Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 54
MINNINGAR
54 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Valtýr Þór Val-týsson fæddist í
Hergilsey í Vest-
mannaeyjum 25. maí
1955. Hann lést í
Vestmannaeyjum 1.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Valtýr Snæ-
björnsson, f. 24. apr-
íl 1923, d. 10. febr-
úar 1998, og Erla J.
E. Gísladóttir, f. 26.
október 1927. Systk-
ini Þórs eru: 1) Gísli,
f. 27. febrúar 1946,
2) Friðbjörn Ólafur,
f. 20. febrúar 1950, 3) Snæbjörn
Guðni, f. 31. ágúst 1958, 4) Kol-
brún Eva, f. 23. maí 1960.
Þór kvæntist 23. júlí 1983 Ing-
unni Lísu Jóhannesdóttur, f. 9.
október 1961. Hún er dóttir Jó-
hannesar Tómassonar, f. 13.
mars 1921, og Guðfinnu Stefáns-
dóttur, f. 8. júní 1923. Þór og
Ingunn eignuðust þrjú börn. Þau
eru: Valur, f. 21. maí 1983, Erna,
f. 9. febrúar 1990,
og Aron, f. 26. mars
1996.
Þór ólst upp í
Vestmannaeyjum
og að loknu gagn-
fræðaprófi lá leiðin
í iðnskólann þar
sem hann nam húsa-
smíði. Hann vann
síðan mörg ár við
iðn sína eða allt til
ársins 1993 er hann
tók við starfi versl-
unarstjóra í bygg-
ingavöruverslun
KÁ, sem hann síðar
keypti í félagi við mág sinn.
Þór var virkur í íþróttastarfi,
framan af sem leikmaður með
Þór og ÍBV í handbolta og síðar
sinnti hann ýmsum störfum fyrir
íþróttahreyfinguna í Vestmanna-
eyjum og einnig innan HSÍ.
Útför Þórs fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Elsku pabbi. Núna ertu farinn, en
ég hef ekki ennþá áttað mig á því. Ég
skil þetta ekki. Af hverju þú? Besti
pabbinn í heiminum! Maðurinn sem
sá fyrir öllu, alltaf svo duglegur heima
fyrir og í vinnunni. Hvað eigum við að
gera? Ég á ávallt eftir að elska þig og
gleymi þér aldrei. Ég hugga mig við
að eftir 90 ár eða svo verðum við öll
komin saman á ný.
Ég elska þig.
Þín dóttir
Erna.
Mikill harmur er kveðinn að fjöl-
skyldu Þórs vegna ótímabærs fráfalls
hans.
Þór var drengur góður, mikil til-
finningavera og sem barn var hann
einstaklega viðkvæmur fyrir órétt-
læti heimsins. Með árunum tókst hon-
um ágætlega að fela sína viðkvæmu
sál og mynda um sig skráp eins og títt
er um tilfinningafólk. Við sem best
þekkjum, sáum þó við honum og viss-
um mæta vel hvað undir bjó.
Yngri systkini hans Kolbrún og
Guðni muna vel þegar mamma var að
lesa söguna um Hans og Grétu fyrir
svefninn. Iðulega varð að stöðva lest-
urinn vegna þess hve Þór grét mikið
yfir örlögum systkinanna.
Þórspúkinn, eins og pabbi kallaði
hann alltaf, var mikill kappsmaður,
líkastur föður sínum í mörgu tilliti.
Snyrtimenni fram í fingurgóma og
mjög skipulagður.
Bernskubrekin voru af ýmsu tagi,
öll hans brek eiga það þó sameigin-
legt að í dag eru það einungis ljúfar
minningar og jafnvel aðhlátursefni.
Tónlistaráhuginn var strax áber-
andi í lífi Þórs, Bibbi bróðir spilaði
Rolling Stones daginn út og daginn
inn, Þór smitaðist af dellunni og kunni
Stones lögin utanað.
