphafs- sinna. Á stóru stikli mætti næst nefna kórsöngles bassans, Imm- anuel, o süsses Wort! úr myndug- um barka Andreasar Schmidt, þar sem kórsópranarnir voru ekki virkjaðir í mótrödd heldur ein- söngssópraninn, líkt og síðar í 40. atriði (Wohlan, dein Name soll allein) og í undarlegu ósamræmi við sambærilega staði kvöldið áð- ur. Því miður, finnst manni, þar eð sléttur hópsöngurinn myndar mun fallegri geislabaugsand- stæðu í þessum hjartnæmu atrið- um. Nú var stutt í Ekkóaríuna frægu, Flösst, mein Heiland, sem var í höndum Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur, með dyggri „lont- ano“ bergmálsaðstoð Kristínar Ernu Blöndal við dúnmjúkan óbóleik Daða Kol- beinssonar í fylgirödd. Marta söng af einlægri samvizkusemi, en að minni vitund er raddgerð hennar ekki heppileg fyrir Bach. Til þess er neðra sviðið of veikt og hið efra (frá og með ca. e) of hvasst og hvellt, með þeim afleið- ingum að toppnóturnar skera sig allt of mikið úr – á kostnað neðra sviðs sem heyrist varla hið neðsta. Eftir áðurnefnt 40. atriði kom að enn einum hápunktinum – ten- óraríunni Ich will nur dir zu Ehren leben, sannkölluðum flúr- söngs-„tour de force“ sem vissu- lega er ekki daglegt brauð fyrir óperusöngvara eins og Gunnar Guðbjörnsson. Samt stóð hann sig furðuvel, að vísu á hóflegu með- altempói og varla eins vel og í hinu nokkru minna krefjandi Frohe Hirten kvöldið áður. Hljómburðaraðstæður kunna að hafa ráðið því að mótraddirnar í 1. og 2. fiðlu voru ekki leiknar „tutti“ heldur af leiðurum, sem óneitan- lega dró þónokkrar tennur úr þessari eldhressu aflraun. Kant- ötunni lauk með fallegum stuttum kóral við hljómsveit, Jesus richte mein Beginnen. Í 5. kantötu vakti eftir glæsi- lega „sveifludansandi“ upphafs- kórinn Ehre sei dir, Gott, gesung- en fyrst athygli bassaarían Erleucht an meine finstre Sinnen við þýðan fylgiraddarmeðleik á ástaróbó. Nokkrum atriðum síðar kom að eina þrísamsöng ein- söngvaranna, Ach wenn wird die Zeit erscheinen? þar sem gjörólík raddtýpa Mörtu hlaut þó að skera sig óþarflega mikið úr heildinni. Hinn voldugi upphafskór 6. kant- ötu var tilkomumikill, og túlkun Schmidts á napurri lævísi Herod- esar var eftirminnilegur í Ziehet hin. Hin fruntaerfiða sópranaría Nur ein Wink, sem er eins og snýtt úr hljómsveitarsvítum Bachs, kom nokkuð vel út hjá Mörtu – með fyrrgreindum fyr- irvara – og Gunnari tókst ágæt- lega upp í aríunni Nun mögt die stolze Feinde schrecken. Verkinu lauk á viðhafnarþrungnum loka- kórnum, Nun seid ihr wohl ge- rochen, þar sem Bach vísar á það sem verða skyldi á Golgata með glæsilegri útfærslu fyrir kór og hljómsveit á Ó höfuð dreyra drif- ið, þar sem upprisan myndar sig- ursælan bakgrunn, undirstrikað- an af glampaskærum „clarino“- trompetþyt. Hinn dans- andi Bach upprisunnar TÓNLIST Hallgrímskirkja J.S. Bach: Jólaóratórían, kantata 4–6. Marta G. Halldórsdóttir (S), Monica Groop (A), Gunnar Guðbjörnsson (T), Andreas Schmidt (B), Mótettukór Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Hörður Áskels- son. Föstudaginn 6. desember kl. 19.30. AÐVENTUTÓNLEIKAR J.S. Bach Ríkarður Ö. Pálsson FJÓLA Jóns opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Hringlist, Hafnargötu 16, Keflavík, í dag. Á sýningunni verða verk sem hún hefur unnið að undanfarið ár. Fjóla hefur stundað nám í mynd- list frá árinu 1993, meðal annars hjá Myndlistaskóla Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Einnig hefur hún notið leiðsagnar Reynis Katrínar myndlistarmanns. Þetta er sjötta einkasýning Fjólu, ásamt því sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin mun standa út desem- ber, Sýnir í Galleríi Hringlist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.