Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 53
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 53
Þá mun Skagfirska söngsveitinni
sem löngu er orðin landskunn
heimsækja okkur og syngja nokkur
lög. Hin landsþekkta og fjölhæfa
blús- og dægurlagasöngkona Andr-
ea Gylfadóttir mun einnig koma í
heimsókn og taka lagið. Að sjálf-
sögðu verða sungnir léttir jóla-
söngvar í bland við hefðbundna
sálma.
Ræðumaður kvöldsins er Gunnar
Eyjólfsson, leikari. Hann hefur ver-
ið einn af fremstu leikurum þjóð-
arinnar í áratugi og víst er að ekki
hafa margir íslenskir leikarar verið
jafn afkastamiklir, jafn áberandi og
dáðir á því ári sem er að líða og
Gunnar Eyjólfsson þrátt fyrir háan
starfsaldur hans.
En Gunnar er einnig einlægur
trúmaður og því munum við fá að
kynnast á aðventukvöldinu.
Allir hjartanlega velkomnir á fal-
lega og hugljúfa kvöldstund í kirkj-
una í hjarta borgarinnar.
Að morgni sama dags klukkan
11:00, verður barna- og fjölskyldu-
samvera í Fríkirkjunni og í lok
hennar verður fuglunum við tjörn-
ina gefið brauð að borða samkvæmt
fríkirkjuvenju. Börn á öllum aldri
eru innilega velkominn.
Afmælisfagnaður
í Þorlákskirkju
SÓKNARNEFND Þorlákskirkju
býður til afmælisfagnaðar í Þor-
lákskirkju sunnudaginn 8. desem-
ber n.k., kl. 20. Tilefnið er að fyrir
20 árum, þann 5. desember 1982,
var fyrst messað í Þorlákskirkju.
Minnst verður söngstjórans, for-
manns sóknarnefndar á þessum
tíma og hins dugmikla bjartsýnis-
manns við uppbyggingu Þorláks-
kirkju, sem féll frá kvöldið fyrir
fyrstu messuna í kirkjunni, Ingi-
mundar Guðjónssonar.
Söngfélag Þorlákshafnar syngur
undir stjórn Julians Isaacs og Ró-
berts Darlings. Stutt minning-
arbrot frá uppbyggingu kirkj-
unnar. Jónas Ingimundarson ásamt
söngkonunni Arndísi Höllu Ás-
geirsdóttur, munu spila og syngja
fyrir okkur. Myndir frá bygging-
artímanum verða til sýnis í kirkj-
unni.
Aðventuhátíð
á Akranesi
AÐVENTUHÁTÍÐ verður haldin í
Safnaðarheimilinu Vinaminni,
Akranesi, annað kvöld, sunnudags-
kvöld, og hefst hún kl. 20. Fjöl-
breytt dagskrá verður í tali og tón-
um. Kirkjukór Akraness syngur
nokkra sálma. Stjórnandi er Sveinn
Arnar Sæmundsson. Nýstofnaður
ungmennakór Akraneskirkju syng-
ur tvö lög og unglingar í æskulýðs-
félagi kirkjunnar verða með atriði.
Ræðumaður kvöldsins verður Ingi-
björg Pálmadóttir, fyrrum ráð-
herra. Í lok samverunnar verður
kveikt á kertum og sunginn sálmur.
Akurnesingar og nærsveitungar
eru hvattir til þess að fjölmenna á
aðventuhátíðina og njóta þess sem
þar verður flutt.
Sóknarprestur.
Aðventuguðsþjónusta
í Fella- og Hólakirkju
SUNNUDAGINN 8. desember verð-
ur guðsþjónusta í Fella- og Hóla-
kirkju kl. 14 þar sem tónlistin verð-
ur í fyrirrúmi. Kór kirkjunnar
syngur undir stjórn Lenku Má-
téová, organista. Inger Línberg
Jensdóttir syngur einsöng. Sr.
Hreinn Hjartarson predikar og
þjónar í þessari guðsþjónustu eins
og hann hefur gert mörg und-
anfarin ár. Lilja G. Hallgrímsdóttir,
djákni tekur þátt í þjónustunni.