Snemma gerðist hann rótari hjá
hljómsveitinni Logum og ferðaðist
með þeim um allar trissur bæði inn-
anlands og utan. Draumurinn var allt-
af að læra á hljóðfæri, einhvern veg-
inn varð bið á því, en núna fyrir stuttu
hóf hann gítarnám, og hafði náð nokk-
urri færni í gítarspili. Það var okkur
tilhlökkunarefni að njóta samveru
hans í góðum hópi nú fyrir jólin. Þór
var ákveðinn í að hafa gítarinn með í
för.
Þór var einstakur fjölskyldumaður,
ræktaði sína eigin fjölskyldu af mikl-
um myndarskap svo til fyrirmyndar
er. Við systkini hans og fjölskyldur
okkar nutum góðs af framtakssemi
hans í þeim efnum. Segja má að hann
hafi tekið að sér að hóa saman liðinu
þegar honum fannst það tímabært.
Hann sá einnig um að koma okkur í
kynni við tengdafólk sitt, Fífilgötu-
fjölskylduna, mikið sómafólk. Við fjöl-
skylda Þórs erum ævinlega þakklát
því fólki fyrir hve vel þau tóku á móti
bróður okkar frá byrjun. Nánast báru
hann á höndum sér alla tíð.
„Hvað heitir hún þarna systir þín,
sem var að koma frá útlöndum,“ sagði
Þór við Tomma bróður, endur fyrir
löngu. Tommi sneri sér fruntalega að
Þór, fannst hann full gamall fyrir
systur sína. Svaraði stuttaralega:
„Hún heitir Ingunn.“
Eftir það varð ekki aftur snúið,
sambandið dafnaði og óx. Börnin orð-
in þrjú, Valur 19 ára, Erna 12 og Aron
6 ára.
Það eru grimm örlög þessara barna
að sjá nú á eftir elskulegum föður,
sem hefir ásamt móðurinni skapað
þeim allt það öryggi, sem börn geta á
annað borð búið við. Mamma okkar
Erla Gísladóttir þarf nú að sjá á bak
stóra sterka stráknum sínum, eitt-
hvað, sem allir foreldrar óttast mest
af öllu.
Gæfa Ingunnar og barnanna á
þessum erfiðu tímum er að vita af öllu
því frábæra fólki, sem að þeim stend-
ur. Samtakamáttur stórfjölskyldunn-
ar er mikill og saman skulum við
vinna úr þeirri sorg, sem skall svo fyr-
irvaralaust á við fráfall Þórs bróður.
Það húmar að kvöldi,
lítil börn að leik.
Brosandi andlit, mér hulin,
ég þerra burt tárin.
Veraldleg gæði fá engu breytt,
syngjandi lítil börn.
Ég heyri regndropa falla til jarðar,
sit, og þerra burt tárin.
Það húmar að kvöldi,
ég þerra burt tárin.
Horfi á börn að leik,
held áfram, þar sem frá var horfið.
( Jagger/Richards.)
Fjölskyldan Smáragötu 2.
Þór var aufúsugestur þegar hann
knúði dyra hjá Fífilgötufjölskyldunni
er Ingunn mætti á vettvang með hann
upp á arminn. Gjörvilegur drengur en
nokkrum árum eldri en stelpan. Því
gætti smátregðu hjá okkur hinum
sem eðlilegt er þegar litla systir og
annar tvíburinn á í hlut. En hann var
fljótur að yfirvinna fyrirstöðuna og
gerðist von bráðar fullgildur meðlim-
ur fjölskyldunnar. Hann styrkti hóp-
inn, gerði hann skemmtilegri, betri,
litríkari.
Þór var fullur atorku, greiðvikni,
húmors, ákveðni, skipulagni. Og
Stones, bestir, flottastir. Dyggari
fylginautur þeirrar sveitar er vand-
fundinn. Enda fengum við ósjaldan að
hlýða á þá á góðum stundum heima
hjá Ingunni og Þór, svo undir tók.
