Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 50
MESSUR Á MORGUN
50 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
F
yrir u.þ.b. átta árum
mynduðu ungar kon-
ur í Sjálfstæðis-
flokknum hóp sem
þær kölluðu Sjálf-
stæðar konur. Konurnar komu
fram með ný sjónarmið í jafnrétt-
ismálum og gagnrýndu jafnframt
sjónarmið þeirra sem þá voru
mest áberandi í umræðu um jafn-
réttismál. Sjálfstæðar konur lögðu
áherslu á að konur væru ein-
staklingar og þær ættu að ná ár-
angri í stjórnmálum vegna þess að
þær væru
frambærilegir
einstaklingar
en ekki vegna
þess að þær
væru konur.
Síðla árs
1994 stóðu Sjálfstæðar konur fyrir
fundaherferð um allt land til að
kynna hugmyndafræði sína. Ásdís
Halla Bragadóttir, sem þá var
framkvæmdastjóri þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið af þessu til-
efni.
„Meginhvatinn að því að við vilj-
um vekja athygli á nýjum hug-
myndum um jafnréttisbaráttu og
stöðu kvenna, er að það hefur allt-
of lítill árangur náðst í þessum efn-
um,“ segir Ásdís Halla. „Sjálf-
stæðar konur telja að það sé vegna
þess að rangar aðferðir hafi verið
notaðar. Vinstrisinnaðar áherzlur
hafa verið ríkjandi og konur skil-
greindar út frá hópum, fremur en
litið sé á þær sem sjálfstæða ein-
staklinga. Það er hins vegar nauð-
synlegt til að ná fram raunveru-
legu jafnrétti. Það er okkar
sannfæring að með því að færa
kvennapólitíkina til hægri, í átt að
frelsinu, náum við þeim varanlegu
lausnum sem þarf, í stað þeirra
skammtímalausna sem einkennt
hafa kvennabaráttu undanfarinna
ára.“
Það er áhugavert að velta fyrir
sér hvort þessar nýju áherslur
Sjálfstæðra kvenna hafa breytt
einhverju og hvort að átta ára bar-
átta þeirra hafi skilað einhverjum
árangri. Það er að sjálfsögðu erfitt
að meta árangur af hugmynda-
fræðilegri baráttu. Nýafstaðið
prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík bendir hins vegar ekki
til þess að konur innan flokksins
hafi verið að ná miklum árangri
með nýjum baráttuaðferðum. Sem
kunnugt er varð niðurstaða próf-
kjörsins sú að konur annaðhvort
stóðu í stað eða færðust neðar á
framboðslistann.
Viðbrögð við þessum úrslitum
hafa verið með ýmsum hætti.
Sumir, jafnt karlar sem konur,
hafa lagt áherslu á að það sé úrelt
að horfa á kynjaskiptingu. Þarna
hafi einstaklingar verið að keppa
um hylli kjósenda. Keppnin hafi
ekki staðið milli karla og kvenna.
Hvernig á hins vegar að skýra
útkomu kvennanna sem tóku þátt í
prófkjörinu? Ef við gefum okkur
að einstaklingar hafi verið að
keppa og bæði kynin hafi átt jafna
möguleika væri eðlilegast að skýra
þetta með því að segja að kon-
urnar hafi ekki verið nægilega
frambærilegar. Ef þessi skýring
er ekki rétt og það eru einhverjar
tæknilegar skýringar á slakri út-
komu kvenna hlýtur um leið að
vera komin ástæða til að styrkja
stöðu kvenna á framboðslistanum.
Ef það er enn svo að kynferðið
hamlar framgangi kvenna í stjórn-
málum hlýtur að þurfa að taka á
því með einhverjum hætti, þó ekki
væri nema af þeirri ástæðu einni
að hætt er við að konur kjósi síður
lista sem er fyrst og fremst skip-
aður körlum.
Þrátt fyrir að kjósendur í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins ættu
ekki að kjósa konur á framboðs-
listann vegna þess að þær eru kon-
ur töldu margir nauðsynlegt að
kjósa unga karla á listann, að
nokkru leyti vegna þess að þeir
eru ungir. Það voru ekki margir
sem viðruðu þá skoðun sína fyrir
prófkjörið að þörf væri á því að
fjölga konum í þingflokknum, en
margir töldu hins vegar brýnt að
ungu fólki í þingliðinu yrði fjölgað.
Enginn virtist telja það niðurlægj-
andi fyrir ungu mennina að þeir
væru kosnir að nokkru leyti vegna
þess að þeir eru ungir.