Skólasystkyni sr. Hreins, sem út-
skrifuðust sem stúdentar frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1955,
hafa ávallt fjölmennt í Fella- og
Hólakirkju annan sunnudag í að-
ventu. Að þessu sinni munu tvö
þeirra Inger Hallsdóttir og Kristján
Baldvinsson lesa ritningarlestrana.
Eftir guðsþjónustuna er boðið upp
á veitingar í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
Dagur í Íslensku
Kristskirkjunni
EINS og undanfarin ár verður 2.
sunnudagur í aðventu, „Dagur í
kirkjunni.“ Byrjað er með guðs-
þjónustu, þar sem kveikt verður á
öðru aðventukertinu, síðan verður
uppbyggileg fræðsla, bæði fyrir
börn og fullorðna. Friðrik Schram
prestur kirkjunnar annast fræðslu
fullorðinna. Eftir það verður seld
pizza og gos og síðan verður föndr-
að og átt gott samfélag. Fólk er
beðið að taka með sér lím og skæri.
Samkoma með léttu sniði verður
svo kl. 20.00, þar sem verður mikil
lofgjörð, fyrirbænir og vitnisburðir
um það sem Guð er að gera í lífi
fólks í dag. Allir eru hjartanlega
velkomnir.
Helgihald á
Lækjartorgi
HELGISTUND verður á Lækj-
artorgi sunnudaginn 8. desember
kl. 14 í tengslum við jólamarkað
miðborgarinnar. Þar mun kór Nes-
kirkju syngja jólasálma og Reynir
Jónasson organisti mun þenja nikk-
una. Frank M. Halldórsson mun
flytja hugleiðingar orð til borg-
arbúa. Tökum okkur stund í ann-
ríkinu til að staldra við og hugleiða
kjarna jólanna.
Neskirkja og miðborgarstarf
KFUM&K og kirkjunnar.
Karlakór Reykjavíkur
og Silfurdrengirnir í
Hallgrímskirkju
MESSA og barnastarf verður
sunnudaginn 8. desember kl. 11.00.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt sr.
Sigurði Pálssyni. Þá mun Karlakór
Reykjavíkur syngja í messunni und-
ir stjórn Friðriks A. Kristinssonar.
En til margra ára hefur Karlakór-
inn sungið við messu á aðventu í
Hallgrímskirkju. Organisti í mess-
unni verður Hörður Áskelsson.
Barnastarfið verður undir stjórn
Magneu Sverrisdóttur.
Um kvöldið kl. 20.00 verða tón-
leikar með norska Drengjakórnum
Sölvguttene, Silfurdrengjunum, en
aðgangur er ókeypis. Þessi
drengjakór hefur farið víða um
lönd og haldið fjölmarga tónleika
og er einn þekktasti drengjakór á
Norðurlöndum. Í kórnum eru 65
drengir og 25 fullorðnir söngvarar
og verða um 60 þeirra með í förinni
til Íslands. Eitt af föstum verk-
efnum kórsins er að koma fram í
Norska ríkissjónvarpinu á að-
fangadagskvöld og í hugum Norð-
manna er það ómissandi þáttur
jólahaldsins. Það er því mjög
ánægjulegt að kórinn skuli syngja
hér í Hallgrímskirkju nú á aðvent-
unni.
Aðventukvöld í Óháða
söfnuðinum
AÐVENTUKVÖLD/ endurkomu-
kvöld verður í Óháða söfnuðinum
sunnudagskvöldið 8. desember kl.
20.30. Ræðumaður kvöldsins verð-
ur Valdimar Jóhannesson. Kristín
Jónsdóttir og Jón Sigurðsson leika
saman á fagott og slaghörpu og kór
safnaðarins syngur undir stjórn
Peter Máté.
Á eftir er kirkjugestum boðið að
smakka á smákökum.
Aðventusöngvar í
Seljakirkju
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 8. desem-
ber kl. 20 verður boðið upp á fjöl-
breytta aðventudagskrá í Selja-
kirkju. Seljur, kór kvenfélags
Seljakirkju, syngur auk kórs
Landsvirkjunar.