Sjálfur var hann farinn að daðra við
tónlistargyðjuna og plokka gítar-
strengi. Kannski ekki orðinn liðtækur
í rokksveit allra rokksveita, en hann
var farinn að lita gleðistundir okkar
með gítartónum.
Samband Þórs og Jóhannesar
tengdapabba er sérkapítuli. Það var
tær tónn í því, hlýja, gagnkvæm virð-
ing og vinátta. Þau eru ófá ferðalögin
sem þeir ásamt mömmu og Ingunni
fóru innanlands og utan. Og ekki eru
þeir færri kaffibollarnir sem Jóhann-
es sötraði í Húsey í félagsskap Þórs
eftir sund. Pabbi, kominn á níræðis-
aldur og búinn að sjá á eftir flestum
sinna vina fyrir ætternisstapann. Það
var engu líkara en að Þór fyllti að ein-
hverju leyti upp í tómarúmið sem þeir
skildu eftir. Nú hafa hann og mamma
misst tengdason og einlægan félaga
og vin.
Þór var íþróttakappi þar sem hand-
boltinn réð ríkjum. Sem smiður var
hann afkastamaður og völundur góð-
ur. Og þar kippti honum í kyn föð-
urins, Valla Snæ. Hann var ráðinn af
KÁ til að stofna verslunina Húsey,
sem Tómas mágur hans gekk síðar
inn í með Þór þegar þeir keyptu versl-
unina. Þór nálgaðist reksturinn af
sama skörungsskap, skipulagsgáfu
og útsjónarsemi og annað sem hann
tók sér fyrir hendur. Fyrirtækið
blómstraði. Fyrir skömmu gengu þeir
til liðs við Húsasmiðjuna með Húsey
en áfram með Þór við stjórnvölinn.
Var ljóst að það var Þór léttir að fyr-
irtækið var orðið hluti af stærri liðs-
heild og að hann gat sleppt áhyggjum
af ýmsum þeim þáttum sem fylgja
rekstri lítils fyrirtækis í ólgusjó
harðrar samkeppni nútímans. Hann
leit björtum augum á framtíðina.
Brotthvarf Þórs var eins og annað
sem einkenndi hann. Hann var aldrei
að tvínóna við hlutina. Þeir voru af-
greiddir. Höggið var þungt, snöggt og
óvænt. Í miðjum fótboltatíma á
sunnudagsmorgni. Við stöndum eftir
vönkuð og skilningsvana. Fjörutíu og
sjö ára góður drengur, faðir, eigin-
maður, geislandi af lífsorku og lífs-
gleði. Hver ræður eiginlega för? Til-
finningarnar eru blendnar. Sorg en
gleði og þakklæti. Gleði að til skuli
drengir eins og Þór og þakklæti að
hann skuli hafa verið hluti af okkur.
Missir okkar er mikill. Hvað þá þinn,
kæra systir og mágkona, kæri Valur,
kæra Erna og kæri Aron. En við er-
um förunautar ykkar um þennan
djúpa dal og við munum af besta
mætti styðja ykkur að taka þau
þungu spor sem framundan eru, án
Þórs, án föður ykkar. Við sendum
aldraðri móður Þórs og systkinum
hans einlægar samúðarkveðjur. Megi
Guð sefa sorg ykkar og geyma góðan
dreng.
Stefán og Halldóra, Margrét Rósa
og Gylfi, Fanney, Iðunn og Ágúst.
