Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 36

Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hundrað og ein – Ný vestfirsk þjóð- saga, 5. hefti, eft- ir Gísla Hjartarson er komin út. Í inn- gangi segir m.a.: „Menn skyldu ekki taka þessum sög- um sem sagn- fræði á nokkurn hátt. Sumar eru sannar, aðrar lognar og fótur fyrir enn öðrum. Flestar hafa gengið manna á meðal á Vestfjörðum í mismunandi langan tíma. Reglan í þessum skemmtisögum er sú að reynt er að segja frá skemmtilegum atburðum og tilsvörum, sagan sé fyndin og nöfn viðkomandi persóna séu nefnd og öll sagnfræði látin lönd og leið sem áður segir.“ Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Bókin er 120 bls., prentuð í Ásprenti – POB ehf. Frásagnir Litla blómabókin er eftir Sigríði Ólafsdóttur. Á annarri hverri síðu eru vatnslitateikn- ingar af íslensku blómi eftir lista- konuna Önnu Sig- ríði Björnsdóttur. Á hinni síðunni eru vísbendingar í ljóðum, orðum og myndum sem gefa til kynna sérkenni og nafn hvers blóms. Vísurnar eru eft- ir Ólaf Björn Guðmundsson. Bókin er hugsuð fyrir börn sem skoða mynd- irnar, lesa textann sjálf eða lesa með aðstoð fullorðinna og finna út nöfn blómanna og ætlað að læra að þekkja blómin á einfaldan, mynd- rænan og hátt. Sigríður er sérkennari í Flataskóla. Útgefandi er Hjalli. Bókin er 67 bls., prentuð í Prentment ehf. Börn Vitfirringur keis- arans eftir Jaan Kross. Hjörtur Pálsson þýddi. Bókin er ástar- og sakamálasaga en jafnframt dæmi- saga um eðli og afleiðingar valds og harðstjórnar. Höfundurinn er einn virtasti höfundur Eistlendinga. Hvernig fer fyrir þeim sem segir harðstjóranum sannleikann? Getur verið að keisarinn álíti hann geðveik- an? Vitfirringur keisarans er þrungin spennu. Margar skáldsögur hafa komið út eftir Kross, þekktust þeirra er Vitfirr- ingur keisarans sem þýdd hefur verið á ótal tungumál og fært höfundi sín- um fjölda verðlauna; t.d. bókmennta- verðlaun Amnesty International og verðlaun sem besta erlenda skáld- sagan sem út kom í franskri þýðingu 1989. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 384 bls.Verð: 3.890 kr. Skáldsaga Í fréttum er þetta helst hefur að geyma gam- ansögur af ís- lenskum fjölmiðla- mönnum. Ritstjórar eru Guð- jón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason. Fjöldi mismæla í beinni útsendingu, klúðurslegar blaðaauglýsingar, fyrirsagnir og frétta- greinar eru meðal efnistaka. Ómar Ragnarsson situr í settinu – með settið bert. Þorgeir Ástvalds finn- ur 400 ára gamla íkorna. Ragnheiður Ásta syngur með Pavarotti. Ævar Kjartansson auglýsir svínarí. Þor- grímur Gestsson eltir forsetann. Agnes Braga hrellir Jónas Haralz. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – stíg- ur ekki feilnótu, Ingólfur Hannesson lýsir 4x400 metra stangarstökki og Sigmundur Ernir minnir á ellefu-fréttir sem hefjast stundvíslega klukkan 22:30. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 184 bls. Verð: 2.980 kr. Gamansögur EDDA Hrund Harðardóttir sópran- söngkona þreytir frumraun sína á tónleikum í Salnum í dag kl. 16.00 en meðleikari hennar er Richard Simm píanóleikari. Tónleikana kallar Edda Hrund Tóna Evrópu. Á efnis- skránni eru verk eftir Händel, Mahl- er, Jón Ásgeirsson, Ravel, Puccini, Poulenc, Tchaikovsky og Bellini. Edda Hrund nam söng í Söngskól- anum í Reykjavík undir handleiðslu Þuríðar Pálsdóttur, Ásrúnar Dav- íðsdóttur og Jórunnar Viðar. 1998 hélt hún til framhaldsnáms við Kon- unglegu tónlistarakademíuna í Lundúnum og lauk BM prófi í söng og söngkennslu þaðan í vor. Edda var aðeins fjórtán ára þegar systir hennar dró hana í inntökupróf í Söngskólanum, þar sem hún sagð- ist vera sextán, sem er aldurs- takmark í skólann. Það er kannski hæpið að segja að hún hafi verið dregin í prófið, því sönglistin átti þegar hug hennar allan. „Ég var alltaf í sveit á sumrin í Neskaupstað og var sísyngjandi úti á túni, og kon- an sem ég var í sveit hjá var alveg viss um að ég yrði einhvern tíma söngkona. Ég var að uppgötva rödd- ina mína, og söng til dæmis alltaf með Diddú, þegar hún var að syngja í útvarpinu. Mömmu fannst þetta merkilegt og fylgdist með. En systur minni fannst kominn tími til að ég fengi almennilega útrás fyrir sönginn og fór með mig í inntöku- prófið.“ Edda segist ekkert hafa fundið fyrir því að hún ætti að vera að hlusta á eitthvað annað en klassík, þótt hún væri svo ung; – hún hlust- aði reyndar á poppið líka. „Ég hafði mjög gaman af klassískri tónlist, al- veg frá því ég var mjög lítil, og hlustaði til dæmis á píanókonserta í útvarpinu og fannst það mjög spennandi. Það hafði enginn í fjöl- skyldunni lagt tónlist fyrir sig nema afi minn, Jóhann Eymundsson, sem spilaði á harmónikkuböllum með Jenna Jóns og Ágústi Péturssyni. Amma mín, Þórhalla Karlsdóttir, söng í grúppu með systrum sínum og þær kölluðu sig auðvitað Sjö systur, og var líka í Telpnakórnum Svölunum og Samkór Reykjavíkur með Þuríði Pálsdóttur sem varð svo kennarinn minn löngu síðar.“ Allt getur gerst með röddina Edda Hrund var búin að ljúka sjö stigum á fjórum árum í Söngskól- anum í Reykjavík þegar hún sótti um í Konunglegu akademíuna í London, og hún flaug inn þótt hún væri aðeins átján ára og útskrifaðist tuttugu og þriggja ára í vor. „Ég er svo ung, að það er kannski erfitt að segja til um hvernig röddin mín verður. Í dag er ég létt-lýrískur sópran, en það getur allt gerst þeg- ar maður fer að nálgast þrítugt. Óp- erutónlistin er það svið sem ég vildi gjarnan fara inn á, óperan á vel við röddina mína, en mér finnst líka mjög gaman að halda einsöngs- tónleika og er mjög hrifin af ljóða- söng og frönskum lögum. Frönsku lögin eru svo rómantísk og þau henta röddinni vel.“ Edda Hrund gefur sýnishorn af þessu, því hún syngur Fimm grísk alþýðulög Ravels og Mètamorphosis eftir Poulenc. Hún syngur líka á rúss- nesku; – þrjú lög eftir Tsjaíkovskíj, en um þessar mundir er hún að læra hlutverk Tatönju í óperu hans, Évgeníj Onegin. Manon eftir Massenet er líka hlutverk sem hún er með í undirbúningi. „Mér finnst hlutverk Therèse í óperunni Les Mamelles de Tirésias eftir Poulenc líka mjög skemmtilegt og er að byrja að kíkja á það.