Verið velkomin í Seljakirkju.
Listaflétta
LISTAFLÉTTA verður í Lang-
holtskirkju í dag, laugardag, kl. 17.
„Krakkarnir úr hverfinu“ – Bubbi
Morthens, Kristinn Sigmundsson,
Einar Már Guðmundsson, Steinunn
Sigurðardóttir, Tolli og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir. Fjallalamb,
Ömmubakstur og Ölgerðin kynna
góðgerðir í safnaðarheimilinu eftir
dagskrá í kirkjunni. Aðgöngumiðar
við innganginn (Kr. 1.500 og 1.000).
Gerðubergskórinn
og kaffisala
í Breiðholtskirkju
ANNAN sunnudag í aðventu, 8.
desember, fáum við ánægjulega
heimsókn í Breiðholtskirkju í
Mjódd.
Þá kemur Gerðubergskórinn,
kór félagsstarfsins í Gerðubergi og
syngur við messu kl. 14 undir stjórn
Kára Friðrikssonar, en sú skemmti-
lega hefð hefur skapast að kórinn
syngi við messu í kirkjunni þennan
sunnudag og hefur sú heimsókn
ávallt verið mjög vel heppnuð.
Einnig munu þátttakendur í fé-
lagsstarfinu í Gerðubergi, þau Eyj-
ólfur R. Eyjólfsson, Kristjana V.
Jónsdóttir og Valdimar Ólafsson
lesa ritningarlestra og bænir. Vak-
in skal athygli á því að hér er um að
ræða breyttan messutíma frá því
sem venjulegast er í Breiðholts-
kirkju. Barnastarfið verður hins-
vegar á hefðbundnum tíma kl. 11.
Að messu lokinni verður kaffi-
sala eldri hópsins í Unglingastarfi
KFUM&K og Breiðholtskirkju, en
þau eru að undirbúa þátttöku í
kristilegu æskulýðsmóti í Dan-
mörku á næsta sumri. Það er von
okkar að sem flestir safnaðarmeð-
limir og aðrir velunnarar kirkj-
unnar og félagsstarfsins í Gerðu-
bergi hafi tækifæri til að taka þátt í
guðsþjónustunni og styðja síðan
unglingastarfið með því að þiggja
veitingar á eftir.
Sr. Gísli Jónasson.
10 ára vígsluafmæli
Glerárkirkju
Í TILEFNI af 10 ára vígsluafmæli
Glerárkirkju verður kirkjuhátíð
nk. sunnudag og hefst kl. 14. Þá
mun Herra Karl Sigurbjörnsson,
biskup Íslands, vígja kapellu í suð-
urálmu kirkjunnar en sú álma er
þar með tekin til notkunar sem
þjónustuálma. Strax að kap-
elluvígslu lokinni er hátíðarmessa í
kirkjunni og mun biskup sömuleiðis
prédika þar. Í hátíðarmessunni
verður helgaður steindur gluggi,
gjöf Kvenfélagsins Baldursbráar til
kirkjunnar en kvenfélagið er braut-
ryðjandi þess mikla verks og hefur
söfnunin fyrir glugganum staðið
frá því sérstakur sjóður var stofn-
aður fyrir 8 árum.
Að hátíðarmessu lokinni verða
léttar veitingar og kirkjugestum
gefst þá tækifæri til að bera augum
framkvæmdirnar allar, kapelluna
nýju og myndverk Leifs Breiðfjörðs
í forkirkjunni. en sýning verka
hans undir yfirskriftinni Sigur lífs-
ins verður opnuð í dag kl. 14. Við
opnun sýningarinnar mun prófess-
or Pétur Pétursson flytja erindi um
listina og trúna. Allir eru velkomn-
ir.
Aðventukvöld í
Vídalínskirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í Vídal-
ínskirkju sunnuginn 8. desember
kl. 20:00, (en ekki kl. 20:30, eins og
stendur í Kirkjutíðindunum.). Dag-
skrá verður fjölbreytt. . Tveir kór-
ar, kór Vídalínskirkju undir stjórn
Jóhanns Baldvinssonar og kór eldri
borgara Garðakórinn undir stjórn
Kristínar Pjétursdóttur, leiða al-
mennan söng og syngja einnig hvor
fyrir sig nokkur lög.