Húsið okkar er uppljómað. Stofan
er setin af flestum þeim sem okkur
eru kærastir. Þór situr með gítarinn
sinn og spilar af krafti og innlifun. Við
syngjum hástöfum, hver með sínu
nefi, og við njótum stundarinnar til
hins ýtrasta. Þessi stund er ein af
mörgum sem við í Fífilgötufjölskyld-
unni höfum átt saman. Glens og gleði,
háværar samræður, skopsögur og
spaug hafði einkennt fjölskylduboðin
og nú bættist nýr þáttur við. Þór, sem
hafði stundað gítarnám af kappi að
undanförnu, mætti með gítarinn sinn
og söngbækurnar. Við höfðum átt
margar frábærar stundir saman, en
þessi stund á laugardegi fyrir hálfum
mánuði var ein af þeim bestu. Nú sit-
um við hnípin og sorgin sem nístir er
svo mikil að okkur finnst sem við get-
um ekki afborið hana. Í hjörtunum
óma vein þar sem áður hljómaði söng-
ur. Valtýr Þór, okkar kæri vinur,
mágur og svili, er allur. Við minnumst
hans þar sem hann fór um fullur af
lífskrafti og orku sem hreif með sér.
Hann var hreinn og beinn. Hann
sagði skoðun sína umbúðalaust, var
hreinskiptinn og heiðarlegur. Þar var
líka að finna hlýtt hjarta og við-
kvæmni sem þeir sem næstir honum
stóðu þekktu svo vel. Við kveðjum
hann og þökkum samfylgdina sem
ætíð hefur verið góð. Við sendum
samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og
ástvina og biðjum um styrk fyrir okk-
ur öll til þess að við megnum að láta
allar góðu minningarnar mýkja og
græða sárin sem nú þjá svo mjög.
Erna og Egill Egilsson.
Árið er 1978. „Hvað heitir hún,
þessi systir ykkar sem var að koma
frá útlöndum?“ Við Stebbi fengum
þessa spurningu á balli í Höllinni. Ég
leit á manninn íbygginn og svaraði:
„Þór, hún heitir Ingunn.“ Þar með var
teningunum kastað og við þekkjum
framhaldið, úr varð farsælt og gott
hjónaband. Það fór ekkert á milli
mála með það, hann elskaði þessa
stelpu. Okkar leiðir lágu síðan saman
sem fjölskylduvinir og viðskiptafélag-
ar. Það var virkilega gaman að starfa
með honum á þessum vettvangi,
byggingabransanum. Við vorum ólík-
ir og bættum hvor annan upp, tel ég.
„Gott team,“ sagði hann. Þór var for-
kunnarduglegur og ósérhlífinn, með
harðan skráp en mjúkur hið innra.
Það veit ég vel. Hann var hreinskil-
inn, kom ávallt beint að efninu og var
stundum misskilinn fyrir það. Hann
var mikill keppnismaður og þetta var
kappleikur hjá honum. En þessi leik-
ur, sá stærsti, hefur verið flautaður af
í hálfleik, fyrirliðinn rekinn af velli,
áhorfendur og stuðningsmenn horfa
undrandi hver á annan, við höfum
tapað leiknum. Númer eitt var hann
fjölskyldumaður og hugsaði um það
fyrst og fremst, síðan kom áhugamál-
ið og vinnan sem var að byggja upp
góða verslun. Þetta er þyngra en tár-
um taki og ólýsanlegt, ég veit að fjöl-
skyldan mun alltaf standa sterk sam-
an og þétt við bakið á Ingunni og
börnunum. Hafðu þökk fyrir sam-
starfið, kæri vinur, og öll munum við
sakna þín. Ingunn, við stöndum með
þér sem einn klettur.
Tómas.
Enginn veit sína ævina fyrr en öll
er. Þór Valla vinur minn og mágur er
allur aðeins 47 ára að aldri. Þessi ungi
og glæsilegi maður er horfinn á braut
langt um aldur fram. Það er sár
harmur kveðinn við fráfalls Þórs vit-
andi það að við eigum ekki eftir að
deila fleiri samverustundum með
honum í gleði og sorg. Margur saknar
góðs vinar en mestur er missir og
söknuður ástvina hans.