“ Edda Hrund tók nýverið þátt í masterklassa hjá Kristni Sigmunds- syni í London, ásamt fleiri íslenskum söngnemum, og ætla fjögur úr hópn- um að efna til tónleikaraðar úti eftir áramót með íslenskri tónlist. Til þess hlutu þau styrk úr Egils sjóði Skallagrímssonar, sem styrkir tón- listarmenn til að kynna íslenska tónlist á breskri grund. En eins og aðrir ungir söngvarar er Edda Hrund líka upptekin af því að syngja áheyrnarpróf fyrir óperuhús. En nú er komið að því að debútera hér heima. „Mér finnst þetta rosalega gaman og spennandi og vona auðvitað að undirtektirnar verði góðar. Þegar maður er að koma að utan, og úr dýru námi við virtan skóla, þá vill maður auðvitað sýna sínar bestu hliðar; – gömlu kennararnir mínir verða líka þarna, fjölskyldan og vin- ir. Maður vill auðvitað alltaf gera sitt besta, en nú þarf maður að sýna að allt þetta nám hafi borið einhvern árangur. En ég hlakka bara til og það er mjög gott að syngja í Saln- um.“ Þegar með verðlaun í vasanum Edda Hrund vinnur nú að Postgraduate prófi í söng í sama skóla, en því lýkur með útskrift- artónleikum næsta vor. Edda hefur sótt masterklassa hjá þekktum söngvurum og píanóleikurum, þar á meðal Margaret Honig, Robert Tear og Rudolf Jansen. Edda hlaut Jenni- fer Vyvian-verðlaunin í skólanum fyrir söng sinn árið 2000 og hefur komið víða fram á námsárunum, meðal annars í Þúsaldarhvelfing- unni í London og ýmsum kirkjum þar í borg og víðar. Á óperusviði söng hún hlutverk Barbarinu í Brúðkaupi Fígarós sumarið 2002 í The Little Theatre í Suður- Frakklandi. Eftir áramót syngur hún hlutverk Ännchen í Töfra- skyttunni eftir Weber í óperu- uppfærslu innan skólans og í Sálu- messu Mozarts í kirkju Heilags Leonards. Richard Simm píanóleikari fæddist á Englandi en settist að á Ís- landi árið 1989. Hann hefur víða komið fram og unnið með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins. Hlustaði á píanó- konserta í útvarpinu og söng með Diddú Morgunblaðið/Kristinn Edda Hrund Harðardóttir sópransöngkona. UP NORTH! heitir stór ný tónlist- arhátíð sem haldin er í Dyflinni á Ír- landi um þessar mundir, en markmið hátíðarinnar er að kynna írska og norræna samtímatónlist. Það eru Crash kammersveitin og Project Arts Centre, Music Network og út- varpsstöðin Lyric FM sem standa fyrir hátíðinni, en grundvöllur henn- ar er ennfremur öflugt samstarf milli norrænna og írskra tónskálda og tón- listarmanna. Níu tónskáldum, fjórum írskum og fimm norrænum, hefur verið falið að semja verk fyrir hátíð- ina og verða norrænu verkin flutt af írskum listamönnum og þau írsku af norrænum. Hátíðin var sett í fyrra- dag og lýkur annaðkvöld. Fimmtíu norræn og írsk tónverk verða leikin og sungin, þar af eru þrettán verk að heyrast í fyrsta sinn. Það vekur eft- irtekt að meira en helmingur verk- anna hefur verið saminn á þessum fyrstu tveimur árum 21. aldar. Nor- rænu tónskáldin fimm sem semja verk fyrir írska tónlistarmenn eru Ejnar Kanding frá Danmörku, sem semur margmiðlunarverk fyrir Crash sveitina, Hilmar Þórðarson sem semur líka fyrir Crash; Kent Olofsson frá Svíþjóð sem semur laga- flokk fyrir einsöngsrödd, rafhljóð og Concorde sveitina; Kimmo Hakola frá Finnlandi