Þó að flestir geti verið sammála
um að við val á framboðslista eigi
flokkarnir fyrst og fremst að leit-
ast við að velja frambærilegustu
einstaklingana þá vita allir að það
er margt annað sem ræður vali. Að
þessu sinni virðist búseta fram-
bjóðenda hafa skipt afar miklu
máli. Raunar virðast þessi bú-
seturök jafnvel hafa ráðið örlögum
sumra frambjóðenda miklu frekar
en hæfileikar viðkomandi. Þetta á
reyndar ekki við um Reykjavík-
urkjördæmin.
Einnig virðist aldur frambjóð-
enda hafa skipt talsverðu máli.
Krafan um endurnýjun virðist
hafa leitt til þess að ungir fram-
bjóðendur hafi að nokkru leyti
staðið betur að vígi en þeir sem
eldri voru. Þetta sést bæði í próf-
kjörum Sjálfstæðisflokksins og
Samfylkingarinnar.
Fáir virðast hafa áhyggjur af
því að of fátt eldra fólk sitji á Al-
þingi. Nú eru fimm þingmenn eldri
en sextugir á Alþingi og tveir af
þeim eru að hætta þingmennsku.
Af þeim 63 þingmönnum sem sitja
á Alþingi í dag eru 86% á aldrinum
40–60 ára. Í stærstu og öflugustu
ríkjum heims, eins og Bandaríkj-
unum og Kína, er talið sjálfsagt
mál að velja menn sem komnir eru
á sjötugs- og áttræðisaldur til for-
ystu, en hér á landi virðist almennt
litið svo á að svo gamalt fólk hafi
ekkert til þjóðmálanna að leggja.
Raunar er krafan um endurnýjun í
stjórnmálum svo sterk hér á landi,
að fólk sem setið hefur á þingi í tvö
kjörtímabil er talið „gamalt og
þreytt“. Það er því kannski ekki
furða þótt sumir telji það þarfa-
verk að ýta burt þingkonum á
miðjum aldri, sem setið hafa á Al-
þingi í tvö eða þrjú kjörtímabil.
Það vantar jú unga menn til starfa
með „nýjar hugmyndir“.
Ungir menn
og gamlar
konur
Þrátt fyrir að kjósendur í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins ættu ekki að kjósa konur
á framboðslistann vegna þess að þær
eru konur töldu margir nauðsynlegt að
kjósa unga karla á listann, að nokkru
leyti vegna þess að þeir eru ungir.
VIÐHORF
Eftir Egil
Ólafsson
egol@mbl.is
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Kór Áskirkju syngur.
Organisti Kári Þormar. Árni Bergur Sig-
urbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11.
Hljómsveit ungmenna undir stjórn Guð-
mundar Sigurðssonar. Foreldrar hvattir til
þátttöku með börnum sínum. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Guðmundur Sigurðs-
son sem stjórnar Kór Bústaðakirkju. Prest-
ur sr. María Ágústsdóttir. Aðventutónleikar
Kórs Átthagafélags Strandamanna kl.
16.30.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar
Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur.
Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel.
Helgistund fermingarbarna kl. 17. Að-
ventukvöld Kiwanis kl. 20.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 11. Sex ár liðin frá vígslu
kirkjunnar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur.
Organisti Árni Arinbjarnarson. Tónleikar
Kirkjukórs Grensáskirkju kl. 20. Sr. Ólafur
Jóhannsson.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs-
þjónusta kl. 10.15. Sr. Kjartan Örn Sig-
urbjörnsson. Organisti Kjartan Ólafsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Páls-
syni. Karlakór Reykjavíkur syngur undir
stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti
Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs
Magnea Sverrisdóttir. Tónleikar kl. 20 með
norska drengjakórnum Sölvguttene.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðrún H. Harðardóttir og sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir. Organisti Douglas A.
Brotchie. Messa kl. 14. Organisti Douglas
A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðs-
dóttir.
LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS:
Hringbraut: 3. hæð: Guðsþjónusta kl.
10.30. Prestur Ingileif Malmberg. Org-
anisti Stefán Kristinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Messa og barnastarf kl. 11.
Prestur Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Org-
anisti Ólafur W Finnsson. Félagar úr Kór
Langholtskirkju leiða söng. Barnastarfið
hefst í kirkjunni en síðan er farið í safn-
aðarheimilið. Kaffisopi eftir messuna.
Listaflétta laugardaginn 7. des. kl. 17.
„Krakkarnir úr hverfinu“ – Bubbi Morthens,
Kristinn Sigmundsson, Einar Már Guð-
mundsson, Steinunn Sigurðardóttir, Tolli
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fjallalamb,
Ömmubakstur og Ölgerðin kynna góðgerð-
ir í safnaðarheimilinu eftir dagskrána í
kirkjunni. Aðgöngumiðar við innganginn.
LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son prófastur vígir hið nýja orgel Laug-
arneskirkju og prédikar. Með honum þjóna
sr. Bjarni Karlsson og Sigurbjörn Þorkels-
son meðhjálpari. Kór Laugarneskirkju
syngur undir stjórn Gunnars Gunn-
arssonar. Laufey Geirlaugsdóttir syngur
einsöng og fullrúar lesarahóps flytja texta.
Sunnudagaskólinn er í höndum Hildar Eir-
ar, Heimis og Þorvaldar. Að athöfn lokinni
býður sóknarnefnd upp á kaffiveitingar í
safnaðarheimilinu. Orgeltónleikar kl. 16.
Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið og Sig-
urður Flosason leikur á saxófón. Aðgangur
ókeypis. Kvöldmessa kl. 20.30. Djass-
kvartett Gunnars Gunnarssonar leikur. Kór
Laugarneskirkju syngur. Þorvaldur Hall-
dórsson syngur einsöng. Prestshjónin
Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir
þjóna, ásamt Sigurbirni Þorkelssyni með-
hjálpara. Að messu lokinni er boðið til fyr-
irbæna við altarið en messukaffið bíður
svo allra í safnaðarheimilinu í umsjá Sig-
ríðar Finnbogadóttur kirkjuvarðar.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Tónlistaratriði
frá nemendum Do-Re-Mi. Kór Neskirkju
syngur. Organisti Reynir Jónasson. Prestur
sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudagaskól-
inn og 8 og 9 ára starf á sama tíma.
SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju
syngur falleg jólalög. Organisti Viera Man-
asek. Prestur sr. María Ágústsdóttir.
Sunnudagaskólinn á sama tíma.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Aðventukvöld kl.
20.30. Endurkomukvöld. Kaffi og smakk-
að á smákökunum.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- og fjöl-
skyldusamvera kl. 11 í Fríkirkjunni og í lok
hennar verður fuglunum við Tjörnina gefið
brauð samkvæmt fríkirkjuvenju. Kl. 20.30:
Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Reykjavík. Kór
Fríkirkjunnar verður með fjölbreytta tónlist-
ardagskrá, jafnt hefðbundna sem óhefð-
bundna tónlist og verður það allt undir
stjórn Carls Möller og Önnu Sigríðar Helga-
dóttur. Undirleik annast kvartett Carls
Möller. Meðal tónlistarflytjenda eru Andrea
Gylfadóttir og Skagfirska söngsveitin.
Ræðumaður kvöldsins er Gunnar Eyjólfs-
son leikari. Allir velkomnir. Safnaðarstarf
Fríkirkjunnar, sr. Hjörtur Magni Jóhanns-
son.
ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Börn verða borin til skírnar.
Prestar og sunnudagskólakennarar sjá um
helgihaldið sem samanstendur af miklum
söng, sögum og leik. Brúðurnar góðu líta
inn. Kaffi, djús og kex í safnaðarheimilinu
að stundinni lokinni. Aðventukvöld kl. 20.
Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Hátíð-
arræðu flytur Eva María Jónsdóttir dag-
skrárgerðarkona. Joseph Ognibene leikur
á franskt horn. Kirkjukórinn og Gospelkór-
inn syngja undir stjórn Kirsztinu Kalló
Szklenár organista. Fermingarbörn sýna
helgileik. Heitt kakó og smákökur í safn-
aðarheimilinu. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Messa kl. 14. (Ath. breyttan
messutíma). Gerðubergskórinn syngur.
Þátttakendur úr félagsstarfinu í Gerðu-
bergi flytja ritningarlestra og bæn. Að
messu lokinni verður kaffisala til styrktar
starfi æskulýðshóps Breiðholtskirkju og
KFUM & K. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Annar sunnudagur í
aðventu (8. des). Sunnudagaskóli kl. 11.
Aðventuhátíð um kvöldið. Camerartica sér
um tónlistarflutning kvöldsins. Málefni:
Ragna Marinósdóttir, formaður Umhyggju,
kynnir félagið. Stjórnun og undirbúningur
er í höndum sóknarnefndar Digra-
neskirkju. Aðventuhátíðin hefst kl. 20.30.
(Sjá nánar: www.digraneskirkja).
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11 í kirkjunni undir stjórn Elínar El-
ísabetar Jóhannsdóttur. Guðsþjónusta Kl.
14 þar sem tónlistin verður í fyrirrúmi.
Prestur: Sr. Hreinn Hjartarson. Djákni: Lilja
G. Hallgrímsdóttir. Organisti: Lenka Mát-
éová. Kór kirkjunnar syngur. Einsöngvari
Ólafía Línberg Jensdóttir. Inger Hallsdóttir
og Kristján Baldvinsson lesa ritning-
arlestra. Veitingar í safnaðarheimilinu eftir
guðsþjónustu.