Elsku Ingunn, Valur, Erna, Aron,
Erla, Minna og Jóhannes, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð og bið guð
að styrkja ykkur og lýsa fram á veg-
inn í ykkar miklu sorg.
Minning um góðan dreng lifir.
Birgir Þór Sverrisson.
Þór frændi dáinn. Maður hugsar
bara: Nei, það getur ekki verið. Við
sitjum bara stjörf og bíðum eftir að
einhver komi og segi við okkur að það
verði allt í lagi með Þór. Þetta er allt
svo óraunverulegt. Það er eins og
mann sé að dreyma og reyni að
vakna. Lífið er stundum svo ósann-
gjarnt, maður á besta aldri og í fullu
fjöri tekinn burt frá fjölskyldunni
sinni fyrirvaralaust. Hann elsku Þór
okkar skilur eftir sig stórt skarð í fjöl-
skyldunni sem enginn getur fyllt. Við
munum ávallt hugsa um hann, hversu
yndislegur og góður maður hann var.
Mig langar til að þakka fyrir allar
yndislegu stundirnar sem ég og fjöl-
skylda mín áttum með Þór og vona að
guð hjálpi okkur að vera sterk á þess-
um erfiða tíma til þess að sigrast á
þessari miklu sorg. Missir okkar er
mikill og vona ég innilega að elsku
Þór okkar hafi það gott hjá afa Valla,
því ég veit að afi er ánægður að fá
loksins einhvern til sín þótt hann
hefði nú ekki viljað fá Þór strax til sín.
Elsku Ingunn, Valur, Erna, Aron,
amma og fjölskylda, nú verðum við öll
að standa saman til þess að sigrast á
þessari miklu sorg og halda minning-
unni um yndislegan mann á góðum
stað í hjarta okkar.
Með trega í hjarta kveð ég þig,
elsku Þór. Megir þú lifa í hjarta okkar
allra að eilífu.
Þín systurdóttir
Sædís Eva.
Ég veit varla í hvorn fótinn ég á að
stíga, uppáhalds frændi minn hann
Þór er dáinn langt fyrir aldur fram.
Alla mína ævi hef ég litið ofboðslega
mikið upp til þín. Þú tókst mikinn þátt
í uppeldi mínu og hefur aðstoðað mig
á marga vegu í lífinu, fyrir það vil ég
þakka þér, elsku frændi. Ég kem
ávallt til með að sakna þín og gleymi
þér aldrei.
Þín frænka
Hulda.
Ég var í beinni útsendingu þegar
síminn hringdi og ég fékk fréttirnar.
Hressi útvarpsmaðurinn varð sleg-
inn.
Ég kom ekki upp orði. Þetta getur
ekki staðist, var það fyrsta sem kom
upp í huga mér. Þór, einn mesti orku-
bolti sem ég hef kynnst, fallinn frá.
Það eru ekki nema um tvær vikur
síðan við skemmtum okkur saman í
afmælinu hjá pabba. Þar var hann
fullur af lífi og fjöri og naut sín með
gítarinn á lofti og stjórnaði hópsöng
með fjölskyldunni en gleymdi samt
sem áður ekki að leggja mér línurnar
um hvernig ég ætti að ná mér í kvon-
fang, eins og hann átti til þegar við
hittumst.
Hver hefði getað trúað því þegar ég
leit inn hjá honum í heimsókn minni
til Eyja fyrir tæpum tveimur vikum
að það yrði í síðasta skipti sem við
ættum svo gott spjall, eins og öll önn-
ur skipti þegar við settumst niður.
Ávallt fór ég til baka fullur af sjálfs-
trausti, eldmóði og áhuga en það er
einmitt það sem einkenndi hann. Með
því að fjárfesta í stund með honum
smitaðist ég auðveldlega af öllu því
sem í honum bjó.