sem semur þriðja strengjakvartett sinn fyrir Callino kvartettinn og Øyvind Torvund frá Noregi sem semur verk byggt á spuna og hávaða fyrir sveit sem kall- ar sig Whispering Gallery. Írsku tón- skáldin eru Donnacha Dennehy, sem er jafnframt listrænn stjórnandi Crash sveitarinnar, en hann semur verk fyrir kammersveit og rafhljóð sem danska sveitin Contemporánea leikur; Kevin Volans semur sjöunda strengjakvartett sinn fyrir norska Cikada kvartettinn; Ian Wilson sem- ur fyrir finnsku Avanti! sveitina og Jennifer Walshe semur kórverk fyrir sænska Rilke kammerkórinn. Fjöldi annarra tónleika og tónlist- arviðburða verður á hátíðinni, opnar æfingar, fundir með tónskáldum og fleira. Einar Jóhannesson klarinettu- leikari lék Blik eftir Áskel Másson á opnunartónleikum hátíðarinnar, írski Callino strengjakvartettinn leikur kvartett eftir Kjartan Ólafsson og norski Cikada kvartettinn leikur ann- an strengjakvartett Hafliða Hall- grímssonar. Concordia kammersveit- in leikur Vink 2 eftir Atla Ingólfsson og Rilke kammerkórinn syngur verk eftir Kjartan Ólafsson og Karólínu Ei- ríksdóttur á tónleikum sínum á morg- un. Írska listráðið og Network North, menningaráætlun norræna ráðherra- ráðssins, styrkja hátíðina, en það er írska listráðið og Nomus, tónlistar- nefnd norræna ráðherraráðsins, sem panta og greiða fyrir nýju tónverkin. Írar og Norðurlandaþjóðirnar Sameinast í nýrri tónlistarhátíð Morgunblaðið/Golli Ærandi ástríður heitir verkið sem Hilmar Þórðarson samdi fyrir írska hópinn Crash. Stórsöngv- araveisla í Kaplakrika SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar verður 100 ára nú í desember og af tilefninu býður Sparisjóðurinn til tónleikaveislu í Kaplakrika á morgun kl. 14. Kristján Jó- hannsson er í fararbroddi margra tónlist- armanna. Fram koma m.a. Björgvin Halldórsson, Sigrún Hjálm- týsdóttir, Borgardætur, Karlakór- inn Þrestir, Kór Öldutúnsskóla, Kvennakór Hafnarfjarðar, Tríó Björns Thoroddsen, Kvintett Kristjönu Stefánsdóttur, Lúðra- sveit Hafnarfjarðar, Laddi, Hljóm- sveit BSG, Bubbi Morthens og Sál- in hans Jóns míns. Kynnir er Guðrún Gunnarsdóttir. Trúðar og furðuverur verða á kreiki utan húss og innan. Kristján Jóhannsson ♦ ♦ ♦ Stuttsýning í Galleríi Fold ÓLÖF Kjaran opnar sýningu í Rauðu stofunni í Galleríi Fold, Rauð- arárstíg, kl. 15 í dag. Sýninguna nefnir listakonan Und- ir og ofan á og stendur hún til 13. desember. Ólöf hefur verið að fást við landslagsfantasíur og málar hvort tveggja með vatnslitum og olíumálningu. JÓLASVEINAVÍSUR Jóhannes- ar úr Kötlum hafa nú verið færðar í leikbúning og munu nokkrir leik- arar Borgarleikhússins bregða sér í gervi nokkurra þjóðsagnapersón- anna næstu tvo laugardaga og sunnudaginn 15. desember kl. 15 á Nýja sviðinu. Sýningin er stutt enda ætluð yngstu aðdáendum jólasveinanna. Í leikstjórn Guðjóns Pedersen munu þau Edda Björg Eyjólfsdóttir, Eggert Þorleifsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Marta Nordal og Pét- ur Einarsson bregða sér í líki þess- ara þjóðsagnapersóna. Brugðið á leik í gervi jólasveina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.