GRAFARVOGSKIRKJA: Annar sunnudagur
í aðventu. Sunnudagaskóli kl. 11. Sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Bryndís og
Signý. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson.
Sunnudagaskóli kl. 13 í Engjaskóla. Sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Bryndís og
Signý. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson.
Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór
Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Grafarvogskirkju syngur ásamt Barna- og
unglingakór kirkjunnar. Stjórnandi: Oddný
J. Þorsteinsdóttir. Einsöngur: Kristín María
Hreinsdóttir og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir.
Fiðla: Hjörleifur Valsson. Organisti: Hörður
Bragason.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Gísli
Jónasson prófastur setur sr. Sigfús Krist-
jánsson í embætti prests við kirkjuna og
þjóna báðir í messunni ásamt sr. Írisi
Kristjánsdóttur. Kór kirkjunnar syngur og
leiðir safnaðarsöng. María Guðmunds-
dóttir syngur einsöng. Organisti Jón Ólafur
Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13.
Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju kl. 20.
Kórinn syngur aðventu- og jólalög frá ýms-
um löndum og tímum. Sigrún Hjálmtýs-
dóttir syngur einsöng og Lenka Mátéová
leikur undir á orgel. Söngstjóri Jón Ólafur
Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrð-
arstund á þriðjudag kl. 18 og Opið hús á
miðvikudag kl. 12. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn-
aðarheimilinu Borgum kl. 11. Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Nemendur úr fjórða
bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Þór-
unnar Björnsdóttur kórstjóra og flytja helgi-
leikinn Hljóðu jólaklukkurnar. Undirleik
annast Guðrún Mist Sigfúsdóttir og Stein-
unn Aradóttir sem leika á fiðlur, Örn Ýmir
Arason sem leikur á kontrabassa og Þor-
kell Helgi Sigfússon sem leikur á selló.
Kópamessa kl. 20. Félagar úr kór Kópa-
vogskirkju leiða söng, fermingarbörn lesa
ritningarlestra og leiða bænir. Kvennakór
Reykjavíkur kemur í heimsókn og syngur
undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur kór-
stjóra. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
LINDAKIRKJA í Kópavogi: Fjölskylduguðs-
þjónusta í Lindaskóla kl. 11 fyrir alla ald-
urshópa. Skátar afhenda friðarljós frá
landinu helga. Allir velkomnir. Sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
„Við kveikjum tveimur kertum á“. Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason
prédikar. Organisti: Pavel Manásek. Ung-
lingakór Hallgrímskirkju syngur. Aðventu-
söngvar kl. 20. Fjölbreytt aðventudagskrá.
Seljukór kvenfélagsins og Kór Landsvirkj-
unar syngja.
SAFNKIRKJAN í Árbæ: Aðventumessa
sunnudag kl. 14. Organisti Ingimar Páls-
son. Tilvalið tækifæri að leyfa börnunum
að upplifa einfalt helgihald í gamalli torf-
kirkju. Kristinn Ágúst Friðfinnsson.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguðs-
þjónusta kl.11. „Dagur í kirkjunni“.
Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik
Schram kennir. Síðan verður seld pitsa og
gos og við eyðum deginum saman við
föndur og samfélag. Fólk taki með sér lím
og skæri. Samkoma kl. 20. Þar verður mik-
il lofgjörð, fyrirbænir og vitnisburðir um
það sem Drottinn er að gera í lífi fólks.
Heimasíða kirkjunnar er: www.kristur.is
FRÍKIRKJAN VEGURINN: Aðventuhátíð kl.
16.30. Mikið um að vera. Trúðar, tónlist í
höndum yngri kynslóðarinnar, brúðuleik-
hús, kakó og piparkökur. Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: Laugardagur 7. desember.
Bænastund kl. 20. Kristnir í bata kl. 21.
Sunnudagur 8. desember. Almenn sam-
koma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður L.
Traustason. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu sér
um lofgjörðina. Barnastarf fyrir 1 til 12 ára
meðan á samkomu stendur. Allir hjart-
anlega velkomnir. Mömmumorgnar alla
föstudagsmorgna kl. 10–12. Allar mæður
hjartanlega velkomnar. Unglingasamkoma
föstudagskvöld kl. 20.30. Allir unglingar
hjartanlega velkomnir.
Guðspjall dagsins:
Teikn á sólu og tungli.
2. sunnudagur í jólaföstu.
(Lúk. 21 ).
Morgunblaðið/RAX
Hólar í Hjaltadal.