Sterkar skoðanir, hreinskilni og
hvernig hann kom ávallt hreint og
beint fram var það sem ég leitaði eftir
í fari hans.
Ég fékk skoðanir hans umbúða-
laust í hverju því sem ég tók mér fyrir
hendur.
Mér er það sérstaklega minnis-
stætt nú í sumar þegar ég var að
vandræðast með atvinnutilboð sem
mér stóðu til boða og við settumst nið-
ur og ræddum þau fram og til baka.
Þegar ég kvaddi hann fannst mér allir
vegir vera mér færir og að ekkert
fengi mig stöðvað.
Hvatningin sem hann veitti mér
var ómetanleg, ekki bara þá, heldur
ávallt bæði í starfi og einkalífi. Allt
sem hann tók sér fyrir hendur og sér-
staklega drifkrafturinn með fyrirtæk-
ið og hversu menn voru yfirleitt
ánægðir með hans störf og árangur
virkaði mjög hvetjandi á mig. Oftar
en ekki leit ég til hans og hugsaði með
mér að svona vildi ég vera.
Ég sendi Ingunni, Val, Ernu, Aroni
og öllum öðrum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Jóhannes Egilsson.
Kveðja frá árgangi ’55
í Vestmannaeyjum
Harmafregn berst um bæinn okk-
ar, sorgin ryður sér farveg og tekur
með sér gleðina og eftirvæntingu
jólanna, blessuð jólaljósin missa birtu
og skin. Nú er erfitt að skilja og enn
erfiðara að bera þá þungu byrði sem
sorgin neyðir okkur til að axla.
Byrðin þunga, sú hörmulega stað-
reynd að vinur okkar og skólafélagi
Þór Valtýsson er látinn. Viðbrögð
sorgar eru að leita uppi hvert minn-
ingarbrot og raða þeim saman í eina
mynd svo ekkert glatist né gleymist,
því er svo ljúfsárt að minnast hans
Þórs, minnast leiks hans á skólalóð-
inni í sumarsól barnæskunnar þar
sem fótboltinn og leikgleði Eyjapeyj-
ans mætast í fögnuði sigurvegarans.
Minnast unglingsárana þegar orkan
og lífsgleðin geislaði af ungum manni
og lífið þá svo áhyggjulaust og dæma-
laust skemmtilegt, þegar við í samein-
ingu upplifum timburmenn hippatím-
ans, rétt fáum að prufa mussurnar og
síða hárið að ógleymdri tónlistinni
sem fangaði Þór eins og flest okkur
hin, og Rolling Stones aðdáandinn
Þór Valtýs varð rótari hjá hljómsveit-
inni Logum, þá voru gullár í árgangn-
um okkar og tilveran virtist eilíf.
Og samleið okkar í gegnum lífið til
vits og ára gerði okkur samheldnari
og vináttuböndin urðu sterkari, ár-
gangsmótin minntu á ættarmót stór-
fjölskyldunnar þar sem við öll skipt-
um máli, bæði líf okkar og velferð.
En nú er komið að hinstu kveðju-
stund, skólasystkin úr árgangi 1955 í
Vestmannaeyjum kveðja Þór Valtýs-
son með þökk, virðingu og söknuði.
Við vottum eiginkonu, börnum,
fjölskyldu og vinum Þórs dýpstu sam-
úð og biðjum Guð um að gefa þeim
styrk.
Sú sorgarfregn barst okkur sl.
sunnudag 1. desember að félagi okkar
og vinur Valtýr Þór Valtýsson hefði
orðið bráðkvaddur þá um morguninn.
Menn setur hljóða þegar menn í
blóma lífsins eru burt kallaðir fyrir-
varalaust. Þór var einn af þessum fé-
lögum sem íþróttahreyfingin gat allt-
af leitað til, ávallt reiðubúinn að
leggja góðum málum lið. Hann fór
VALTÝR ÞÓR
VALTÝSSON