Einnig verður upplestur, ljóða-
flutningur og ræðumaður kvöldsins
er Sigurveig Sæmundsdóttir núver-
andi skólastjóri Hofsstaðaskóla.
Hér gefst kærkomið tækifæri til að
eiga enn og aftur góða stund í
kirkjunni okkar. Það er sérstaklega
notalegt að koma saman nú á að-
ventunni og láta þessa stund hjálpa
okkur til að gleyma nú ekki hver er
ástæða alls jólahaldsins og það er
sjálfur Jesús Kristur og fæðing-
arhátíð hans.
Boðið er upp á kakó og pip-
arkökur að lokinni stundinni. Mæt-
um vel og gleðjumst saman.
Prestar, starfsfólk og sókn-
arnefnd Garðasóknar.
Það er löngu þekkt að
dvöl í skóla og þau áhrif
sem nemendur verða þar fyrir móta
lífsviðhorf og framtíðarsýn. Margur
mun við fráfall Guðmundar Jónsson-
ar, fyrrum skólastjóra á Hvanneyri,
hugsa til dvalar sinnar á Hvanneyri
með þakklæti í huga, sérstaklega þó
þeirra kynna sem þar hófust með
traustum og góðum skólafélögum,
staðarfólki og húsbændum sem þar
höfðu forræði mála. Guðmundur átti
allan sinn starfsferil á Hvanneyri,
bæði sem kennari og skólastjóri. Sá
hópur ungra manna sem dvaldi á
Hvanneyri undir hans forsjá er fjöl-
mennur og þau áhrif sem þeir urðu
fyrir á Hvanneyri undir handleiðslu
Guðmundar hefur haft mikil og góð
áhrif á þróun mála í sveitum landsins.
Á ýmsan hátt var þungt fyrir fæti á
Hvanneyri á fyrstu árum Guðmundar
þar. Miklar þjóðfélagsbreytingar
stóðu yfir sem leiddu af sér mikla
fækkun fólks í sveitum. Þær raddir
heyrðust jafnvel að framtíð bænda-
skólanna væri tvísýn, aðsókn að þeim
var dræm. Dæmi var um að fjöldi
nemenda í yngri deild Hvanneyrar-
skólans fyllti ekki tuginn. En skóla-
stjórinn var annarar skoðunar. Trú
hans á framtíð landbúnaðarins og
gildi góðrar menntunar voru þær
áherslur sem hann grundvallaði
skólastarfið á. Um þennan hug hans
og ásetning vitnar frumkvæði Guð-
mundar með stofnun framhaldsdeild-
arinnar á Hvanneyri Góðum málum
fylgir jafnan mikil umræða og gjarn-
an skiptar skoðanir. Á slíkum vett-
vangi er einatt talað fyrir fleiri en
einni leið. Sú var raunin við mótun
æðra búnaðarnáms á Hvanneyri. Sér-
staklega var þó vistun framhalds-
námsins ágreiningsefni, hvort því yrði
fyrirkomið á Hvanneyri eða við Há-
skóla Íslands. Á Búnaðarþingi árið
1958 lagði þáverandi landbúnaðarráð-
herra erindi fyrir þingið um skipan
menntunar í búvísindum. Ég minnist
þess ekki að í annan tíma hafi verið
tekið jafnharkalega á í neinu máli á
Búnaðarþingi meðan ég átti þar sæti.
En lyktir málsins voru ótvíræðar. Ríf-
lega tveir þriðju hlutar þingfulltrúa
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
✝ GuðmundurJónsson, fyrrver-
andi skólastjóri
Bændaskólans á
Hvanneyri, fæddist á
Torfalæk í Austur-
Húnavatnssýslu 2.
mars 1902. Hann
andaðist á Hrafnistu
í Hafnarfirði 28. nóv-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Dómkirkj-
unni 6. desember.
studdu ályktun um
skipan háskólanáms í
búvísindum sem áfram
yrði vistað á Hvanneyri.
En þrátt fyrir þessa
mikilvægu afstöðu Bún-
aðarþings var enn sótt
fast eftir að deildin yrði
flutt til Reykjavíkur.
Meira að segja skaut
þessi umræða enn upp
kollinum við þá víðtæku
umfjöllun um skipan há-
skólamenntunar á Ís-
landi sem fram fór á Al-
þingi á síðustu árum
nýliðinnar aldar. En sú
umræða var veik, hvort heldur talað
var í norður eða suður. Ný lög um
búnaðarfræðslu sem Alþingi sam-
þykkti árið 1999 mæltu fyrir um að
háskólanám í landbúnaði skuli vistað
á Hvanneyri.
Þegar hér var komið við sögu var
hálf öld liðin frá því að fyrstu nem-
endur framhaldsdeildarinnar tóku við
prófskírteinum úr hendi Guðmundar
Jónssonar. Allt frá þessum tíma hefur
rótfesta þessa starfs verið að styrkj-
ast. Það eru vissulega margir traustir
og góðir menn sem að þessari starf-
semi hafa hlúð í hálfa öld en nafn Guð-
mundar ber þó hæst. Landbúnað-
arháskóli á Hvanneyri er góður
minnsvarði um störf Guðmundar
Jónssonar að málefnum búnaðar-
fræðslu á Íslandi og eiga rætur í
þeirri viljafestu og framsýni sem ein-
kenndu störf hans. Ekki er að efa að
vel hefði verið séð fyrir námi í búvís-
indum við Háskóla Íslands en mikið
hefði verið öðruvísi að litast um á
Hvanneyri ef þær framfarir í skóla-
haldi og uppbyggingu sem leitt hafa
af veru framhaldsdeildarinnar þar
hefðu ekki orðið að veruleika. Guð-
mundur kom víða við í störfum sínum
á langri og góðri lífsleið sem hvar-
vetna skilja eftir sig merki og góð
spor enda var hann virtur af verkum
sínum.
Guðmundur átti á margan hátt gott
ævikvöld. Hann naut mikilla vinsælda
nemenda sinna og var því tíður gestur
í þeirra hópi. Það duldist ekki að þar
kunni Guðmundur vel við sig. Guð-
mundur ferðaðist tíðum upp að
Hvanneyri, þar var hann mikill au-
fúsugestur og naut vel þeirrar rækt-
arsemi sem Hvanneyringar sýndu
honum. Kona Guðmundar, Ragnhild-
ur Ólafsdóttir frá Brimnesgerði við
Fáskrúðsfjörð, sem er látin, stóð fyrir
stóru heimili á Hvanneyri og gest-
kvæmni. Það hlutverk rækti hún af
mikilli prýði. Eftirlifandi ástvinum
þessara heiðurshjóna eru sendar inni-
legar samúðarkveðjur.
Egill Jónsson
Seljavöllum.
Mig langar að kveðja
þig vinur með nokkrum
orðum. Ég man þegar
ég hitti þig fyrst á
Norðfirði fyrir einum
30 árum og þú kynntir
þig Pál Ólafsson „ekki skáld“, en þar
held ég að þú hafir ekki haft rétt fyr-
ir þér því þú varst mjög skapandi
maður og allt lék í höndum þínum.
PÁLL
ÓLAFSSON
✝ Páll Ólafssonfæddist í Kefla-
vík hinn 27. septem-
ber 1938. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 19. nóv-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Keflavíkur-
kirkju 27. nóvember.
Oft var maður búinn að
koma í skúrinn hjá þér
til að fá að gera við bíl-
inn en fljótlega var
maður orðinn áhorf-
andi.
Páll var búinn öllum
kostum sem prýða má
einn mann og tel ég mig
gæfusaman að hafa
fengið að eignast hann
að vini. Oft hjálpaði
hann mér að sjá ljósið
þegar mér fannst eitt-
hvað dimmt framundan.
Ég vil votta ættingj-
um Páls samúð mína.
Páll Ólafsson, þakka þér ógleym-
anlegar stundir.
Þinn vinur
Trausti.
MINNINGAR
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein-
unum.